Tíminn - 14.12.1961, Qupperneq 5
5
★ JDLABLAÐ TÍMANS 1961 ★
Framhald af 3. síðu.
„Það er aðeins á valdi guðs að hjálpa
oktour.”
„Nel, það má etoki við svo búið standa
lengur."
„Látum otokur tala við hana ömmu. Hún
ber það svo upp við hann afa.“
„Þú talar við hana , Selena."
,,Hvers vegna á ég að gera það?“
„Kenndi hún þér ekki um að hafa stolið
armbandinu hennar?"
„Kallaði hún ekki manninn þinn villi-
mannlegan prest?“
„Nú, néri hún ekki Miryana, því um
nasir að faðir hennar vaeri sveitarlimur?"
„Hún toallaði barnið hennar Velinku
lausa, lausaieitoskrakka."
Konurnar mundu varla hafa sagt neitt,
ef hún Radoyka hefði ekki verið þegjandi
vitni að þessu hörmulega framferði. Hann
Arsen fór líka til hans afa og tovartaði fyrir
honum, hann hafði horft á Anoku r'ífa i
sundur treyjuna sina, þegar hún hljóp í
gegnum runnana í garðinum.
Arsen var hæglátur maður. Hann hafði
verið hlýðinn allt frá bamæsku. Hann fór
jafnvel ekki með vagnhlass af viði á torgið,
nema að hafa fengið ákveðnar fyrirskip-
anir áður, við hvaða verði hann>. ætti að
bjóða það, og hvað hann mætti selja það
fyrir.
Afi sat aleinn í herberginu, þegar Arsen
kom inn. Hann var orðinn svo gamall, að
hann var etoki fær um að vinna neitt utan-
húss. Þess vegna var honum fengið það
verk að afhýða baunir.
Arsen tók ofan húfuna og seildist eftir
hendincni á afa. Afi var ylgdur á svipinn
Hann bærði ekki á sér, dró að sér hönd-
ina og sagði þurrlega:
,,Gott og vel!"
„Afi! Eg bið — þig fyrirgefningar ....
það er ástæðulaust að leyna þig þvi lengur.
Það er allt saman mér að kenna. Eg hef
flutt smán inn í hús þitt."
Gamli maðuirinn horfði stranglega fram-
an i hann.
„Það er óþarfi, afi! Gerðu það, vertu
ekki vondur/
Afi leit upp, ýtti við baunadiskinum, og
hélt áfram að vera reiður.
„Eg veit allt saman. Hyers gonar mann-
tegund ert þú, he? Heldurðu að þú sért
á vegi með að tortíma frelsi mínu og ham-
ingju heimilisins?"
Arksen, sem var einlægnin sjálf, stóð orð-
laus, þégar hann komst að raun um, að
afi var búinn að fá vitneskju um þetta allt.
,,Kæri afi, ég veit ekkert, hvað ég á að
gera. Fyrirgéfðu mér!"
Arsen reyndi aftur að seilast eftir hendi
afa, en hann neitaði.
„Farðu héðan út, þú skalt ekki smána
eða saurga þennan stað. Ertu maður?"
Arsen huldi andlitið í vestinu sínu og
sagði næstum grátandi: Farðu með mig og
hana eins og þér bezt líkar. Dreptu mig!
Og rektu hana burtu! Guð veri með þér.
En rektu mig ekki út eins og hund —
vertu miskunnsamur.‘
Skeggið á afa hristist.
Hann tók á öllu sem hann átti, til þess
að leyna geðshræringu sinni. Hann leit
upp, teygði úr fótunum og sagði með
unndraverðu sjálfstrausti:
„Sonur minn, þú hefur kosið þér hana.
Sagði ég þér að gera það?“
„Það sé fjarri mér að segja slíkt. Eg er
sá eini sem er sekur.‘
Afi snéri uppá skeggið. Hann var þung-
ur á brúnina og sagði alvarlega:
„Og á' ég að leiðrétta villuna?"
„Fyrst guð. og svo þú.“
,,Já. en ég veit ekkert hvernig á að
fara að því."
Hún Radoyka hefði tekið eftir hinum
barnslega, kænskulega svip í kringum aug-
un á afa.
„Guð hjálpar þér til að gera það/ sagði
Arsen!
„En þú .... hvað? .... þú elskar hana
ekki?“
Arsen fór hjá sér. Hánn vildi heldur
, hafa dáið af skömm. Afi horfði beint inn í
augun á honum.
„Hún er vanþakklát.‘
„Eg veit, ég veit!" En ég er að spýrja
þig, hvoort þér þykir vænt um hana?"
Arsen sagði ekki orð. Hann hefði helzt
viljað komast undan, en afi gaf honum
nánar gætur.
„Það hlýtur að vera,‘ sagði Arsen, ,,að
hann Burmas hafi eyðilagt hana ógurlega.
Þú veizt, að hún var eina barnið hans."
Aíi tók fram i óþolinmóður:
„Heyrirðu drengur, hvað ég er að spyrja
þig um? Eg verð að vita, hvort þú elskar
hana Anoku? Segðu mé.r það!“
Arsen laut höfði, fól andlitið, yppti öxl-
unum þungiamalega, og sagði feiminn:
„Eg veit það ekki.“
„Jæja, en þú átt að vita það. Eg dæmi
eftir því, hverriig þú svarar, en þú skalt
ekki koma aftur til min til þess að kvarta.“
„Nei, ég skal ekki gera það.‘
Hver sem séð hefði svipirin á andlitinu
á honum afa, hefði ekki verið í vafa um,
að hann var búinn að taka ákvörðun um,
hvað gera skyldi, og að hann va.r ánægður
með áform sitt.
Þetta sama kvöld sátu allir karlmenn
irnir hringinn í kringum borðið, því að
það var kvöl'dverðartimi. Radoyka var eina
konan á meðal þekra. Hinar lconurnar
borðuðu lcvöldmatinn frammi í eldhúsinu.
Tvær eða þrjár gengu um beina við borðið.
Nú var röðin komin að Anoku að ganga
um beina.
Tveir aðrir kvenmenn gengu út og inn
með diska og mat. Anoka hallaðist upp að
dyrastafnum og gretti sig.
Afi leit ógnandi til hennar. Allir urðu
orðlausir. Radoyka fann allt blóðið stíga
sér til höfuðs Anoka virtist jafnvel ekki
gefa þessu neinn gaum!
Allir signdu sig að máltíð lokinni og biðu
þess ,að aíi gæfi merki um að ganga út úr
stofunni.
„Staldraðu við, dóttir mín!‘ sagði gamli
maðurinn með óvenjulega skýrri röddu.
Allt samfélagið hrötok við.
Afi hélt áfram í sama tón:
„Dóttir!" ég heyri sagt, að þér finnist þú
vera eins og útlendingur í húsi mínu og
meðal fólks míns.“
Afi sagði aftur stiliilega:
,JIg felli mig ekkl við það, svo lengi
sem ég lifi. Heimili mitt skal aldrei verða
fangelsi fyrir neitt af börnum mínum. Mér
hefur skil'izt það, að konurnar þarna yfir
frá“ — og hann benti í áttina að eldhús-
inu — „séu vondar við þig.‘ Þær gleyma
því, að ég er enn þá fyrirmaður héma!“
Anoka las illgjamar hugsanir á vömm
afa Hatur og ótti gagntóku hja.rta hennar
„Þær stríða þér. Þær ætlast til, að þú
vinnir og þrælir fyrir þær Þú ert eklci frá
alþýðuheimili. Ó, nei!“
Hann gerði allt sem hann gat til þess að
sýnast góður, blíður og viðkvæmur. Anoku
ieið ekki vel.
„Eg leyfi ekki neitt af þessu tagi lengur
Eg er gamall maður og þreklítill og get
ekki staðið í Hfrildi Eg nú .. “
Hann var þungur á brúnina Varir hans
skulfu Hann öskraði út1 yfir all't samfé-
lagið:
„Hlustið á mig öllsömul, Radoyka líka og
þú Blagoye, og allir hinir: Nú skipa ég
ykkur öllum og konunum ykkar. að hlýðm
ast þessari konu þarna" — og benti á An
oku. — „Eg vii ekki hafa, að hún vinm
lengur við heimilisstörfin, svo að hún
óhreinki ekki á sér aðalsmannshendumar.
Guð mun yfirgefa hvert ykkar, sem ekki
hlýðnast henni eða móðgar hana á ein-
hvern hátt.‘
Veslings gamli maðurinn reis á fætur og
og reyndi að sýnast virðulegur, en það
kom fram eins og viðkvæ. ni og dapurleiki.
Nú signdu allir sig, stóðu á fætur, gengu
þegjandi fram hjá Anoku, og gættu þess
að koma ekki við hana.
Það greip Anoku æðiskast. Hún hentist
fram í eldliúsið og kallaði upp sigri lirós
andi:
„Heyrðuð þið þetta öll?“
Eins og konunum hefði getað heyrzt yfir
þetta!
„Búið þið út hvílu handa mér undir lindi-
trénu. Eg vil fá sessuna hans afa, litla
koddann hennar Radoyku og ullarteppið
hans Blagayés, og þú Petríya, sem átt
bróður í fangelsi, nærð í prik til þess aö
reka ungana með niður úr trjánum, og
heldur vörð alia nóttina. Guð mun hegna
hverjum þeim, sem ekki hlýðir skipunum
mínum. Heyrðuð þið ekki, að hann afi
sagði það?“
Guð veri með oktour! Hvað mannkind-
urnar geta stundum verið skringilegar!
Enginn hreyfði andmælum. Þau urðu öll
svo eintoennilaga óttaslegin. Orðin, sem
hann hafði mælt: „Guð mun yfirgefa,"
hljómuðu enn í eyrum þeirra allra.
Arsen faldi sig uppi á lofti í þreskihús-
inu. Hann lagðist þar fyrir og ætlaði að
reyna að sofna, en það tókst ekki. Svefn-
inn er etoki eins og teppi, sem þú getur
breitt yfir höfuðið, hvenær sem þér þókn-
ast.
Anoka fékk vilja sínum framgengt.
En hún átti ekki auðvelt með að sofa og
hún hafði gert sér í hugarlund. Henni
hafði aldrei áður fundizt hún vera svona
einmana og yfirgefin. Henni leið h’kt og
trylltum reiðmanni, sem hefur enga beislis-
tauma, eða seglbát á opnu hafi, af því að
hún hafði ekki þak yfir höfðinu. Henni
fannst hjartað í sér vera að loga upp, og
enginn var til að hugga hana. En hún var
ósveigjanleg.v
„Eg skipa þér að sofna ekki, þú þama
yfir frá Langar þig til, að guð refsi þér?“
kallaði hún til Petríyu.
Tunglið var hátt á lofti. Alls staðar ríkti
þögn. Hjartað í Anoku var að springa, og
eitthvað var að deyja innra með henni.
Hún gat ekki haldið svona áfram lengur,
en hvað átti hún að taka til bragðs? Ætti
hún að fa.ra heim til hans pabba síns, —
hvað gat hún sagt honum? „Afi hefur skip
að öllum að lúta vilja sínum í einu og
öllu. Nei, hún gat ekki sagt neitt þessu
líkt. Þessi hræðilega nótt tekur ifka enda,
og senn lýsir af degi og sólin fer að skina
á allar skepnur stoaparans. En hvað átti
hún að gera, þessi smánarlega mannvera?
Gat hún orðið villtari en hún var? Að láta
sefast — en hvemig? Að gefast upp? Nei!
Hugsanirnar stigu trylltan dans inni í
höfðinu á. henni, mættust, rákust á, og
blönduðust hver innan um aðra.
Hún var ákaflega þreytt. Ástríður, ást,
hatur, hungur og þorsti, allt hvarf. Augna-
lok hennar voru þung eins og blý, en samt
vildu augun ekki lokast. Hún var svo ein-
mana og leið svo hræðilega illa, að hún
hefði með gleði horfið burtu inn i tilveru-
leysið. En svefninum gat hann afi ekki
skipað fyrir. Svefninn var ekki heldur
hræddur við hann.
Anoka reis upp. Hún horfði á dökka
mynd Petríyu, þar sem hún sat rétt hjá
henni.
Henni fannst eitthvað slitna í hja.rtanu
á sér. Allt í einu helltist yfir hana mjög
sterk Kristi lík meðaumkvun, og hún kall-
aði upp:
„Petríya, farðu að hátta!“.
„Pertíya sagði ekki orð, sleppti prikinu,
og var í þann veginn að fara.
„Petríya!‘
Petríya skalf, og staðnæmdist, eins og
væri hún steini lostin. Guð minn! Hvaða
skap er hún nú komin í? Hvað hefur nú
komið fyrir?
„Petríya, elsku systir, fyrirgefðu mér!“
Konuhjartað í henni mýktist. hún skildi
og komst við.
„Anoka, elsku sálin mín, megi guð fyrir
gefa þér!“
„Petríya, systir mín “
Hún tók um höndina á Petríyu, dró hana
nær sén og umfaðmaði hana, báðar grétu.
Hvað þær grétu innilega — eins og
börn.
Allt er svo kyrrt — ekkert hljóð heyr-
íst. hvorki í lofti né láði. Tvær konur
faðmast. gráta. og láta vel hvor að ann-
arri. Anoka kyssir hana aftur og aftur,
Petríya kyssir hana á hálsinn og ennið.
Tunglið lyfti brúnum af undrun.
„Petríya, eftirlætið mitt, ég á að deyja!
Þú átt að baða mig, systir. Þegar ég er
dáin. Hyldu mig með ilmjurtum. Bíttu í
epli og Játtu það svo í kistuna mína. Þú
ert einasta manneskjan, sem elskar mig".
„Segðu ekki þetta, elsku litli kjáninn
minn. Ölluiri þykir vænt um þig“.
„Nei, nei, ég veit það. Það þykir engum".
„Hvernig geturðu vitað það, góða mfn,
þar sem þú hefur jafnvel aldrei talað við
okkur? Eg vildi heldur deyja sjálf núna en
að þola nokkurri manneskju að tala illa
um þig“
„En hann afi?“
„Afi okkar er gamall og góður maður.
Komdu til hans iðrandi, og þú munt sjálf
ganga úr skugga um það“.
„Ágætt, ég ætla að fara til hans ....
Vertu sæl vina mín, og um alla eilífð, ef
ég skyldi deyja"
Petríya lagði höndina á munninn á
lienni Anoka tók um hönd hennar og lagði
hana um hálsinn á sér
„Ef ég dey, þá talaðu ekki illa um mig,
Petríya! Og farðu nú, gerðu það!“ „Eg vil
ekki yfirgefa þig, svo lengi sem ég lifi‘.
„Eg bið þig, eins og ég bið guð".
„En hvert ætlarðu að fara?"
„Farðu frá mér Mér líður svo undursam-
lega vel núna! Farðu nú!‘!
„Megi guð hjálpa þér! Vegna ástarinnar,
sem þú berð til barnsins þíns, þá farðu!"
Petríya faldi síg á bak við húsið, til þess
að sjá, hvert Anoka færi. En það var enn-
þá dimmt af nóttu, svo að hún sá ekki, að
Anoka gekk að dyrunum hans afa og sett-
ist þar á þröskuldinn.
Afi hafði heldur ekhi lokað augunum alla
nóttina
Fyrsti haninn gól, fyrsti boðberi nýs
dags og nýs lífs Aldrei hafði Anoku fund-
ist söngur hans jafn fallegur
Afi settist upp, henti ofan af sér tepp-
inu, signdi sig og húkti kyrr í rúmi s‘nu
í myrkrinu Hugsanirnar háðu bardaga í
huga hans.
Haninn gól í annað sinn.
Afi fór á fætur til þess að ganga niður
að lindinni, eins og hann var vanur.
Hann sá í daufri dagsbirtunni, að ein-
hver mannvera sat á þröskuldinum.
„Hver ert þú. þarna?"
„Það er ég afi, Anoka! Eg vií fá að
deyja. Fy.rirgefðu mér, ef þú getur“.
Afi nam staðar, hallaðist, og var næst-
um því dottinn.
„Barnið mitt, það er syndsamlegt að láta
sér svona orð um munn fara. Líttu á hár-
ið á mér! Jafnvel ulllin á kindunum er ekki
hvítpri“.
Anoka þreif í faldinn á yfirhöfninni
hans, sem hékk niður af öxlunum og kyssti
hana.
„Eg liefi syndgað hræðilega. Eg spillti
samkomulaginu á heimilinu þinu. Fyrir-
gefðu mér, guös vegna“.
Ekkert er auðveldara en að koma göml-
um manni til að gráta. Tári'n runnu niður
kinnar hans Hann tók utan um höfuðið
á henni með báðum hönaum og kyssti
hana.
„Komdu inn".
Hún fyigdist á eftir honum inn í herberg-
ið.
„Fáðu þér sæti“.
Hún settist á stól, en afi á rúmbríkina.
„Hýddu nokkrar af þessum baunum".
Hún gerði það. Afi leit á hana glaður í
bragði. Bæði sátu þögul og gáfu ekkert
hljóð frá sér, aðeins hjörtu þeirra töluðu.
Dagurinn hóf göngu sína.
„Fylgdu mér".
Hún fór með honum út í hesthúsið og
gaf hestunum eftir fyrirskipunum afa.
Hún var elckert hrædd við þá, ekki einu
sinni ólmu merina hans Blegayís, sem var
vön að bíta og slá.
„Komdu nú hingað".
Hann fór m*feð hana að svínastíunni. Hún
skar niður níu grasker og fleygði þeim til
svínanna.
Fólkið vaknaði í húsinu, fór út og fylgdi
þeim feimnislega með augunum, en gætti
þess að láta ekki sjá sig. Arsen var svo
hræddur og ruglaður. að hann klifraði upp
1 valhnotutré, faldi sig í greinunum og
undraðist þennan óvenjulega atburð.
Afi leit út, eins og hann hefði yngst upp.
Hann hljóp meira en hann gekk.
„Gakktu með mér að lindinni!"
Þau komu þangað.
„Dragðu svolítið vatn upp“.
Anoka gerði það.
„Helltu dálitlu".
Anoka hellti. og afi skvetti í andlitið á
sér og á höfuðið.
Framhald á 15. síðu.
.1' '
/
!