Tíminn - 14.12.1961, Qupperneq 9
NS 19 61 ★
9
★ JÖLABLAÐ T'
Veggur, sem hinir áhugasömu Bostonarbúar eignuðu Vínlandsförum.
um sem þetta myndi boða sér gott, og
var í léttu skapi þennan dag. Hann var
við stílaleiðréttingar til hádegis. Þá var
barið að dyrum, og þekkti hann þegar,
að þetta var Valtýr Guðmundsson, því
að hann drap öðruvísi á dyr en aðrir
menn. Þorsteinn hafði heitið honum
kvæði í Eimreiðina, en efndir dregizt, og
bjóst hann þess vegna við því, að nú ætl-
aði ritstjórinn að heimta sitt. Þeir tóku
tal saman, og Þorsteinn beið þess, að
Valtýr viki orðum sínum að kvæðinu.
Hann var þegar búinn að hugsa sér,
hvaða afbatanir hann skyldi færa fram.
Það dróst, að dr. Valtýr ræki á eftir
kvæðinu. En allt í einu lét hann niður
falla það ,tal, sem þeir höfðu haft uppi,
og mælti:
„Hvernig lízt þér á að vera konungur
dálítinn tíma?“
Þorsteinn hváði, því að hann hafði
ekki búizt við, að sér yrði boðin kon-
ungstign. En Valtýr spurði aðeins,
hvort han-n vildi þiggja embættið.
Loks 'kom á daginn, að konungdæmi
það, sem dr. Valtýr bauð skáldinu, var
í ríki ungfrú Hrossafurðu. Hún vildi nú
í framhaldi af íslandsför Þorsteins fá
þá báða vestur til Bostonar til þess að
reka smiðshöggið á uppg'ötvanir efna-
fræðiprófessorsins, föður síns.
Þeir Þorsteinn og Valtýr hafa ekki
velt þes'su lengi fyrir sér. Þeir héldu
af stað frá Kaupmannahöfn á þriðja
dag 'hvítasunnu, 26. maí, suður á Þýzka-
land og stigu þar á skip, eitt hið glæsi-
legasta, er þá flaut á heimshöfunum.
Þeir tóku land í New York 5. júní og
fóru degi síðar til Bostonar, þar sem
ungfrú Hrossafurða tók við þeim, alls
'hugar fegin þangaðkomu þeirra.
Nú hófst sex vikna konungdómur
þarna vestur við Karlsá. Það kom raun-
ar fljótt á daginn, að þeim félögum var
vandi á höndum. Hrossafurða var að-
faramikil kona og vi'ldi hafa nokkuð
fyrir peninga sína. Komumenn áttu
sem sé að setja óafmáanlegan stimpil
vísindanna á kenningu prófessorsins sál
uga. Og það var meira en hinar gömlu
minjar, sem þeir könnuðu, gáfu tilefni
til.
Þarna rannsökuðu þeir að vísu leifar
að minnsta kosti eins húss, sem grafið
var irin í brekfcu, og höfðu veggir þess
verið hlaðriir út torfi og grjóti. Var
þetta ekki óáþekkt því, sem tíðkazt
hafði á fslandi. En verr fór, þegar gólf-
ið í tóft þessari var kannað. Þar fund-
ust brot úr múrsteinum og leirkeri.
Slíkt hafði; Þorfinnur karlsefni ekki
haft meðferðis í VínlandisSiglingunni,
því að þessi tóft hafði verið útnefnd
honum, og þótti sýnt, að þessi brot stöf-
uðu frá mönnum, sem komið hefðu til
landsins eftir daga Kólumbusar. Einnig
sást greinilega, að braut eða stétt hafði
verið gerð af smáum steinum frá þess-
ari húsarúst tii árinnar, þar sem
Hrossafurða ætlaði, að verið hefði lend-
ingarstaður Þorfinns, þótt gera yrði
rág fyrir, að hærra hefði verið í ánni
en var 1895.
Þótti henni þess stétt mjög bera sama
svi,p oig stétt sú, sem komið hefði í ljós
við uppgröft á Þyrli á Hvalfjarðar-
strömd á íslandi við húsarúst eina, er
þá var ætlað, að verið hefði hof Þor-
steins guilhnapps. En þarna steytti þó
á sama skerinu og áður: Á milli stein-
anna fundust brot úr múrsteinum.
Landslag var á þessum s'lóðum að
sönnu alllífct því, sem fortisögur segja,
að verið hafi í Hópi. En þó brast eitt á.
Þarna voru ekki þau fjöll, sem þaðan
áttu að sjást.
Hrossafurða hlutaðist auðvitað ti'l um
það, að fjöllesið biag í Bostom, Herald,
flutti grein um íslendingana og rann-
sóknir þeirra, ásamt mynd af dr. Valtý.
Á hinn bóginn virtist sambúðin við þá
hafa stirðnað verulega, þegar frarn kom,
að erindislok yrðú ekki á þann veg, er
hún kaus. Eitt íslenzkt blað hermir
jafnvel þau tíðindi, að hún hafi meinað
þeim að rannsaka tóftir þær, sem búið
var að eigna Leifi heppna, þegar hún
sá, hversu fara myndi um bústag Þor-
finns. Var þar og öllu fátæklegar um-
horfs, því að þar voru raunar ekki önn-
ur merki mannavistar en fáeinir steinar,
sem taldir voru leifar hlóða, en nán
ast varð. að ímynda sér, hvar veggirn-
ir hefðu verið.
Dr. Valtýr leitaðist við ag orða niður-
stöður rannsóknarinnar sem vægilegast,
gangsfrek um það, að eitthvað yrði tínt
til, hugðarmáli hennar til stuðnings, og
sló þá í brýnur. Gramdist Þorsteini þessi
hlið fornleifafræðiáhuga hennar, enda
lyktaði svo, að hann fór brott nokkr-
um dögum á undan Valtý, óg hafði fyr-
irgert vonum um frekara konungdæmi
af náð Hrossafurðu en hann hafði þeg-
ar notið.
Þag segir sig sjálft, að umgfrúin var
ekki af baki dottin, þótt vel launaðir
menn af sjálfum ættboga Vínlandsfar-
anna brygðust. Þremur árum fyrir
komu þeirra hafði hún látið prenta í
ritlingi einum uppdrátt af umhverfi
Karlsiár, þar sem ekki voru aðeins sýnd
hús þeirra Leifs heppna og. Þorfinms
karlsefnis, heldur einnig, hvar þeir
höfðu stigið á land á árbakkanum. Var
hvorum ætlaður sinn lendingarstaður.
Þótt þá hefði enn veri.ð lítið grafið,
taldi hún sig geta gert grein fyrir því,
hvar verið hefði dyngja Guðríðar og
jafnvel einkaverelsi þjónustumeyjar
hennar. Og þótt'svona illa tækist til um
rarinsóknir þeirra dr. Valtýs og Þor-
steins, birti hún uppdrætti sína að
nýju, þegar þeir voru á brottu farnir,
í ritum sínum um þetta efni. Ungfrú
Hrossafurða lét ekki neinn andbyr á
sig fá.
Lýfcur svo hér að segja af þessari ein-
beittu ungfrú, sem endilega vildi gera
hina skeggjuðu sæfara fornaldarinnar
að eins konar heiðursborgurum þeirra
í Boston. J.H.
Stéttin, sem átti aS hafa veriS stígur frá lendingarstaSnum aS húsunum.
Hér taidi HrossafurSa, að veriS hefSi hús Þorfinns karlsefnis.
Óskum viðskiptavinum vorum
og öðrum landsmönnum
gleðilegra jóla, árs og friðar.
þótt ekki fengist hann til þess að leggja
lóðina á þá vogarsfcálina, sem Hrossa-
furða hélt að honum, og varð hún að
hugga sig við það, að ekki væri með öllu
óhugsandi að menn hefðu setzt að í tóft-
um Þorfinms karisefnis eftir daga Kól-
umbusar og troðið þá brot úr múrstein-
um og leirkerjum niður í gólf hans og
stétt. Annað haldreipi hennar var það.
ag fræðimenn í Vesturheimi, er þátt
áttu í rannsóknum þama, vísuðu því á
bug, aj' þær þjóðir, sem líklegastar voru
til þess að koma á þessar slóðir eftir
daga Kólumbusar, Spánverjar, Hollend_
ingar, Frakkar eða Englendingar, hefðu
notað torf og grjót í veggi,, enda bæru
þeir svip af veggjum norrænna manna.
Við Þorstein Erlingsson samdi Hrossa-
furða stórum verr en dr. Valtý. Kon-
ungstignin reyndist honum þreytandi
Hann þoldi illa, hve Hrossafurða var að-
°STA og smjörsalan s.f