Tíminn - 04.11.1961, Síða 12

Tíminn - 04.11.1961, Síða 12
12 T f M I N N , Iaugardaginn 4. nóvember 1931 MINNING: Ólafur Sigurðsson, Hellulandi Þamn 23. október andaðist mer'k ur og mi'kils'háttar bóndi, skag- firzkur. Það var Ólafur Sigurðs- son, óðalsbóndi á Hellulandi. Ól- afur var hartnær 76 ára, er han.Ti lézt og því hniginn að aldri, en svo bar hann aldurinn vel og svo var Iffsfjör og lífslöngun hans miki'l, að okkur. vinum hans hnykkti vigy að heyra lát hans og fanrusit allt með þvi mæla, að hann ætti enn lengri lífdaga fyrir höndum. Ólafur Sigurðsson var fæddur að Vatnskoti í Hegranesi 1. nóv. 1885, var hann því réttra 76 ára, er hann lézt. Ólafur var Sigurðs- son, Ólafssonar alþingismanns og umboðsmanns í Ási í Hegranesi. Móðir Ólafs var Anna Jónsdóttir, Þorvarðssonar prests í Reykholti. Faðir Ólafs flutti að Hel'lulandi og bjó þar langa ævi. Var Ólafur við þanm bæ kenndur og varð landsþekktur undir því nafni. Ólafur á Hellulandi var kvænt- ur Ragnheiði Konráðsdóttur bónda frá Ytri-'Brekkum í Blönduhlíð. Eru þetta traustar og sterkar bændaætt.ir, skagfirzkar. Ragnhei.g ur Konráðsdóttir er óvenju vel gerð og geðþekk kona. Prýðilega gefin 'og vel menntuð Afburða dunleg og verkhög húsfreyja, svo " að hún á fáa sína líka. hvag það snertir Þeim Ólafi og Ragn.hei.ði^ varð ekki barna auðið. en nýfætt mey- barn. er þau gerðu að kjördóttur s'inmi. Þórunni, tóku þau ag sér og ólu hana upp sem sitt eigið barn Hún er nú gift kona á Hellu landi og þriggja myndar'legra barna móðir Þá tóku þau ei/nnig dreng í fóstur og hafa annazt hann frá því að hann var ungur og ósi’ifbiarga og komið honum til bros'ka Ólnfu.r fór ungUT að árum í bændnsikólann á Hólum Þá var Sieurður Sigurðsson þar skóla- stjóri. og hreifst Ólafur mjö'g af fjöri og framkvæmdaþrá Sigurð- ar og b“im anda. er þá ríkti i Hóla skóla Mat Ólafur Sigurð ávalt mikíls frá þeim tíma Hefur Sig- urður skóla«tjóri mótaffi hinn unga mann þannig. að hann biá að því alla ævi Ólafur var frá fyrst.u tíð hrifnæmur og vakandi fyrir ö'llu nýju. Fylsdi það honum fram á gamals aldur en öl'lu fremur má segja. aff Ólafur varð aldrei gam all. bótt árin færðust vfir Fjör og þrá efti.r nvju og betra lífi var svo stPrkur báttur í li.fi hans, og sló aldrei fölskva á þann hug- sjónae’d. er hjá honurn logaði. Ólafur bjó allan sinn aldur á Helluilandi. mi'killi iörð og góðri. ^som hann tók ástfóstri og tryggð við pg "erði í löngum búskap að höf"sbóli. siem er til sóma. hvort cgoi inrdendir eða erlendir menn koma baneað Þó var Ólafur ekki bundinn við búskan einan Ti'l þess var hann of fiölhæfur og margsilunginn Hann fór oftar en eimi sinni ti.l útlanda til náms og kynningar þar. enda var Ólafur prýðilega menntaður og sérstak- leea fiölmenntaður maður. sem öllum bótti gott að blanda geði við Um mörg ár var hann r-áðu nautur biá Rúnaðarfélagi f'lands fyrst varr'andi fiskirækt og einnig til ipifthpini'nsa við æðarvaro Þar kom bugkvæmni Ólafs. ágæt greind oa áhugi á náttúntfræði og þekki.ng á þeim efnum honum að góðu gagni. Eins og áður en sagt, var Ólaf- ur á Hellulandi ágætur bóndi. Fjöl hæfni hans í búskapnum var dá- s'amleg. Homum gátu dottið í hug ótrúlegu'stu hlutir, og margt af því heppnaðist honum betur en flestir spáðu. Voru slík tilþrif Ólafs oft ekki metin að verðleikum. Hann var mikill veiðimaður, en á þann hátt ag efla og bæta. Það er að s-egja rækta hlunnindi og gera þau arð- samari. Ólafur var vinur alls gró- anidi lífs og vildi veita öllu lífi skjól og þroska. Hann tók ást- fóstri við skógrækt og starfaði mikið að þeim máium í Skaga- firði. Þá var hann höfundur þeirr ar hugmyndar að reisa Jóni bisk- upi Arasyni minnisvarða á Hólum og benti á leið til fjáröflunar í því skyni Þamnig mætti lengi telja um hugðarefni Ólafs, er öll beindust að lífi og gróðri. En auk þess var Ólafur fróður í fornum fræðum. Ólafur kunni ógrvnmi af vísum og skrítlum. reistum á fornri þjóðmenmingu vorra íslend imga og var hverjum manni skemmtilegri í ræðu og riti. Við Ólafur vorUm mildir vimir. Það vildi svo til, að þegar ég kom fyrst til dvalar í Skagafjörð áriff 1928, þá gisti ég fyrstu nóttina á HelMandi. Mér þóttu hjónin bæði, sem þá voru ung að árum, óvenju gæfuleg og skemmtileg. Frá þeim tíma hefur verig órofa vinátta milli míns heimilis og Hellulands. Við hjónin fáum aldrei fullþakkað þeim Hellulands hjónum tryggð þeirra og vinsemd um 35 ára skeið. Þar hefur aldrei borið skugga á. Einn er sá þáttur í fari Ólafs á Hellulandi og þeirra hjóna beggja, sem þannig er, að ekki er hægt að ganga fram hjá, þótt í stuttri og ófulflkominni minnimga grein sé. Þag er hin eimdæma og sérstaka gestrisni, sem einkennt hefur Hellulandsheimilið. Slikt hvílir oftast á húsmæðrunum. Frú Ragnheiður á Hellulandi er ein- stök sem húsmóðir Myndarskap- ur hennar. höfðimgsgerð og allar viðtökur eru meg þeirn glæsibrag sem fágætt er. Þegar svo hús- bóndinn alltaf og ævinlega tekur gestum með bros á vörum og hnyttiyrði á hraðbergi, þá er ekki að undra. þótt gestum líði vel. Enda er það sannast sagna, að öllum gestum finnst þeir eiga bpima á Helhilandi Þar er gott að korna og gott að vera Gesta- ganeur á Hellulandi hefur verið miklu meiri en flestir gera sér grein fyrir Það eru jöfnum hönd um innlendir og erlendir menn, er þangað leggja leið sina og er öll- um tekig með sömu hjartahlýju. Ólafur á Hellulandi var sérstak loga fjölhæfur maður, hvort sem var við húskap eða önnur störf. Hann hafði yndi af lífinu og vildi hrærast með því og alltaf standa í straumnum, þar sem hann var stríffaslur. Ólafur hafði unun af að greiða fyrir öðrum og veita þei.m hjálp cg aðstoð. Ég kveg vin minn Ólaf á Hellu landi með kærri kveðju og bezla þaikklæti. Ég þakka honum langa samfylgd, sem hefur verið mér ómetanleg vegna drenglyndis hans og góðvildar. Ekkju Ólafs, frú Ragnheiði, sendi ég einnig hlýjar kveðjur og big þess og vona, að ævikvöld hennar verði bjart og fagurt. Já, ég bið þess, að blessuð sólin verimi hana. Steingr. Steinþórssoo. Mörgum mun hafa á óvart kom- ið andlát Ólafs Sigurðssonar á Hellulandi, því að þeim, sem hon- um voru kunnugir, fannst enn ólga í honum fjör og kraftur, en gerðu sér varla grein fyrir, hve aldraður hann í rauninni var. Þótti oft sem stæði maður frammi fyrir ungum manni, óvenjulegum hugsjónamanni þessara tíma, sem stöðugt var að benda á óleyst verkefní er hugur hans eygð' og koma þurfti í framkvæmd. Því var honum jafnan samferða hressi legur ?ustur Og ..sern leiftur um tiótt“ hvarf hann af þessum heimi 23. f.m. Ólafur Si.gurðsson var fæddur 1 .nóv. 1895, og varð því tæpra 76 ára gamall. Hann var Skag- firðingur að ætt og uppruna. af traustu og merku bergi brotinn. ^igurður bóndi oa hrennsstjóri á Hellulandi. faðir hans, Ólafsson, =tórbónda og Dbrm. i Ási, var nafnknnnur Vniovitsniaður og smið ur á sinni tíð völundur í huga og höndum. Og kona hans, nióðir Ólafs. Anna Jónsdóttir prests Þor varðssonar á Prestbakka o. v„ hin mesta ágætiskona. — Og sannar- lega kippti Ólafi í kyn sitt um hæfileika og mannkosti. Ungur lýkur hann búfræðinámi á Hólum; vinnur foreldrum sín- um heiima og gerist ötuil ung- mennafélagi þeirra tíma, gripinn af hugsjón þeirrar merku félags- málahreyfingar, og átti hún sterk ítök í hug hans og hjarta alla hans starfsömu ævi. Ólafur Sigurðsson kvæntist 1916 eftirlifandi konu sinni. Ragn- heiði Konráðsdóttur frá Ytri- Brekkum, hinni mestu ágætis hús- móður og mannkostakonu. Taldi Ólafur það jafnan sitt mesta ham- ingjuspor, og máttu fósturbörnin tvö einnig sanna það, slík móðir, sem hún var þeim og er Búskap hófu þau hjón á Helluilaudi, föður- leifð Óflafs, og hafa búið þar utn áratugi og gert þann garð frægan. Voru þau samtaka um að fegra og bæta þann fagra stað Er^ þar líka fyrir löngu sjón sögu ríkari orðin, þar sem við blasir stórhýli að ræktun og húsakosti, og heim- ilið landskunnugt fyrir gestrisni og myndarbrag. Eiga margir það- an ógleymanlegar minningar. Þar var höfðingsskap og hjartahlýju að mæta. og voru hjónin samhent 'im það sem annað — En nú er harmur kveðinn að Hellulandi. heimilinu . hlýja og glaða, vinmarga og vinfasta Hús- bóndinn horfinn — hinn glaði og gestrisni. hinn listfengi og hug- kvæmi. hinn fjölhæfi og fram- sækni Skagfirðingur, sem unni sveit sinni og héraði af alhug, vann því allt, er hann mátti, átti frumkvæði að margri nýjung og studdi fast að framgangi góðra mála og var héraði sínu á allan hátt traustur og dyggur sonur. — Bóndinn hoifinn úr hópnum, — samvinnubóndinn, athafna- sami og smekkvísi, sem árum saman var oft á ferð milli stéttar- bræðra, sem ráðunautur landhún- aðarstjórnarinnar um ræktun vatnafiska o. fl., gisti starfsbræð- urna glaður og reifur, bjartsýpn og framsækinn, fróffur og frjals- huga, — ráðhollur vinur og bróð- ir, sem stóð jafnan fast á rétti þeirra og átti tröllatrú á mátt ísl. moldar og möguleika ísl. landbún- aðar, og þótti sæmd að því að vera bónidi, tengdur gróa'ndanum á landi og í lundu, litríkum, lað- andi og lífshollum. Og nú minnist ég í dag margra dýrðardaga á Hellulandi, — margra ógleymanlegra daga með Ólafi bónda á ferðalagi milli skól- anna í Skagafirði hvern janúar- mánuð um tug á~a. þegar hann fræddi mig eg skenimti mér á sinn óviðjafnanlega hátt, þuldi kvæða- bálka og vísnasæg, sagði skemmti- sögur og vitnaði til atburða og annála, manna og málefna úr sögu byggðar og hæja. Slíkur fræðaþul- ur var Ólafur Sigurðsson og vísna- sjór, fjölgáfaður og lífsglaður drengskaparmaður o.g tryggða- tröll. Og svo skal hann kvaddur með þökk, konu hans og fjölskyldu allri sendar hjartanlegustu sam- úðarkveðjur, og honum sjálfum blessunaróskir út yfir gröf og dauða. Snorri Sigfússon MINNING: Ólafur Friðfinnsson frá Kjaransstöðum Þegar freguin barst mér um, að þú værir farmn alfarinn til oýrra heiima, sem við náum ekki til, þá sóttu ag huga mér mmningarnar um líf þitt og starf, minningar um drenginin prúða, glaða og trausta starfsimanninn, sem nú var stoð og stytta sinnar öldruðu móður, I þegar kallið kom. Það er erfitt ag skilja, að þú sért horfinn. Ég man þig lítið barn.1 og sá þig vaxa upp, og þú varst alfltaf sami Ijúfi drengurinn. Ég sá þig ganga út í lífið og hin sanna prúðmennska og algjört æðruleysi var þitt aðal'smerki. Þú laukst námi þínu við sikólann á Núpi í Dýrafirði og lagðir þaðan leið þína á Garðyrkjuskóla ríkis- ins að Reykjuim í Ölfusi og laukst þar störfum og náimi á þann sama hátt og emkenndi líf þitt allt, með dugnaði og festu og trú á framtíðina. Aftur lágu spor þín heim til átthaganna við Dýrafjörg og þar skyldi starf þitt og athafnaþrá verða átthögunum og fólkinu til blessunar — en svo kom sá, sem valdið hefur og kvaddi þig til ann arra starfa guðs í geim. Móðirin öldruð og hnípin, horfir nú á eftir fjórða syninum úr tólf barna hópi, sem svo skyndilega og óvænt hverfur á braut. Við, sem eftir lifucn, flyt.jum þér hinztu kveðjur og þökk fyrir samveruna í þessi 42 ár, sem o-kkur auðnaðist að eiga samleið með þér. Við þökk um allar ljúfar minningar og það göfuga fordæmi, sem þú gafst okk ur og biffjum þér allrar blessun- ar á þeim ókunnu vegum, sem leið þín liggur nú um. Vertu sæll, vinur og bróðir. <itnnii/ ^ D. F. ÞAKKARÁVÓRP ariaaiÉHHaiÉÉMaaMMMMÉ. Öllum hinum mörgu, nær og fjær, er á einhvern hátt auðsýndu mér velvild og vinarhug á 75 ára afmæli mínu, 20. okt. síðastl. færi ég innilegai þakkir. Svava Þorleifsdóttir. Jarðarför mannsins míns Matthíasar Þórólfssonar, Ástúni, fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 6. nóv. kl. 10,30 f.h. Jarðarförinni verður útvarpaS. Sfeinunn CuSjónsdóttir. FaSir okkar, Þorkell Þorsteinsson, Barmahlíð 51, verSur jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 7. nóvembe kl. 1:30 síðdegis. Blóm vinsamlega afþökkuð. Synir hins láfna. Alúðar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samú og vinátfu við andlát og jarðarför mannsins míns, bróður okkai föður, tengdaföður og afa, Jóns Jónssonar, Teygingalæk. Guð blessi ykkur öli. Guðriður Auðunsdóttir Steinunn Jónsdóttir Guðleif Jónsdóttir Sveinbjörg Inglmundardóttir Ólafur J. Jónsson Elín Jónsdóttir Ragnar Lárusson Sigríður Jónsdóttir Jón Páisson Ólöf Jónsdóttir Guðmundur Pálmason og barnabörn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.