Tíminn - 14.12.1961, Blaðsíða 15
15
★
'JDLABL'AÐ TIMAN5 19 61
JÓLALJÓSIN
(Framhald aí 1 síðu)
þeir ekki í nokkra daga. Svo komu þeir
aftur og héldu áfram að setja niður
staura. Það gekk hægt, en staurarnir
voru margir, því sveitin var löng. Svo
kom einn rauður dagur enn, og þá var
bara einn rauður dagur og aðeins fing-
urÍTin á hinni hendinni eftir. Svo kom
stá dagur líka, og þá spurði ég mömmu:
— Koma jólim á morgun, mamma?
— Nei, góða mín. Á morgun er Þor-
láksmessa, og þá kemur Ketkrókur, og
svo kemur aðfangadagur, og þá kemur
Kertasníkir, og svo koma jólin urn
kvöldið.
— Og kemur þá rafmagn líka?
— Ef þeir geta tengt rafmagnið á
morgun, getur verið að það komi, en
ég hugsa að þag komi ekki fyrr en eft-
ir jól héðan af.
—Og fáurn við' þá ekki að sjá fínu
ljósin, sem pabbi keypti á jólatréð?
spurði ég óttaslegin.
— Nei, vama mín, þá fáum við ekki
að sjá þau fyrr en á þarnæstu jólum.
Þá kom kökkur upp í hlsinn á mér,
og meira en kökkur, því ég fór aft gráta,
alveg eins og þegar pabbi sagði mér, að
biskupinn væri ekki yfir íslandi, heldur
héti yfir íslandi. Mamma tók mig í fang-
ið og fór að reyna að hugga mig, og
þegar ég var hætt að skæla og gat aftur
farið að tala, spurði ég:
— Má ég þá hafa fínu ljósin hjá mér
f rúminu í. stað'inn fyrir brúðuna mína,
þegar jólim eru.
Mamrna kyssti mig á vangann og
svaraði: — Nei, væna mín, það hefur
engi.nn maður Ijós í rúminu hjó sér, en
þau mega vera á borðinu vig höfðalagið
þitt á jólanóttina, ef þú verður þæg og
góð þangað tii.
Það komu engir karlar á Þorláks-
messunni^ og ég sá Ketkrók ekki held-
ur .En ég vissi, að maður sér ekki jóla-
ST’eina, nema þann sem kemur á barna-
skemmtunina og hoppar og gefur öll-
um epli. Og reyndar vissi ég, að það
var enginn almennilegur jólasveiun,
heldur bara Jón á Núpi. En ég gætti
þess að vera þæg og góð, því þá átti
ég að fá að hafa finu ljósin hjá mér, og
þá ætlaði ég að biðja guð.
Eg vissi reyndar ósköp lítið um
þennan guð. Amma talaði oft um hann,
og mamma kenndi mér bænir til að
lesa á.kvöldi.n, svo ég gæti sofnað. Og
amma sagði mér, að maður ætti ekki að
leggja nafn guðs við hégóma, það er
að segja kvabba ekki á honum með smá-
muni; bara að biðja kvöldbænirnar sín-
ar og biðja hann ag passa sig þegar
maður færi eitthvað, en annars ekki,
nema eitthvað væri alveg sérstakt, sem
enginn annar gæti gert
Aðfangadagur rann upp. Mamma
byrjaði á því að sjóða hangikjöt og lét
það fram í geymslu til að kólna. Svo
baðaði hún okkur eldri systkinin, en við
áttum ekki að fara í finu fötin fyrr
en um kvöldið, þegar pabbi og mamma
kæmu inn úr fjósinu. Pabbi ætlaði að
fara í fyrra lagi út til gegninga, svo
kvöldið yrði svolítið lengra, en mér
fannst hann aldrei ætla að koma sér
út. Loksins fór hann, en kom bráðum
aftur með jólatré á krossfæti og setti
það fram í geymslu. Svo loks- fór hann
í fjósið.
Þegar pabbi og mamma komu inn,
færði mamma okkur í jólafötin. Svo
fóru þau inn í stofu með jólatrég' og
kassann, sem jólaskrautið var í, en
amma var frammi í eld'húsi með okkur
krakkana. Hún lét epli og appelsínur
og súkkulaði og brjóstsykur í skálar,
og ég og bróðir minn fengum að nudda
eplin þangað til þau voru farin að
glansa, og brjóta niður súkkulaðið. Svo
fengum við einn bita, en ekki meira,
við átt.um að fá að borða þetta allt á
eftir.
Loks voru þau mamma og pabbi bú-
in að skreyta tréð og við fengum að
koma inn. Þá byrjuðu jólin. Pabbi og
mamma og amma sungu Heims um ból
og í dag er glatt í döprum hjörtum og
í Betlehem er barn oss fætt og pabbi
talaði eitthvað, svo sögðu allir gleðileg
jól nema litla systir. Trég var fallegt,
með kúlum og englum og stjömum og
glitrandi hárum og logandi kertum,
það voru engin ö’nnur Ijós í stofnnni.
En handan við tréð voru jólagjafirnar,
umbúnar í alla vega litan pappír. Svo
fengu allir epli og appelsínur og sæl-
gæti, og mamma fór að útbýta gjöfun-
um.
Kvöldið leið, og ég gieymdi finu ljós-
unum. Þangað til ég fór að hátta.
Litla systir var löngu sofnuð, og bróð-
ir minn líka. Hann var með stóran bíl
í fanginu. Það var þegar ég sá bílinn,
að ég mundi eftir Ijósnnum. Mamma
hló, þegar ég minnti hana á þau, sagði
að ég væri orðin of stór telpa til þess
að hugsa um svoleiðis barnaskap, en
samt sótti hún kassann og setti hann
á borðið hjá mér.
Þegar mamma var að í'ara, greip ég
í hana og spurði: — Mamma. Þykir
guð'i ekki ósköp vænt um jólin, af því
að sonur hans fæddist þá?
— Jú, elskan mín, svaraði mamma
og strauk mér mjúkt um v.angann.
— Má ég þá ekki bið'ja hann á jól-
unum að gera svolítið, sem enginn ann-
ar getur gert?
Þá varð mamma alvarleg og settist
hjá mér. — Jú, elskan mín, svaraði hún.
— Það má alltaf biðja guð að gera það.
sem enginn annar getur gert. En það
er ekki víst, að hann geri það eins og
maður heldur, þvi oftast bænheyrir
hann okkur þannig, að vig vitum varla
af því, Farðu að sofa, lit.la stúlkan mín.
Cróða nótt.
Svo kyssti hún mig á kinnina og fór
fram. Hún átti eftir að þvo upp, og ég
heyrði að pabbi hjálpaði henni. Þau
töluð'u saman á meðan, og það lá vel á
þeim; ég heyrði að þau hlógu. Eg
kúrði mig niður í bólið og starði á fínu
ljósjn í kassanum. Það myndi líða ei-
lífðar tími, þangað til ég fengi að sjá
Ijós á þeim. En hvað þau hlytu að vera
falleg. Eg fann, að augnalokin á mér
þyngdust, en þá reif ég mig upp úr
dvalanum og byrjaði að hvísla, þar sem
ég lá í rúminu:
— Góði Guð og Jesú. Eg gleymdi
svolitlu, þegar ég las bænimar mínar.
Nei, ég gleymdi því ekki, ég bara
geymdi það, af því ag mamma átti ekki
að heyra það. Mig langar svo mikið að
biðja ykkur, af þvi að það eru jól, að
lofa mér að sjá þegar það logar ó þess-
um jólaljósum. Bara pínulítið. Amen.
Eg starði á jólaljósin, en ekkert gerð-
ist. Eina skíman, sem sást, var inn um
opnar dyrnar framan úr stofu, þar sem
amma sat og las. Eg horfði og horfði á
ljósin, og loks kom kökkur upp í háls-
inn á mér. Ætluðu þeir ekki að lofa
mér að sjá Ijósin, þótt nú væru jól? En
ég kingdi kekkinum. Kannske höfðu
þeir ekki heyrt. Eg byrjaði aftur: —-
Góðu Guð og Jesú. Viljiði lofa mér að
sjá ...... nú ásófti svefninn mig, og
augun lokuðust, en ég glennti þau upp
aftur og hélt áfram: — Viljiði lofa mér
að sjá loga á þessum ljósum, sem pabbi
keypti, bara pínulitla stund. Svo lok
aði ég augunum, og þá — þá gerðist
það:
Þag kviknaði á öllum ljósunum í kass-
anum, öllum í einu. Þau voru alla vega
lit, gul rauð, blá, græn, og ljósið hreyfð
ist í þeim. Og þau voru ekki lengur í
kassanum, heldur var jólatréð okkar
komið inn í svefnherbergi, og í staðinn
fyrir kertin, sem alltaf varð að passa,
svo þau kveiktu ekki í, voru þessi fal-
legu ljós, sem pabbi keypti í kaupstað'n-
um. Þau glitruðu þarna og skinu, ljósið'
ólgaði í þeim, og englarnir á trénu
brostu til min.
Þetta voru jólaijósin mín.
Við lindina
Framhald af 5. síðu.
„Þurrkaðu mér!"
Anoka þerraði á honum höfuðið af mik-
illi varúð. Það var auðvelt að þurrka í
burtu vatnið, en augu gamalla mann eru
veik fyrir, og tórin streymdu látlaust niður
kinnar hans.
Afi tók eftir þvi, að nokkrar manneskj-
ur stóðu inni í garðinum.
„Komið þið nær öllsömul. Af hverju
þvoið þið ykkur ekki? Sjáið þið ekki, að
hún Anoka bíður eftir Rð hella fyrir ykk-
ur öll? Já, öll ykkar. Aumingja stúikan,
hún vill gera það. En ef hún bæði einhvern
um að- gera það sama fyrir sig. þá myndi
nú eitthvað verða sagt“.
Mennirnir og konurnar komu nær lind-
inni, hálf vandræöaleg. En eins og sið-
uðu og bæjarvönu fólki sómdi, sögðu þau
hvert um sig við Anoku: „Eg þakka þér
fyrir!" (
Andlítið á Arsen ljómaði af ánægju.
Hann gekk líka að Iindinni, glennti sund-
ur fæturna, hallaði sér ófram og rétti út
helidurnar. „Helltu!"
Hún gerði það.
Arsen var í sjöunda himni.
„En hvað þú hellir vel! Farðu þér ró-
lega, ég tr að verða blautur. Hœttu, ekki
svona, ekki svona".
Hún bretti upp ermarnar hans, og hellti
með hægri heninni.
„Þetta er gott, guð blessi þig“.
Petríya var á hlaupum fram og aftur,
tárin runnu niður kinnarnar á henni. Hún
var að segja einni konunni frá einhverju,
en hún spuröi aðra.
Afi, sem var frá sér numinn af fögnuði,
opnaði gamlan tréstokk, tók upp úr hon-
um periuband, vafði það vandlega innan f
dröfnóttan vasaklút, faldi hann undir vest-
inu sínu og gekk aftur að lindinni.
Allir höfðu iokið við að þvo sér. Þeim
fannst 'öllum, sem þau stæðu á heilagri
jörð, og væru að hlýða á helgan kór
syngja: „Drottinn blessi vötn jarðarinnar
. . . “. Ef einhver i hópnum hefði af til-
viljun geflð bendingu mundu þau öll hafa
fallið fram og beðist fyrir. Afi leit alit í
kring um sig og ljómaði af virðuleik og
stærilæti.
Kæri gamli félagi!
„Þið oruð dásamlegir félagar. Enginn
ykkar ætlar að hella vatni fyrir hana
Anoku‘1.
Allir hlupu tii og seildust eftir könnunni.
„Nú er það um seinan. Eg ætla að gera
það sjálfur. Komdu barnið mitt, og þvoðu
þér!“
Það or erfitt að segja, hvort það voru
heldur hendurnar á honum afa, sem skulfu
eða það var hjartað f henni Anoku, sem
barðist. Hann þerraði hana með sínu eigin
handklæði, og hengdi perlufestina um háls-
inn á henni.
„Hún gerði þetta allt saman sjálf, vesa-
lings barnið, En ég vil endurtaka það, sera
ég sagði i gærkvöldi, og sem þið eigið öll
að muna: Megi guð yfirgefa hvern þann,
sem móðgar hana“.
Himininn leit niður til jarðarinnar og
brosti af ánægju. Hann horfði undrandi á
hátterni mannanna. En hvað maðurinn,
þessi tvifætta skepna, er einkennllegur!
Hann starir upp í loftið, breiðir út faðm-
inn f örvæntingu, kallar upp með dular-
fullum hljóðum, ákallar guð, bíðu.r og undr
ast. Eitthvað, sem hann þekkir ekki sjálf-
ur brennur í brjósti hans. Sál hans breið-
ir úr sér og stígur upp eins og heilagt reyk-
elsi, sem þráir að sameinast alheiminum ..
Það vcit sá sem allt veit, að svona liefur
það alltaf verið!
Margrét Jónsdóttir
þýddi úr ensku.