Tíminn - 04.11.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.11.1961, Blaðsíða 1
Málningin er ráðgáta Málning rennur af þökum á Vopnafir'ði. — Veðurstofan telur, að það sé ekki af völd- um Öskjugossins. — Engin vissa hjá At- vinnudeild Háskólans. IVieira gos s Öskju? i Grímsstöðum á Fjöllum, 3. nóv. Út um gluggann sé ég glampana , frá Öskju og virSast þeir vera meiri en fyrir viku síðan, þegar síðast sá til gossins héðan. Eg hef haft samband við Möðrudal, þar sem gosið sést betur en hér. og þeir segja hið sama, glamparnir virðast ná hærra upp en á föstu- dagskvöldið í fyrri viku, þegar síðast sást til. Það er áhrifamikil sjón að sjá gosglampana í rökkr- inu. Kristján Á leið til Öskju Akureyri, 3. nóv. — f dag klukk- an þrjú fóru nokkrir jarðfræðing- ar og jaríieðlisfræðingar á tveim- ur bílum frá Akureyri áleiðis til Öskju. Þar á meðal voru þeir dr. Sigurður Þórarinsson, Tómas Tryggvason, Guðmundur Kjartans- son og Gunnar Böðvarsson, en alls voru 10 eða 12 manns í för- inni. Voru þeir á fjallabíl og vöru- bíl, en á vörubílnum var snjóbíll. Hópurinn mun vel út búinn að vistum og klæðum. Það mun vera fremur greið leið að Þorfinns- skála, en erfiðara þaðan. ED Laust fyrir hádegi í gær kom fjögra árá telpa heim til sín við Lindargötu, skað- brennd í munni og á andliti og höndum. Hún sagðist hafa Sæmilegur afli Akranessbáta Akranesbátum gaf á sjó í gær, en þar hefur annars verið land- lega nokkra undanfarna daga. Afli var allsæmilegur, eða tæpar 4 þús. tunnur úr 11 bátum. Hæst var Sigrún með 1000 tunnur. þá Haraldur með 750 og þriðji Sig- urður með 565 tunnur. Minnsti afli var 100 tunnur. Þetta er sæmi- leg síld, af haustsíld að vera, og fer mest í ís og salt, það er hverf- andi lítið, se'm fer í bræðslu. Sumir bátanna fóru aftur út í gærkvöldi, en sneru allir við ■vegna veðurs. Þá var kominn suð- austan strekkingur, og úrkomu spáð í nótt. Frá fréttaritara Tímans á Vopnafirði í gær: Laust eftir hádegi í dag veittu menn því athygli, að málning hefur runnið af húsa- þökum og litað snjóinn fram með veggjunum. fundið ísmola og sett hann upp í sig, en fór þá að svíða í munninn. Telpan sagðist hafa hrækt ís- molanum út úr sér og þurrkað sér um munninn með höndunum. Við það kámaði hún bæði andlit og hendur með þessu efni, sem hún hélt að væri ís. Telpan var flutt á Slysavarð- stofuna, þaðan á Landakotsspítal- ann, síðan á einkalækningastofu, og svo heim. Efnið. sem hún hélt vera ís, reyndist vítissóti. Telpan sagðist hafa fundið „ís- inn“ á götu. skammt heiman frá sér. Lögreglan fór á staðinn og fann þar nokkra litla vítissóta- mola, sem litu út eins og ísmolar. Þetta lá á götunni fyrir utan sápu- gerð Einhverjir, sennilega stálp- aðir krakkar, höfðu farið í húsa- garð við sápugerðina og losað þar Starfsmenn sápugerðarinnar sennilega borið þessa mola útfyrir. Starfsenn sápugerðarinnar þvoðu götuna og gengu frá tunn- unni. Ekki er vitað. að fleiri börn hafi skaðazt af sódanum. Málningin, sem hefur Iosnað, er eingöngu rauð olíumálning. Engin breyting er sjáanleg á hús- um, sem eru máluð öðrum litum, og engar breytingar sjást á galv- aniséruðu, ómáluðu þakjárni. Litarefnið virðist renna af þök- unum og farða snjóinn rauðan, en hvergi er sýnilegt, að málning hafi losnað af í flyksum. Hér hefur verið austan og norð- austanátt írá 25. fyrra mánaðar. Hefur snjóað flesta undanfarna daga, þar til í dag. — Við hér gætum ekki fellt okkur við þá kenningu, að málningin á Vopna- firði hafi losnað vegna áhrifa frá Öskjugosinu, þar sem vindur hef- ur staðið á land síðan gosið hófst. — Kr. Víum Ónýt sýnishom Blaðið hafði tal af öskari Kjart anssyni hjá Iðnaðardeild Atvinnu- deildar Háskólans, strax eftir að þessi frétt barst frá Vopnafirði. Hann sagði, að ekki hefði tekizt að greina, hvað olli málningar- rennsli af húsaþökum hér syðra þann 29. október. Iðnaðardeildin fékk sýnishorn af málningu, sem hafði runnið af húsþaki á Álftanesi. Þar hafði losnað rauð olíumálning og runnið í vatnstunnu, sem er notuð til að safna vatni af þakinu. Húseigand- inn losaði tunnuna og datt ekki í hug að láta rannsaka málninguna fyrr en nokkru síðar. Sýnishornið var ónýtt. Mistrið Sama dag losnaði gul olíumáln- ing af húsgafli í Hlíðunum, en þar var ekki hægt að taka sýnishorn, því málningin hafði runnið í niður fall. Þá hefur frétzt, að málning hafi losnað af húsi í Ytri-Njarð- vík. Þaðan hefur ekki borizt sýnis- horn. Daginn fyrir 29. október var nokkurt mistur í lofti hér syðra. Lyktnæmir menn þóttust þá finna brennisteinsþef, og talað var um fíngerða ösku á gluggum og bíl- rúðum. Þá var hreinviðri til kvölds, en daginn eftir úrhellis- rigning. Óskar Bjarnason sagði, að þeir í atvinnudeildinni hefðu í fyrstu talið sennilegt, að málningin losn- aði vegna áhrifa frá gosinu, en það er alveg ósannað, bætti hann við. Honum kom mjög á óvart, að málning skyldi hafa losnað á Vopnafirði, eftir að vindátt hefur haldizt þar óbreytt austan og norð austan frá 25. októbér. Vindur norðanstæður Blaðið hafði því næst tal af veðurstofunni og spurðist fyrir um, hvort gosefni frá Öskju hefðu getað borizt með háloftsvindum norður, og til Vopnafjarðar með yfirborðsvindinum. Veðurfræðing- ur svaraði, að yfirborðsvindurinn hefði verið norðanstæður allan þennan tíma, og allt upp í 6000 metra hæð. Kort veðurstofunnar sýna ekki hærri loftlög. Hins veg- ar mundu gosefnin hafa getað borizt norður á bóginn í enn hærri í fyrrinótt var brotizt inn í söluturninn hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar í Aust urstræti ' 18. Stolið var fimmtán pakkalengjum af vindlingum, 150 pökkum. Á fimmíudagsnóttina var einnig brotizt inn í þennan söluturn, en lögreglan hafði ekki vitneskju um, hverju stolið var í það sinn. Þjófarnir höfðu í báðum tilfell- um losað hlerana frá opinu, þar sem afgreiðslan fer fram. Þar gátu þeir teygt sig ínn og náð í vind- lingana. Nú er saumaklúbbatíminn byrj aður af fullum gangl. Þa5 sést á ungu stúlkunum, að þeim þykir go'tt að sitja við prjónana í hlýj- unni meðan frostrokið lemur rúðurnar. (Ljósm. H.G. .) Nóra var bjargaÖ Um ellefuleytið í gær var farið á Magna út á ytri höfnina til þess að reyna að ná hafnsögubátn um Nóra upp, sem sökk þar í fyrradag. Nóri fannst eftir stutta leit„ og fór þá froskmaður niður til þess að setja vír utan um hann. Síðan var hann dreginn upp undir Magna, sem sigldi með hann til bryggju. Farið var með Nóra að nýju Grandabryggjunni og vig hana var hann dregin upp úr sjónum af krana. Hélt kraninn honum uppi, meðan sjónum var dælt úr hon- um. Virtist Nóri lítið skemmdur, og flaut hann við bryggjuna, þeg ar búið var að dæla úr honum sjóouim. Öll björgunin tók aðeins tvær stundir. Þetta kann að virðast undarlegt innbrot, svo að segja við nefið á lögreglunni. Ekki er vitað, hvort innbrotin voru framin seint eða snemma nætur. Um helmingur lögreglumanna hverfur heim af Vakt klukkan þrjú. Þá eru 10—15 lögreglumenn eftir á stöðinni. En innbrotin munu hafa verið framin áður en fækkað var á vakt. Tilgáta er, að innbrotin í sölu- turninn haíi verið framin skömmu fyrir eða eftir miðnætti, áður en göngufólk hverfur úr strætinu, þannig, að nokkrir menn hafi hnappazt við gluggann og skýlt þeim, sem var að opna lúguna, mitt í umferðarösinni. Barn skaðbrenn ir sig á vítisóda Fann mola á götunni og hélt, að hann væri ís (Framhald n 2 síðu i Brotizt inn nótt eftir nótt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.