Tíminn - 04.11.1961, Qupperneq 13
TIM I N N , laugardaginn 4. nóvember 1961
Úskadraumurinn rættist
Það hefur alla tíð verið óska-
draumur íhaldsins að afnema eða
koma í veg fyrir samningsrétt
verkamanna og alþýðustéttanna
um kaup sitt og kjör. Alls stað-
ar, þar sem verkalýðsfélög hafa
verið stofnuð í þeim tilgangi að
tryggaj hag verkamanna og
semja við atvinnur'ekendur um
kaup og kjör, hafa þeir íhalds-
menn, sem einhvers hafa mátt
sín, ætlað af göflum að ganga
yfir þeirri „ósvífni“ verkamanna,
sem þeir hafa kallað það. — í
öllum byggðarlögum eru til hóp-
ar manna, sem geta borið vitni
um, að þetta er satt, þó að sums
staðar sé farið að fyrnast yfir
þessi mál.
Fram til þessa hefur íhaldinu
ekki tekizt að hnekkja þessum
rétti verkafólks og svo var mál-
um komið, að íhaldsmenn þorðu
ekki að láta mikið á þessu bera.
í þess stað gripu þeir til falskr-
ar verkalýðshyggju til að fela
úlfshárin. Þar af var sprottin sú
verkalýðspólitík, sem íhaldið rak
(og rekur enn), og náði hámarki
sínu árið 1958. — Nú hefur þessi
óskadraumur íhaldsins rætzt. —
Meðf stuðningi við „toppkrata"
hefur sú íhaldsstjórn, sem nú
situr að völdum, gert þennan
samningsrétt verkamanna að
engu. Með því skipulagi, sem
þeir hafa nú komið á með síð-
ustu gengisfellingarlögum sín-
um, er það orðið algerlega til-
gangslaust fyrir verkamenn, að
ætla sér að bæta kjör sín með
samningum um hærri laun.
Valdið til að gera þær kjarabæt-
ur áís'engú er í höndum íhalds-
ins og skósveina þess. Því valdi
hefur þegar verið beitt á eftir-
minnilegan hátt, og því verður
miskunnarlaust beitt, meðan
þessi valdaklíka fer með völdin
og ræður þessum málum. —
Hér hefur verið farið að rúss-
neskri og nazistískri einræðisfyr-
irmynd þar sem stjómarvöldin
raunverulega ákveða kaup og
kjör verkafólks að eigin vild. —
Hinn gamli óskadraumur íhalds-
ins hefur rætzt, — því valdi, er
þeir hafa náð til þess að hagnýta
þessa gaddasvipu á allan almenn
ing, verður ekki sleppt fyrr en
í fulla hnefana. Þetta em menn, í
sem hafa „kjark og þor!“ enda j
guma þeir allra mest af þeim I
eiginleikum sínum.
i
Sá eini möguleiki, sem þær ]
stéttir hafa, er svo‘hafa verið í
leiknar, til að slíta af sér það
helsi, sem á þær hefur verið lagt,
er að þær noti manndóm sinn til
þess að gjalda þessum herrum
„rauðan belg fyrir gráan“, þegar
næst verður gengið að kjörborð-
inu. Það er þeirra eina og sterk-
asta vörn, úr því sem komið er,
gegn þessum þrældómsfjötrum,
sem þær hafa verið færðar í af
íhaldinu og taglhnýtingum þess,
toppkrötunum.
Þegar að þeim uppgjörsdegi
kemur, ættu verkamenn að vera
minnugir þess, hverjir það voru,
sem stóðu næstir í réttlátum kröf
um þeirra á s.l. sumri. Á þann
hátt einan geta þeir tryggt rétt
sinn og stéttaröryggi. Ljái þeir
íbaldinu fylgi sitt og fylgifiskum
þess, mun það ekki telja þörf á
að vanda kvftðjurnar eftirleiðis
fremur en áður. Sú bið, þar til
kjördagur rennur upp, verður að
vísu mörgum löng og erfið, en þó
ekki óbærileg, þegar vonin um
sigur er framundan. Þið verka-
menn, sem finnið hrís íhaldsins
á baki ykkar, notið þann tíma
til að festa hug ykkar og heit.
Þá er sigurinn ykkar og þið
heimtið rétt ykkar að nýju.
G. P. V.
FMttameim
i'ramnald ai o síðu.
sovéthernumda svæði í A-Þýzka-
landi. Síðan árið 1946 hafa engar
frjálsar kosrdngar farið fram, þ. e.
a. s. kosningarnar fjórða hvert ár
eru aðeins sviðsettar af flokknum
til málamynda. Fólk fær ekki
tækifæri til að sýna hug sinn og
néi-atkvæðin eru ekki tekim til
greina, en eru jafnvel talin já-
atkvæði. Frjálst orð um stjómmál
austan tjáids er óþekkt. Minnsta
mótbára getur haft í för með sér
tukthús. Efnahagsástandið í A.-
Þýzkalandi varð íbúunum til hinna'
mestu vonbrigða. Það var jafnan
verið að birta áætlánir um, hvern-1
ig bæta ætti afkomu fólks. Og full I
yrt hafði verið, að 1961 myndu'
A.-Þjóðverjar búa við sömu lífs-
kjör og V-Þjóðverjar. Þó féngust
ekki kartöflúr, og smjörið var t.d.
ákaflega naumt skammtað. Sama
var að segja um ávexti og önnur
matvæli, og árið 1961 nálgaðist
ástandið hungursneyð. Til þess að
Jeyna þeim mismun, sem er á
efnahag A. og V.-Þjóðverja, voru
lagðar sérstakar hömlur á sam-
göngur, nema sérstaklega stæði á,
t. d. ef einhverjir þurftu að sækja
alþjóðlegar vísindaráðstefnur eða
eitthvað slíkt. Erfitt var að fá
leyfi til að vera við útför nákom-
inna ættingja vestan markanna og
alls ekki, nema einu sinni á ári.
Það varð erfiðara og erfiðara að
fá að fylgjast með bókmenntum
og strangar hömlur voru lagðar á,
að fólk gæti lesið bækur vest-
rænna höfunda. Ef ekki var ákveð-
inn fjöldi kommúnistískra leikrita
á verkefnaskrá leikhúsanna, voru
Málverkasýning
Bjarni Guðmundsson frá Hornafirði opnar mál-
verkasýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins laugar-
daginn 4. nóv. kl. 18.00.
Sýningin verður opin daglega næstu viku frá kl.
14.00—22.00.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta, á Lindarbrekku við Breiðholts-
veg, hér í bænum, talin eign Jóns Magnússonar,
fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 8. nóv-
ember 1961, kl. 3,30 síðdegis.
Borgarfógetinn í Reykiavík
13
þau tekin til bæna og skráin „leið-
rétt“. Á ölíum sviðum teygði fiokk
urinn fram krumlur sínar% og
þyrfti einhver að leita eftir stöðu
eða atvinnu, var trúnaður við flokk
inn miklu þyngri á metunum en
hæfileikar eða geta.
Éitt var það, sem alveg sérstak-
lega vakti gremju almennings í
A.-Þýzkalandi, en það var hinn
skefjalausi lifnaður flokksforingj-
anna. Þeir búa í sérstökum hverf-
um og hafa aðgang að ýmsum
munaðar- og nauðsynjavörum,
sem aðrir fá ekki. — Að öllu sam-
anlögðu er þetta ástæðan til þess,
að 15. ágúst s. 1. ákvað ég að flýja
í bíl mínum með ferðatöskuna
mína eina i farangursgeymslunni,
en sem læknir hafði ég leyfi til
að aka milli borgarhlutanna til
13. ágúst. Þá átti að taka af mér
leyfið, en það dróst, svo að ég
komst undan.“
KrafSisf frjálsra kosninga,
— og flúði
Kurt Wismarck kvaðst hafa
verið verkamaður í stórri verk-
smiðju í A.-Berlín til 14. ágúst s.l.
— „Eg hafði eftir því sem ger-
ist í A.-Þýzkalandi, fremur háar
tekjur af atvinnu minni. Til 17.
júní 1953 hafði ég ekkert á móti
flokknum eða ástandinu í A.-Þýzka
landi, en eftir það snerist ég til
sívaxandi andstöðu. Flokkur sá,
sem kenndi sig við verkamenn,
neytti allra bragða til að rýra kjör
verkamanna á allan hátt. Fyrst'
var tekinn af okkur jólaglaðning-
urinn, þar sem hann væri aðeins
ölmusa. Því næst var trúnaðar
þóknun eftir nokkurra ára vel
unnið starf, — e. k. uppbót, lækk-
uð úr 250 mörkum á mánuði nið-
ur í 25 mörk. Þar við bættist, að
jafnan var ætlazt til meiri og meiri
afkasta af hverjum einstaklingi,
þrátt fyrir fornfálegan vélakost.
;mmrs vár kúgunin og þrúgunm
orðin svo mikil, að verkamenm
höfðu ekki lengur neinn tíma af-
lögu til ag sinna hugðarefnum
sínum. Þeir gátu heldur ekki kom
izt meitt áfram í fagi sínu, nema
þeir veittu flokkmum stuðnimgs-
yfiriýsingu. Ef verkamaður vildi
verða meistari eða verkstjóri, var
hann spurður, hvenær hanm hygð-
ist ganga í baráttusveit flokksins
O'g hvernig hann stæði sig gagn-
vart homum. Alls staðar réð póli-
tík. Það er þetta ástand, sem veld
ur því, að milljómir verkamamna
hafa flúið að austan og vestur yf-
ir. — Áframhaldandi viðskipta-
kreppa og fátækt, nærri hungur,
bættist við. En allar ógnamirnar
gátu ekki komið í veg fyrir, að
verkamenn fréttu af þvi, að í V-
Þýzkalamdi ríkti frelsi í samskipt
um verkamanma og vinmuveitenda
og þar var betri lífskjara að
vænta. — Einn góðan veðurdag
kom Ulbricht og talaði yfir okkur
í verksmiðjumni. Gat ég þá ekki
orða\ bundizt og krafðist frjálsra
kosninga. Það var ástæðan til þess
að ég varð að flýja, þegar færi
gafst. Hér þykja það sennilega
ekki merkileg tíðindi, ag krafizt
sé frjálsra kosminga, en þar heitir
það landráð. Það leið ekki nema
dagur, þangað til ég var kafflaður
fyrir flokksrág flokksins. í svo-
kölluðum þriggja tíma viðræðum
var reyot að fá mig til að lýsa því
yfir í verksmiðjunni, þar sem ég
vann, að kosnimgamar, sem ég
krafðist, væru tóm vitleýsa. Að-
eins með þessu skilyrði átti að
taka til greina, að ég yrði send-
ur til enduruppeldis í austur-
þýzkri stormsveit og hækka laun
mín um 300 mörk á mánuði. Etin
fremur átti ég að lofa að vinna
500 stundir fyrir ekki neitt. Ef ég
ekki vffldi gefa þessa yfirlýsimgu,
yrði ég eins og fleiri landar mínir
settur i tukthús fyrir fjandskapar
áróður gegn lýðveldinu og undir-
róðursstarfsemi fyrir útlömd. Þann
ig eru menn kúgaðir til að þegja
og afsala sér réttinum til ag segja
það, sem þeim býr í brjósti. Næstu
tvo daga voru mér gefnar nánar
gætur, bæði á vinnustað og utan.
Nýjar bækur frá Isafold
Saga bóndans frá Hrauni
EFTIR GUÐMUND L. FRIÐFINNSSON
Endurminningar Jónasar Jónssonar bónda í
Hrauni í Öxnadal speglast í skáldlegri meðferð
Guðmundar á Egilsá. Þetta er ævisaga dugmikils
íslenzks bónda sem brýzt frá örbirgð til nægta.
Guðmundur á Egilsá hefur búið þessa ævisögu í
nýstárlegan búning, þar sem meginþættinum í
ævi Jónasar er haldið vel til haga. Er frá þeim
sagt á þann hátt að líkast er því, sem um góða
skáldsögu sé að ræða.
Bókin er í stóru broti, 186 bls. með myndum.
Sonur minn Siníjötli
Skáldsaga eftir GuSmund Daníelsson.
Þessi stórbrotna skáldsaga er nú komin til bók-
sala um land allt. 260 bls. Verð kr. 220.—
Skuggsjá Reykjavíkur
eftir Árna Óla
Bók Reykvíkinga.
— Verð kr. 248.-
328 bls. með fjölda mynda.
Næturgestir
eftir Sigurð A. Magnússon
Þessi fyrsta skáldsaga Sigurðar hefur vakið óskipta
athygli. — 160 bls. — Verð kr. 160.—
Börn eru bezta fólk
eftir Stefán Jónsson
Reykjavíkursaga fyrir börn og unglinga.
GullæðiÖ
eftir Jack London
Spennandi skáldsaga, sem gerist í vestrinu, þegar
gullæðið var í hámarki.
íslenzk frímerki 1962
eftir Sigurð Þorsteinsson
Verðlisti, með öllum breytingum, sem orðið hafa
á frímerkjamarkaðnum undanfarið.
Bókaverzlun Bsafoldar
Þessu eftirliti var hætt, þegar far
ið var að reisa múrvegginn 13.
ágúst, því að eftir þag var talið,
að ég gæti ekki sloppið. Kvöldið
eftir flúði ég, ásamt konu minni.
Okkur tókst að fiíina skurð, sem
ekki var gætt sérstaklega vel, en
var nærri mörkunum. Við gátum
synt yfir skurðinn, en vörður einn
tók eftir okkur. Þó hafði ég á
tilfinningunni, að hann léti sem
hanm sæi okkur ekki.“