Tíminn - 14.12.1961, Page 10
1 □
★ JÚLABLAÐ TÍMANS 1961 ★
Þórunn Eifa
skrifar
Framhald úr jólabla'öi I.
„Jæja þá,“ segir konan bljúg, „sá
vægir sem vitið hefur meira. Nú fer ég
að ‘hátta og hef nóga rekkvoð og nóga
sæng, ef þú ætlar að rása hér um í
spaklegum þenkingum. Það er svo sem
ekki nýtt, ag engir geti hugsað af viti
nema karlar. Ja, sér er þá hvurt vitið
þið eruð flestir eins og vankaðir sauðir,
avxlabandalausir og hankalausir og all
í kalda koli, ef þið hafið ekki kvenmam1.
til að hugsa um ykkur og fyrir ykku
En nú ætla ég ekki ag vera að þjarka
við þig, þó að ég viti betur en þú, hvað
þér er fyrir beztu. Ég fer í bólið og læt
fara vel uim mig, Þú skríðux upp í, tötrið
mitt, þegar þér fer að kó-lna á klónum.“
Jólapóstfrúin gengur nú til náða en
pósturinn hættir rápinu og tyllir sér
niður, það eru á honum vomur með það,
hvort hann eigi ekki rétt helzt að fara
að hátta og láta sér líða vel, en allt í
einu sprettur hann á fætur með einum
rykk, rétt eins og kippt sé í sprellikall.
Hann sezt snöggklæddur með pípu i
munni við skrifborðið,' og þó ag hann
eigi nú að baki lengsta vinnudag ársins
svellur honum móður í brjósti, eða rétt-
ara sagt, andinn er kominn yfir hann.
Nóttina helgu skrifar hann átakanlega
og áhrifamikla grein, er hann nefnir:
JÓI bréfberans. Þegar hann hefur undir-
ritað hana meg fullu nafni sínu, og að
auki bæinn, sem hann kennir sig við, þá
er sem allur máttur sé úr honúm dreg-
inn, hann sofnar fram á þendur sér á
skrifborðinu.
Þegar kona póstsins vaknar um miðja
nótt ein í rúminu og finnur að hola pósts
ins er tóm og köld, bregður henni ónota-
lega. Hún biður gug að vera sér næst-
an, þeytist á fætur eins og skotið sé úr
baunabyssu og sér manninn sinn líkt og
hálfhruninn hrauk í sætinu með arma
og höfuð á skrifborðinu.
Konan titrar og skelfur af angist og
ótta, hún heldur að elsku maðurinn
hennar hafi orðið bráðkvaddur út af
bölvuðum ekkisens bréfaburðinum. Það
ætti ekki að koma fólki upp á slíkt og
þvílíkt dekur. bara til að gera bað latt
og dáðlaust, alltaf fer hún með jólakort-
in sín sjálf. Svo bylt verður henni, við
tilhugsunina um það að maðurimn hafi
orðig bráðkvaddur að hún getur í fyrstu
hvorki hreyft legg né lið. En þá heyrir
hún að maðuri.nn dæsir svo að ekki er
hann alveg dauður, en hefur þó trúlega
fengið snert af bráðkveddu.
Hún fer ag reyna að tosa honum í
bólið og ná honum úr fötum, svo þægi-
legt sem er við hann að eiga, meira
sofandi og vakandi og þar á ofan úrillan,
maður spyr nú kannski ekki að því. Hún
gefst upp við hann hálfklæddan, dregur
yfir hann sæng og lætur þar nótt, sem
nemur.
Mikið hefur verig á aumingja mann-
inn lagf, hugsar jólapóstsfrúi.n vorkunn-
lát. En þar sem hún er sárköld og engr-
ar velgju að vænta hjá þessum stein-
sofandi pósti, fer hún fram í eldhús
og liitar séf vatn í hitapoka til þess að
láta við fætur sér. Hún sárvorkennir
sj'álfii sér, fyrst þessa löngu og leiðin-
legu bið á helgasta kvöldi ársins, þegar
allir reyna að gera sér lífig sem ánægju-
legast. Já og biðinni fylgdi auðvitað sú
fyrirhöfn að halda heitum mat, gæta að
steikin brenni ekki. sósan sjóði ekki
niður í eins þykkan klump, slíkt hið
sama grauturinn, þessi dásamlegi jóla-
grautur soðinn úr Humlumjólk, rjóma
og smjörklipu, snjóhvitum hrísgrjónum
og steinarús'ínum. Það er mikil raun að
geta ekki haft kristinna manna sið með
matmálstíma á sjáifum jólunum, en út
yfir tekur þó hvað maðurinn er úfinn
og argur, þegar hann loksins kemur. Og
þó svo sem engin furða eftir allt þetta
bévítis stapp með þunga byrði. En fyrr
má nú vera fyrirmununin að fara þá
að hanga uppi við skriftir rétt eins og
stílabókarkompan og blýanturinn hlaupi
frá honum, ef hann sleppir af þeim
hendi. Og ef þetta eru ekki helgispjöll
þá veit ég ekki, hvað eru helgispjöll. Og
maður hefur nú sosum heyrt það. að
menn geti skrifað sig til skrattans .
Það fó" hrollur um frúna jólapósts
i.ns.
Fyrirsjáanlegt er að ékki muni taka
betra við á jóladaginn, maoui+nn verð-
ur au.ðvitað ekkert annað en matur og
svefn, svefn og matur, og ef eitthvað
rofar til hjá honum verða það skriftir,
maður sosum spyr nú ekki að. — Hann
mundi ekki finna mikið fyrir því þó að
hún færi i kirkju og liti inn í hús í
heimleiðinni. Það er þó alténd sú til-
breytingin að horfa fram tii á þessari
kaldsömu jólanóttu.
Jólapóstsfrúin dæsir, en nú sýður á
katlinum, hún drekkur ögn af soðnu
vatni með kanelkeim og borðar jóla-
kökusneið með, svo hellir hún vatni í
hitapokann, vefur utan um hann prjóna-
stykki og setur hann vig iljar sér, þegar
hún er komin upp í. Hún verður nú brátt
funaheit hið innra sem hið ytra, hjúfrar
sig upp að póstinum sínusn góð i sér og
gælin og muldran „Æi, anga karlinn
minn, nú sefur þú eins og steinn, en
vonandi dreymir þig eitthvað fallegt og
skemmtilegt."
Pósturinn stjakar ómjúklega við konu
sdnni og tautar argur: „Meiri béuð
þyngslin og þrýstingurinn á þessu.m
töslcufjanda, hún ætlar klárlega að merja
sundur í mér rifin.“ —
II.
Svo líður að jólum og Hannes, sem er
aftur búinn að ráða sig við jólapóst-
burð þrátt fyrir ömurlega reynslu, segir
Vig konu sína: „Ég hlýt að gerast gaml-
aður og gleyminn og taka að förlast með
fjáröflun, að ég skuli ekki enn vera
farinn að gera mér mat úr'greinarkorn
inu mínu frá því í fyrra.“
„Áttu kannski við þetta þarna, sert
þú settist við ag semja á sjálfa jóla-
nóttina i fyrra, eins og þú varst þó arg-
ur og af þér genginn, þegar þú skreiddist
loks heim í hosiló. Ja, hvort þú ættir
ekki fyrir því að hafa vel upp úr þeirri
næturvinnunni. Mér fannst nú rétt helzt
eins og þegar klár er að reyna að krafsa
fyrir sér í harðindum. Og við erum sos-
um enn gaddhestar í þeim skilningi, þvi
að þó ag ég skúri og skúri og þú sláir
heldur ekki vindhöggin, þá vantar mann
alltaf aur. Það kostar dýrt að vera fínt
fólk. En ég sé þó ekki eftir því að við
flutt.um hingað í blokkina, og heldur
ekki þó að ég freistaðist til ag kaupa
rafmagnskamínuna. því að hún setur
sannkallaðan hefðarsvip á stofuna okkar.
Og einatt finnst mér eins og hlýni hér
inni, þegar ég kveiki á kamínuni, þó að
ekki sé hitinn á glæðunum. Og svo get
ég nú ekki að því gert, ag vera dálítið
upp með mér yfir því, svona undir niðri,
að vera eina konan í allri blokkinni, sem
á kamínu. þær segja það líka, blessaðar.
að það sé rétt helzt eins og é? sé milla-
frii. og þag er nú eins og dálítið kitl
andi.“
„Það hefur nú löngum kiltað þi? hé-
gómaskapurinn og kostað okkur dýrt,“
segir Hannes og lætur brúnir síga
..Eyðslusöm kona er eidur í búi en þú
bjástrar nú fyrir þér, garmurinn, rétt
skal vera rétt. En ávo að ég víki nú að
öðru, og þó reyndar því sama, þá ertu
trúlega búin að upphugsa þér hvag þú
vilt fá í jólagjöf frá mér, og rétt að þú
takir til fleira en eitt, svo að ég geti
valið úr, eða réttara sagt sætt góðum
kaupum, ef ég skyldi rekast á sjóara.
sem lumar á smyglvarningi, eða komast
inn um bakdyrnar hjá heildsala. Ekki
.veitir manni af að hafa úti allar klær.“
„Ég er nú ekki ag hugsa um neiti
handa sjélfTi mér, nema ef vera skyldi
stífskjört. Þær segja það frúrnar hérna
í blokkinni, að ég sé sú eina þeirra, sem
þoli það upp á vöxtinp til að geral'
„Þú hefur alltaf horkrangi verið,
Strúna mín, sem aldrei batast af neinu
Og heldur vildi ég sjá þig strútta af
sæjlegum holdum, sem einatt eru fegurst
fjarri beinum, en af stífskjörti. Það þótti
nú heldur húsfreyjulegra í okkar sveit
að vera vel í skinn komig en að hafa
vöxt fýrir stífskjört. Fjandaus vitleysa
En hvað ertu eiginlega að bruac,a
þú vilt ekki annað en þetta handa sjálfri
þér.“
„Ja, mér er sagt að það þyki fínt að
hafa antikanspegil yfir kamínu, og svo
tilheyri að hafa ílanga lampa sitt hvorum
megin, helzt dálítig antika líka.“
„Antík. hvur andskotinn er nú það?“
„Ja, ég er nú aldeilis klár á að út-
skýra það fyrir þér, þó að ég skilji það
fyrir sjálfa mig. En mér hefur verið
vísað á sona spegil ,og mikið heimsins
ósköp er hann fallegur, og svo þegar
maður veit líka hvað hann er fínn. Ég
þorði ekki annað en láta taka hann frá
þó að ég væri ekki búin að tala um þetta
við þig. Ég legg til að við splæsum í
hann og gefum hann hvort öðru í jóla-
gjöf, eða heimilinu getum við sagt. Vegg-
lampana kaupi ég upp á mitt eindæmi,
en stífskjörtið fæ ég þá sosum í einka-
gjöf frá þér.“
Hannes dossaði við.
„Það hefur löngum verið plagsiður
kvenna að vefja körlum um fingur sér,
og ætli það yerði ekki enn að vera sem
þú vilt, heillin mín, þó að þetta sé allt
eintómt pjatt og uppskafningsháttur. Ef
þér líður eitthvað betur með að spegla
þig í antíkíarspegli og kostar það að
hálfu. þá held ég, að ég fari ekki að
spilla því.“
Hannes tekur nú greinina sína upp
úr skúffu, les hana yfir þrívegis og lapp-
ar upp á hana í hverri umferð eins og
sómakærra höfunda er háttur. Svo stik-
ar hann af stað til þess ritstjóra, sem
honurn þvkir einna skást að kljást við,
hugsar þó með sér, að ef til vill verði
hann að ganga mil'li góðbúanna áður en
hann komi greininni út. Um að gera að
vera frakkur, þess vegna lætur hann
engan bilbug á sér sjá, þegar hann hittir
ritstjórann, kunningja sinn, heldur smeil
ir greininni á borðið fyrir framan hann
og segir kumpánlega: „Vesgú, þorparinh
þinn. hér kemur nú það bezta, sem þér
hefur borizt í jólablaðssnepilinn þinn,
það þori ég ag hengja mig upp á. Lestu
nú strax. kall minn. ég ætla að doka við
á meðan.“
„Arvítlinn sjálfur," segir ritstjórinn
og klórar sér í hnakkanum .Því komstu
ekki fyrr, maður, bölvað ekkisins sein-
lætið í >þér, nú er allt orðig um seinan
í ár. Já, það er nú það. En mér þykir
fjandi hart að gera þig afturreka, Hann-
es vinur. Hún var svo andans ári góð
hjá þér ketilhreinsunargreinin í fyrra.“
„Hún kom ekki í fyrra. heldur hittið-
fyrra. í fyrra kom grein, sem heitir:
„Þegar ég var hestaprangari." Meiri sauð
arhátturinn að þú skulir ekki muna
þetta.“
„Þegar ég var hestaprangari“, já, já,
þag var einmitt hún, sem kom í fyrra,
hin kom í hittiðfyrra. mikið rétt. En hvað
um það. báðar voru greinarnar góðar,
aldeilis skínandi. Fólk er bráðhrifið af
því sem þú skrifar, þetta er svo beint úr
lífinu og svo mergjað, og þag vill fólk
hafa, eitthvað krassandi, sjáðu. Aumu
bölvuð fandræðin að blaðið skuli vera
fajHs'ett."
„Hvag ætli blaðið sé fullsett, tómt
bull, fjandastu bara til að lesa, maður.
þá veit ég að þú munir heldur kippa
einhverju úl úr blaðinu. en missa af
greininni minni.“
„Á næstu jólum, vinur. en mundu þá
að koma í tæka tíð með ..Jól hestaprang-
arans“ eða eru þag „Jól ketilhreinsar-
ans?“ Nú er allt komið í eindaga, því
miður."
„Jól bréfberans“, reyndu að fara rétt
með, bannsettur", þrumaði Hanne^.
„Blaðinu hefur borizt með mesta móti
I
/