Tíminn - 27.09.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.09.1961, Blaðsíða 7
TVf'M IN-N, miSvikudaginn 27. sept. 1961, 7 Á víðavangi Áburöareinkasala Ingólfur Jónsson, landbúnaðar ráðherra og stjórnarmaður i Áburðarverksmiðjunni h.f., hef ur mikinn áhuga á því að leggja Áburðarsölu ríkisins niður og veita Áburðarverksmiðjunni einkasöluleyfi á influtningi og sölu til áburðar. Ingólfur hefur tvisvar laigt fram frumvarp á Alþingi hér að lútandi, en stuðn ingur þingsins hefur ekki feng- izt. Kunnugir telja, að Ingólfur vilji seilast um hurð til lok- unnar til að þóknast meirihluta stjórnar Áburðarverksmiðjunn- ar og fara með málið á bak við þingið, þótt starfsemi Áburðar- verksmiðjunnar og að sjálf- söigðu einnig Áburðarsölunnar sé bundin með lögum. í grein, sem Jón ívarsson rit aði í Tímanum 13. þ.m., en hann á sæti í stjórn Áburðarverksmiðj íinnar og hefur lagzt gegn tillög um meirihluta stjórnarinnar, segir m.a.: „Núverandi landbúnaðarráð- herra hefur á* tveimur síðustu alþingum borið fram frumvarp til breytiniga á verksmiðjulögun um, sem ákvæði voru í, um að vcrksmiðjan seldi framleiðslu- vörur sínar og heimilaði ríkis- stjórninni að veita henni einka leyfi tii innflutnings og sölu á innfluttum áburði. En eins og kunnugt er, báru þessar tilraun ir ráðherrans engan árangur, lögin um áburðarverksmiðju eru óbreytt og hin sömu eins og Alþingi gekk frá þeim 1949. Frumvarpið fékk sömu mót- tökur og meðferð í bæði skiptin, var vísað til 2. umræðu í fyrri deildinni og til fjárhagsnefndar hennar. Nefndin skilaði engu á- liti í hvorugt skiptið, en leitaði álits og umsagnar einhverra að- ila um það, en ekki hafa þær greinargerðir verið birtar, en talið er þó, að það álit hafi'kom ið fram, að réttast væri að koma á frjálsum innflutningi og verzl un með áburðinn, ef horfið væri frá þeim háttum, sem hafa ver ið, þ.e. Áburðarsala rikisins ann aðist hvort tveggja eins oig hún hefur gert meira en þrjá tugi ára. Máski hafa engin meðmæli borizt um afhendingu einkaleyf is til Áburðarverksmiðjunnar nema frá einhverjum hluta verksmiðjustjórnarinnar sjálfr- ar cg er þá afsakanlegt þó að nefndin veitti frumvarpinu þann umbúnað, sem kunnugt er. Hverjir hafa áhugann? Það er eftirtektarvert, að eng inn, ekki einn einasti, þeirra mörgu manna, sem áburð kaupa, né lieldur neitt þeirra mörgu félaga, sem annast útvegun og sölu á áburði í smásölu, hefur óskað eftir, né með einu orði mælzt tU, svo að vitað sé, að breytt verði núverandi háttum, um innflutning og sölu áburðar- ins. Þótt innt sé rækilega eftir því og leitað með loigandi ljósi að einhvcrjum sein gengi með þá hugmynd í kollinum, þá eru ekki finnanlegir enn sem komið er nema aðeins fjórir menn, allir úr stjórn verksmiðjunnar, er tjá sig vilj-a gera þessa breyt- ingu, og biðja um eða bjóðast til að takast þetta hlutverk á hendur, en líklega kaupir eng- inn þeirra neinn áburð. Undirstöðurnar að því, að fá Áburðarverksmiðjunni h.f. hið umtalaða verkefni innflutning og verzlun með áburðinn, eru ekki finnanlegar í verksmiðju- lögunum né samþykktum félags ins. Alþingi hefur engan stuðn- ing veitt, oig brennt er fyrir, að þeir, sem áburðinn kaupa, óski þess að breytingin sé gerð.“ Ráíherra verzlunar- frelsis og frjálsrar samkeppni? „. . . . Með þeirri aðferð, sem nú er ráðgerð, er farið inn á nýja braut í verzluninni, þ.e. að selja tilteknu firma í hendur verzlun með tiltekna nauðsynja vöru, sem ríkið sjálft hefur lengi haft einkasölu á, gegn því að firmað lofi að færa verð hennar til lækkunar í eitt skipti, þ.e. greiði eins konar eftirgjald eða leigu fyrir að fá það hlutverk í hendur. Ef þetta væri æskileg stefna og hagkvæmir viðskipta- hættir, virðist athugandi fyrir, þann aðila, sem einkaréttinn XEA opnaði laugard. 2. sept. hefur, ríkið sjálft, að leita eftir sína fimmtu kjörbúð á Akureyri. því í fullri alvöru, hvort ekki er Þessi kjörbúð stendur við Lög- unnt að fá loforð einhvers firma mannshlíðarveg í Glerárhverfi og um meiri lækkun en fyrsta boð er stærsta og vandaðasta kjörbúð er. Ef fyrsta boð er 100 krónur félagsins, og' glæsilegasta nýlendu- kyuni annar að bjóða 110 eða vöruverzlun bæjarins. 120 krónur eða enn meira. Sé Aðalbyggingarmeistari hússins inn á þessa braut farið, er naum ast forsvaranlegt að kanna ekki-------------------;------------ til hlítar hvert lengst mætti kom ast um lækkun verðs eða eftir- gjalds. Hér verður ekki mælt með þessari aðferð nema síður sé. Verzlunarhættir, sem reynzt hafa vel, eiga að haldast áfram og ef unnt er, að gera þá enn hagkvæmari.“ Utibú K.E.A. í Glerárhverfi Ný kjörbúð KEA í Glerárþorpi Torfi Gunnlaugsson, kjörbúðarstjóri, og starfsfólk lians var Haukur Árnason, sem hefur teiknað húsið. Húsið er 2 hæðir á kjallara og um 2.200 rúmmetrar að stærð. Búðarhæð er um 350 fermetrar, þar af er sjálf búðin um 230 fermetrar. Múrhúðun var unn- in af Sigurði Hannessyni og félög- um. Búðarinnréttingu annaðist hús- gagnaverkst. Ólafs Ágústssonar, sem hefur og séð um smíði allra inni'éttinga í kjörbúðum félagsins. Teikningar að innréttingunni gerði teiknistofa SÍS. Raflögn annaðist Raflagnadeild KEA, en hita- og kælilögn var gerð af Vélaverkst. Odda og Blikk smiðjunni. — Uppsetningu hrein- lætislagna annaðist Gunnar Aust- fjörð. — Málarameistari var Jón Á. Jónsson. Kjörbúðarstjóri er Torfi Gunn- laugsson, sem verið hefur útibús- stjóri í Glerárhverfisútibúinu. Hann er yngstur útibússtjóranna hjá KEA, aðeins tVítugur að aldri Með honum vinna 4—5 manns við þessa nýju verzlun. Kjörbúðin í Glerárhverfi er | ir.ikið gleðiefni íbúum norðan Gler j ár, enda sóttu þeir það mál fast að fá þetta nýja útibú. Við opnun hinnar nýju og glæsi- legu verzlunar kom margt manna, bæði ti lað verzla og til að svala forvitni sinni. Þessi kjörbúð er sú fyrsta á Ak- ureyri, sem er byggð frá grunni sem kjörbúð. Þar er mjög þægi- jlegt að verzla og meira vöruval mun vera þar en í öðrum kjörbúð- um kaupstaðarins. Nýja kjörbúðin í Glerárhverfi er í röð myndarlegustu kjörbúða á Norðurlöndum. Þungir dómar Frá ráðgjafarþingi Evrópuráðsins Þegar ráðgjafaþing Evrópuráðs ins koam saman í Starrsburg fimmtudaginn 21. september, minntist forseti þess, danski þing-! maðurinn Per Federspiel, Jóhanns Þ. Jósefssonar fyrrum ráðherra, sem lézt 15. maí s. 1. á heimleið af fundum þingsins. Forsetinn sagði, að Jóhann hefði verið einn þeirra, sem lengst hefðu átt sæti á ráðgjafarþinginu, en þar hefði hann fyrst tekið sæti 1950 og tvívegis verið kjörinn varaforseti þess. Hann rakti helztu trúnaðarstörf Jóhanns á íslandi og sagði síðan um störf hans í Strass- burg: „Vegna hinnar miklu þekkingar hans var þátttaka hans í umræð- um þingsins mikils virði. Hann tók oft til máls, þegar rætt var um skýrslur allsherjarnefndar, um Ed en áætlunina, um' Spaak sikýrsl- una frá 1953, um stefnu Evrópu- ráðsins almennt, um samræmingu utanríkismálaiáðstefnu aðildar- ríkjanna og í október 1958 fjallaði hann um fiskveiðimálin og um flóttamannavandamálið. Hann var virtur af öllum vegná hinna miklu hæfileika sinna og aðlaðandi fram komu“. Ráðgjajarþingið sendir innileg- ustu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og íslenzku rikisstjórnarinn- ar“. Rannveig Þorsteinsdóll-ir, fyrrverandi aíþingismaSur, flytur framsögu- ræðu sína um fiskveiðar í Evrópu á fundi ráðgjafarþings Evrópuráðs- ^ins í Strassbourg s. I. föstudag. í Havana í gærmorgun var kveðinn upp dómur í máli 70 manna, sem handteknir voru og sak- aðir um að hafa unnið gegn ríkinu í sambandi við innrás- ina í vor. Dómurinn var kveðinn upp í Havana. Fjörutíu menn voru dæmd ir í 20 ára fangelsi, en 30 í 13 ára fangelsi. Brczkur ^aupsýslumaður var dæmdur í 30 daga fangelsi, en neitaði öllum sakargiftum. Hann hefur verið búsettur á Kúbu, og var honum gefið að sök að hafa verið tengiliður milli stjórnar , Bandaríkjanna og andstæðinga I Castros á Kúbu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.