Tíminn - 18.10.1961, Blaðsíða 8
i.
Á neðri myndinni sjást flekabúarnir mæna kaffihungruðum augum til
lands, en á efri myndinni eru bryggjusmiðirnir önnum kafnir við að
smíða 'undirstöðu fyrir hamarinn.
:;.i
' : ::
T1M 1 NIV, miðvikudaginn 18. október 1961
Ástalífið
úr sögunni
Nú er grandiyn, sem tengir Ör-
firisey við meginlandið orðinn
þýðingarmeiri, og alls staðar á
honum eru menn athafnanna að
ver'ki.
Þegar blaðamaðurinn rólar eftir
grandanum, heyrir hann öskur
mikil og óp skammt frá landi.
Honum dettur auðvitað strax í
hug, að einhver hafi dottið í sjó-
inn og sé að drukkna, tekur und-
ir sig stökk, hleypur^fremst fram
Athafnalífið tekur við
Einu sinni fó^u menn með
elskurnar sínar út í Örfirisey,
meðan sólin málaði sjóinn
rauðan, og gláptu í augun á
þeim og héldu í hendurnar á
þeim og létu ástföngnum
hjörtum sínum blæða út í
grasbældum lautum, sem
geymdu andvörp, stunur og
tár, þeirra mörgu, sem höfðu
gengið rakleitt frá þessu ást-
arinnar glápi í hjónarúmið og
aldrei komið í Örfirisev síðan.
— Eftir að aldamótarómantík-
in var búin að dansa af sér
skóna út í Örfirisey og var
horfin þaðan fyrir fullt og
allt, minntust hennar með því
að halda þar apasýningu öll-
um Revkjavíkurbörnum til
mikillar gleði. En aparnir voru
svo frekir til ásta hver í ann-
ars garð. að siðprúðar konur
máttu ekki friði halda, og
hurfu þeir til heimky.nn^ sinna,
aftur, og þar meðiiltí®tiástaMf
eyjarinnar undir lok og at-
hafnalíf kom í staðinn.
á bryggjuna og þrífur — ekki
björgunarhringinn — myndavél-
ina og reynir að koma auga á þann
drukknandi. Hrópin verða marg-
radda með gelti og híi á milli, og
það er auðheyrt, að það er enginn
að drukkna. — Úti á höfninni ligg
ur prammi með húsi og járntrjónu
sem maður stendur upp i og galar
og baðar út höndum. Á flekanum
fyrir neðan trjónuna eru nokkrir
menn, sem líka eru galandi.
Tveir menn standa á bryggjunni
og hringa saman slepjulegan kað-
al. Þeir gjóta augunum til pramm-
ans og það tístir í þeim hláturinn.
— Pantið þið dráttarbátinn,
æpa þeir á prammanum, og ann-
ar maðurinn á bryggjunni hættir
að hringa kaðalinn og hrópar:
— Við erum búnir að panta
hann!
— Pantið þið bátinn! öskra
flekabúar.
Mennirnir á bryggjunni hrissta
hausinn glottandi.
— Þeir heyra ekki neitt, og þeir
halda áfram að hringa kaðalinn
óg glotta. -
— Af hverju eru þeir að kalla?
sþyr blaðamaðurinn.
— Þeir vilja víst komast í kaffi.
Það er búið að panta bátinn. Hann
hlýtur að koma strax. Annars held
ég, að væsi ekki um þá þarna úti.
Það er ketill inni í kofanum, svo
að það er hlýtt hjá þeim.
Mennirnir á prammanum halda
áfram að kalla, og nú eru þeir
farnir að steyta hnefana — senni-
lega bölva líka.
— Hvað eru þeir að álpast
þarna á prammanum?
— Við notum prammann við að
ramma skúffurnar. við bryggjuna,
sem verið er að gera hérna. Við
erum búnir að ramma öðrum meg-
in og fyrir endann á henni, og nú
er verið að byggja undir teinana,
sem hamarinn rennur eftir hinum
megin. Hann slær skúffurnar nið-
ur. Það er ógurlegt verk að byggja
undir hann, — þetta er svoddan
gríðarbákn. Það tekur ekki lang-
an tíma að reka skúffurnar niður.
— Hvenær var byrjað á bryggj-
unni?
— Það var byrjað á henni í vor.
Dráttarbáturinn kemur með lít-
ið fiskisjcip við hlið sér og ýtir því
upp að bryggjunni, og mennirnir
á prammanum æpa til hans hver
í kapp við annan og benda honum
að koma. v
— Þeir eru orðnir langeygðir
eftir kaffinu, greyin.
— 0, það væsir ekki um þá
þarna úti. Þeir hafa bara gott af
því að bíða svolítið. Það eykur
lystina.
Prammabúarnir létta ankerum,
og dráttarbáturinn brunar að
þeim, festir taug í þá og dregur
þá að landi. Þeir eru óblíðir á
svipinn, þegar þeir ganga í land.
— Voruð þið orðnir svangir,
spyr blaðamaðurinn vingjamlega.
— Já, segja þeir og bruna fram
hjá að kaffiskúrnum.
Bryggjan er í fæðingu. Hún er
á að gizka fimmtíu metra löng og
tólf metra breið trébryggja, sem
verður girt járnskúffum allt í
kring. Hún stendur á traustum og
digrum staurum, sem hafa verið
kafreknir í sjávarbotninn, en á
(Framh. á 13. síðu.)
Sveinn Víkingur:
Sveit og borg
Þeir voru að hringja til min
frá Tímanum og biðja mig að
skrifa greih í blaðið. — Þeir
sögðust ætla að borga fyrir það.
— Eitthvað svolítið, bættu þeir
við, líklega til þess, að gréinin
yrði ekki allt of löng. Svona er
nútímamenningin og framfarirn-
ar. Það er borgað fyrir allt. Það
gerir enginn — og vOl enginn
gera neitt nema fyrir borgun
Aftur á móti kvað hitt vera orð
ið sjaldgæft fyrirbæri í þessu
þjóðfélagi, að nokkur hlutur
borgi sig. Það kvað vera tap á
öllu og eiga að vera það. Hér á
öllum að borga fyrir allt, en ekk
ert að borga sig í raun og veru
Og nú fór ég að velta fyrir
mér, hvort það borgaði sig, jafn
vel fyrir borgun, að setjast nið-
ur og skrifa grein, og um hvað
hún ætti þá helzt að fjalla. Og
þá kom fram í hugann allt í einu
þessi merkilegu líkingatengsl.
sem sálfræðingarnir stundum
eru að tala og skrifa um Eitt
orð minnir á annað svipað, og
þannig spinnst hugsanalopinn
ósjálfrátt Orðið borgun minnir
mig á orðið borg, en það orð
kallar aftur á móti fram, vegna
andstæðutengsla, sem sálfræðin
iíka kannast við, orðið sveit. Og
áður en ég veit af, er komin fvr
irsögn á þessa væntanlegu grein
Sveit og borg. Er það ekki bara
sæmilegt, ef framhaldið gæti
orðið eftir því?
Eg er svo lánsamur, að þekkja
bæði borg og, sveit af eigin
reynd. í sveitinni er ég fæddur
og uppalinn. En frá fermingar-
aldri má segja, að ég hafi dval-
izt jafnlengi í kaupstöðum og
í sveitum. Ætti ég því ag þekkja
bæði borgarlífið og sveitalífið
sæmilega og þær stórfelldu
breytingar, sem átt hafa sér stað
á báðum þessum sviðum síðustu
áratugina og raunar það, sem af
er öldinni. Hér eru engin tök á
því að lýsa þeim breytingum,
sem orðið hafa í sveitum lands-
ins frá því ég var drengur og
ólst þar upp né heldur til þess
að gera samanburð á Reykjavík
skólaára minna fyrir meira en
fjörutíu og fimm árum og höf-
uðstaðnum eins og hann er í
dag.
Hitt vildí ég aftur á móti
benda á, að sveit og borg er og
hefur alltaf verið sitt hvað og
hvort öðru ólíkt. Sveitalif og
borgarlíf þarf að vísu ekki að
vera neinar andstæður, en þau
hljóta eigi að siður að verða
hvort með' sinum blæ og eiga
að vera það Hvort fyrir sig hef
ur sína kosti og líka sína sér
stöku galla Og þessir kostir os
þessir galiar geta verið svo ó
líkir, að við liggi fullkominni
andstæðu Ti) dæmis að taka
hefur einangrunin og fásinnið
löngu.m verið talið ti) verstu
ókósta sveitalífsins. Hins vegar
er það einn mesti galli höfuð
staðavlífsins. að þar er bókstaf
lega enginn friður fyrir fólki
erli og umferð. Þar er það bein-
Séra SVEiNN VÍKINGUR
línis næðið og einveran, sem
mann ,skortir allra tilfinnanleg-
ast.
Nú er það engan veginn ætl-
unin að fara hér í samanburð
eða meting á milli sveitar og
borgar. Það er engum til ávinn
íngs eða góðs að metast á um
það, hvort betra sé í sveitum eða
borgum eða ala á úlfúð og tor
tryggni þar á milli Hitt mun okk
ur betur endast til 'hamingju.
hvort sem við eigum heima i
borg eða sveit* að reyna að sjá
kostina. reyna að njóta þess
bezta, sem hvort um sig hefur
að bjóða okkur og efla það eftir
i getu En hins verðum við iafn-
framt að vera mmnug, að borsin
er eitt og sveitin annað, og læra
að haga lífinu í samræmi við
þá staðrevnd
Sá, sem á annað borð hefur
valið að búa í borg, hann verð
ur að gera sér ljóst, að þar getur
hann ekki notið kyrrðar og un-