Tíminn - 18.10.1961, Side 9
TI M I N N, miðvikudaginn 18. október 1961
9
Við erum ailtaf að reyna
að ná tii sjómannanna
Jónas GucJmundsson rætíir viíS Pál Ragnars-
son, skrifstofustjóra skipaskotJunarinnar
Margir telja, að gúmmíbáturinn
hafi beðið nokkurn álitshnekki
þessa síðustu daga, þar sem skips-
brotsmenn af Helga áttu í erfið-
leikum með að blása upp björgun-
arbátinn, eftir að brotsjór hafði
sett skipið á hliðina. Við ræddum
við Pál Ragnarsson, skrifstofu-
stjóra hjá Skipaskoðun ríkisins,
en Páll hefur auk ágætrar mennt-
unar langa reynslu í sjómennsku.
DAUFAR UNDIRTEKTIR
— Það er fyrst til að taka, seg-
ir Páll, að við reynum allt, sem í
okkar valdi stendur til þess að út-
breiða þekkingu á bjargtækjum
meðal sjófarenda. Þá ekki sízt á
gúmmíflekunum svonefndu. En
því miður hafa sjómenn ekki sýnt
nægilega mikinn áhuga á þessum
málum. Við höfum boðið þeim að
heimsækja löggildingarverkstæð-
in og kynnast þar bátunum innst
sem yzt, en sárafáar skipshafnir
hafa notfært sér það. Þó eru til
undantekningar. Vestmannaeying-
ar hafa til dæmis alltaf sýnt út-
breiðslustarfi okkar mikinn áhuga.
Líka höfum við reynt að senda
menn sérstaklega út um land til
þess að sýna aðferðir og meðhöndl
un gúmmíbáta. Þessi sýnikennsla
hefur lítið verið sótt, segir Páll
Þú veizt, að á skipunum sjálfum
er h'till tími til að halda æfingar
og kynna mönnum bjargtækin.
Það er eins og manni finnist, að
ekki geti komið neitt fyrir mann
sjálfan.
KVIKMYNDIR OG SKÓLAR
— Við höfum, eins og margir
vita, heldur Páll áfr’am, gefið i?t
sérstakt spjald, er sýnir nákvæm-
lega og á skýran hátt allt, sem
máli skiptir við sjósetningu
gúmmíbáta. Eg er viss um, að all-
ir, sem kynna sér þetta spjald,
eiga að geta sett gúmmíbát á sjó,
blásið hann upp og komið honum
á réttan kjöl. Núna er ráðgert að
fá kvikmyndir til sýninga, t. d. í
landlegum, sem aukamyndir í kvik
myndahúsum, og við höfum meira
að segja hugleitt að kenna með-
ferð gúmmíbáta í framhaldsskól-
um landsins. Til þessa hafa sjó-
mannaskólarnir verið þeir einu,
sem kennt hefur verið í.
VIÐIIALD BÁTANNA
— Teiur þú, að til mála geti
komið, að ókleift sé að blása bát-
ana upp, þegar aðstæður eru erf-
iðar?
— Þetta hafa sumir orðað, eink
um eftir að skipverjar á Helga
lentu í miklum erfiðleikum með
gúmmibátinn. Annars vil ég ekki
ræða það atriði sér'staklega. Þó
vil ég geta þess, að báturinn hef-
ur verið skoðaður og var í full-
komnu lagi. Rætt var við þá, sem
af komust, og ekkert kom fram,
sem sannar annað.
— Eru til bátar, sem blása sig
upp sjálfir, ef þeim er varpað í
hafið?
— Ekki eru þeir meðal þeirra
tegunda, sem hingað til lands eru
fluttir. Annars eru til þrýstiventl
ar, sem losa bátinn frá sökkvandi
skipi. Þrýstingurinn á ákveðnu
dýpi losar bátinn við skipið og
þegar hann flýtur upp, blæs hann
sig upp sjálfur. Þetta er ágætur
öryggisútbúnaður. Þó held ég, að
uppblástui'sútbúnaður sá, sem nú
er á bátunum, sé fullnægjandi, éf
rétt er að öllu farið.
ÞEKKING Á BJARGTÆKJUM
SKIPSINS
— Við verðum að leggja mikla
áherzlu á, að allir skipverjar viti,
hvað skipið hefur meðferðis af
björgunartækjum. Við þekkjum
meira að segja dæmi þess, að skip
verjar hafi kastað sér til sunds af
sökkvandi skipum án þess að hafa
hugmynd um, að í kojunni þeirra
er geymt lífbelti. Þetta er nú eins-
dæmi, sem betur fer. Margir sjó-
menn sýna þessum málum áhuga
og væri; ósanngjannt að geta þess
ekki. Þar heyrir undir, að hafa
tækin alltaf vel hirt og í góðu á-
\
sigkomulagi. Það hefur borið við,
að gúmmíbátar t. d. hafa verið
hroðalega skemmdir í meðförum
— gagnslausir til bjöi'gunar —
þegar þeir komast loksins í við-
gerðarverkstæðið til skoðunar.
NÝJUNGAR
— Er af hálfu íslenzkra stjórn-
arvalda fylgzt nægilega með nýj-
ungum í björgunarmálum?
— Það er nú erfitt fyrir mig
að meta það, segir Páll. Það erum
við hér fyrst og fremst, sem þau
mál heyra undir, og því er ekki
hægt að ætlast til, að við förum
að tala út um þau efni. Þó vil ég
geta þess, að við erum í sambandi
við helztu aðila, sem kynna nýj-
ungar í björgunarmálum, svo og
vita helztu framleiðendur slíkra
tækja urr) okkur og senda okkur
upplýsingar. En þó er ekki öllu
lokið. Við verðum að gera tilraun-
ir með allt, sem við teljum, að
vænlegt og gagnlegt gæti orðið
fyrir ís'lenzkar aðstæður. Þessar
tilraunir taka oft langan tíma, en
þegar þeim er lokið, mælum við
með eða móti einstökum tegund-
um og gerðum.
SENDISTÖÐVAR
— Núna nýlega vorum við til
dæmis að gera tilraunir með neyð-
arsendistöð fyrir gúmmíbáta. Hún
reyndist mjög vel og við heimil-
uðum framleiðendum að selja
hana til íslenzkra skipa eða sömu
gerð af stöðvum. Nú getur svona
stöð verið mikið öryggistæki, en
þó þurfa ekki öll skip lögum sam-
kvæmt að hafa svona stöðvar. Það
er því mikið undir eigendum og
útgerðarmönnum sjálfum komið,
hvort þeir búa s'kip sín slíkum
sendistöðvum. Það má geta þess,
segir Páll að lokum, að langflest
skip hafa aðeins þau bjargtæki,
sem krafizt er að lögum, en það
er lágmarkið. Útgerðar'menn ættu
að kappkosta að auka við öryggis-
tækin, þótt þess sé ekki endilega
krafizt með lagaboði. jg.
aðar sveitalífsins og þess inni-
lega sambands við náttúruna og
blessaðar skepnurnar, sem sveit-
in hefur að bjóða. í borginni
verðum við að sætta okkur við
— og þykjast góð af, vegna þess
að það veitist ekki nema tiltölu-
lega fáum, að geta haft ofurlít-
inn, grænan, gróinn blett við
húsið, í staðinn fyrir hið víð-
lenda tún bóndans. Við verðum
að láta okkur nægja krana í eld-
húsinu í staðinn fyrir bæjarlæk.
Hann er að vísu handhægur og
þægilegur, en gutlið í honum
verður tæplega eins rómantískt
og niðurinn í læknum í bæjar-
gilinu. Við teljum það happ í
borginni, ef þröstur verpir þar
í tré eða dúfa undir húsups, en
á býli bóndans er æðarvarp og
allt morar þar af kríu. Vér höf-
um fiskbúð í staðinn fyrir laxá
og veiðivötn, skröitandi bíla í
staðinn fyrir vakra gæðinga.
"Torðabúr heimilisins er ísskáp:
ur í eldhúsinu með fáeinum
mjólkurflöskum og niðursuðu-
dósum og leifum af miðdegis-
matnum, sem á að hita upp
handa okkur til kvöldsins. Það
er nokkuð annað en gömlu,
grónu sveitaheimilin með sáum
í búri, fullum af súrsuðu slátri.
sviðum og lundaböggum, hangin
sauðakrof og magála í gömlu
eldhúsi og heila sykurkassa og
kornmatarsekki í skemmu eða á
dyralofti.
Hins vegar nýtur borgarbúmn
margra þæginda umfram þá.
sem í sveitinni búa Þéttbýlið
hefur sína kosti og þá marga
Og yfirleitt hefur fólksstraumu.r-
inn hnigið frá sveitunum til bæj
anna. Og það er sjálfsagt nokk
uð til i því, sem Reykvíkingar
segja, að menn flykkist þangað
hvaðanæva. ng veffna bess. að
þar sé bezt að lifa og skemmti-
legast að vera. Hitt sýnist ýms-
um hæpnari fuliyrðing, að þetta
sé einvörðungu því að þakka,
að höfuðborginni sé svo frdmúr-
skarandi vel stjórnáð. Þar kynni
að geta komið fleira til. En hvað.
sem því líður. Sá, sem á annað
borð hefur valið sér það hlut-
skipti að búa í borg, hvort sem
hún nú heitir Reykjavik eða eitt
hvað annað, hann á að unna
sinni borg, hann á að haga lífi
sínu í samræmi við kröfur henn
ar og þarfir, hann á að leggja
fram sinn skerf. til þess að kost
ir borgarlífsins og þéttbýlisins
fái eflzt og notið sín sem bezt.
en leitast við að draga úr þeim
misfellum og ómenningu, sem
borgarlífinú. því miður, oft viil
verða samfara. Hann á að keppa
að því, að verða borgarbúi og
borgarþegn í beztu merkingu
þeirra orða.
Á sama hátt þarf einnig
sveitafólkið að vera sveitafólk
og trútt því b'ezta í sveitamenn-
inguunni, þrátt fyrir breytta
tíma. Það á að láta grön sía
hinn görótta drykk borgarmenn
ingarinnar og fara sér hægt að
apa eftir siðu og háttu borgar-
búanna. eins og væru þetta ein-
hverjar æðri verur Bæð'i er. að
ekki flýtur alltént rjóminn ofan
af borgannenningunni upp um
sveitirnar á samkomustaðina þar
né heldur á ailt það við í sveit
inni. sem í borginni getur talizt
gott og gilt
Eg get ekki að því gert. að
mér finnst. að vifi séum að flytja
of mikið af borgarmenningunni
upp í sveitirnar, og það serr
verst er, að við séum engan veg
inn nógu vönd að, eða nógu hvgg
in i því að velja þar aðeins þa?
hezta np hað. snm eðlilesa getur
samræmzt og sameinazt okkar
ágætu sveitamenningu, sem þar
hefur þróazt og þar er enn, ef
eftir er leitað og að er hlúð.
VisstOega geta og þurfa þeir,
sem í sveitunum-búa, sitt af
hverju að læra af borgarbúun-
um. Sveitirnar eiga að sjálfsögðu
að keppa að því, að öðlast þau
þægindi og hjálpartæki, sem
þar eru á boðstólum og orðin
eru þar almenningseign, ag svo
miklu leyti sem þetta á við í
dreifbýlinu. Eg nefni þar raf-
magn, vatnsleiðslur, síma og út-
varp, bætt húsakynni o. s. frv.
En — þarf endilega að byggja
sveitabæ alveg eins og hús í
kaupstað? Og þarf sveitaheim-
ili endilega að vera hrein eftir-
öpun af heimili í stórborg? Nei,
við eigum að stefna ag því að
finna þann byggingarstíl í sveit-
unum, sem sameinar það hent-
uga og einfalda því, sem bezt
fer í íslenzku sveitalandslagi, en
ekki að apa um of kaupstaða
húsin. Og við þyrftum að geta
fundig þjóðlegt og hentugt snið
á húsgögnin sjálf, traust og ein-
falt í stað alls þessa dóts, sem
þykir fínt í borginni. en hæfir
engan veginn þörfum sveitaheim
ilanna, né heldur er í samræmi
við sérkennilega fegurð umhverf
isins.
Eg er meira að segja svo íhalds
samur. eða réttara sagt vandlát
ur vegna sveitanna, að ég hef
heldur ímugust á þessum sárfínu
og fokdýru félagsheimilum og
danshúsum, sem nú eru óðum ag
rísa í sveitum landsins og þegar
eru orðinn sá baggi á sveitun
'im. að ekki'er unnt að reka þau
nema með þvi að stuðla ag því
beint eða óbeint. að þangað sæk>
í stórhópum fóik úr kaupstöð
um ne siávarborpum. sem revnsl-
an hefur allt of oft sýnt og er
stöðugt að sýna, að ekki flytja
þangað með sér allt of mikinn
menningarbrag eða framkomu
til fyrirmyndar öðrum. Mér er
sagt — ég vildi að það væri lygi
— að í þessum félagsheimiilum
sóu samkomurnar oftast nær lé-
leg eftiröpun lélegri dansskemmt
ana í lélegri samkomuhúsum
kaupstaðanna. Fokdýr hljóm-
, sveit á palli, hélzt keypt langt
að, ræðumaður, sem engin.n vill
hlusta á, vangadans í salnum,
vasapelar í laumi fyrst, en síð-
an þriggja pela svartidauði haf-
inn hátt á loft, áflog og stymp-
ingar í forstofum, væl og öskur
utanhúss, en gubb á klósettum.
Eg bendi á þetta — segi frá
því, sem mér hefur verið sagt
af öðrum — ekki af neinum
naglaskap eða af prestlegri vand
lætingu. En mér finnst, að sam-
koma í sveit ei.gi að vera sveita
skemmtun, en ekki kaupstaðar-
skrall. Mér finnst, að þar eigi
hin eðlilega, einfalda, heilbrigða
lífsgleði ag ráða ríkjum og setja
svipmót sitt á skemmtunina.
Þannig var það í sveitunum í
gamla daga. Húsakynnin voru
að vfsu oft lítil og of þröng, og
harmonikkan lélegri en æskilegt
var En menn skemmtu sér allt
af konunglega. Men-n gáfu stúlk
tinum hýrt auga þá ekki síður
en nú, og bæði fengu hjartslátt
Og fyrir kom, að koss var gef-
inn og þeginn í laumi, þar gátu
iafnvel gerzt svo stórir hlutir,
sem trúlofun. En þær voru öðru
vísi þá, og betri oftast nær, en
bó einkum varanlegri.
Vagga tslenzkrar menningar
hefur staðið í sveitum landsins
frá öndverðu. Og sveitirnar hafa
mótað þá menningu um aldir.
alið hana upp og sett á hana
svip og sérkenni. Þær hafa varð-
veitt hana og um leig tunguna
og söguna. Þar hefur hún dafn
að sem lifandi meiður og skotið
nýjum greinum, borið nýtt barr
og blöð. Borgarmenning okkar
er hins vegar ung og aðflutt að
verulegu leyti. Hún er enn þá
lítt mótug og á gelgjuskeiði. Enn
er eftir að sníða af henni marga
sprota, sem vaxið hafa til ó-
þurftar og hreinsa af henni ým-
islegt glingur sem hengt hefur
verið á greinar-nar, oft í gróða-
skyni og stundarhags eða metn-
aðar, en hvorki á þar heima né
getur gróig við stofninn á eðli-
legan og lífrænan hátt. Eg held,
að það geti ekki leikið á tveim
tungum, að enda þótt margt það
glæsilegasta á ytra borðinu á
okkar borgarmenningu sé inn-
flutt — og sumt ágætt í sjálfu
sér, — þá sé þó hinn trausti, lif
andi kjarni hennar og stofn hinn
forni þjóðlegi arfur úr sveitun-
um. Og vegna þess er það, að
sveitirna-r þurfa, ef vel á að fara,
að beita allri gát og gleypa «kki
í hugsunarleysi við öllu því, sem
til þeirra berst frá borgunum.
þótt glæsilegt kunni að sýnast á
yfirborðinu.
Stofn íslenzkrar þjóðmenning-
ar er í sveitum landsins og hefur
staðið þar frá öndverðu. Sveit-
unum ber að vernda þann stofn
og hlúa að greinum hans. Annað
er óheilbrigt og ekki sæmandi.
— Já. beinlínis hættulegt. Sveita
fólkið þarf ekki og á ekki að
hafa neina minnimáttarkennd
gagnvart kaupstaðarbúanum né
apa eftir siðum hans og háttum
dómgreindarlítið eða dómgreind
arlaust, heldur skyldi það minn-
ugt hins forna málsháttar, að
ekki er allt gull, serrn glóir.
(Framh. á 13. síðu.)