Tíminn - 22.11.1961, Síða 1

Tíminn - 22.11.1961, Síða 1
297. tbL — 45. árgangur. Ungt tólk við verknám bls. 8—9. Miðvikudagur 22. nóvember J961. I verkfall Samningar tókust í fyrri- nótt í deilunni um síldarverS- ið og kemur því ekki til verk- fallsins, sem boðað hafði verið á sunnudaginn kemur. Að samkomulaginu standa Far- manna- og Fiskimannasambandið, sjómannafélögin á svæðinu, útvegs menn og síldarframleiðendur. — Verð á sild til frystingar verður 1.70 krónur kílóið, á síld til söltun ar 1.60 krónur kílóið og á sfld í súr 1.20 krónur kílóið. Engin síld í þrjá daga Enginn bátur hefur farið út til síldveiða undanfarna þrjá daga vegna veðurs. í gær var suðvest- an rok og haugasjór á miðunum og veðurspáin ekki góð. Vafasamt er að bátarnir fari út í dag. Skurðgrafa milli Breiða- fjarðareyja Ljósmyndari Tímans tók þessa mynd niðri við höfn í gærmorg- un, þegar byrjað.var að skipa jóla- trjánum upp úr Gullfossi. Skóg- ræktin fékk mestan hluta jóla- trjánna jneð þessari ferð Gullfoss, en eitthvag kemur til viðbótar með næstu ferð hans. Jóíatrén koma nú eins og áður frá Danmörku, en Danir eru stærstu jólatrjáaframleiðendur í Evrópu, en þeir rækta mjög barr- tré til þessara hluta. Svipað magn kemur hingað núna og í fyrra. Jólatrjánum var ekið beint suð ur í Fossvog, þar sem þau verða geymd, unz sala hefst á þeim. Um næstu helgi fara. fyrstu trén út um landið með strandferðaskipun og áætlunarbílum. Götusalan í Reykjavík byrjar síðan 10. des- ember. Suður í Fössvog VélvætSingin nemur land í Breiðafjaríareyjum Rúm tíu tonn af kísil- leir send til Hollands Þar á a<S gera tilraunir ineí beztu vinnsluatSferí 7 metra leirlag í síðustu viku voru ca. tvö tonn af kísilleir grafin upp úr botni Mývatns og sett á tunn- ur. Annar helmingurinn var fluttur til Húsavíkur en hinn til Reykjavíkur, og mun sá hlutinn, sem fluttur var til Húsavíkur, eiga aS fara til Hollands, þar sem gerðar verða tilraunir í sambandi við hagkvæmustu vinnslu á kísil- gúr. Tíminn hafði i gær tal af Jakobi Gíslasyni raforkumálastjóra, og spui’ðist fyrir um gang þessara mála. Sagði hann, að áður hefðu verið send út mörg smá sýnishorn af þessum kísilleir, bæði til Þýzka- lands og Hollands, eri þetta væri !fyrsta sýnishornið sem væri nógu ! stórt til þess að hægt væri að gera j tilraunir með hagvæmastar vinnslu | aðferðir. j Sú fyrri of létt Sýnishorn þetta var tekið undir yfirumsjón Baldurs Líndal, efna- verkfræðings, en Snæbjörn Péturs. 1 son í Reynihlíð var veikstjóri. Grafa var fengin að láni nyrðra, ^ en reyndist of létt til þess að spæna upp vatnsbotninþ. Þá var jfengin önnur þyngri, svokölluð ! hjólgrafa, þ. e. skóflur á keðju, sem róta upp því sem moka á. Þegar sú vél var tilbúin, kom frost, en þegar þiðnaði aftur var hafizt handa. Síðan kom rok, sem stóð í tvo daga, og lá gröftur þá niðri á meðan. Síðan gekk verkið vel. Kísilleirinn var aðallega tekinn úr Helgavogi í Mývatni, en Helga- vogur er milli Reykjahlíðar og Voga. Leirlagið þar var um 7 metra þykkt, en einnig var eitt- hvað tekið nær Reykjahlíð, og þar var heldur þynnra leirlag. Dýpi á þessum hluta vatnsins er óviða meira en tveir metrar. Sá hluti leirsins, sem til Hol- lands fer, verður prófaður í hol- lenzku rannsóknarstofnuninni TNO, en það er hálfopinber rann- sóknarstoínun, sem svarar nokk- urn veginn til rannsóknarstofu Háskólans hér, þótt ólíkt sé hún stærri í sniðum. Hitt, sem flutt var til Reykjavíkur, verður rann- sakað hér og geymit á birgðum. Það er Baldur Líndal efnaverk- fræðingur, sem hér um tilraunir hér heima. Stykkishólmi, 21. nóv. Eitt af því, sem valdið hefur erfiðleikum í búskap á Breiða- fjarðareyjum nú síðari árin, er hve erfitt hefur verið að vélvæða jarðræktina þar. Eyj- arnar eru víða votlendar og þurrkun þarf að fara fram áð- ur en hægt er að breyta þeim í tún. Skurðgröfur og jarðýtur hafa hingað ti'l farið fram hjá eyjun- um, aðallega vegna þess, ag ekki hefur verið hægt að flytja þær vélar út í eyjar eða milli þeirra, sökum skorts á heppilegu flutn- ingatæki. Minni og meðfærilegri En þróunin heldur áfram, og um þessar mundir er skurðgrafa að hefja framræslu í Brokey. Skurðgrafa þessi er tengd við Fer- guson dráttarvél, og því minni og auðveldari í flutningi en þær skurðgröfur, sem aðallega hafa verið notaðar hingað til. Vél þessi t var flutt úr Reykjavík til Flat- : eyjar í fyrra haust og hefur verið 1 unnitf með hen-ni í Svefneyjum og Skáleyjum í sumar, og gefið góða j raun. Á sérstökum pramma Fyrir hálfum mánuði var hún svo flutt þvert yfir Breiðafjörð, frá Skáleyjum að Brokey, á þar til gerðum pramma, sem Aðal- steinn Aðalsteinsson bátasmiður í Hvallátrum hefur smíðað. Mótor- bátur dró prammann og gekk flutn ingurinn í alla staði vel, og tók um sex klsL 5 bænda sameign Vélasjóður á þessa skurðgröfu, en bændurnir í Svefneyjum, Hval látrum og Skáleyjum, 5 talsins, eiga prammann, og getur hann borið um 10 tonn, en vitaskuld verður að sæta veðri um ferðir. Ferð sú, sem tók þá 6 stundir með skurðgröfuna á prammanum, er venjulega farin á þremur og hálfri stund á mótorbáti. Eiga líka jarðýtu Einnig hafa sömu aðilar fest kaup á lítilli jarðýtu, sem þeir hyggjast flytja á milli eyjanna á sama hátt og skurðgröfuna. KBG. Ekkert síldar-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.