Tíminn - 12.12.1961, Qupperneq 16

Tíminn - 12.12.1961, Qupperneq 16
 "V-S>>'> j :'■ --V/ . Það er sennilega á fárra manna vitorði hér á íslandi, að nú hafa 46 Danir tekið Mú- hameðstrú. Þeir opnuðu fyrir skömmu sambyggða mosku og bókaverzlun í Kaupmanna- höfn, en áður en ár er liðið gera þeir ráð fyrir að geta byggt raunverulega mosku. Þeir hafa þegar fengið lóð undir hana og leyfi dómsmála- ráðuneytisins til þess að nota ! hætti hann náminu og tók kcnn- arapróf í staðinn. | Fáeinir Danir höfðu áður tekið | Múhameðstrú, en venjulega hafa þeir eftir margra ára dvöl í Aust- urlöndum verið orðnir svo hug- fangnir af lífinu þar, að þeir skiptu um trú. Danskur blaðamaður átti nýlega viðtal við Madsen, og sjálfsagt langar marga til að kynnast við- horfum hans. Því skulum við rekja þetta samtal að nokkru leyti. Madsen kennnari er hár og grannur ungur maður á fertugs- A. S. Madsen, kennari við miðskóla hameðstrúarmanna. peninga, sem þeim verða send- ir frá Pakistan, í bygginguna. Frá turni þessar^r mosku mun lærisveinn spámannsins snúa andliti sínu til Mekka og segja fram bænir á arabísku. Þeir munu nefnilega tala arabísku, þó að þeir séu danskir, því að arabíska er áhangendum Mú- hameðstrúar það sama og lat- ína er kaþólskum mönnum: Málið, sem tengir saraan hinar mörgu og ólíku þjóðir. Þeir 46 Danir, sem hafa geizt Múhameðstrúarmenn hafa vakið á sér athygli með því að leita til kirkjumálaráðuneytisins um það, hvort skírn og vígsla þessa safn- aðar skuli hafa sama gildi og þjóð- kirkjunnar. Daninn, sem er 'forystumaður hreyfingarinnar, er barnakennari, Madsen að nafni. Danirnir hafa valið hann sem varaformann hreyí- ingarinnar dönsku, en formaður er Pakistan-maðurinn Kamal Jousuf. Hann er einnig imani sem mun þýða stjórnandi guðsþjónustunnar. Madsen kennari tók hina nýju trú sína, þegar hann nam guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Hann er józkur prestssonur, og þegar hann gerðist Múhameðstrú- armaður, að ríokkru leyti vegna lestrar á Kóraninum og nútímarit- am um Múhameðstrú og að nokkru leyti vegna kynna sinna af arabísk- um stúdentum í Kaupmannahöfn, MAÐSEN HEFUR TEK- IÐ MÚHAMEÐSTRÚ Höjby, forystumaður danskra Mú- aldri. Heimili hans ber þess engin merki, að þar búi Múhameðstrúar- maður, að undantekinni stórri mynd, sem hangir uppi á vegg og er útskrifuð með alls konar arab- ískum táknum. Þarna er allur Kór- aninn ritaður. Og þetta er eina merkið um, að þarna búi fólk, sem oft á dag krýpur á kné og snýri andlitinu í áttina til Mekka til þess | að lofa Allah, hinn eina, sanna guð. ' Og nú gefum við danska blaða-. manninum og herra Madsen orðið. — Stundið þér, nú trúboð meðal hinna vantrúuðu, herra Madsen? i — Kristnir menn eru ekki van-' trúaðir í eiginlegum skilningi, svaraði hann, ágreiningurinn milli okkar og þeirra er sá, að við köst- um frá okkur þeirri kenningu, að Jesú sé sonur guðs. —- Það er sem sagt aðeins til einn sannur guð, og Múhameð er spámaður hans? — Múhameð er það, en hann er ekki sá eini. Múhameðstrúarmenn trúa því einnig, að Jesús sé spá- maður, en við neitum því, að guð eigi nokkra útvalda þjóð, og við snúumst þess vegna gegn öllu kyn- þáttahatri. — Múhameð gaf svert- ingja dóttur sína. Hann varð að vera öðrum til fyrirmyndar. — Nú á dögum ofsækja Arab- arnir Gyðinga í ísrael. — Það er stjórnmálaárekstui, sem hefur valdið mikilli ógæfu og á ekkert skylt við kynþáttahatur. Áður fyrr, þegar Gyðingar voru ofsóttir af kristnum mönnum, flúðu þeir til hinna arabísku landa, því að kenning okkar er umburð- arlyndust. Við höldum því fram, að trú okkar sé hin komundi al- heimstrú og að við eigum mikið verkefni fyrir höndum hér á Vest- urlöndum. Það er að þessu leyti, sem við víkjum mest frg kristinni trú og nálgumst vísindin því meir. Það á rót sína að rekja til hins mikla vanda, sem hin kristna trú er í, vegna árekstra trúar og vís- inda. Komist vísindin að raun um eitthvað rangt í Kóraninum er það vegna þess. að við höfum túlkað hann á rangan hátt. Við segjum ekki, að jörðin hafi verið sköpuð á sex dögum. Hún var sköpuð smátt og smátt, og guð skapaði ekki mennina úr leir. Við vorum held- ur ekki útreknir úr neinni paradís, og erum ekki fteddir í synd, Af því að við höfum ekki þessaj- ur höldum við, að Múhaméðstrú hafi mikla möguleika til þesS að uppfylla það tómarúm, sem mynd- azt hefur meðal manna á Vestur löndum. Múhameðstrúarmenn eru ekki skyldugir til að trúa öðru en því, sem þeir geta skilið. — Múhameð hafði ekki jafn- fjandsamlega afstöðu til ástalífsins og sú kírkja, sem Páll postuli stofnaði? — Svarið er þvert nei. Múhameð sagði: Maður, sem ekki kvænist, er ekki i mínum söfnuði. — Fjölkvæni er enn leyft? — Það hefur alltaf verið leyft með vissum skilyrðum. Múhameð sagði: — Ef þið óttizt, að þið getið ekki breytt rélt gagnvart hinum föðurlausu börnum, giftist þá kon- um, sem ykkur falla í geð — tveim ur, þremur eða fjórum. En ef þið getið ekki látið allar konurnar njóta jafnréttis, giftist þá einni. — En kvennabúrið? — Það er í rauninni bannað. Múhameð þekkir ekki hjákonur. Hinir arabísku þjóðhöfðingjar, semí halda kvennabúr, breyta í rau^ og veru gegn trúnni ->■ Ga'gnvart yfirvöldunum er Múhameðstrú þá veikari en kristin trú? — Ég eíast ekki um, að þess liáttar fólki verður fleygt á dyr. Olíukóngunum er haldið uppi af Vesturveldunum. Bæði í írak, Tyrklandi og Egyptalandi á sér stað þróun, se:n --tefnir að lýðræði. Minnist þess, að spámaðurinn bannaði erfðakonungsdæmi. Mú- hameð var lýðveldissinni. Hann var sjálfur forseti. þó að hann væri ekki valinn til neins ákveðins tíma. — En jfonur hafa ekki góð kjör, þar sem Múhameðstrú ríkir? — Minnist þess, að Páll Postuli sagði: Maðurinn er skapaður fyrir guð og konan fyrir manninn, en Múhameð sagði: Maðurinn hefur yfirráð yfir konunni, en konan hef- ur sömu yfirráð yfir honum. Þegar fyrir 1400 árum leyfðum við kon- um að krefjast skilnaðar. Hvenær fékk hún þau réttindi meðal krist- inna manna? — Ef jafnrétti ríkir, hlýtur kon- an að mega taka sér fleiri menn. — Þá er hún engin kona. — En Þrælahaldið? — Páll postuli segir: Sá, sem er i þrælastétt, á ekki að reyna að verða frjáls, heldur þjóna guði í þeirri stétt, sem hann er. En Mú- hameð bannaði aftur á móti þræla- hald algerlega. — Brosa landar yðar ekki að yður? — Múhameðstrúarmaður ar stoltur af trú sinni og þjáist etíti af andlegri blygðunarsemi. VI8 er- um sannfærðir um, að framtíðin er okkar. — Þið bannið margt, sem kemur okkur undarlega fyrir sjónir. — Við megum ekki neyta áfeng- is, svínakjöts eða blóðs, og við eig- um að fasta einn mánuð á ári frá sólarupprás til sólarlags. —. Múhameðstrúarmaður tiúir bæði á helvíti og himnaríki? — Já, en ekki á eilíft helvíti. Það getur verið um stundarsakir til þess að láta menn iðrast. Og þar með höfum við kynnzt skoðunum hins danska skólakenn- ara, sem er forvígismaður Múham- eðstrúarmanna í Danmörku. m meö skemmdan fisk Breiðdal, 11. des. Báðir bátarnir af Breiðdalsvík, Hafnarey og Bragi, sigldu nýlega með ísaðan fisk á Þýzkalandsmark- að. Þegar þangað kom, reyndist verulegur hluti af íiskinum í Braga vera skemmdur og fór í gúanó. Hafnarey var hins vegar með óskemmdan fisk og seldi all- vel. GA „Það er enginn guð nema Allah, og Múhameð er spámaður hans," segir þessi Danl, sem krýpur í átt tii Mekka og leggur enni* gólfið.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.