Tíminn - 14.12.1961, Qupperneq 3
'k 3ÖLÁBLAÐ TÍMAN5 1961 ^
\
3
Þétt ský af snjóflygsum, líkust hvítum
afturgöngum, bárust með ýlfrantli vindin
um í allar áttir, unz þær hengu eins og
örsmáir hvítir krystallar í skeggi mannanna
og faxi hestanna. — ÞaS er eins og ég segi
alltaf: Ef þaö eru ekki flugurnar, sem ónáða
þig, þá er þaö frostið. Fæturnir eru kalnir,
og augun fljóta i vatni. Jafnvel brennivínið
megnar ekki að hita manni að innan\ Þú
litast um eftir gestrisnu heimili, sem býður
þig velkominn
Jú, gott og vel. Eg veit, hvert ég á að
fara. Eg fer til hans Matthíasar Jenadich
þarna fyrir handan. Þar hangir alltaf brúsi
með brennivíni í perutrénu fyrir framan
húsið. Allir, sem fram hjá fara, mega fé sér
sopa. Þannig vill Matthías hafa það. Ef svo
vildi til, að þú rækist inn til hans, þá mundi
öll fjölskyldan taka á móti þér, eins og þú
værir lávarður. Það e.r ekki til neins að
reyna að lýsa því. Maður verður að sjá það
með eigin augum. Þvílíkt heimiii! Hvað öll
fjölskyldan getur verið félagslynd — heil
herdcild af fólki', Komdu þangað eitthvert
kvöld, þegar þau eiga von á þér! Ein ai
tcngdadætrunum mun taka á móti þér úti
á götunni með blys í hendi. Önnur mun
bíða þin 1 aldingarðinum, sú þriðja fyrir
utan hcsthúsið, sú fjórða rekur hundinn
í burtu, sú fimmta mun bjóða þig velkom-
inn i eldhúsinu og sú sjötta mun Ieiða þig
inn í setustofuna, alveg eins og það væri
brúðkaup. Já, svo sannarlega. Allir eru
glaðir, siðprúðir og ánægðir. Hamingjan
lijáipi þér, ef þú byrjaðir á illdeilum við
cinhvern í fjölskyldunni. Þar eru sex synir,
sem alltaf eru reiðubúnir eins og hermenn.
Einn þeirra er raunverulegur hermaður,
hann er í herþjónustu í Belgrad.
Þar þarf ekki að fá menn til þess að
hjálpa til við uppskeruna, eða annað slíkt,
þeir hafa nógu mörgum höndum á að skipa
sjálfir. Plógurinn cr alltaf í gangi; og þegar
svínakaupmaðurinn kemur til þess að skoða
alisvínin, þá getur Matthías gamli verið
hreykinn.
Eg þekkti hann Arsen þegar hann var
unglingur. Hann sat fyrir utan húsið hans
Burmasar og lék á hjarðflautuna sína. Því
að Burmas átti dóttur. Og hvílíkur stelpu-
gopi Menn sögðu, að ef hún liti á þá, ættu
þeir á hættu að brenna upp. Svo logandi
yoru augun í henni. En hann Arson var
farinn að venjast augnaráði hennar. Hann
sagði við hana og hvíldi vinstri handlegg-
inn á garðshliðinu: ,,Eg skammast mín fyrir
að hafa orð á þessu við hann pabba, og ég
hræðist að koma nærri honum afa. Eg gæti
ekki gert það, jafnvel þó að það hefði þær
afleiðingar, að þú yrðir aldrei mín“.
Anoká var ekki einurðarlaus. Hún horfði
lævíslega á hann, hallaði sér svolítið fram
á hliðið, ieyndi reiði sinni, og sagði: „Jæja,
þá það! Þú þarft ekki heldur að hafa fyrir
þvi. Eg á að giftast honum Philip Marich-
dich“.
„Heldurðu, að ég láti það viðgangast, að
þú giftist nokkrum öðrum cn mér? Hver
sá, sem dirfist að snerta þig, er ekki lengur
öruggur um líf sitt“.
Anoka stappaði niður fótunum, eins og
óþekkur krakki, horfði á hann leiftrandi
augum og sagði ónotalega: „Viltu heldur
horfa á mig prjóna burt líf mitt, eins og
piparjómfrú? Þú segir ekkert!1
Arsen hlustaði ekki á meira. Hann færði
sig nær, þreif um úlnliðinn á henni og dró
hana að sér. Hún hafði ásett sér að mót-
mæla, en það varð minna úr því.
Hún titraði, þegar hann iagði handlegg-
inn utan um mittið á henni. Hún hefði ekki
orðið svona einþykk, ef hann Burmas gamli
hefði ekki spillt henni. Hvað hafði faðir
hennar gert? Fyrir nokkrum árum hafði
drepsóttin tekið öll hin börnin hans, og nú
gætti hann Anoku eins og sá, sem gætir
dýrmæts vatnsdropa.
Þetta kvöld kom Arsen heim í þungu
skapi. Þvert á móti venju fór hann fyrst
inn í vínkjallarann, og fékk sér vænan slurk
af víni. Það hafði hann aldrei gert áður.
Hann sneri aftur út í garðinn, settist á tré-
drumb og sat þar kyrr lengi eftir að dimmt
var orðið, niðursokkinn í klið næturinnar.
Frá stónni í eldhúsinu skutust logandi eld
turigur og sleiktu stóra járnketilinn, sem
hékk í keðjum niður úr loftinu. í hjarta
Arsens brann eldur, sem hann hafði nýlega
uppgötvað. i myrkrinu umhverfis sá hann
móta fyrir manneskjum. Hundur gekk eftir
garðinum. Nautin komu heim úr haganum.
Hann heyrði hestana berja fótunum í gólfið
í hesthúsinu. Hann þekkti Nemad bróður
sinn, þar sem hann var að koma heim úr
borginni. Hæna flaug niður úr móberjatré.
leit syfjulega i kringum sig, og flaug á
aðra grein. Nú byrjaði mús að narta I tré-
drumbinn, sem hann sat á.
Hann svimaöi og varð hræcldiu við, nvao
hjartað í honum barðist ótt. Allt i einu tók
hann til að hlæja. heimskulega, án nokkurs
tilefnis, Hann hlp og hrópaði með nokkrum
hvíldum og sá Anblcu fyrir sér. óljóst eins
og í draumi. Hann hallaðist upp að tunnu.
og fannst sem hann væri að deyja. En það
var einkennilega þægilegt, af því að hann
ímyndaði sér, að hann væri í faðmlögum
við Anoku, og ríðandi á ótamda heslinum
hans Ostayichs. Þessi tiifinning kom af þvi.
aö þetta var i fyrsta sinn, sem 'hann var
drukkinn.
Hann hafði aðcins sofið stutta stund, þcg
ar hún Velinka fann hann. Hún hafði verið
að leita að einhverju og haft með sér blvs
Hún skalf þegar hún sá hann með brúsa
í hendinni. Þegar hún kom nær, klappaði
hún á öxlina á honum og sagði: „Eftir-
lætisgoðið mitt.“ Arsen opnaði blóðstokkin
augun.
„Þú ert fullur, lagsmaður".
Arsen fann, hvernig ástatt var fyrir
honum, og svaraði glaðlega: „Fullur!"
„Hvers vegna. vinur sæli?“
„Hvers vegna? Vegna þess að ég ætla að
drepa hann Philip Marichdich" Ilann hóf
brúsann á loft og kastaði honum á jörðina
og þar brotnaði hann. Hann rak upp hlátur.
Vclinka fór líka að hlæja. „Hvað hefur
Philip gert þér, ástin mín?“
„Hann vili eiga hana Anoku".
„Einmitt það! Láttu hann fá hana“.
„En ég vil ekki hafa það!“ Hann ætlaði
að standa upp og fara burtu, en datt niður
aftur. Velinka hló hjartanlega og sagði:
„Hvað er þetta, eftirlætið mitt, vilt þú
hana?“
„Auðvitað vil ég hana" Þvínæst varð
hann alveg ruglaður, sneri sér að tunnunni
og stundi upp brostinni röddu: „Af hverju
gifti hann bróðir minn sig? Eg vil líka —
auðvitað!" Hann sló á hnén með lófunum
til áherzlu. Veiinka tók aftur tii að hlæja
og hrópaði upp: „Æ, barnið mitt, þú skalt
fá hana. Eftirlætið mitt, þú þarft ekkert að
óttast. Eg skal tala við hann pabba. Hann
segir svo ömmu og henni tekst að beita
sér svo fyrir þessu við afa, að þú verðir
ánægður. Komdu nú! Láttu mig hjálpa þér
inn! Afi má ekki sjá þig svona á þig kom-
inn. Farðu nú að sofa! Hafðu engar áhyggj-
u-r — við náum í stúlku handa þér — jafn
vel hana Anoku!"
„Guð veit, að það er aðeins hún. sem ég
vil!“
Velinka leiddi hinn drukkna mág sinn
ínn í herbergið, breiddi yfir hann teppi, og
gekk síðan fram í eldhúsið til þess að segja
konunum tíðindin. Engin þeirra varð neitt
sérlega glöð við þessa frétt.
„Hún er ekki nógu góð handa heimilinu
okkar.“
„Hún er daðurdrós!"
,,Ekki aðeins það, hún er stórskemmd.
Guð veri með okkur!“
„Hún er bragðarefur!“
Matthías Jenadich er gamall maður.
Hann er lýttur á enni af öri eftir gamalt
sár, sem honum var veitt, þegar hann barð-
ist við Hajduk Veljkas virkið. Allir þorps-
búar kaila hann „afa“. Konan hans er dáin
tyru löngu. Eldri bróðir hans lét eftir sig
ekkju. f?ún stýrir nú húsinu með honurn og
lckur þátt í skyldum Öldungaráðsins í sam
félaginu. Hún heitir Radyska. og sæti
hennar við borðið er hægra megin við aía.
Radoyka verður að gefa samþykki sitt til
þess, scm gera skai, áður en afi fellst á það.
Hann gæti til dæmis spurt: „Hvernig lízt
þér á það, kæra mágkona, að ég knupi
engið af nonum Marichdich?" „Alveg eins
og þér þóknast, kæri bróðir, þú hefur karl
mannsheila"!
Elzti sonur afa, Blagoye, faðir Arsens,
er þriðji meðlimur heimilisráðsins' Allir
hinir í fjölsuyldunni hlusta og hlýða Þessir
þrír elztu fara stundum af ásettu ráði burtu
af heimilinu, til þess að gcfa börnunum
Laza ix Lazarcvich er serbncskur
að ætt, fæddur 1851 — dáinn 1890.
Las lög i Belgrad, seinnz leeknisfræ'ði
í Berlín. Hann var einn gáfaðasti.
hæfileikamesti og vinsælasti rlthöf-
undur Serba. Afköst hans mikil og
margvísleg. Smásagan, sem hér
fylgir, kom fyrst út 1881 og þykir
ein af hans beztu.
tækifæri til að leika sér cins og þau lystir,
konunum að tala eins og þeim þóknast, og
ka.rlmönnunum að reyk.ja eins mikið og þeir
vilja. En á sama augnabliki, samt sem úður
og einn hinna þriggja stóru kemur inn
fyrir þröskuldinn, verða allir hljóðir og
iðjusamir.
Afi, sem er orðinn gamall maður hagar
sér oft eins og krakki. Stundum reiðist
hann út af hvað litlu sem er, rífs og skamm
ast, og í æsingunni á hann það til að slá
I þann, sem næstur I honum stendur. En
efir á er hann kurteis og örlátur, leikur sér
við minnstu krakkana og- gefur þeim aura.
Svo getur hann allt í einu aftur, án nokk-
urs minnsta tilefnis, farið að hrópa upp:
„Það skiptir sér enginn af mér í hciminum
fremur en visnuðu tré uppi á fjalli".
Léttúðin er æskunnar, hrumleikinn eli-
innar.
Daginn eftir ævintýrið hans Arsens, kom
Blagoye til Radoyku alvarlegur ásýndum
og sagði: „Systir! Hann Arsen er, guð fyrir-
gefi okkur, bandvitlaus eftir stelpuskratt-
anum hans Burmasar."
„Arsen? Er það drengurinn, sem varð
fullveðja síðast liðið sumar?“
„Það er hann.‘
„Sagðirðu ofurhuganum hans Burm-
asar?‘
„Já.“
„Anoku?“
„Einmitt."
„I-Iún er ekki nógu góð handa heimilinu
okka.r.“
„Nei, nei, það finnst mér líka. En hann
Arsen, drottinn fyrirgefi okkur syndir okk-
ar, er ákaflega ástfanginn af henni. Vel
inka sagði mér, að hann hefði hagað sér
illa í gærkvöldi.“
„Hvernig! Hvað gerði hann?“
„Gerðu það fyrir mig, segðu honum afa
ekki neitt.“
„Aldrei."
„Velinka sagði mér, að hann hefði verið
drukkinn og hótað að drepa hann Phiiip
Marichdich, af því. að, þú skiiur — kump-
áninn er á eftir henni Anoku."
„Hvað ertu að segja?“ Amma hugsaði sig
um örlitla stund, og sagði síðan:
„Eg vil fara með þetta mál til hans afa
og heyra, hvað hann segir.“
,,En láttu vera að minnast einu orði á
það, sem gerðist í gærkvöldi.“
„Guð fyrirbjóði mér það!“
Radoyka fór til afa og sagði honum allt
af létta. Honum var auðsæilega gramt i
geði. Eftir nokkra þögn, leit hann á gömlu
konuna og sagði: „Þú veizt kæra mág-
kona, það er alveg eins og þú segir. En
ég heyrði gamla fólkið halda því f-ram,
að það væri ekki fallega gert að kremja
hjörtu unga fólksins og virða óskir þess
að vettugi. Eg hygg, að í samfélagi okkar
séu hér um bil áttatíu sálir.“
„Miklu fleiri."
„Þökk sé guði! Hvers vegna' ætti Anoka
þá ekki að vera fær um að laga sjálía sig
og verða ein af okkur?“
„Guð blessi orð þín.“
Nokkrum dögum síðar sagði Anoka við
einn af vinum sínum: „Eg vissi, að þetta
mundi allt saman enda vel! Eg er faileg.
asta stúlkan í þessu þorpi og þeim átta
næstu!“ Hún tók spegil upp úr lítilli dós,
sem hún geymdi undir blússunni sinni, og
fór að lagfæra hrolckna lokkana.
Anoka hélt áfram að vera sama skemmda-
stúlkan, þó að hún væri orðin einn af með-
limunum í samfélaginu hans Jenadich. Hún
var alltaf hégómagjörn og þrálynd, gerði
aldrei það, sem krafizt var af henni, og
svaraði alltaf með ónotum:
„Eg gerði þetta aldrei heima í húsinu
hans pabba.“
„Hvers vegna ætti ég að hnoða deig
handa hcilli hersveit? Einn brauðhleifur er
nægur handa mér og honum A.rsen mín-
um!“
Konurnar þorðu ekki að segja orð. Þær
minntust einu sinni lítils háttar á þetta
við mennina sína. En hver hefði haft hug-
rekki til að segja henni Radoyku frá þessu
eða honum afa?
Þær reyndu að þola þetta um stundar
saktr og þegja yfir göllum hennar. Allar
unnu þær fyrir hana, og létu að vilja
hennar. Það var eitthvað skipandi og harð-
stjóralegt í fari hennar, sem beygði menn
undir vilja hennar í smáu og stóru. Þó að
mágkonur hennar þvöðruðu um hana og
settu út á hana sín á milli, þá mundu þær
alltaf verma hana og verja gegn eldra ráð-
inu og ókunnugum. En guð einn veit, hvað
^lengi þetta hefði gengið svona, ef Anoka
hefði ekki eftir sex mánaða samveru með
fjölskyldunni, gert líf þeirra allra að hel-
víti. Hún vildi ekki hjálpa þeim við að
gróðursetja kálið, og hún fékkst ekki held-
ur til að vera heima og líta eftir barni.
Hún gekk svo langt í kröfum sínum, að
hún bað um fallegri föt handa sér en hinar
konurnar gengu I. Aumingja Arsen reyndi
að koma henni í skilning um, að Radayka
og afi keyptu sama efni handa öllum í fjöl-
skyldunni, og að hann gæti ómögulega
farið fram á, að hún fengi silkijakka auk-
aukreitis. Hún svaraði því til, að hún hefði
ckki gifzt honum afa, og að hún færi undir
eins heim til hans pabba síns. Ef maður-
inn hennar væri svona mikil raggeit, þá
mundi hann pabbi hennar kaupa allt handa
henni, sem hana langaði að eignast. Arsen
fannst hann vera staddur milli djöfulsins
og hyldýpis stöðuvatns. Ef hún bara hætti
að horfa á hann þessum stóru blossandi
augum, þá vissi hann uppá hár, að hann
gæti stjórnað henni ..
Ofsinn í Anoku jókst dag frá degi, og
hún beitti öllum hugsanlegum brögðum til
þess að geta strítt fjölskyldunni. Hún rak
hundana inn í eldhúsið, og lét þá éta upp
allt kjötið í pottinum. Hún opnaði fyrir
kranana á vínköggunum niðri í kjallaran
um, svo að vínið gæti runnið niður. Brauðið
brann alltaf í ofninum, ef hún átti að gæta
þess. Og á rúmhelgum dögum, til dæmis,
klæddist hún helgidaga-búningnum. Fram-
ferði hennar fór stöðugt versnandi. Kon
urnar stóðust þetta ekki lengur. Einu sinni,
þegar Anoka átti að vera bústýra, fór hún
burtu af heimilinu, og á markaðstorgið. Þá
var það, að aliar tengdadæturna.r komu
saman á laun.
,,Eg veit ekki kæru systur, hvað mikið
illt við höfum látið af okkur leiða, að við
skulum þurfa að þola allt þetta.“
„Ekki veit ég það heldur..‘
„Þetta er þung refsing og mikil óham-
ingja."
(Framhald á bls. 6.)