Tíminn - 18.10.1961, Blaðsíða 5
T í M I N N, miðvikudaginn 18. október 1961
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Rit-
stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés
Kristjánsson. Jón Helgason Fulltrúi rit
stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga.
stjóri: Egill Bjarnason. — Slcrifstofur í
Edduhúsinu — Símar' 18300—18305 Aug
lýsingasími: 19523 Afgreiðslúsímr 12323
— Prentsmiðjan Edda h.f —
Áskriftargjald kr 55 00 á mán innanlands
í lausasölu kr 3.00 eintakið
Þátttakan í Nato og
vamarsamnmgunim
Það er vel, að hér á landi hefur verið stofnaður félags-
skapur ungra manna, Varðberg, til þess að vinna að því
m. a. að veita réttar upplýsingar um starfsemi Nato.
Vegna áróðurs andstæðinganna um Nato, hafa skapazt
um það ýmsar rangar hugmyndir hjá alltof mörgum
mönnum. T. d. virðast ýmsir trúa því, að hér sé um árás-
arbandalag að ræða. Nato er þó hreint varnarbandalag.
Takmark þess er að tryggja hernaðarlegt jafnvægi. Með
því er ekki aðeins stefnt að því að hindra að árás verði
hafin, heldur að skapa grundvöll til samstárfs og sátta.
Þegar andstæðingurinn sér, að árás muni ekki borga sig,
hneigist hann frekar að samningaleiðinni en ella.
Einn misskilningur, sem hefur skapazt hér á landi i
sambandi við Nato, er sá, að þátttökunni í Nato fylgi var-
anleg erlend herseta. Þennan misskilning leiðrétti Ólafur
Jóhannesson prófessor mjög greinilega í ræðu, sem hann
hélt nýlega á fundi í Varðbergi, eins og sagt hefur verið
frg í blöðum. Ólafur sýndi fram á, að með inngöngunm í-
Nato, hefðum við ekki tekið á okkur neinar skuldbind-
ingar um að hafa hér her, heldur þvert á móti áréttað, að
við vildum ekki hafa hér her á friðartímum. Þá sýndi
Ólafur fram á, að ekki mætti rugla saman Natosamningn-
um, sem var gerður 1949, og varnarsamningnum, sem var
gerður við Bandaríkin 1951. Sá fyrri var gerður til 20 ára,
en sá síðari er uppsegjanlegur með IV2 árs fyrirvara.
Það hefur verið sameiginleg stefna allra þeirra þriggja
flokka, sem stóðu að inngöngunni í Nato, að halda þess-
nm tveimur málum alveg aðskildum, þ. e. sjálfri þátttök-
unni í Nato og hersetunni hér. Það sýnir bezt yfirlýsingin,
sem þeir gáfu allir við inngönguna í Nato, ásamt upp-
sagnarákvæði varnarsamningsins.
Það er ekki aðeins hér, heldur i öðrum þátttökulönd-
um Nato, er menn gera full skil á milli þátttökunnar í
Nato annars vegar og herstöðva hins vegar. Nýlega lýsti
flokksþing Verkamannaflokksins brezka sig fylgjandi
Nato, en andmælti amerískum kafbátastöðvum í Bret-
landi. Málgagn norska Alþýðuflokksins, Arbederbladet,
birti forustugrein um þetta efni 4. þ. m. og segir þar m. a.:
„Vi i Norge vet, at det ikke behöver á være noen kon-
flikt mellom en oppsíutning om Nato og et nei til baser.
(í Noregi er vel kunnugt, að ekki þarf að vera neitt ósam-
ræmi 1 stuðningi við Nato og andstöðu gegn herstöðvum).
Það er í samræmi við þett^ sjónarmið, að norska
stjórnin lýsti yfir því, er þingið kom saman fáum dögum
síðar, að hún myndi hafna stöðvum fyrir kjarnorkuvopn
í Noregi, en Nato hefur óskafe eftir slíkum stöðvum þar.
Þátttakan i Nato leggur þannig ekki neina skyldu á
aðildarríkin að hafa herstöðvar, er þau telja sjálf ekki
þörf fyrir. Það er hvers einstaks þátttökuríkis að meta
það í hverju einstöku tilfelli.
Ólafur Jóhannesson á þakkir skilið fyrir að hafa rifjað
það upp á Varðbergsfundinum, að Natosamningurinn og
varnarsamningurinn eru tvö aðskilin mái og að þátttakan
í Nato leggur ekki neinar kvaðir á okkur um að hafa héi
herstöðvar, ef við teljum ekki þörf fyrir þær sjálfir
Árásír Þjóðviljans á Ólaf Jóhannesson fyrir þetta, eru iila
skiljanlegar, ef allt væri með felldu Þær geta ekki verið
sprottnar af öðru en því, að kommúnistar telja sér heppi-
legt, að menn viti ekki hið rétta í þessum efnum, heldur
rugli þessu tvennu saman.
ERLENT YFIRLIT
Sameinuðu þjóðirnar breytast
U Thant og atSstolSarframkvæmdastjórarnir marka tímamót
ÞAÐ hefur nú verið tilkynnt,
að samkomulag hafi náðst milli
Bandaríkjamanna og Rússa um
eftirmann Hammarskjölds.
Þessi inaður er.U Thant, aðal-
fulltrúi Burma hjá S. Þ. Sam-
komulagið er á þá leið, að U
Thant gegni framkvæmdastjóra
starfinu þann tíma, sem er eft-
ir af kjörtímabili Hammar-
skjölds, en það rennur út vorið
1963. Jafnframt verða skipaðir
5—6 aðstoðarframkvæmda-
stjórar, aðalframkvæmdastjór'-
anum til ráðuneytis og munu
þeir verða tilnefndir á þann
veg, að hver heimsálfa hafi
sinn fulltrúa. Enn er ekki íullt
samkomulag um það, hve marg
ir þeir verða eða hvert verk-
svið þeirra verður. Þó munu
þeir ekki hafa neitunarvald
gagnvart aðalframkvæmdastjór
anum, eins og Rússar höfðu
lagt til.
Þótt aðalframkvæmdastjór-
inn komi því til með að halda
sömu völdum og áður að nafni
til, mun þetta nýja fyrirkomu-
lag takmarka verulega vald
hans. Hjá því getur ekki farið,
að hann þurfi að taka meira
eða minna tillít til aðstoðar-
framkvæmdastjóranna Hér hef
ur því verið gengið inn á breyt
ingu á starfs=kipan S. Þ., sem
vel getur átt eftir að reynast
mikilvæg.
SÚ tOareyting, sem hér hefur
'■verið-rgéis)9(l'br: hins vegar óhjá-;
kvæmilég afleiðihg- af þeim
breytingum, sem hafa verið að
gerast undanfarið og eru nú
að gerast í heiminum. Hammar
skjöld gerði sér hana vel Ijósa
Ilann hafði einmitt undirbúið
tillögur um fimm aðstoðarfram
kvæmdastjóra, sem væru vald-
ir eftir heimsálfunum. Það
var svar hans við tillögum
Rússa um þrjá framkvæmda-
stjóra með jöfnu valdi. Hamm-
arskjöld átti hins vegar ekki
hugmyndina um hina fimm að-
stoðarframkvæmdastjóra. Það
mun hafa verið Nehru, sem
hreyfði henni fyrst.
Tillagan um hina fimm að-
stoðarframkvæmdastjóra er
sprottin af þvi, að ríkin í Asíu.
Afríku og Suður-Ameríku vilja
láta taka meira til sín á alþjóð-
legum vettvangi og eiga vax-
andi þátt í starfi S. Þ. Það er
til þess að fullnægja þessu
sjónarmiði, sem aðstoðarfram-
kvæmdastjórarnir eru látnir
koma til sögu. Samkvæmt til-
lögum, sem U Thant er sagður
hafa gert, eiga aðstoðarfram-
kvæmdastjórarnir að vera frá
Bandaríkjunum, Sovétríkjun-
um, Suður-Ameríku, Afríku og
Vestur-Evrópu. Asíu er sleppt
vegna þess að aðalframkváemda
stjórinn verður Asíumaður að
þessu sinni. Rússar vilja ekki
una þessu og krefjast þess, að
sjötti aðalframkvæmdastjór-
inn verð' frá Au=tur-Evrópu
Deilan um það er óleyst enn.
ÞAÐ er ekki nema rúm tíu ár
-'íðan. að tvö stórveldi, Banda
ríkin og Sovétríkin, settu meg
insvlp sinn á starfsemi Samein
uðu þjóðanna. Bandarikin réðu
þá -öllu. sem þau vildu, en Rúss
ar voru i algerum minnihluta
og beittu neitunarvaldi sínu í
Öryegisráð''nu takmarkalaust
Nú hafa Bandaríkin veikan
meirihluta með höppum og
glöpp. en lenda oft í minni-
. .. ... 1
U THANT OG HAMMARSKJÖLD
hluta. Aðstaða Rússa hefur
ekki styrkst neitt að ráði, eins
og kom fram í átökum þeirra
við Hammarskjöld. Valdið hef-
ur verið að færast meira og
minna í hendur hinna svoköll-
uðu nýju þjoða í Asíu og Af-
ríku. Þjóðir Suður-Ameríku
hafa og látið meira og meira
til sín taka. Þess vegna eru S.
Þ. allt aðrar í dag en þær voru
U THANT
fyrir 10 árum síðan. Aðstoðar-
framkvæmdastjórarnir, sem nú
koma til sögu, eru árétting um
þetta.
Þetta er í samræmi við þá
breytingu, sem er að gerast í
.heiminum Það er óðum að
breytast, að Bandaríkin og Sov-
étríkin séu eins alvöld og þau
voru fyrst eftir síðari heims-
úyrjöldina. Sú breyting mun
þó verða enn augljósari á kom-
andi árum. Ný stórveldi og
rikjabandalög eru að koma til
sö,gu og breyta mynd alþjóða
málanna.
Og utan S Þ. stendur sá risi,
sem ef til vill á eftir að gnæfa
yfir alla aðra. Kína.
SU breyting, sem er að verða
á S. Þ. og hér hefur nokkuð
verið rædd, mun ekki gera
hlutverk framkvæmdastjórans
auðveldara en það var. Nú
þarf orðið að taka tillit til
miklu fleiri sjónarmiða en áð-
ur. Allir samningar verða flókn
ari og þurfa að berast undir
fleiri en áður. Staða U Thants
verður því miklu örðugri en
staða Hammarskjölds nokkru
sinni var.
Það gildir um U Thant eins
og Hammarskjöld, þegar hann
tók við framkvæmdastjóra-
starfinu, að lítið verður álykt-
að af fortíð hans, hvernig hann
muni reynast. Hann hefur get-
ið sér gott orð í heimalandi
sínu sem skólamaður og rithöf-
undur, m. a. ritað allmargar
bækur. Hann kemur vel og
virðulega fyrir eins og Ilamm-
arskjöld og er betri ræðumað-
ur en Hammarskjöld var.
Stjórnmálalega er hann af allt
öðrum skóla en Hamn\arskjöld
var. Hammarskjöld var Evrópu-
maður og sænska hlutleysis-
stefnan, sem er vestræn, var
leiðarljós hans. U Thant er As-
íumaður, nágranni- Kína, og hef
ur fylgt hlutleysisstefnu Ind-
lands gegnum þykkt og þunnt
síðan hann varð fulltrúi hjá S.
Þ. fyrir 4 árum síðan. Ef til
vill má draga nokkrar ályktan-
ir af þessu, hver getur orðið
muniirinn á honum og Hamm-
arskjöld.
Það er staðreynd, að fram-
kvæmdastjóraskiptin munu af
mörgum ástæðum marka tíma-
mót í sögu S. Þ. Sameinuðu
bjóðirnar eru að breytast í
-amræmi við það, að heimur-
inn er að breytast Framtíðin
sker úr um, hvort sú breyting
verður til hins betra eða verra.
Þ. Þ.