Tíminn - 04.11.1961, Síða 11

Tíminn - 04.11.1961, Síða 11
TÍMIN N, laugardaginn 4. nóvember 1961 11 Finney skærasta stjarna Breta Albert Finney er lítt þekkt- ur af íslendingum. En Eng- lendingar þekkja hann og eru stoltir af honum, ekki að ástseðulausu. Þessi 25 ára gamli piltur er einn bezti leikari þeirra í dag. Móðir hans skilur ekki, hvaðan í ósköpunum hann hefur feng- ið þessa miklu leikhæfileika. Enginn í f jölskyldu hans hef- ur nokkru sinni stigið á leik- fjalir. Og hún trúir varla enn, að það sé nafnið, sem hún gaf einkasyni sínum, sem blikar í Ijósaauglýsing- unum í borgum Englands. AlBert var í heiminn borinn 9. maí 1936. Hann var yndislegur drengur með rauðleitt hár. Al- bert var hann nefndur eftir föður sínum og afa. Þegar Albert var að verða frægur, virtust menn eindregið vilja fá hann til að skipta um nafn. Eitt dagblaðanna efndi meirn að segja til sam- keppni um nýtt nafn handa hon- um, en ekkert gat komið Albert til að breyta nafni sínu. Við skulum látast Albert var alltaf að leika, þeg- ar hann var barn. Hann hjólaði um í garðinum við heimili sitt og neitaði að koma inn að borða nema fyrst væri leikinn við hann leikur, sem hann nefndi: Við skulum látast. — Segið: Bill hefur verið á löngu ferðalagi og er rétt að koma heim, hrópaði hann. Einhver hlýddi, og þá steig hann af þríhjólinu, lagði þvi af mestu nákvæmni og lét sem hann væri dauðþreyttur eftir þessa löngu ferð. — Segið: Bill er að þvo sér um hendurnar, skipaði hann. — Bill er að þvo sér um hend- urnar, sagði einhver, og Albert tókst að gera mikinn leik úr því að þvo sér um hendurnar. Hann var fús til að gera næstum hvað -sem var, aðeins ef einhver lék þennan leik við hann. Eins og hann var sem drengur Hann vann styrk í skóla í Sal- ford, þar sem hann vakti mikla athygli í öllum skólaleikjum. Skólastjórinn ráðlagði honum eindregið að leggja fyrir sig leik- listina, svo að þegar Alfred hafði Nýja Bíó sýsíir Kynlífslæknirinn Me® alaihSntverk fara Aibresh Sehaphals, Ed* ifh Prager og Fil Kíwe. KONA og maður hyggja á hjóna band. Hvort um sig býr yfir dýr keyptri reynslu í kynlífinu, sem þau óttast að muni koma í veg fyr ir getu þeirra til að eignast barn Hún hafði orðið þunguð, en sá. sem var valdur að því, lézt af slysförum, og í fáfræði sinni og örvæntingu reyndi stúlkan að stytta sér aldu-r, en það leiddi til fósturláts. HANN hafði smitazt af kynsjúk dómi af lauslætisdrós, og einnig hann hafði í fáfræði sinni leitað til rangra aðila í byrjun, orðið af með stórfé, en engan bata hlotið. unz hann um síðir leitaði til sér fræðings. ER hjónaefnin fá að vita sannleik- ann um hvort annað, reiðast þau og liggur nærri, að leiðir þeirra skiljist með öllu. En læknir þeirra leiðir þau með varfærni í skilning og þekkingu á þessum vandamál- um þeirra. HANN sýnir þeim fræðslumyndir Önnur fjallar um kynsjúkdóma og sýnir glöggt, hve hryllilegir slíkir sjúkdóma.r geta orðið, ef ekki fæst rétt meðhöndlun í tíma. Þeir eru áreiðanlega alltof fáir, sem hafa gert sér grein fyrir þessu, og þessi fræðslumynd er ekki síður þörf hór á ísiandi. þó að kynsjúkdómar séu sem betur fer ekki algengir hérlendis Hin myndin sýnir æxl- unina. MJÓNAEFNIN ungu sættast að fullu og ganga í það heilaga. Þau eiga von á barni. og læknirinn sýnir þeim þriðju fræðslumyndina, um barnHæðinguna. Konan viðurkenn ir, að sér virðist þetta mun erfið ara en hún hafi haldið og að hún sé svolítið hrædd En hún róast við þau orð læknisins, að allar mannverur. sem á jörðinni ganga. séu fæddar af konum, sem einnig voru svolítið hræddar, Og ungu hjónin ho.rfa björtum augum til framtíðarinnar. UM leik þarf ekki að ræða í sam- bandi við þessa mynd, söguþráð- urinn er aðeins rammi utan ufn þá fræðslu, sem myndinni er ætlað að veita fáfróðu fólki f þessum efn- um. Og nóg er sjálfsagt af fá fróða fólkinu, ekki sízt hér á ís- landi, þar sem kynlífið er hlægi- legt feimnismál, og vart má á það minnast, án þess að það sé kallað klám og klúrheit Fræðslan, sem mynd þessi veitir, er sjálfsagt góð, en takmörkuð. Og óhætt er að segja, að boðskapur hennar hefur náð til allmargra myndin hefur verið vel sótt ti! þessa, ekki sízt af unglingum, og ungu stúlkurnar roðna í myrkrinu, segja, — Ó guð — og reka jafnvel upp hlátur. þeg ar þær fá að sjá karlmannslíkam- ann í allri sinni nekt. Vonandi fara þær og aðrir kvikmvndahús- gestir nokkru fróðari en áður út af þessari mynd. AULLÖNG fréttamynd er sýnd á undan aðalmyndinni. Sýnir hún á Ijósan hátt togstreitu þríveldanna og Sovétríkjanna um Berlín Þetta er mikil áróðursmynd, mjög vel upp byggð. lokið skólagöngu sinni þar, fór hann í leiklistarnám í R.A.D.A. þar sem itann vann tvis-var sinn- um stór verðlaun fyrir.leik sinn. Eftir nám sitt þar fór hann til Birmingham. Síðan hann kom þangað, hefur hann ekki haft mikinn tíma til að koma heim til Salford, en þeg- ar hann kemur heim, er hann alveg eins og hann var, þegar hann var drengur, segir móðir hans. Hann fer þá og leitar uppi 'gamla vini sína, sem hann var vanur að leika sérvið í Buile Hill Park, rétt hjá heimili hans. Það er yndislegur garður. Þekkir jarlinn Eftirlætismynd móður Aiberts af honum, tók hinn frægi Ant- hony Armstrong-Jones, sem s-ennilega hefur minnzt á hann við konu sína, Margréti prms- essu, því að eftir að þau hjón höfðu horft á Albert leika í „Biliy Liar“, komu þau til Al- berts í búningsherbergi hans. — Þú þekkir eiginmann minn, er það ekki? sagði prinsessan full lotningar. Foreldrarnir stoltir Foreldrar Alberts skilja full- vel, að iif það, sem hann lifir nú, er allt annað en þeirra eigið líf. Þau fara ekki á frumsýningar, þar sem Albert er stjarna kvölds- ins. Þau segjast heldur vilja fara, þegar leikurinn hefur gengið í nokkurn tíma, og þau geta séð eitthvað af honum fyrir aðdáend- um og frægu fólki. Þau segjast ekki tilheyra leik- listarlifi hans, og þau langar heldur ekki til þess. Þeim er það nóg, að hann er sonur þeirra, og þau eru stolt af honum. Þau mundu aidrei reyna að stjórna honum og gefa honum ráð. — Faðir hans segir: — Hann hefur komizt vel' áfram upp á eigin spýtur, og hví skyldi hann þá ekki halda þannig áfram? Þau vilja halda sér utan við þann ljóma, sem leikur um son þeirra, en þau munu alltaf vera til staðar, ef hann þarfnast þeirra. Ailt, sem þau geta veitt honum, er trúin á hann. Kvæntist í hvelli Einu sinni olli Albert þó for- eldrum sínum vonbrigðum. Það var þegar hann sendi þeim brér þess efnis, að hann væri að fara að kvænast. Hann var þá 21 árs og hafði aðeins einu sinni áður minnzt á tilvonandi eiginkonu sína í bréfi. Hann var ekki mjög duglegur að skrifa. Foreldrar hans höfðu ekki tækifæri til að sjá konu hans fyrr en kvöldið áður en athöfnin átti að fara fram. En þeim líkaði strax vel við hana og þóttust vita, að sonur þeirra vissi, hvað hann væri að gera. Albert' fór oft til Stratford-on- Avon frá Birmingham til að sjá leiki þar Og þar kynntist hann eiginkonu sinni, Jane Wenham, sem þá lék Celíu í „As You Like It“. Einmitt um það leyti var Al- bert að verða frægur. Charles Laughton hafði ferðast til Birm- ingham í þeim tilgangi einum að sjá Albert leika, og árangurinn af því varð sá, að hann bauð hon- um aðalhlutverkið í „The Party“. Nú er Albert æ á ferð og flugi, en Jane býr með móður sinni, sem lítur eftir tveggja ára syni þeirra, Simon, meðan Jane vinnur. Hatar ö!l bönd Albert hefur alltaf hatað öll bönd. Það vakti mikla athygli, þegar hann neitaði tilboði um að leika Lawrence of Arabia. Hann -vildi mjög gjarnan leika það hlut- verk, en hann vildi ekki binda sig með samningi til fimm ára, eins og hann hefði orðið að gera, hefði hann tekið tilboðinu. Hann hefur engan áhuga á því að vera stjarna og öllu, sem því fylgir. Allt, sem hann vill, er að fá að leika og vera frjáls að því að lifa þvi lífi, sem hann fýsir. Hann hefur orð á sér fyrir að vera aiþýölegur, af því að hann lifir ekki eins hátt eins og sumir aðrir frægir leikarar. Hann fékk 2 þúsund pund fyrir leik sinn í „Saturday Night and Sunday Morn:ng“, en sú upphæð fór að mestu leyti í skatta og annað því líkt. Ofmetnast ekki af lofinu Honum finnst gaman að elda mat, þegar hann hefur tíma til þess. Hann er ekki eyðslusamur, drekkur sjaldan vín og reykir afar sjaldan. Hann klæðir sig næstum eingöngu með tilliti til hvað þægilegt er, en ekki eftir því, hvaö við á. Af því að hann vill reyna að vera eðlilegur, hef- ur fólk fengið þá hugmynd um hann, að hann sé eins konar Teddy Boy. Hann vinnur mjög mikið, því að hann vill sífellt, að honum fari fram. Hann verður ekki hrokafullur, þó að hann fái allra lof fyrir leik sinn. Og hann er alltaf eins, í sínu einkalífi, hvernig sem er látið með hann. Leikhúsgestir stóðu á öndinni Það vill svo til, að sá, er þetta ritar, sá Albert Finney Ieika Luther í samnefndu leikriti eftir John Osborne. Fyrir leik sinn í því hlutverki fékk Albert verð- laun fyrir bezta leik karla í aðal- hlutverki á leiklistarhátíð í París. Leikurinn var sýndur á Edin- borgarhátíðinni síðast liðið sum- ar. Það var hrein unjin að sjá leik Alberts. Hann var slappaður fram hvað eftir annað uð sýningu lokinni, og leikhúsgestir stóðu beinlínis á öndinni af hrifningifi Fyrir skömmu var sýnd hér í Tjarnarbíó „The Entertainer". Þar sást Albert Finney 1 smáu aukahlutverki, sem lítið lét yfir sér. Vonandi verður ekki langt þangað til að hægt verður að sjá hann i aðalhlutverkum í kvik- myndum hér.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.