Tíminn - 25.11.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.11.1961, Blaðsíða 9
T í M I N N, laugardaginn 25. nóvember 1961. Það er ekki oft sem sjötugir j menn ferðast til annarra heimsálfa til þess að kynnast œvintýrum framandi lífshátta, því að venjulega eru það hinirj ungu, sem leita ævintýranna. — En fyrir skömmu kom Sig- valdi Jónsson frá Ausu í Borg- arfirði til landsins eftir að hafa dvalið í misseri í Kanada, þar sem hann bæði kynntist landi og þjóð. — Hvernig stóð á þessari för þinni vestur um haf, Sigvaldi? — Dóttir mín Margrét býr í Kanada með manni sínum, sem er þýzkur jarðfræðingur. Þau komu hingað til lands í vor og buðu mér vestur með sér, og ég var ekki seinn á mér að taka boðinu. — Hvernig fóruð þið vestur? — Við fórum með Loftleiðaflug- vél til New Yox'k, og svo með tveim flugvélum til Calgary, en það faeitir borgin, þar sem þau búa. Hún er undir Klettafjöllum. Þetta er mjög þrWaleg og falleg Ferðalangur kemur heim - Rabbað við Sigvalda frá Ausu, sem er nýkominn heim eftir miss- erisdvöl í Kanada SIGVALDI JÓNSSON borg með um tvö hundruð og fimmtíu þúsund íbúa. Hún er til- tölulega ung að mestu leyti, enda hefur hún aðallega byggzt upp, vegna olíunámanna, sem eru á þessum 'slóðum. Langstærsti at- vinnuvegur borgarbúa er líka olíu- vinnslan og það, sem henni til- heyrir. Tengdasonur minn starfar hjá einu af þeim olíufyrirtækjum, sem þarna eru. Þau hafa búið í Calgary í nokkur ár. — Hafðirðu flogið áður? — Nei, þetta var í fyrsta skipti, sem ég steig fæti í flugvél. Það eru aldeilis gullfarartæki, — al- veg dásamleg. Aftur á móti flaug ég með þotu þegar ég var á heim- leið frá Edmonthon til Toredo, sem er á landamærum Kanada og Ame- ríku, og mér fannst það leiðinlegt faratæki, — en hraðinn var ægi- legur. — Hafðirðu ekki gott útsýni úr lofti? — Nei, það var þoka báðar leið- ir, svo að ég sá ekki Niagarafoss- ana, en það hefði verið gaman. — Er fallegt á þessum slóðum? ' — Það er ákaflega fallegt þarna. Eg komst lengst norður til Edmonton, og ég fór mikið um Klettafjöllin í samtals átta daga. Þau eru stórfenglega fögur og þau hafa verið gerð að þjóðgarði og friðuð að öllu leyti. Það er stór- kostlegt að fara um þau. Allir veg- ir, sem um þau liggja, eru með fjórföldum akgreinum, og bíla- straumurinn er eins og hafsjór, endalausar raðir, og oftast aka bíl- arnir með geysihraða. Bílarnir verða að borga 25 cent fyrir ferð- ina til þess að komast inn í þjóð- garðinn eða tvo dollara fyrir árið. Það er óhemju mikill skógur í fjöllunum og trén eru mjög há, sums staðar eru hnjúkarnir alveg grónir upp á topp. Það eru mörg og stór hótel í þjóðgarðinum og auk þess svokölluð „módel“ en það eru smáhús fyrir eina fjölskyldu eða sambyggð raðhús. Svo hefur víða verið komið fyrir eldhúsum, þar sem fólk getur eldað matinn sinn. Þessi eldhús eru prýðilegar kynningarstöðvar. Þangað kemur fólk alls staðar að, og það er ótrú- legt, hvað fólkið er tilhliðrunar- samt og óþvingað í framkomu og elskulegt hvort við annað. Það er líka fljótt að kynnast. Menn, sem aldrei hafa sézt áður taka strax tal saman, og þannig fá menn fregnir hvor hjá öðrum frá hinum ólíkustu stöðum í landinu. Mann- grúinn, sem þarna fer um, er gífur legur, og það er allt fullt alls stað- ar — nætur og daga. Bílafjöldinn er svo mikill, að maður trúir varla sínum eigin augum, enda er Calg- ary önnur bílflesta borg í heimi miðað við fólksfjölda, — Los Ang- eles hefur fleiri — svo liggur líka þjóðvegurinn til Vancouver í gegn- um Calgary og ekki fækkar bílun- um við það. — Voru miklir hitar þarna í sumar? — Það voru óvenju miklir hitar í sumar, — í langan tíma 34—35 gráður, og enginn regndropi féll á jörð frá miðjum maí þangað til eftir miðjan júlí. Þetta hafði í för með sér uppskerubrest, en á þess- um slóðum er aðallega ræktað hveiti og svo bygg og hafrar til skepnufóðurs. — Hvað sástu af kvikfénaði? — Það eru náttúrlega aðallega nautgripir, — maður sér hvergi fé — þeir hafa bæði holdakyn og mjólkurkyn, og talsvert sá ég af hrossum. i — Langaði þig ekki á bak? —- Nei, mér fannst það lítið girnilegt. Annars var landbúnaðar- sýning í borginni í sumar, og þar var margt skemmtilegt að sjá, þótt sumt væri bölvaður hégómi. — Komstu á eitthvert sveita- heimili? —Já, ég kom á glæsilegan bú- garð, þar sem tveir bræður Er hægt að spara til að kaupa jörð? Það eru engar smáupphæðir, sem til þarf í dag, er eignast skal jörð. bústofn, vélar, verkfæri, rekstursfé og annað, er búskap tilheyrir, auk venjulegs húsbún- aðar og innanstokksmuna af öllu tagi. Ef miða skal við bújörð og bú- j stofn, sem maður og kona geta sinnt, og ef húsakostur jarðarinn ar er nokkrun veginn í lagi og rafmagn er komið, þá skal varla gera ráð fyrir, ag öll verðmætin nemi minna en allt að heilli : milljón króna. Sé um kúabú að ræða, skal ætla að hjónin komist yfir að hugsa um allt að 30 kúm, en ef þag er fjárbú, þá skal ætla a.m.k. 400 fjár og fáeinar kýr og geldneyti. Þetta verður um komandi ár sennilega þær bústærðir er reikn að verður með, og þegar húsakost ur er við þessar bústærðir miðaður þá er auðsætt, að verðgíldi jarðar- i.nnar nálgast það, sem á er minnzt. En hvernig gengur ungum hjónum að afla svo mikils fjár? Það mun fæstum fært, verður svarið víðast, og mun rétt vera, því að það eru smámunir einir. sem opinberar lánastofnanir veita í þessu skyni. Á nýlegum bygging- um hvíla ag vísu nokkrar upp- hæðir ,sem fastasjóðir Búnaðar- bjuggu.,,Þeir ráku búið sem sam- eign. „oguiátt^lcaáí: sameiginlega nema konurnar og krakkana. Þetta var sem sagt algjör félagsrekstur hjá þeim. Við komum þar um helgi, og þá var ekki nema önnur fjölskyldan heima, því að hin á alltaf frí aðra hvora helgi. Þessir bræður voru hreinir snillingar, þeir byggðu húsin sjálfir og gerðu yfirleitt allt sjálfir. Við fengum gullviðtökur hjá þeim bróðurnum, sem var heima. Hann var ákaflega skemmtilegur, og þar stóð nú ekki á svörunum. Þetta var ábyggilega fluggáfaður maður. Þeir bræðurnir höfðu sextíu mjólkurkýr og talsvert af ungviði til slátrunar, en ekkert holdakyn og engin svín, og hænsni bara til heimilisins. Þeir áttu tólf hundruð ekrur lands og stunduðu einkum hveitirækt og ræktuðu auk þéss bygg og hafra handa kúnum. Hann sagði okkur, að þeir hefðu um 40 —50 þúsund dollara brúttótekjur í meðaláH og meðaltekjur hvers þeirra á ári væri um 14 þúsund dollarar eða á fimmta hundrað þús und krónur íslenzkar. Til saman- burðar má geta þess, að ég frétti nýlega, að í einum af hreppunum í Borgarfjarðarsýslu væru meðal- tekjur bænda á síðastliðnu ári 32.000 krónur. — Annars er mjólk- in tiltölulega dýrust af öllu, •— ætu og óætu. Hún kostar 22 cent flaskan, þegar hún er komin til neytenda eða rúmar níu krónur íslenzkar. Bændurnir fá aftur á móti ekki nema 9 cent fyrir hana, en verða þó að flytja hana til mjólkurfélaganna^ sem annast dreifingu hennar, en það eru sex slík félög í borginni. Fannst þess- um bónda, sem ég talaði við, það blóðugt að mjólkurfélögin skyldu fá 13 cent fyrir að gerilsneyða mjólkina og koma henni til neyt- enda. Nokkrir bændur hefðu reynt að gangast fyrir því, að bændurnir sjálfir tækju mjólkurverzlunina í sínar hendur, en félagsþroski bænda væri almennt svo lítill, að það hefði farið út um þúfur, enda hefðu félögin keypt bændurna til þess að koma í veg fyrir að sam- tök gætu myndazt. (Framh. á 13. síðu.) bankans hafa veitt, og til þess að fá rafmagnið hafa ýmsir orðið ag taka lán, sem að sjálfsögðu hvílir einnig á jörðinni. En til bú- stofnskaupa, til vélakaupa og til reksturs, hafa flestar leiðir verið Iokaðar og að minnsta kosti hafa til þessara þarfa fengizt svo lág- ar fjárupphæðir, að smámunir eru miðað við heildarfjárþörfina. Hvað geta menn annars staðar? í grannlöndum okkar er það svo, að þar eru bújarðir jafnan keyptar með allri áhöfn, vélum og öðru tilheyrandi, og þar eru lánastofnanir þag sterkar og grón ar, að þær veita yfirleitt allt að 66% af fasteignamatsverði til láns. en fasteignamat er yfirleitt hið sama og meðaltal söluverðs bújarða síðustu 5 árin. Þetta segir þá, að jörð, sem metin er á 200 þúsund krónur með öllu tilheyr- andi, er ef til vill seld á svo sem 210—220 þúsund og á henni kunna að hvíla af föstum lánum um 130 —140 þúsundir. Það, sem að láni til gagns, stundum. Ég hef líka lífsábyrgð — 20.000 krónur. — Reykir þú, og hefur þú mótor hjól? — Jú, víst reyki ég, en aðeins fyrir 5 krónur á viku. En um mótorhjólið er að segja, að þar hef ég nú bara ökuskírteinið. Það er svo sjaldan sem ég kemst til bæj- arins að skemmta mér . . . — Og nú skal nota allt, sem sparað hefur verið? — Auðvitað. Jörðin kostar 197.500 krónur, það er allgóð jörð, rúmlega 20 ha land, 17 skjöldóttar kýr, tvær gyltur, 10 alisvín og tveir hestar, en þeir fara nú sína leið, ég kaupi traktor strax. — En því selur Jóhannes Mikkaelsen jörðina sína? — Hann er 63 ára og heilsu- veill Dætur hans vilja ekki jörð- ina. — Hefði nú ekki verið betra fyrir þig ag giftast f annarri þeirra? — Jú-ú, þá hefði ég fengið þar einar 50 þúsund krónur með til verður að fá fram yfir þetta, er þá háð því, hve mikil fjárráð kaupandinn hefur En það er stað- reynd, að þeir, sem letigi hafa verið kveðnir í að verða bænd- ur, hafa sparað um áraraðir í því skyni. Dæmi urn það skal greint í eftirfarandi, það er ekkert ein- stakt, en það er eit-t meðal margra fleiri. Frá því var sagt í danska blaðinu POLITIKEN hinn 7. okt. síðastliðinn. Sá, sem þar var frá ságt. var’31 árs að aldri, Jóti að uppruna, en var nú fóðurmeistari á búgarði nálægt Kaupmannahöfn. Hann heitir Svend Anderson. í til- efni af því, að hann var að kaupa jörð, ræddi blaðamaður við hann, og tjáði Anderson, að ekki hafi verið neinn umhugsuTiarfrestur, hann þekkti jörðina, hún kostaði með áhöfn og öllu tilheyrandi 197,500 danskar krónur eða sem svarar réttum 1200 þúsund íslenzk um krónum, og það, sem athyglis- verðast var. var það, að Ander- son átti 50 þúsund krónur, sem hann hafði sparað þau 16 ár, sem hann hafði verið vinnumaður, eða frá 15 ára aldri. En samtalið var þannig: — Hvernig gazt þú sparað svo mikið, hvaðan komu aurarnir? — Eg hef unnið fyrir hverjum eyri sem vinnumaður hjá bænd- um. Þegar ég hafði lokið skóla- námi, fór ég í vinnumennsku; ég var aðeins 15 ára og fékk þá ekki nema 500 krónur fyrir sex og hálfs mánaðar starf það sumar, en hver eyrir fór í sparisjóðinn. — En hvaða kaup hefur fóður- meistarinn nú? — Ég fæ 6000 krónur fyrir sumarið, frá 1. maí til 1. nóvem- ber. En það er talsverður skatt- ur af þessari upphæð, svo að ég hef aðeins lagt 4000 krónur til hliðar, en ég hef líka fengið ögn fram yfir fasta kaupið. Þau fjögur ár, sem ég hef verið hér, hef ég unnið fyrir 600 krónum á sumri í rófunum. Þettá ár verður kaup mitt samanlagt um 12.000 krónur og af því verða 8.000 krónur spari fé. í fyrra þénaði ég 11.500, og af því fóru 7.500 í sparisjóðinn. — En er það leyndarmál, hvers vegna þú keppist við að spara svona mikið? — Eiginlega hef ég engan tíma til að nota peninga. Ég fer á fæt- ur kl. 4—5 á hverjum morgni og er búinn með dagsverkið um hálf- sjö ag kvöldi, en ég hvíli mig 4—5 tíma um miðjan dag. Þá get ég gert eitthvað, mér og öðrum þess að lagfæra eitt og annað. ,— Jú-ú, ég var 'svo sem í skóla með annarri þeirra á sínum tíma, en meira hef ég ekki haft af þeim að segja, og þær eru giftar nú — báðar. Viðhorfin. Þetta var viðtalið við Svend Anderson, einn af þeim mörgu þar í landi, sem allt frá æsku hef ur verið ákveðinn í því að gerast bóndi og alla tig vitað, að það yrði hann ekiki nema að spara verulega fjárhæð Og það má nú segja, að það hefur honum tekizt, með ráðdeild og gætni. Ðn hann hefur ekki bara hæfileikann til að spara, heldur og til þess að starfa sem bóndi Hann hefur þrívegis fengið verðlaun fyrir að hafa allt- af sent fyrsta flokks mjólk til sam sölunnar, og kýrnar, sem hann hirðir, gefa svo mikla nyt, ag það nálgast met og hann er einn um að hirða 29 kýr ásamt ungviði. En þegar frá þessu er sagt, mundi eðlilegast að líta á hlið- stæður hér á íslandi. Auðveldast er að margfalda nefndar tölur um kaupverð og fjármagn með 6, þá er fengið tilsvarandi í íslenzkum krónum. Hve margir íslenzkir verðandi bændur hafa sparað 300 þúsund krónur vig störf í vinnumennsku? Ætli það sé ekki alveg útilokað að spara svo mikla fjárhæð við þau störf? Það þarf að minnsta kosti meira en meðal ráðdeild og viljafestu til þess. Og vel á minnzt: Hve margir bændur á fslandi munu hafa efni á að greiða í árskaup álíka og Anderson hefur nú, en það nemur yfir 70 þúsund krónum íslénzkum, auk fæðis og húsnæðis svo sem gerist í sveitum. Og svo er að líta á hina hliðina, kaupverðið og föstu lánin. Kaup- verð á jörð, fullbúna öllum gögn um og gæðum til búskapar gæti svo sem vel verið hér 1200 þús- und krónur, en hitt er með öllu útilokað, að föst lán fáist, sem nema um 800 þúsundum. Hér er sá aðstöðumunur, sem eflaust veg ur meira en nokkuð annað á þeirri vogarskál, sem ungir menn hljóta að nota: skal eða skal ekki stunda búskap. Árangurinn þekkjum við, því nær engir treystast til þess og er það vel skiljanlegt, ekki sízt þeg- ar starfið gefur þá ekki tekjur á borð við þær, sem hægt er að fá við ýmis önnur störf. — i.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.