Tíminn - 25.11.1961, Blaðsíða 5
TÍM I N N, föstudaginn 24. nóvember 1961.
5
______<9
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Rit
stjórar- Þórarinn Þórarinsson (áb.i, Andrés
Kristjánsson .lón Helgason Fulltrúi rit
stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga
stjóri: Egill Bjarnason - Skrifstofur 1
Edduhúsinu - Símar 18300—18305 Aug
lýsingasími 19523 Aigreiðslusími: 12323
— Prentsmiðjan Edda h.f —
Áskriítargjald kr 55 00 á mán ínnanlands
í lausasölu kr 3.00 eintakið
Lausaskuldir bænda
Fyrir Alþingi liggur nú frv. um bráðabirgðalög, sem
ríkisstjórnin gaf út síðastl. sumar um lausaskuldir bænda.
Tilgangur þess er að veita bændum aðstoð, sem gangi i
sömu átt og sú, serti útvegsmönnum var veitt á seinasta
þingi.
Mikið skortir þó á, að þændum séu hér ætluð jafngóð
kjör og útvegsmenn hafa fengið.
Fjárhagsnefnd neðrj deildar hefur sent Stéttarsam-
bandi bænda mál þetta til umsagnar. í umsögn stjórnar
þess segir m. a. á þessa leið:
„Stjórn Stéttarsambandsins telur að það séu einkum
þrjú atriði, sem bæta þurfi inn í frumvarpið, til þess að
það geti komið að viðunandi notunv
1. Að heimilt verði að veita lán út á landbúnaðarvélar
til tíu ára.
2. Vextir af skuldabréfum verði ekki hærri en 6x/2%.
3. Að Seðlabankanum verði gert skylt að kaupa skulda-
bréfin á nafnverði.
Skulu þessi atriði rökstudd nokkru nánar.
Til eru bændur, sem ekki eiga neinar fasteignir, en
eru nýbúnir að eignast dýrar landbúnaðarvélar. Sýnist
sanngjarnt, að þeim verði gefinn kostur á hæfilegum lán-
um fyrir lausaskuldum, sem þeir hafa stofnað til vegna
vélakaupa, líkt og gert er ráð fyrir um útgerðarmenn.
Ekki virðist sanngjarnt, að lán til landbúnaðar í þessu
skyni séu með hærri vöxtum en lán til sjávarútvegsins
undir svipuðum kringumstæðum. Er því gerð krafa til, að
þeir verði ekki hærri.
Þriðja atriðið, sem hér að framan er nefnt, er lang-
þýðingarmest. Samkvæmt frumvarpinu er ekki gert ráð
fyrir neinum aðila, sem ber skylda til að kaupa skulda-
bréfin. Verzlanir úti um land munu yfirleitt ekki geta
breytt lausaskuldum bænda i föst lán til 20 ára, enda eru
þær ekki lánastofnanir. Sparisjóðir eru þannig á vegi
staddir, að þeir geta ekki bundið meira fé í föstum lánum
til langs tíma en þeir hafa þegar gert. Auk þess veldur
það erfiðleikum úti á landsbyggðinni, að nú verður að
skila Seðlabankanum 30% af árlegri sparifjáraukningu.
Meðal annars af þeim sökum virðist í'alla staði eðlilegast,
að einmitt Seðlabankinn kaupi umrædd skuldabréf.“
Þeir Skúli Guðmundsson og Lúðvík Jósefsson hafa nú
sem minnihluti fjárhagsnefndar lagt fram breytingartil-
lögur, sem fullnægja framangreindum óskum Stéttar-
sambandsins. Raunar er þar ekki um annað að ræða en
að bændur fái þann rétt, er útvegsmenn hafa áður fengið.
Fróðlegt verður nú að sjá, hvort stjórnarliðið vill unna
bændum jafnréttis við útgerðarmenn í þessum efnum.
Boðið samstarf
Þjóðviljinn hefur nú gefizt upp við að ,,afneita“ sam-
starfi við Sjálfstæðisflokkinn og verður nú fróðlegt að
sjá, hvort hann gefst einnig upp við að „afneita“ Stalín.
Það hefur hann ekki gert enn þá.
í Þjóðviljanum í gær segir svo:
„Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei afneitað samvinnu
sinni við Sjálfstæðisflokkinn, eins og Timinn segir í gær.
Það hefur ævinlega verið stefna Sósíalistaflokksins að láta
málefni skera úr um samvinnu sina við aðra flokka.
Sósíalistaflokkurinn hefur unnið með Sjálfstæðisflokkn-
um vegna þess að þannig tókst að hrinda fram stórmál-
um.“
Halldér Kristiánsson^ Kirkjubóli:
Kvæði frá Holti
Rofnar múr og rifnar tjald,
reidd eru höggin þungu,
þar sem orðsins undravald
ymur á snillings tungu.
Þannig minnist séra Sigurður
Einarsson í Holti Þorsteins Erl-
ingssonar. Og hann heldur áfram
og segir:
Það var okkur, íslands börn,
oft, er þrutu ráðin,
sverð og hlíf í sókn og vörn,
sigurinn, lífið, dáðin.
Hann segir líka í Þorsteins
minni:
Kuldabál þótt bíti láð,
bryddi álinn gaddi,
stuðlamálið stælt og fáð
styrkti sál og gladdi.
Þannig yrkir sr. Sigurður hring-
hent þegar hann vill það við hafa.
Og í samræmi við það, sem hann
veit um orðsins undravald á snill
ings tungu, kýs hann að ná
áhrifum með valdi orðsins. Og
þar er hann í fremstu röð kenni
manna, hvort heldur er í bundnu
máli eða óbundnu.
Fimmta ljóðabók Sigurðar Em
arssonar, — Kvæði frá Holti, —
er nýkomin út. Skáldferill Sigurð-
ar er að ýmsu leyti sérstæður.
Á,rið 1930 orti hann sína fyrstu
bök, — Hamar og sigð. Öll kvæð-
in í bókinni eru ort frá 15. apríl
til 5. nóvember það ár. Sú bók
sýndi, að þar fór maður, sem gat
ort líkt og aðrir, sem bezt gerðu,
ef hann sneri sér að því. En svo
lét hann ljóðagerðina að mestu
eiga sig um alllangt skeið. Næsta
bók kom út 1952, Síðan hefur
hann haldið áfram að yrkja.
Kvæði frá Holti bera mjög sama
svipinn og seinni bækur Sigurðar.
Þó er þar að vísu minna af treg-
andi ljóðrænu þar sem nrinnzt er
fornra ásta og vinfengis. Tregi og
sorg skipar þó enn sitt rúm, en
sr. Sigurður ber trega sinn alltaf
karlmanclega og æðrulaust.
En það er ekki aðeins að
„Kvæði frá Holti“ líkist hinum
bókunum, sem ortar eru í Holti.
Þessi bók er líka mjög í ætt og
raunar í líkingu við „Hamar og
sigð“. Séra Sigurður er enn hinn
sami og hann var, þó að skipt sé
um svið og viðhorf á margan hátt.
Mig langar ekki að skipa
skáldasess,
og skærar geta flestir hinna
sungið,
en bið að Ijóð mín beri menjar
þess,
sem brenndi dýpst og sárast
hefur stungið.
Þannig gerði sr. Sigurður grein
fyrir skáldskap sínum 1930. Þá
orti hann baráttukvæði um það,
sem tók huga hans fanginn. Löngu
síðar orti hann til flokksbxóður
síns og samherja á þessa leið:
Haltu þeim góða, horska sið
að höggva og sækja,
en lofaðu hinum að hengsl-
ast við
að hika og krækja.
Séra Sigurður heldur enn þeim
góða, horska sig að höggva og
sækja. Hann á það enn til, að
yrkja eggjunarkvæði, hreyta ónot-
um og jafnvel skammavísum.
1. desember 1956 og Sordavala
eru kvæði 'í sömu tóntegund, —
tvö baráttukvæði:
Það tókst að þessu sinni að
tefja þína för. —
Iíér er trúboðsstöð og kirkja,
sem á að miðla sáluhjálp og
græða gömul ör
og gljúpa hugi að yrkja
til auðmýktar og hlýðni
við auðvaldið og trúna
og ameríska handleiðslu
í landinu þínu rúna.
Og vittu, að það var armur
hinna amerísku dala,
sem sló þig, Sordavala!
SIGURÐUR EINARSSON
—-------Vér hefðum og séð
halda frelsisdag
í helgri gleði, Magyaranna
skara
og lyfta hornum, syngja sigur-
brag,
— ef ekki hefði böðull, byssa
snara
. og blóð og eldur kennt þeim
annað lag.
Séra Sigurður er ágætlega fær
stríðsmaður hvar í flokki sem
hann stendur. Enn er hann sami
tilfinningamaðurinn og fyrri, sami
drengurinn, sem vill að ljóð sín
beri menjar þess, sem brenndi
dýpst.
Kvæðið „Atvinnulaus" í Hamri
og sigð minnir á þjóðfélag, sem
var raunveruleiki þá, en heyrir nú
til liðnum tíma. Það eru til önnur
kvæði eftir aðra menn um sama
efnið auk þeirra skálda, sem létu
það til sín taka í óbundnu máli,
því að þá var að vonum mikil
tízka meðal róttækra manna og ör-
eigaskálda að fjalla um atvinnu-
leysið: Mér finnst kvæði sr. Sig-
urðar eftirminnilegast þeirra
verka:
Börnin mín litlu bíða efjir mér:
„Babbi er að koma“, syngur
rómur glaður.
Þá finn ég enn þá, hvílíkt
afbrot er
að eiga börn og vera snauður
maður.
Vertu ekki að tala, öreigi
um ást,
öryggi heimilis er fallvölt saga
manni, er síðsta von um vinnu
brást
og verður úthýst eftir nokkra
daga.
Þá var boðskapur Sigurðar Ein-
arssonar, að tæknin og sósíalism
inn myndi afmá slíkt þjóðfélag.
Og víst hefur tæknin og félags-
hyggjan gert það að svo miklu
leyti, að hér er nú allt annað þjóð-
félag. Því eru líka vandamálin og
baráttumálin önnur nú en þá.
Eins og vænta má, snýst hugur
séra Sigurðar meira inn á við á
efri árum. Lífsgátan leitar á hufea
hans auk þess sem hann leitar
enn sem fyrr að hamingjustein-
inum, því að ekki er velmegunin
einhlít í þeim efnum. Enn vill
hann hrífa hugi manna með sér
inn í hamingjuleitina og það og
það af sama áhuga.og fyrr í þjóð-
félagsbaráttunni. Nú er hann oft
fyrst og fiæmst hinn vitri kenni-
maður og prédikari.
Sumir eru haldnir þeirri krcddu,
að ekki rnegi prédika i skáldskap.
Prédikun sé enginn skáldskapur
og þar að auki oftast ósköp leiðin-
leg. Þetta er vitanlega hin mesta
Cirra. Skáldskapurinn rís engu síð-
ur hátt, þó að í honum sé prédikun.
Séra Sigurður er bjartsýnismað-
ir, eins og kristnum presti ber að
vera. Því segir hann:
Þú ert gestur á jörðu Guð er
að leiða þig heim
þat sem gáta þín ræðst og
lokið er hinzta vanda.
— Það verða aldrei þráðarslit
þar sem Drottinn spinnur.
— Þótt líði vor stundarævi í
ys og harki
og orð vorrar tungu séu
léttvæg og smá
samt beina för vorri mið
hans heilög og há.
— Heimtún vors anda gróa
á fjarlægúm ströndum.
Kannske er margt af því, sem
um er barizt, hégómi, ef litið er
á það frá nógu háu sjónarmiði
En barátta okkar er samt engan
veginn hégómi. Þvert á móti fer
hamingja okkar eftir því hvernig
við snúumst við vanda baráttunn-
ar. Því segir nú hinn lífsreyndi
spekingur í Holti:
Dagar vors yndis eru ekki þeir,
sem ilmi blóma og gleði sporin
vöfðu,
dagar vors yndis eru aðeins
þeir,
sem alls vois þreks og getu
vorrar kröfðu.
Dagurinn, sem þú sigrar ótta
þinn,
á sólblik furðu bjart, er árin
líða
— og varpar hlýju orði á óvin
þinn,
kemst upp það að brosa að
þínum kvíða
og gafst það, sem þú gazt ei
verið án,
og gerðir hug þinn miklum
fónium taman
og barst án æðru aðkast heims
og smán
ef ykkar leiðir vildu ei fara
saman.
Sjá, slíkir dagar eru undir
Iokin
þeir einu, sem þitt hjarta kýs
að minnast,
er snjór í lífsins fögruskjól
er fokinn
og fyrir ævistríð þitt gjöldin
innast:
Þettá er ef til vill ekki sérstak-
lega frumleg speki eða ný sann-
indi, en annar boðskapur gellur
oftar við hlustir manna. Því tíma-
bærara er að benda á þessar stað-
reyndir.
Þetta er í fullu samræmi við þá
karlmannlegu lífsskoðun, sem sr.
Sigurður hefur boðað í fyrri bók-
um:
Að horfa með geðró á höpp
. sín og töp,
láta ei hreykjast við afrek, né
bugast við glöp,
er að berjast til sigurs á sér-
hverjum degi.
— — Það er ekki tíðast hið
einstaka hrösunarspor,
en amlóðans nauma sérhlífð,
sem dæmir vort þor
þeim dómi, sem hvorki drott-
inn né lífið vill ráða.
-----því sá einn, er brigðulaust
gaf sinni kynslóð og þjóð
sitt þrek og sitt hjarta af heilum
huga, er ríkur.
Séra Sigurður Einarsson hefur í
skáldskap sínum gefið sinni kyn
(Framh. á 13. síðu.j