Tíminn - 07.12.1961, Page 3
3
.gjtmntudaginn 7. desembcr 1961.
Guðmundur Ferró hefur verið að sýna málverk í Feneyjum. Hann sendi okkur sýningarskrána, og þar
lásum við, að Guðmundur byggði myndir sínar aðallega á innviðum mannslíkamans. Sýningln hófst 7,
nóvember og lauk 17. nóvember. Sýnlngarstaðurinn heitir Galleria del Cavallina. Myndln er úr sýn-
ingarskránni.
Trén fuku
með rótum
NTB—London, 6. desember.
Geysilegt óveður skall á í
morgun á mestum hluta Norð-
ursjávar og Eystrasalts og hef-
ur víða orðið talsvert tjón af.
Þriggja þýzkra báta er saknað í
óveðrinif. Einn þeirra er hafnsögu-
bátur. Öðrum hvolfdi í mynni ár-
innar Elbu, milli Hamborgar og
Cuxhaven.
Veðurhæðin var svo mikil á
þessum svæðum, að tré brotnuðu
eða rifnuðu upp með rótum bæði
á vesturströnd Jótlands og í Finn-
landi, þar sem í dag er.haldinn há-
tíðlegur þjóðhátíðardagur.
28 metrar á sekúndu
Óveðrið náði yfir mikinn hluta
Svíþjóðar. í Stokkhólmi voru um
monguninn þrumur og eldingar
SÞ-loftárásir á Katanga
NTB—Elisabethville,
6. desember
Herlið Sameinuðu þjóðanna
náði í dag algerum yfirráðum
í lofti í Katanga og var því
svarað með algerri stríðsyfir-
lýsingu af hálfu Katanga-
stjórnar. Barizt var í Elisa-
bethville í dag og veitti hvor-
ugum betur. Miklir liðs- og
birgðaflutningar standa núyfir
hjá herliði Sameinuðu þjóð-
anna.
1 morgun gerðu sænskar og ind
verskar orrustuþotur loftárásir á
hernaðarlega mikilvæga staði í
Katanga og náðu góðum árangri.
Er þetta í fyrsta sinn, sem her-
lið Sameinuðu þjóðanna beitir loft
árásnm í Kongó.
Eyðilögðu flugvöllinn
Þoturnar sprengdu í loft upp
brýr í nágrenni. Jadotville og einn
ig járnbrautarsteina, sem liggja að'
borginni frá Elisabethville. Þær
réðust einnig á flugvöllinm í Kol-
wezi og gerðu hann ónothæfan.
Þar eyðilögðust þrjár flutninga^
vélar Katangahersins og ein orr-
ustuþota. Benzíngeymir sprakk í
loft upp og flugturninn stór-
skemmdist af skothríð. Flugvélar
Bretar vísa
ákæru á bug
NTB—London, 6. desember.
Utanríkisráðherra Bret-
lands, Home lávarður, vísaði í
dag gagnrýni írska hershöfð-
ingjans Mackeown á bug.
Mackeown er yfirmaður her-
afla Sameinuðu þjóðanna í
Kongó og hafði hann tekið
undir árásir fyrirrennara síns
O'Brien á hendur brezku
stjórninni um, að hún styddi
mótþróa Katangastjórnar gegn
Sameinuðu þjóðunum.
Brezka utanrikisráðuneytið til-
kynnti í dag, að brezka ríkisstjórn-
in hefði 12. aþríl síðast liðinn skip-
að öllum brezkum ríkisborgurum,
sem voru á mála í Kongóherjum,
að koma heim. Einnig hefði stjórn-
in gert allt, sem í hennar valdi
stóð, til að koma í veg fyrir að
brezkir borgarar gengu á mála í
Kongó.
O’Brien hafði lýst því yfir á
mánudaginn, að MacMillan for-
sætisráðherra, Salisbury lávarður
og Landsdowne lávarður hefðu
unnið gegn starfsemi Sameinuðu
þjóðanna i Katanga til þess að
gæta brezkra hagsmuna í sambandi
við belgisku námurnar þar. Þeir
hefðu notið eindregins stuðnings
sir Roy Welensky forsætisráðherra
Rhodesíu og Beaverbrook lávarðar
og blaðakóngs, sem hefði komið af
stað hatursáróðri gegn sér per-
sónulega.
Brezkir hagsmunir
O’Brien sagði, að brezka konsúl-
atið í Elisabethvi'lle hefði falið
Tsjombe þar 13. september síðast
liðinn, þegar Sameinuðu þjóðirnar
hófu hernaðaraðgerðir þar. Hann
kvað Rhodesíustjórn vera ábyrga
fyrir lífi Ilammarskjölds.
O’Brien sagði, að hermenn Sam-
einuðu þjóðanna í Kongó legðu líf
sitt í hættu fyrir hugsjón, sem sé
að engu orðin vegna andróðursins
gegn aðgerðunum þar.
Þingmenn Verkamannaflokksins
reyndu á þriðjudaginn að koma af
stað umræðu um Kongóstefnu
stjórnarinnar, en því var hafnað.
Tsjombe Katangaforseti hefur
lýst O’Brien glæpamann, sem hafi
fjölda mannslífa á samvizkunni
auk annarra hluta.
Sameinuðu þjóðanna urðu ekki
fyrir neinu áfaUi. Flugvöllur þessi
var hmn eini sem Katangaher gat
notað fyrir þotur, og er ónýting
'hans því mikið áfall fyrir herinn.
Algeru stríSi lýst
Katangastjórn svaraði þessari
árás með því að lýsa yfir algéru
stríði á hendur SÞ. Kimba utan-
ríkisráðherra sagði um kvöldið,
að Katangamenn myndu brenna
jörðina á undanhaldinu, ef til þess
kæmi. Tsjombe sagði f gær í Par-
ís, að Bandaríkin vildu fórna Kat-
anga til þess að friða Sovétríkin.
Tsjombe var að leggja af stað á
leið til Katanga, en hann hafði
ekki fengið landgönguleyfi f Braz
ílu, þar sem hann ætlaði að taka
þátt í siðvæðingarþingi.
Óljóst ástand
í Bruxelles var í gær því haldið
fram, að herlið SÞ í Elizabethville
hefði orðið að gefa eftir aðalbæki
stöðvar sínar og reynt að hreiðra
um sig við flugvöllinn, en þær
fréttir virðast_ ekki hafá við rök
að styðjast. Ástandið er afar ó-
ljóst í Elisabethville. Um sexleyt
ið um kvöldið hættu útvarpssend
ingar þaðan.
Bardagar blossuðu. upp allan
daginn í borginni milli herjanna.
Telja sumir, að Katangamenn hafi
náð á sitt vald aðalsamgönguæð-
inni frá borginni, svo að menn S.
Þ. eigi í erfiðleikum með að nálg
ast flugvöllinn.
Liðssöfnun við Kamina
Það leit út fyrir, að stórir Kat-
anga-h^rflokkar væru að safnast
saman’ við Kamina í Vestur-Kat-
anga, en þar hefur hejrlið S. Þ.
talsvert lið, þar á meðal norska
herdeild.
Loftbrú
Bandarískar herflutningavélar
hafa opnað loftbrú milli Leopold-
ville og Elisabethville til að flytja
aukinn liðsafla og birgðir til her-
liðsins í Elisabethville. Bandarík-
in ætla að senda fleiri flutninga-
vél’ar til Kongó til að flýta flutn-
ingunum.
Um kvöldið leit út fyrir, að her
lið S.Þ. hefði haldið öllum víg-
stöðvum sínum í Elisabethville.
Auk bess var bent á. að loftárásir
Samemuðu þjóðanna hafi slitið
Elisabethvillíe úr sambandi við ná
grennið og því geti Katangaher
ekki fengið liðsauka þangað.
Framrúðan brotin
í fyrradag var ekið á bifreiðina
R-6, þar sem hún stóð á bílastæð-
inu fyrir ofan Ægisgarð. Bifreið-
in er Ijóskremlituð, Studebaker,
tveggja dyra. Hún var á stæðinu
frá hádegi til klukkan átta um
kvöldið. Þegar eigandinn kom að,
var framrúðan brotin og vinstri
hurðin skemmd. Eigandinn telur
víst, að vörubifreið hafi verið bakk
að framan á hana. Rannsóknarlög-
reglan óskar eftir vitnum og biður
tjónvaldinn að gefa sig fram.
samfara storminum. Jólaskreyting-
ar í borginni eyðHögðust og víða
urðu umferðakasir og árekstrar.
Náði vindhraðinn 28 metrum á sek
úndu. í Málmey fauk verksmiðju-
þak um fimmtíu metra vegalengd.
í Englandi fylgdi storminum
talsverð snjókoma, sem hefur vald
ið margháttuðum samgönguerfið-
leikum á landi. Skipaferðir liggja
að mestu niðri, bæði í Eystrasalti
og í Norður'sjó vegna sjógangsins.
Kringum jörð
i byrjun 1962
NTB — New York, 6. desember.
Bandaríkin munu senda mann í
geimfari umhverfis jörðu í byrjun
næsta árs. Geimfarinn verður John
Glenn, en til vara Scott Carpenter.
Bandaríkin munu ekki gera fleiri
tilraunir af þessu tagi fyrr en geim
farinn verður sendur. Undangengn
ar tilraunir með mannlausar eld-
flaugar og eldflaugar með öpum
innanborðs hafa sýnt, að allt er
tilbúið undir mannaða géimferð,
segir í skýrslu geimferðaráðsins.
8% hækkun
herútgjalda
NTB—Moskva, 6. desember.
Á fjárlögum Sovétríkjanna fyrir
næsta ár er gert ráð fyrir, að út-
gjöld til hernaðarþarfa hækki um
átta af hundraði, frá því er Krúst-
joff ákvað í ágúst. Er á þessum
fjárlögum ætlað, að 13.000.000.000
rúblur fari til hernaðarþarfa.
Tvær barnabækur
Barnabókaútgáfan Máni sendir’
að þessu sinni tvær barnabækur'
á jólamarkaðinn. „Einu sinni var
. . . “, og „Segðu mér sögu“. Báðar
þessar bækur hafa inni að halda
sögur og ævintýri, sem Loftur Guð
mundsson hefur þýtt og endursagt
úr ensku, og báðar eru þær prýdd-
ar mör'gum myndum við barna
hæfi.
„Einu sinni var . . . “, hefur
inni að halda sjö ævintýr og sögur,
en „Segðu mér sögu“, tólf tals-
iná. Óþarft er að taka fram, að mál
ið er vandað og frásögnin létt og
skemmtileg og vel við barna hæfi,
og er þess að vænta að bækur þess-
ar verði mörgu barni kærkomin
1 jólagjöf.