Tíminn - 04.11.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.11.1961, Blaðsíða 3
T,íMIX N, laugardagiim.J.^nóvmbex.jaei 3 Miðstjórnarherinn rek- inn á flótta í Katanga Linner sakar Katangamenn um samningsbrot NTB — Elizabethville, New York 3 nóvember. Útvarpið í Katanga skýrði frá því í dag, að allar hersveitir mið stjórnarinnar í Kongó hefðu ver ið reknar út úr Katanga-héraði, en í pólitiskum heimildum í El- iztbethville er þó fullyrt, að enn séu fámennir herflokkar mið- stjómarinnar innan við landa- mæri Katanga. Samkvæmt fréttum útvarps- ins hafa herir Katangamanna undir stjórn Orbert Moke hers- höfðingja hrakið hersveitir Kongóstjórnar yfur Lubalishi- ána, sem skiptir löndum Kongó og Katanga á 110 km lögu svæði. Katangaher hefur einnig náð járnbrautarstöðinni og þorpinu Kisamba á sitt vald aft ur, en það hefur lotið yfirráð- um Kongómanna að undan- förnu. Ennfremur hefur her Katangamanna tekið fjölmarga til fanga og komizt yfir mikið af vistum og vopnum. Ekki sammála Þrátt fyrir útvarpsfréttirnar fpllyrða heimildir í Eliztbeth- ville, að smáhópar úr her mið- stjórnarinnar séu enn um 30 km innan við landamæri Katanga, einkum í Kongóló-héraði, sunn- an Kivunýlendunnar. 1 sömu heimildum er fullyrt, að árás þaðan sé enn hættulegri ógnun við Katanga en hugsanleg árás úr Kamina-héraðinu. í Kongóló- héraðinu er almenningur yfir- leitt mótfallinn Tshombe og stjórn hans, þó að stjórnin sé honum vinveitt. Viljum samkomulag, — segir Tshombe Forseti Katanga. Moise Tshombe, sem nú er staddur í Genf, sagði á blaðamannafundi í dag, að Katangamenn óskuðu eftir að komast að samkomulagi við stjórnir annarra héraða í Kongó. Þeir væru reiðubúnir að leita lausnar vandamálanna með friðsamlegum samningaviðræð- um, en mundu framvegis neita réttar síns til að verjast, ef á þá yrði ráðist. Tshombe sagði, að sér hefði verið að berast tiikynning um, að her hans hefði tekið mörg hundruð níiðstjórnarmenn til fanga, en réðst um leið á S. Þ., sem hann kvað hafa stutt mið- stjórnarherinn til að gera inn- rás í Katanga. Samkvæmt ýms- um heimildum hafi 5.000 her- menn miðstjórnarinnar komizt til landamæra Katanga með til- styrk S. Þ. Katangamenn berj- ast ekki að gamni sínu, og eng- inn óskar eftir nýrri heimsvalda stefnu. Hersveitir okkar eru kannske litlar, en þær berjast fyrir hugsjónir okkar. Tshombe dvelst nú í Genf und ir læknishendi. Fulltrúi S. Þ. í Kongó, Dr. Fjármálarekstur Þjóðleikhúss'ms hefur verið erfiður undanfarið og eru lausas'kuldir þess komnar upp í 17 mffljónir króna. Fátækt Þjóð leikhússins stafar ekki hvað sízt af þvd, hversu lítill sketnmtana- skattur innheimtist nú, eftir að mörg veitingahús hafa lagt ni.ður aðigangseyriskröfu. í fyrradag var skipuð þri'ggja manna nefnd til að athuga, hvem- ig unnt sé að koma fjárhag leik- Allt á kafi í snjó Vopnafirði, 2. nóv. Hér er það helzt frétta, að und- anfarna tvo daga hefur verið snjó- koma og allt er að fara á kaf í snjó. Það bjargar þó samgöngum, að ekki hefur verið hvasst, svo að engir skaflar eru á vegum að heit- ið geti. — Slátrun lauk 27. okt., slátrað var um 19000 fjár, og með- alfallþungi var nærri 14 kg., sem er heldur slakara en í fyrra. Bændur munu vera sæmilega heyj aðir að magni til, en laklega að gæðum. KV Sture Linner, sakaði yfirvöldin í Katanga um fjölmörg brot á vopnahléssamningi þeirra við S. Þ. síðan í september, í dag. í skýrslu til Öryggisráðs S. Þ., er opinberlega var birt í New York í dag, segir, að flugher Katanga hafi gert loftárásir á miðstjórn arherina í Kasai-héraði, en þetta er talið algjört brot á samningn um. Ennfremur fullyrðir Linner, að aðgerðir Katangamanna séu borgarastyrjöld, sem falli und- ir samþykkt öryggisráðsins frá 21. febrúar s.l„ en þar gefur ör- yggisráðið S. Þ. leyfi til að grípa til hvaða ráða, sem nauðsynleg kunna að reynast, til að koma í veg fyrir borgarastyrjöld í Kongó. hússins á betri grundvöll. í nefnd. inni eiga þessir menn sæti: Frá fjáryeitinganefnd Magnús Jónsson bankastjói?i;' frá" 'f jármálaráðuneyt- inu Kjn^r,:,gjarnason ríkisendur- skoðandi og frá menntamálaráðu- neytinu Birgir Thorlacius ráðú- neytisstjórl. Þjóðleikhúsið hefur óskað að fá sérstaka fjárveitingu á fjár- löguan næsfa árs til þess að greiða lausaskuldir sínar. Eðlis- og efnafræði verðlaun Nóbels NTB—Stokkhólmi 2. nóv. Hagur Þjóðleik- húss athugaður Þóra Marta Stefánsdóttir heldur um þessar mundir sýningu á listmunum sínum á Týsgötu 1. Þar eru málverk, en mest er af smelti, en Þóra lærSI smelti í Þýzkalandi fyrir átta árum. Myndin er af nokkrum mununum á sýningunni. (Ljósm.: Tíminn — GE.) Sænska vísindaakademían til- kynnti í dag, að hún hefði á- kveðið að veita Bandaríkja- manninum Melvin Calvin, prófessor við Kaliforníuháskól ann Nóbelsverðlaunin í efna- fræði í ár, en eðlisfræðiverð- laununum verður að þessu sinni skipt á milli bandaríska vísindamannsins Robert Hof- stadter við Stanfordháskóla í Kaliforníu og Þjóðverjans dr. Rudolf W. Mössbauer í Munchen. Melvin Calvin hlaut efnafræði- verðlaunin fyrir rannsóknir á kol- sýruvinnstu jurtanna. Hofstadter hlýtur eðlisfræðiverðlaunin fyrir ranns'ó'kn atómkjarnans, en Möss- bauer fyrir rannsóknir á svoköll- uðum gammageislum. Nóbelsverð launi.n nema ag þessu sinni 250. 232.88 sænskum krónuim eða 2.086. 700 ísl. krónum. Lfós yfir landi nefnist þetta málverk Sigurðar Krist- jánssonar á sýningunni, sem hann heldur nú á Laugavegi 24. Málverkið er tileinkað Hammarskjöld, fyrrver- andi framkvæmdastjóra Sþ, og málað, þegar andlátsfregn hans hafði bor- izt hingað til lands. Sýning Sigurðar hefur verið opin í nokkra daga og aðsókn verið góð, (Ljósm.: Tíminn, GE.) eikskóli í gær afhenti borgarstjóri félag inu Sumargjöf nýjan leikskóla við Eskihlíð. Bæjarráði, stjórn Sum- argjafar, blaðamönnum og fleiri gestum var boðið að skoða hinn nýja leikskóla, sem heitir Hlíða- borg. Við kaffidrykkju í Hlíða- skóla afhenti borgarstjóri Sumar- gjöf leikskölann og skýrði frá til- högun hans. Þrír aðrir leikskólar hafa verið byggðir eftir þessari sömu teikn- ingu, Drafnarborg og Barónsborg 1950 og Brákarborg 1952. Árið 1954 voru byggðir tveir leikskólar í Eskihlíð og Háagerði, sem báðir voru teknir til barnaskólahalds. Svo vel hefur miðað áfram með byggingu Hlíðaskóla, að hægt var að taka skólann í Esldhlíð til leik- skólahalds. Síðast liðið sumar vru svo gerðar ýmsar lagfæringar á skólanum, og eru nú um hundrað börn þar í leikskóla. Önnur barnaheimili, auk þeirra, sem nefnd hafa verið, sem bærinn á, en Sumargjöf rekur, eru Lauf- Vísitazía Biskupinn yfir íslandi vísiterar Árnessprófastsdæmi næstu daga. Verður visitazíunni þannig hagað: Þriðjudaginn 7. nóvember kl. 1 Búrfellskirkja, sama dag kl. 5 Stóru-Borgarkirkju. Miðvikudaginn 8. nóvember kl. 2 Miðdalskirkja, sama dag á nánar auglýstum tíma Laugarvatn. Fimmtudaginn 9. nóvember kl. 2 Mosfellskirkja. f hverri kirkju hefst vísitazían með guðsþjónustu. Að henni lok- inni fara fram viðræður við söfn- uðina og skoðun á kirkjunum. ásborg og Tjarnarborg, og eru á þessum heimilum 660 börn. Auk þess á Sumargjöf sjálf nokkur heimili, og eru á iþeim 300 bör'n. Páll S. Pálsson, formaður Sum- argjafar, veitti heimilinu viðtöku" fyrir hönd félagsins og þakkaði borgarstjóra góða samvinnu. Und- irrituðu þeir síðan samninga um rekstur heimilisins. Að lokum lýsti Jónas B. Jóns- son, fræðslufulltrúi, Hlíðaskóla, en þar er'u 16 kennslustofur, sem eru þannig útbúnar, að fata- geymsla er sér fyrir hverja stofu. Körfuknattleiks- mótið hefst í dag Körfuknattleiksmót Reykjavík- ur hefst að Hálogalaridi, laugard. 4. nóv. kl. 20.15 og verður hið 4. í röðinni. Körfuknattleik hefur fleygt mjög fram hér á landi hin síðari ár og stöndum við trúlega jafnfætis hinum Norðurlandaþjóð- unum. Áhugi hefur einnig aukizt, eins og sýnir sig í aukinni aðsókn og þátttöku í móturn. í mótinu taka þátt 22 lið frá 5 félögum. Öll Reykjavíkurfélögin hafa haf- ið æfingar fyrir nokkru og einnig dvaldist hér í haust bandarískur körfuknattleiksþjálfari á vegum KKÍ. Má því gera ráð fyrir, að liðin séu þegar komin í allgóða æfingu. Fyrstu leikirnir verða eins og áður er sagt á laugard. kl. 20.15 að Hálogalandi, Ármann a — KR í 2. fl. karla og ÍR — ÍS í m.fl. karla. Mótið heldur síðan áfram á sunnudag á sama^ stað og tima og þá leika, ÍR — Ármann b í 2. fl. karla og Ármann — KFR í m.fl. karla.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.