Tíminn - 12.12.1961, Page 9

Tíminn - 12.12.1961, Page 9
T f M I N N , þriðjudaginn 12. desember 1961 9 n ^ ó^/n enrrtL'i J Á vegum Bókaverzlunar Sigfús- ar Eymundssonar, eða Aknenna bókafélagsins er bomin út Skáld- sagan Músin, sem læðist eftir korn ungan höfund, Guðberg Bergsson og mun vera frumverk hans. Þetta er ailllöng skáldsaga, nokk uð á þriðja hundrað blaðsíður. í kynningu um höfund otg bók segir útgefandi: „Guðbergur Bergsson er Grind- víkingur að ætt, fæddur 1932. Hann hefur stundað nám við Núpsskóla, Kennaraskólann og há- skólann í Barcelóna. Hann hefur ferðazt um flest lönd Evrópu. Músin, sem læðist segir frá ung um dreng í nauðum, hann er fjötr aður í járnaga strangrar móður. Roskinn maður í næsta húsi er að deyja úr krabbameini. Dreng- urinn hlustar á sífellt umtal um veikindi hans, og hefur þetta hvort tveggja þau áhrif á hann, að úr verður mögnuð sálflækja. Sem mótvægi verkar afinn, gamall sjó- maður.“ Á flótta og flugi nefnist drengja saga, sem Ragnar Jóhannesson hefur ritað, en Ægisútgáfan gef ið út. Er þetta allstór bók og mun vera fyrsta skáldsaga Ragnars. Sögu þessa las Ragnar sem fram haldssögu fyrir börn og unglinga í útvarpið í fyrra við góðar vin- sældir. Mun Ragnar hafa í hyggju að rita framhald þessarar sögu. Sagan Á flótta og flugi segir meðal annars frá þvi, er drengur og telpa úr Reykjavík fara til sumardvalar í sveit á Norðvestur- landi, en þar gerist sitthvað á ann an veg en ætlað var, og fer svo, að þau verða vís margra kynlegra hluta og leggja l’oks á strok heim- leiðis. Allmargar myndir eru í bókinni, teiknaðar af Ólafi Gísla syni. Fanney á Furuvöllum heitir j skáldsaga, sem er nýkomin út, eft ir Hugrúnu skáldkonu. Leiftur gef ur út. Þetta er allstór skáldsaga, nokk j uð á þriðja húndrað blaðsíðuT og j mun vera ástarsaga, skrifuð í létt! um tón og geri.st í sveit hér á landi. Hugrún hefur nú sent frá j sér allmargar bækur, bæði barna bæku.r, ljóð og skáldsögur og hlot ið töluverða viðurkenningu og vin sældir. i Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri hefur sent frá sér bók, sem nefnist Hinzta sjúkdómsgrein ingin eftir Arthur Hailey. Þetta er læknaskáldsaga sem notið hefur vinsælda í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hún hefur ver ið þýdd á mörg mál og gefin út í fimmtán löndum. Hún fjallar um baráttu ungs læknis við að vinna sjúkrahúsi sínu það álit, sem það naut áður. Inn í þetta er blandað margvíslegum frásögnum um bar áttuna við dauðapn innan veggja sjúkrahússins, og að sjálfsögðu á ástin þarna leið um og setur mark sitt á rás viðburðanna. Hersteinn Pálsson ritstjóri hefur þýtt bók- ina sem er allstór, eða nokkuð á fjórða hundrað blaðsíður. JOLASÚGUR FRÁ ÝMSUM LÖNDUM Svo heitir ein af jólabókum bamanna að þessu sinni. Þetta er ijómandi falleg bók, svipihrein og vönduð að öllum frágangi. Sög urnar hefur ýmist samið eða safn- að þeim Eiríkur Sigurðsson, skóla stjóri á Akureyri, en útgefandi þeirra er bókaútgáfan Fróði í Reykjavík. í bókinni eru milli 10 og 20 myndir, teiknimyndir vel gerðar og allar sérlega fallegar. Þær eru ekkert í ætt við ýmislegt af- skræmi, sem nú veður uppi. Þær hefur gert, einnig kápumyndina, hin góðkunna listakona listakona Ragnhildur Ólafsdóttir, nema myndimar á bls. 11 og 29, þær eru eftir Elísabetu Geirmundsdóttur. Áreiðanlega munu þessar jóla- sögur ylja mörgu ungu hjarta, og sennilega einnig sálum einhverra fullorðinna. Það kann að þykja miður karlmanrdegt að játa ejn- hverja viðkvæmni, eins og t. d. það, að við lestur sumra þessara sagna hafi lesanda vöknað um augu. Hér skulu nefndar aðeins nokkrar þeirra: Fyrstu jólin heima. Hvíti engillinn. Jólagjöfin hans Dóra litla. Samvizkubit. í örstuttum formála bókarinnar kenist skólastjórinn svo að orði: „Það er hugstætt hverjum kenn ara að flytja börnunum ekki að- eins þekkingu en glæða einnig hjartagæzku barnanna. Sá boðskap ur nýtur sin bezt í söguformi." Sá, sem gefur barni sínu þessa bók. þarf ekki að óttast óholl á- hri.f Hú ngleður bæði og göfgar, en slílct eru beztu bækurnar, Pétur Sigurðsson. nefndarstörf og önnur störf. Reynsla mín er sú, að mér þykir ekki betra að vinna áneð öðrum mönnum en honum, að öðrum þó ólöstuðum. Hermann er góðum gáfum gædd ur og fjölhæfur maður. Hann er mikill starfsmaður, og þau verk- efni, sem hann fær til meðferðar, j kryfur hann til mergjar af skarp j skyggni og samvizkusémi og gerir þeim góð skil. Hann er maður' vandur að virðingu sinni og dreng skaparmaður í hvívetna. Hann er einkar hreinskiptinn, fyrirmannleg: ur og einarður í framkomu. Her-, mann er mjög vel máli farinn og, flytur mál sitt af rökfestu, hrein-1 skilni og prúðmennsku, án þess að sýna öðrum áreitni. En líki j honum ekki málflutningur annarra eða finnist honum hallað réttu máli, getur honum hlaupið kapp í kinn og verið þungorður, því að hann er skapmaður, og er þá ekki auðvelt að deila við Hermann, því að hann er málafylgjumaður í góðu lagi. Ekki hef ég orðið þess var. að menn erfi slíkt við Her- mann, og veldur þar um drengskap ur hans, sem allir virða, er til þekkja Hann er mikill félags- hyggjumaður og óeigingjarn og þu”fi að leggja góðu máli lið, sér hann ekki eftir tíma og fyrirhöfn i þess þágu. Hermann cr dagfarsprúður mað ur, glaðlegur og þjóðlegur j við- móti. Honum þykir gott að vera í góðum vinahópi og er þá glaður á góðri stund og hrókur alls fagn aðar. Hann er og gestrisinn og höfðingi heim að sækja, og er gott að vera gestur á heimili hans. Auk góðra veitinga, mætir þar gestin um alúð og vinsemd, sem bezt verður á kosið. Sökum hæfileika sinna og allra sinna góðu mannkosta er Her- mann með afbrigðum vinsæll mað ur, sem nýtur virðingar og trausts allra. sem hann þekkja. Að minum dómi er Hermann mikill gæfumaður. sem ánægður og með góðri samvizku getur horft yfir farinn veg. Hann á sem betur fer góðri heilsu að fagna andlega og líkamlega, og vonandi á hann eftir lengi að lifa, njóta lífsins og láta margt gott af sér lefða Á þessum merku tímamótum i ævi Hermanns á Yzta-Mói sendi ég honum og fjölskyldu hans mín ar beztu óskir Jóh. Salberg Guðmundsson. Jólatré á rótarhnaus Þorgrímur Einarsson í GarSshorni stcndur hér við bakk fyrir utan hús sltt, en á bekkinn hefur hann raðað nokkrum iólatrjám með áföstum rótarhnaus í plastpokum. runnum, sagði Þorgrímur. — Auk þess flyt ég inn rósir og blómstrandi runna og hef 150 —200 tegundir af fjölærum plöntum. — Beð og kassar teygðu sig vítt í kringum húsið í Garðshorni, þar sem allmörg tré höfðu ver- ið tekin upp og biðu kaupenda sinna. Þorgrímur var að búa um þau ásamt öðrum manni, þegar við komum suður eftir. — Ég hef tekið þau upp með rótum þessi o'g læt hnausinn fylgja, vafinn með plastumbúð- um. Ef vel er með trén fanð og þau t.d. höfð í bala meö vatni yfir jólin, má síðar setja þau niður í garðinn, þar sem þau geta svo vaxið áfram, eins og ekkert hafi í skorizt. En ef menn vilja þaö heldur, klippi ég þau við jörð.— Aðspurður kvað Þorgrímur hæstu grenitrén í Garðshorni vera 1,70 m, en þau Iægstu munu vera í kringum 60 cm. Hektarinn byggði húsið Þaðvar kalt í veðri, þegar við heimsóttum Þorgrím Einars- son suður í Fossvog, og ,hann bauð okkur í skemmu að ræða' við sig það, sem ekki má setja á blað. — Hann byrjaði fyrir tólf árum síðan, fyrst í félagi við annan, sem einnig rekur nú sína gróðrarstöð stutt frá, en svo skiptu þeir fyrirtækinu. — Aðspurður sagði Þorgrímur, að það hefði verið garðyrkjuáhug- inn, sem rak hann út í þetta. — Og þó að hann sé Norðlend- ingur, kann hann ágætlega við sig í Fossvoginum. Landið, sern Garðshorn hefur yfir að ráða, er tæpur hektari að stærð, og eins og áður er sagt, kennir þar margra grasa. En það er dýrt að fást við garðyrkju á eigin (Kramnain a io iiðu Fyrir helgina ráku veg- farendur um Hafnarfjarð- arveginn augun í hvítt skilti öðrum megin, sem á var málað með rauðum stöfum: Jólatré til sölu. Og í rökkr- inu ókum við suður í Foss- vog til að ræða við Þorgrím -Eina?js$.orl,'. áem rekur þar gróðrarstöðina Garðshorn. Þegar við komum þangað, hafði Þorgrímur kveikt á raf- ljósalínunni, sem liggur frá veg inum og heim að íbúðarhúsi hans, sem stendur þarna í gróð- urreitnum, og var okkur fest í hug, að lýsingin setti jólasvip á umhverfið, þar sem einnig gat að líta jólatré í ýmsum stærðum í jörðu og á. Fyrsti einstaklingurinn Þegar yið heilsuðum Þor- grími og kváðumst vera komnir til að skoða jólatrén, sagði hann, að í Garðshorn ættu menn að koma á vorin, þá væri fleira að sjá og fegurra, er allt stæði í blóma. — Er það ekki rétt, sem við höfum heyrt, að þú sért fyrsti einstaklingurinn, Sem selur eitt- hvað af jólatrjám á marlcað- inn? — — Jú, ég held mér sé óhætt að fullyxða það. Alaska er eina stöðin, sem selt hefur á inn- lendan markað. En einstakling- ar eru nú sennilega eitthvað að byrja. Ég seldi líka svolítið í fyrra, óg man nú ekki hve mikið. En það er meira í ár. — Mikið af greni Það var mikið af greni í Garðshorni. Og jólatrén, sem Þorgrimur selur í ár, eru öll grenitré. í gróðrarstöð ræktar hann m.a. sitkagreni, brodd- greni og blágreni, svo að nokk- uð sé nefnt, en jólatrén í ár eru aðallega af tveim stærðum. Þau hæstu eiu um hálfur annar meter, en lægstu ca. 80 cm. — Það er bara einn galli á þessum trjám hjá mér. Þau hafa vaxið svo þétt, að þau verða aldrei eins falleg á að líta þess vegna. Þau þurfa svo mikið pláss, ef hægt á að vera að grisja þau, svo að vel fari. Dönsku trén, sem þeir flytja inn eru aftur á móti grisjuð vel, meðan þau eru að vaxa, enda leynir það sér ekki, ef þau eiu t.d. borin saman við þessi, sagði Þor- grímur. Skraufrunnar og rósir — Ég er hér með 15 tegund- ir af sýpres og vil reyna að ná í sem flestar tegundir af skraut v Ljósaröðin meðfram heimreiðlnni aS GarSshornl í Fossvcgi, séð af Hafnarfjarðarveginum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.