Tíminn - 04.11.1961, Page 8
8
T í M I N N , laugardaginn 4. nóvember 1961
Bókaúfgáfan Cíelgafcll gef-
ur úf fleiri bækur nú fyrir jól
en nokkru sinni áður. Þar á
meðal eru vandaðar listaverka
bækur, nýjar Ijóðabækur og
skáldsögur eftir íslenzka höf-
unda, t. d. Laxness og Þór-
berg.
Ragnar Jónsson sagði frétta-
manni Tímans, að ástæðan til þess
að forlagið sæi sér fært að gefa
út svo margar og góðar bækur,
væri sú, að fyrirtækið hefði tekið
upp nýtt söluform.
— Undanfarið ár gekk bókasala
hjá okkur betur en nokkru sinni
fyrr, sagði Ragnar, — og það er
breytt söluform. Þess vegna get-
um við ráðizt í meiri útgáfu en
áður.
— í hverju liggur breytingin á
sölunni?
— Við erum hættir umboðssölu
eins og áður hefur tiðkazt, svar-
aði Ragnar', — og nú seljum við
bóksölunum bækurnar eins og
hvem annan varning og fáum and-
virði bókanna greitt út í hönd. Um
boðssölukerfið var að fara með
allt til andskotans. Við sendum
kannske dýrar og viðkvæmar lista
verkabækur bóksölum úti á landi,
þar lágu þessar bækur óseldar,
meðan ‘hörgull varð á þeim hér í
bænum, voru síðan endursendar
meira og minna skemmdar aftur
suður og þá kannske mesta eftir-
spurnin liðin hjá. Bóksalar, eink-
um á smærri stöðum, hafa ekki afl
til að liggja með mikinn bókalag-
er, geymslur þeirra oft ekki hæf-
andi bókum, sem eru viðkvæmar
og vandaðar og þola ekki hnjask.
Þess vegna liöfum við tekið upp
þann hátt, að afgreiða beint frá
forlaginu pantanir einstaklinga,
hvar sem er í borg og byggð. Við
sendum bækurnar beint til kaup-
andans, honum að kostnaðarlausu.
Þetta fyrirkomulag hefur mælzt
vel fyrir.
Mér er óhætt að fullyrða, að
fjórðungur af upplagi hverrar bók
ar hafi eyðilagzt á því að liggja
úti um allar trissur í vanhirðu hjá
j bóksölum, sem ekki höfðu bol-
I magn til að búa sómasamlega um
bækurnar.
. Við erum enn fremur farnir að
j selja öllum bóksölum gegn stað-
greiðslu, þurfum þannig ekki að
! bíða marga mánuði, kannske heilt
j ár, eftir uppgjöri og höfum því
fjármagn til umfangsmeiri útgáfu
en áður. Bóksalar hafa allir tekið
þessu breytta formi með skilningi
og samvinnan við þá gengið vel.
Eg tel gamla fyrirkomulagið
dauðadæmt.
— Hverjar eru helztu bækur,
sem Helgafell gefur út fyrir jólin?
— Fyrst er að telja Ásmundar-
bók, forkunnarfagra og afar vand-
aða bók um Ásmund Sveinsson
myndhöggvara, líf hans og list.
Halldór Kiljan Laxness hefur ritað
ilanga ritgerð um listamanninn og
jverk hans, þar er fjallað af snilli
um mikinn snilling. Ritgerðin
verður á fjórum tungumálum. Við
fengum afbragðsijósmyndara, sér-
jfræðing í ljósmyndun á höggmynd-
lum, til þess að taka myndir af öll-
um verkum Ásmundar. í bókinni
verða um 200 listaverkamyndir,
flestar þeirra í litum. Auk þess
verða í bókinni fjölskyldumyndir
og myndir úr lífi Ásmundar.
Ég fór með undirbúningseintak
af bókinni til útlanda og leitaði
til sérfræðinga í bókagerð. Þeir
önnuðust uppsetningu og skipulag
á myndum og lesmáli, gerðu bók-
ina svo úr garði, að hún hefur hlot-
ið lof allra þeirra bókagerðar-
manna. _sem hafa séð hana. Sjálf-
ur er Ásmundur mjög ánægðui.
Það er í ráði að hafa þessa bók
einnig á erlendum markaði, enda
er hún par talin fyllilega sam-
keppnisfær.
Þá epu í vændum sjö aðrar mál-
verkabækur með listaverkum enn
fleiri listmálara. Fyrst er að telja
málverkabók Ásgríms Jónssonar.
Sú bók, sem Helgafell gaf út með
myndum nans fyrir mör'gum árum,
er nú löngu uppseld. í þessari nýju
bók verða þó eingöngu nýjar mynd
ir og bókin verður öll önnur en sú
gamla. Þá er á döfinni ný mál-
verkabók Iíjarvals og einnig bæk-
ur með listavei'kum þeirra Gunn-
laugs Schevings, Gunnlaugs Blön-
dal, Þorvaidar Skúlasonar, Þórar-
ins B. Þorlákssonar og Sigurjóns
Ólafssonar. Þessar bækur hafa
lengi verið i bígerð.
gerð hans í þessu hefti. í ráði er
einnig sérstök ensk útgáfa úr
þessu safni, valdar verða nokkrar
ritgerðirnar og þýddar á ensku.
Þýðinguna annast þeir Kristján
Karlsson og Jóhann Hannesson
skólameistari.
Þá eru komnar út þrjár bækur
eftir Halldór Kiljan Laxness, önn-
ur útgáfa aí Atómstöðinni, sem um
nokkurt skeið hefur verið uppseld
og svo þriðja útgáfa af Sjálfstæðu
fólki. Loks er Strompleikurinn,
sem vakið nefur deilur og umtal
eins og flest öll verk Kiljans.
í vændum er einnig lokabindið
af verkum Gunnars Gunnarssonar
í útgáfu Landnámu. í þessu bindi
er ýmislegt efni, leikrit, þættir,
sögur og greinar.
Svo eru væntanlegar nýjar bæk-
ur eftir átía íslenzka höfunda. Sög-
ur að norðan heitir safn af frá-
bækur eftir íslenzka höfunda. Út
er komin ljóðabók Ara Jósefssonar
undir heitinu NEI. Er það fyrsta
Ijóðabók Ara, en hann hefur birt
Ijóð sín i tímaritum og dagblöðum.
Sigurður A. Magnússon sendir frá
sér aðra ljóðabók sína, Hafið og
kletturinn. Loks er von á ljóðabók
eftir nýjan höfund, Högna Eyjólfs-
son, kennara.
Loks er að geta nokkurra Old
Boys. Helgafell gefur út leikrit
Sigurðar Nordal, Á Þingvelli 984,
en það var sýnt Ólafi Noregskon-
ungi, er hann var hér í opinberri
heimsókn á dögunum. Þrjár bækur
eru væntanlegar eftir Þórberg
Þórðarson. Á leið til elskunnar
minnar er eins konar útdráttur,
sniðin eftir dönsku útgáfunni. Þá
kemur út íslenzkur aðall í enskri
þýðingu, og ritar Kristján Karls-
son ritgerð um höfundinn og verk
Þá kemur út bókin ísland í máli
og myndum. Þar rita 12 íslend-
ingar og gera grein fyrir eftirlæt-
isstað sínum, lýsa honum og skil-
greina. Sams konar bók kom út í
fyrra og hlaut góðar undirtektir.
í þessa nýju bók rita m. a. Jón
Eyþórsson, Haraldur Böðvarsson,
Sverrir Kristjánsson, Karl Krist-
jánsson og Guðmundur Kjartans-
son jarðfræðingur. í sambandi við
] útkomu bókarinnar í fyrra efndi
| Helgafell til verðlaunakeppni með-
al ungra manna um beztu staðar-
jlýsingu. Verðlaunin hlaut Njörður
P. Njarðvík kennari, og birtist rit-
v '/úðmu'jöí! j
■ lUKÍuöfs §o ibni.
söguþáttum eftir Hannes Péturs-
son, mér skilst, að þetta séu meira
og minna sannsögulegir þættir.
Mín liljan fríð, heitir ný skáld-
saga eftir hina vinsælu skáldkonu
Ragnheiði Jónsdóttur. Er þetta
sjöunda skáldsaga Ragnheiðar, en
alls hefur hún ritað rúmar 20 bæk-
ur, megnið unglingabækur.
— Þessi nýja skáldsaga geris't
í litlu sjávarþorpi um aldamót,
sagði frú Iiagnheiður í viðtali við
Tímann, efnið hef ég haft lengi í
huga, raunar verið að velta því
fyrir mér allt frá unglingsárunum.
Aðalsöguhetjan er eitt af mörgum
listamannsefnum okkar, sem borin
hafa verið út. Mér þýkir mjög
vsérit um þessa söguhetju mína og
kvíði fyrir því að senda hana frá
mér. Heimanbúriaður hennar átt
sér lengri aðdraganda en flestar
aðrar sögupersónur mínar og hún
er mér samgrónari á margan hátt.
Þá er í vændum ný bók eftir
Thor Vilhjálmsson. Henni hefur
enn ekki verið gefið nafn, en höf-
undurinn er á ferðalagi erlendis.
Er væntanieg bók eftir hann í
sænskri þýðingu innan skamms.
Ragnar Jónsson sagði, að hin
nýja bók Thors væru samantengdir
þættir, nokkurs konar svítur.
Frekari fréttir verða að bíða síns
tíma.
Loks eru á ferðinni þrjár ljóða-
hans. Þýðinguna hefur annazt próf-
essor K. Chapman, sem hefur þýtt
margt úr nútímabókmenntum ís-
lenzkum. Loks er nýtt kvæði eftir
Þórberg í bókarformi. Ekki er
okkur kunnugt nafn kvæðisins, en
það er ort sem ádeilukvæði á
skáldskaparstefnu Hannesar Pét-
urssonar og er stef kvæðisins tekið
úr einu Ijóða Hannesar: Undarleg
ó-sköp að deyja. Kvæði þetta mun
Þórbergur hafa haft lengi í smíð-
ium.
Kristmann Guðmundsson hefur
j ritað bók sem heitir Garðshorn og
| fjallar um trjárækt og blómarækt,
jen hann er sem kunnugt er^mikill
] sérfræðingur á því sviði.
Helgafell gefur út eina barna-
og unglingabók, Rauða hattinn,
litprentaða myndabók. Ásgerður
Esther Búadóttir hefur samið text-
ann og.gert myndiraar. Textinn er
I á fimm tungumálum, ensku, þýzku,
] frönsku, dönsku og íslenzku.
Helgafell hefur hug á fleiri ung-
lingabókum í þeim flokki, m. a.
Sumardögum eftir Sigurð Thorlac-
ius skólastjóra og Dimmalimm eft-
ir Mugg.
Loks er að geta sjálfsævisögu
rússneska N óbelsverðlaunaskálds-
Boris Pasternak í þýðingu Geirs
Kristjánssonar. í bókinni er mik-
ill fjöldi ljósmynda úr ævi skálds-
, ins.
Ásmundur Sveinsson í vinnu með hjólbörur
HANNES SIGFÚSSON
Vitund og verund heitir ný!
bók eftir Brynjólí Bjarnason
fyrrum menntamálaráðherra.
Heimskringla qefur bókina út.
í henni er að finna fjórar rit-
gerðir um „ólík eíni, en þó
tengdar saman af einu grun-
vallarsjónarmiði."
Það, sem er sameiginlegt með
þeim, felsf líka að nokkru leyti
; í nafni ritsins. Hver með sínum
hætti víkja þær allar að sama við-
fangsefni'nu: sambandi vitundar
og hlutveruileikia. Lu endum til
glöggvunar skulu hér tilgreind
heiti ritgerðanna: 1. Um efnis-;
hyggju 2. Tiiviljun — lörgmál — >
tilgangur. 3. Þjóðfélagslögmál og
siðgæði. 4. Um fegurð.
Ný ljóðabók eftir Hannes Sig- i
fússon er komi.n út hjá sama for-
lagi. Hún nefnist Sprek á eldinn
og er þriðja bók höfundar. Sú
1 fyrsta kom út 1949. Bókin hefst
. á löngu kvæðj, sem ber yfirskrift !
ina Ættjarðarkvæði, en skiptist j
síðan í tvo meginhluta, Viðtöl og
eintöl er fyrri hlutinn, en sá síð-
1 ari Landnám í nýjum heimi.