Tíminn - 22.11.1961, Page 12

Tíminn - 22.11.1961, Page 12
T f MIN N, miSvikudaginn 22. nóvemher 1961. RITSTJÓRI: HALLUR SÍMONARSON Ármenningar komu KR-ingum nokkrum sinnum á óvart með því, að knettinum var kastað inn i vitateig KR og var síðan sleginn í mark. Árni Samúelsson sýndl mesta lellcnl í þessu, og á myndinni sést hann slá knött- Inn að marki KR, en Guðjón Ólafsson varðl að þessu sinnl. Hins vegar hafðl Árnl áður tvívegis skorað á þenn- an hátt, sem íslenzkir handknattleiksmenn tóku upp eftir að þýzka llðið Hassloch var hér. Til vlnstri á mynd- Inni er Reynir Ólafsson, KR. — Ljósmynd: Svelnn Þormóðsson. Óvænt úrslit á Handknattleiksmótinu: Ármann vann K.R. — og er þa^ fyrsti tapleikur meistaraflokks KR á mótinu, og fyrsti sigur Ármanns. — Valur vann Víking, sem einnig tapa'ði sín- um fyrsta leik Það urðu heldur betur óvænt úrslit á Handknattleiksmeist- aramótinu í fyrrakvöld. Þá fóru fram þrír leikir í meistara- flokki karla og fyrst léku KR og Ármann. Búizt var við frekar ójöfnum leik, þar sem KR var' í efsta sætinu í flokknum, en lið Ármanns hafði ekki unnið leik, að vísu verið óheppið í tveimur leikjum, sem aðeins töpuðust með eins marks mun hvor. Og það merkilega skeði í þessum leik, að Ármann hafði undirtökin nær allan leikinn og sigraði með 14—11, og voru það mjög sanngjörn úrslit. Víkingur tapaði einnig fyrsta leik sínum í meistaraflokki þetta kvöld gegn Val, sem vann með 14—11 og er það fyrsti sigurleikur Vals í flokknum. Víkingar voru ekki beint heppnir, áttu um 8—10 stangarskot í leiknum. í þriðia meistaraflokksleiknum sigraði Fram Þrótt með mikl- um yfirburðum, 20 gegn 7. | Ármann — KR 14—11 Lið Ármanns, sem skipað er leiknum ieikmönnum, hefur vaxið í hverjum leik á mótinu, en þó mun fáum eða engum hafa dottið í hug, að Armann hefði sigurmögu leika gegn KR, sem áður hafði unnið leiki sína með miklum yfir- burðum í mótinu. Bœði liðin stilltu upp sínum sterkustu liðum, og ekki leið á löngu, þar til Karl Jóhannsson fann glufu í Ármanns vörninni og skoraði örugglega. En j forusta KR stóð aðeins augnablik j og áður en KR-ingar höfðu snúið sér við. var Ármann búinn að iafna og ná marki yfir Hans skor- aði fyrra markið en Árni hið síð- ara. Herbert jafnaði þó fyrir KR, en Hörður' skoraði fyrir Ármann. Karl tók nú góðan sprett og skor-, aði tvö ágæt mörk', og KR komst I Staðan í mfl. karla Staðan i meistaraflokki í handknattleiksmótinu er nú þannig eftir Ieikina í fyrra- kvöld: Fram 3 3 0 0 52—25 6 ÍR 3 2 1 0 39—33 5 KR 3 2 0 1 45—28 4 Víkmgur 3 2 0 1 39—34 4 Vnlur 4 1 1 2 42—51 3 Ármann 4 1 0 3 44—54 2 Þrpttur 4 0 0 4 34—70 0 yfir 4—3, en það var líka í síðasta skipti í leiknum. Ármenningar lékú mjög vel fram að hléi og skor uðu fjögur mörk, án þess KR svar aði. Hörður skoraði tvö, Árni og Gunnar eitt hvor. Þó að Ármann hefði þrjú mörk yfir í hálfleik, voru þó fáir, sem bjuggust við sigri liðsins, og svo virtist sem KR ætlaði að hrista af sér slenið strax I byrjun síðari hálfleiks. Eftir örfáar mínútur hafði KR jafnað þennan mun. Reynir skoraði fyrsta markið úr vítakasti, og síðan bætti Karl tveimur mörkum við. En KR-ing- ar gættu sín ekki vel í vörninni í ákafanum að ná forustunni, og Stefán Gunnarsson fékk knöttinn og KR-vörnin illa staðsett. Hann kastaði þegar á markið, og knött- urinn lenti í markhominu. Strax á eftir jafnaði Pétur fyrir KR, en Ingvar náði aftur forustu fyrir Ár- Greaves til Tottenham Italska liði.ð Milan seldi Jimmy Greaves til Tottenham á laugar- daginn. Söluupphæðin var ekki gefin upp Chelsea seldi Greaves tij Milan í sumar fyrir 80 þúsund pund, en talið er, að hann hafi nú kostað Tottenham 100 þúsund nund Ohelsea hafði nokkrum dög- um áður boðið 95 þúsund pund i Greaves. og var mikið stríð milli þessara Lundúnaliða um Greaves Tottenham hafði áður boðið 90 þúsund pund, en hækkaði boðið stöðugt þar til Chelsea gafst upp. mann. Enn skoraði Karl, en síðan náði Ármann sínum bezta leik- kafla. KR-ingar fengu ekkert ráðið við hinn leikandi létta handknatt leik Ármanns, og með stuttu milli bili skoraði Árni þrjú ágæt mörk, hið síðasta úr víti, og þegar Hörð ur bætti tveimur við rétt á eftir, var greinUegt, að leikurinn var tapaður fyrir KR. Að vísu lagaði Karl aðeins markatöluna með því að skora síðasta markið í leikn- um, en sigur Ármanns var örugg ur 14—11. Ármannsliðið er i mik illi framför, og margir skemmti- legir Ieikmenn eru í liðinu, þótt beztir séu Árni og Hörður. Gunn- ar markvörður Haraldsson stóð sig með ágætum í þessum leik. Hinn kunni handknattleiksmaður úr Hafnarfirði, Ragnar Jónsson, hefur þjálfað Ármenninga að undanförnu, og má eflaust þakka honum mikið þennan árangur Iiðsins. Það eina, sem skyggir á hjá Ármanni er, að margir leik- menn liðsins eru einnig í körfu- knattleik og er hætt við að þeir þurfi að velja á milli íþróttanna. KR-liðið var afar ósamstillt í þessum leik, og nokkrir menn eins og Reynir og Heinz algerlega mið- ur sfn í leiknum. Karl var lang-j beztur og Guðjón átti einnig góðan leik í marki. Ef það er rétt, sem sagt er, að Karl muni ekki leika með KR eftir áramótin, má búast við, að KR geti komið til ipeð að verða í mikilli fallhættu á Islands- mótinu. Mörk Ármanns skoruðu Árni og Hörður fimm hvor, Hans, Stefán, Gunnar og Ingvar eitt hver. Fyrir KR skoruðu Karl 7, Reynir 2, Pét- ur og Herbert eitt hvor. Valur — Víkingur 14—11 Valsmenn léku oft betur en Víkingar úti á vellinum, og höfðu auk þess mun betri markmann, en samt sem áður var Víkingur mjög óheppinn í þessum Ieik, því þeir áttu mun harðari skot- menn. Átta eða tíu sinnum small knötturinn í markslá Valsmarks- ins, móti örfáum stangarskotum Valsmanna, og að minnsta kosti þrjú af mörkum Vals fóru af varnarmönnum Víkings í eigið mark. En það eru mörkin, sem telja og Valur sigraði með 14— 11, og er það fyrsti sigur Vals í þessum flokki á mótinu. Fyrri hálfleikur var yfirleitt mjög jafn, en Valur hafði þó alltaf frumkvæðið. Bergur skoraði fyrsta markið í leiknum, en Pétur jafn- j aði strax fyrir Viking. Þegar um1 sjö mín. voru liðnar hafði Valur tvö mörk yfir 4—2, og þegar 10 voru af leik var staðan 6—3 fyrir Val. Víkingar sigu á síðari hluta hálfleiksins og í hálfleik var stað- an 9—8 fyrir Val. Valsmenn lögðu mikið kapp á að gæta Jóhanns Gíslasonar, sem skoraði nær öll mörk Víkings gegn Ármanni, og tókst það vonum framar, en hins vegar opnaði það öðrum leikmönnum Víkings leið að marki Vals, og nýtti Rómund- ur það vel, en hann skoraði fimm af mörkum Víkings í leiknum. Valsmenn skoruðu þrjú fyrstu mörkin í síðari hálfleik og var sig- ur þeirra þá nokkuð öruggur. Vík- ingar minnkuðu að vísu muninn, en ekki var þó um mikla spennu að ræða í ieiknum. Valsmenn léku nú sinn bezta leik í mótinu og markvörðurinn Egill sýndi góð til- þrif í marki, varði m. a. tvö víta- köst. Gylfi er að verða beztur framherjanna, og Geir er alltaf hættulegur Víkingur hefur þétta vörn. og flestir leikmenn liðsins eru harðir skotmenn. Markvörður liðsins brást illa í þessum leik. og þar var mesti munurinn á liðun- um. sem annars eru mjög svipuð að styrkleika. Evrópubik- arkeppnin Dregið hefur verið um það hvaða lig leika saman í næstu umferð Evrópubikarkeppninnar í knattspymu og varð niðurstaðan þessi1: Btandard Liege (BeJgiu) gegn Glasgow Rangers (Skot- landi) eða Vorwaerts (Austur- Þýzkalandi). Rangers sigraði f fyrri leik liðanna meg 2—1 í Berlín. Síðari leikurinn verður í Málmey í Svíþjóð ,þar sem Þjóð- verjamir fá ekki vegabréfsáritun til Skotlands; Juventus (ítalíu) gegn Real Madrid (Spáni). Bæði liðin hafá þegar unnið mótherja sína, Juventus júgóslavneskt lið með yfirburðum og Real Madrid Óðinsvéaliðið B-1913 með 3—0 og 9—0. Numberg (Vestur-Þýzkalandi) eða Fenerbace (Tyrklandi) gegn Benefica (Portúgal), sem er nú- verandi bikarhafi. Dukla (Tékkóslóvakíu) eða Ser vette (Sviss) gegn Tottenham Hotspurs (Englandi). Servette vann Dukla í fyrri leik liðanna með 4—3, en síðari leikurinn verð ur í Prag í dag. Dukla sigraði á sumarmótinu í New York í sumar með glæsibrag og er talið mun líklegra til að mæta ensku meist- umnum í næstu umferð. Mörk Vals skoruðu Sigurður 4, Geir 3, Árni, Bergur og Gylfi 2 hver, og Örn eitt. Rómundur skor- aði fimm af mörkum Víkings, Pét- ur 3, og Björn, Siguróli og Jóhann eitt hver. Fram — Þrótfur 20—7 Síðasti Ieikur þetta kvöld var milli Fram og Þróttar og var um einstefnuakstur að ræða nær allan leikinn. Fram sigraði með 20—7, eftir 7—4 í hálfleik. Framliðið sýndi ágætan handknattleik, og liðið hefur á að skipa mörgum stórhættulegum skotmönnum. Hins vegar er linuspil liðsins ekki eins gott og í vor. Handknattleikur Þróttar liðsins er mjög tilgangslaus, mest gagns- lausar þversendingar fyrir framan vörnina, línuspil lítið sem ekkert og varnarleikurinn mjög opinn. Framarar komust hvað eftir ann- að inn í þversendingamar og var þá leiðin opin að marki Þróttar. Mörk Fram í þessum leik skor- uðu Ingólfur 7, Guðjón 6. Hilmar 3 Sigurður Einarsson 2, og Ágúst og Jón eitt hvor. Fyrir Þrótt skoruðu Gunnar Guðmundsson 3, Hörður 2 og Axel og Þórður eitt hvor. Fyrsti leikur kvöldsins var í 3. flokki karla A, og vann Valur Þrótt með 10—5. Handknattleiksmótið heldur á- fram um næstu helgi. Á laugardag fara fram 16 leikir, og verður þá bæði leikið að Hálogalandi og Valsheimilinu. Á sunnudag verða fjórir leikir í Hálogalandi. þrír af þeim í meistaraflokki karla. ciöibrevH úrval. PActcpnrlum AXFl FYJðLFSSON Skiphulti 7 Simi 10117.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.