Tíminn - 16.12.1961, Blaðsíða 8
8
T í MIN N , laugardaginn 16. desember 1961
n óJkfn&nti'frik I
FRÁ GRÆNLANDI
Sigurður Breiðfjörð:
Útg.: Bókfellsútgáfan.
Komir þú á Grænlandsgrund,
gerir ferð svo langa,
þér vil ég kenna að þekkja
sprund,
sem þar á buxum ganga.
Þótt margar vísur eftir Sigurð
Bréiðfjörð séu á allra vörum,
mun þessi staka flestum kunnari.
Sigurður Breiðfjörð dvaldi á
Grænlandi um 3ja ára skeið, í eins
konar útlegð vegna lífsmistaka í
Kaupmannahöfn, og eftir að hann
sögu Sigurðar Breiðfjörð er ger'ð
af Eiríki Hreini Finnbogasyni, og
hefur hann farið eftir frumhand-
riti höfundar og' ritar ýtarlegan
og fróðlegan formála um ævi höf-
undarins, Grænlandsdvöl hans og
þær heimildir er hann hefur
stuðzt við um samningu bókar-
innar.
Frá Grænlandi hefur verið
prentuð tvívegis áður. Fyrsta út-
gáfa kom út í Kaupmannahöfn
árið 1836. Önnur útgáfa var gefin
út i Reykjavík 1912. Báðar þessar
útgáfur eru að sjálfsögðu löngu
uppseldar, og má því segja að
Bók Breiðfjörðs,
Frá Grænlandi
kom þaðan heim til fslands, skrif
aði hann bók er hann nefndi: Frá
Grænlandi, og segir svo í formála
er hann ritar fyrir 1. útg. bókar-
innar 1835:
„Frásögukom þetta um Græn-
land og íbúa þess hef ég einkan-
lega byggt á sjálfs míns reynslu
og athugasemdum, meðan eg
dvaldi þar í landinu um fjögra
ára tima, og mér varð víðfarið
um suðurhluta þess. Þó hef eg
sem minnst getið þeirra hluta,
sem mig sjálfan áhræra, þar eg
sá það mundi gera bæklinginn
stærri og þeim mun dýrari kaup-
endum; enda ætlaði eg mér ekki
að semja neina dagbók um forlög
mín þar í landinu. Hitt var áform
mitt — þar eg veit íslendinga
ekki eiga á sínu máli neinar frá-
sögur um seinni forlög þessa
lands, er þeir forðum byggðu —
að bæta nokkuð úr þessum
skorti.“
Þessi nýja útgáfa Grænlands-
tími hafi verið kominn til að gefa
þessa merkilegu bók út á ný. \
Sigurður Breiðfjörð er fyrst og
fremst kunnur sem i'ímnaskáld, og
má hiklaust telja hann fremsta
skáld þjóðarinnar í þeirri grein,
fyrr og síðar. Af óbundnu máli
liggur lítið eftir hann, en Græn-
landssaga hans sýnir og sannar
að hann var ekki síður hagur á
óbundið mál, svo listilega sem
honum tekst að lýsa lífi sínu í
Grænlandi, íbúum og lifnaðarhátt
um þessarar frumstæðu þjóðar,
sem hann einn af fáum íslending-
um kynntist á fyrri hluta síðustu
aldar. iov e
Þótt bók þessi sé ekki stór í
sniðum, er hún vönduglega úr
garði gerð, bæði frá hendi þess,
er um útgáfuna hefur séð, og út-
gefandans. Jóhann Briem listmál-
ari hefur gert teikningar í bókina,
og eru þær til mikillar prýði.
E.Bj.
Esra Pétursson, læknir:
f
Jafnaðar’ mennirnir
- og fjöregg þeirra
Bréfkorn til Benja-
míns fornbóksala
Fyrir nokkru síðan biitist í
Tímanum í „Orðið er frjálst“, rit-
smíð eftir þig, sem þú nefnir
„sending“ til Péturs Siggeirssonar.
Átti það að vera „móri“? Sem
betur fór voru „mórarnir" oftast
lítið hættulegir, sérstaklega ef þeir
kunnu nokkuð fyrir sér, sem send-
ingin var ætluð.
Frásögn mín í Árbók Þingeyinga
1960 um fyrstu kynni afa mins og
ömmu, og sambúð þeirra síðar,
byggist á umsögn greinargóðra
manna, sem voru samvistum með
þeim hjónum, en það fólk var allt
dáið, þegar þú samdir þáttinn um
„Þorstein ríka á Bakka“, þar sem
þú getur þeirra að nokkru. Kynni
þeirra Péturs og Margrétar urðu
það náin, þegar Pétur dvaldi á
Oddsstöðum við að saga rekavið-
inn, að þau áttu barn saman, dreng,
sem hét Hóseas, var hann um skeið
bóndi í Eyjafirði, en ekkja hans
og tvö börn, Jón og María, fóru
síðar til Ameríku.
Um orsök til þess, að ekki varð
meir af sambúð afa míns og ömmu
að því sinni. veit ég ekki með vissu,
heí þó hevt. að fjöllyndi afa míns
1 kvennamaiúrr hafi átt sinn þátt í
því.
Þetta ævmeorði«t. áður en
Margrét fo: a• t - • • i Bakka, og
saniiai þaó, aö puu voru allvel
kunnug, áður en til hjúskapar dró
■ með þeim. Hitt má satt vera, að
| Jakob, faðir Péturs, hafi borið þar
sáttarorð á milli að lokum, þótt ég
hafi ekki um það heyrt.
Það er rétt hjá þér, að skaps-
munir þeirra Oddsstaðahjóna voru
allólíkir, afi minn örlyndur eins og
móðir hans Þuríður og Jón á Ein-
arsstöðum faðir hennar, sem þú ef-
laust kannt sagnir af, amma mín
aftur á móti rólynd, en nokkuð
ögrandi í tilsvörum. Þó hef ég það
fyrir satt, að sambúð þeirra væri
góð og kært með þeim alla daga og
þá ekki síður af hálfu ömmu minn-
ar. Er það fjarstæða, að afsaka
drykkjuhneigð afa míns með
ógæfusörau hjúskaparlífi, þar mun
hafa ráðið tíðarandi og ættar-
fylgja, samanber Sigurgeir, bróð-
ur hans.
Annars er það svo, að úr því þú
fórst að geta um fjársóun og
drykkjuskap séra Sigurgeirs í áð-
urnefndum þætti, þá hefðir þú
einnig mátt geta þess, að allsgáður
þótti hann góður ræðumaður og
ágætur söngmaður, einnig vel fær
í þeirri þjóðlegu íþrótt að temja
galda fola og eru til margar sagnir
af reiðhesti hans „Grundar-Sokka“,
sem talinn var með allra fremstu
skörungum íslenzkra góðhesta fyrr
og síðar.
Nóbelsverðlaunaskáld okkar hef
ur í Strompleiknum bent á nýstár
lega manpgerð, sem nú gerist í-
skyggilega fjölmenn hér á landi,
en hlutskipti hennar í lífinu er
að vera tréfótur. Tryggingarnar
kappkosta að gróðursetja og rækta
þessa tréfætur, sem forsvarsmenn
þeirra svo líkja við heiðarlega
niðursetninga liðmna alda, sem
myndu snúa sér við í gröfum sín-
um, ef þeir vissu, hvílíkan ó-
hróður ritstjóri Alþýðublaðsins og
Hannes á Horninu hafa borið á
þá með þessari samlíkingu. Ann-
ar leikur trygginganna auk Stromp
leiksins og tréfótarleiksins, er leik
; ur sá, sem nefnist að dasa, en í
| þei,m leik eru sumir rosknir menn
dasaðir á DAS, þótt þeir gætu
margir hverjir unnið fyrir sér
með vinnu sinni, og skilað ágætu
dagsverki, sjálfum sér til líkam-
; legrar og andlegrar styrktar og
meiri hressingar en nokkurt hress-
ingarhæli gæti veitt þeim, og þjóð
arbúinu til hagsbóta. Þótt ég sé á
| öndverðum meið við skáldið hvað
| trúmái og trúmálapólitík hans á-
' hrærir. get ég vel fallizt á það.
: að hér fer hann með rétt mál, en
i máli því til frekari stuðnings vil
ég-nú tefla fram öðru Nóbelsverð-
Íaunaskáldi, honum Rabindranath
fagore heitnum er fórust orð á
þessa leið um sósíalismann: „Full
kominn jöfnuður lamar sjálfsbjarg
arviðleitnina og þeir, sem skara
fram úr að gáfum, fá ekki notið
sín.“
Miðað við læknisreynslu mína!
hér á landi get ég mér þess til,
að einungis 1—2 af hundraði, sem |
útdeilt er tryggingum ríkisins,
þurfi þeirra raunverulega með
; Manndómur hinna er hálfkæfður
undir tryggingarhafsjónum, sem
á þeim hefur skollið og ýmist
valdið eða við haldið alls konar
Það sæmir sagnaþulum, að segja
jafnt kosti sem galla á mönnum,
sem þeir geta að einhverju.
I Það, sem þú munt ætlast til að
| ég biðji afsökunar á, er, að ég tel,
' að þú hafir gert minna úr afa min-
um en efni stóðu til.
Þú tekur upp innan gæsalappa
nokkur hrósyrði um hann úr þætti
þínum. „Þorsteinn ríki“ og spyrð,
jer þetta níð, nei þetta er góðra
Jgjalda vert.
j En það mundu flestir telja níð, |
að segja um mann, að hann hafi
verið svo áhugalaus og dáðlaus, að
hann hafi ekki einu sinni getað ;
hugsað til kvonbæna af sjálfsdáð-
um, eða notið hæfileika og mann-
kosta vegna þróttleysis í skapgerð
og orðið að drekka sig fullan til
þess að fá í sig kjark til að standa
fyrir máli sínu, en þetta kemur
fram í umsögn þinni um afa minn
í nefndum þætti.
Þá mundum við báðir hafa taiið
það níð um okkur, ef einhver hefði
gefið það í skyn, þegar við vorum
ungir, að engin sæmileg heima-
sæta, sem þekkti okkur, mundi
trúa okkur fyrir framtíð sinni.
Okkur greinir svo á um -stað-
reyndir í umræddu máli, að þú
verður að virða mér til vorkunnar
þótt ég telji mér ekki fært að
leita heimilda til þín.
Mig undrar ekki, þótt þú teljir
þig „þekkja mig dálítið“, ég tel
okkur allvei kunnuga fyrr og síðar.
og Þingeyingar þekkja okkur báða.
Pétur Siggeirsson.
sefaveiklun, hugsleni og bótasýki.
Enda hafa þessir atkvæðabæru
gauksungar? ginið við tryggingar-,
fóðrinu og eru nú orðnir svo
þurftafrekir, að þeir þurfa orðið
rúm 20% af heildarútgjoldum fjár
laganna 1961, samt. 323.800.000.00
krónur og eru þá ótalin útgjöld
vegna allra sjúkrasamlaga. Mikiir,
menn erum við, Hrólfur minn, eða
eins og Hannes hefur orð'tækið:,
„Allir erum við menn, Hrólfur
minn“! Hann gerir sér líka næsta
nýstárlegar hugmyndir um flótta
lærdómsmannanna „vegna þess að ,
annars staðar njóti þeir betrij
kjara.“ Það hét í gamla daga ým-j
ist að nema land eða fara í vík-
ing, allt eftir því, hvort farið var
með friði eða hernaði, þegar menn !
sóttu yfir höfin í leit að bættum
kjörum. Hann virðist harma það,
að „hinn snauði er bundinn við
sinn stein og fer hvergi," meðan
„lærdómsmaðurinn getur farið
hvert á land sem er, jafnvel til
annarra heimsálfa.“ Eru þetta
minningardraugar öreigalýðsins,
sem hann ber fyrir brjósti. sem
farnir eru að stíga draugadans í
kollinum á honum með öfugsnún-
ingi? Eg held, að hann ætti að
fara á eina andasetuna og afla
sér sagnfræðilegra upplýsinga um
þetta atriði með þeim hætti að
spyrja framliðnu andana betur úr
spjörunum, ef hann treystir sér.
ekki til þess með öðru móti:
Minnist Hannes þess nú ekki leng
ur, að það voru ekki áður fyrr
embættismennirnir, sem leyfðu
sér það lúxusflakk að flytjast al-
famir til Vesturheims, heldur ein
mitt „hinn snauði, sem bundinn er
við sinn stein og fer hvergi.“
Það skyldi þó aldrei vera, að
embættismennirnir standi nú orð-
ið næst því að heita öreigalýður
hér á landi? Eg veit það ekki, það
er orðið svo langt síðan ég hef
verið embættismaður, en Hannes
gæti reynt að spyrja Hákon hæsta
réttarritara. Hann gæti líka reynt
að spyrja þá 135 lækna. sem starfa
nú erlendis, en þeir eru 37.5 af
hundraði allra starfandi íslenzkra
lækna. Svo gæti hann reynt að
spyrja verkfræðingana, ef þeir
rækjust framhjá horni hans. Þeir
þurftu þess ekki með að fá kveðju
orð frá Hannesi með kjarnorkur
styrjaldarletri til þess að leggja
út á þær brautir. sem þeim var
vísað á, þegar helkuldi jafnaðar-
og þó ekki jafnaðarmennskunnar
hafði lagt inn í flesta stjórnmála-
flokkana og tröllriðið efnanags-
kerfi landsins líkt og veturinn 1874
Jafnaðarmönnum til uppfræðsiu
skal á það bent, að jafnframt því
sem menntamenn flykkjast til út-
landa, útskrifa menntaskólarnir
hér allmiklu færri stúdenta á ári
hverju en hin Norðurlöndin miðað
við fólksfjölda. Eg minni aftur á
risann við þjóðveginn í grísku
goðsögninni, sem hjó fætur og höf
uð af vegfarendum, til þess eins-
að þeir hæfðu betur rúmi hans.
Eg þekki fleiri menn en Hannes
og hans máta, sem hatast við
menntamenn, senda þeim tóninn
og kalla þá langskólagengna með
allri þeirri fyrirlitningu, sem þeir
geta lagt í það orð. Er þetta ekki
hin hreinræktaðasta jafnaðar-
mennska, sem Hannes berst svo
hatrammlega fyrir með bullu-
strokksdálkaóhijóðum sínum?
Finnist Hannesi þessi sannleik-
ur of sterkur og óblandaður til
þess að kyngja honum, má hann
fyrir mér nota hvaða þá útþynn-
ingu, sem hann hefur mest tamið
sér, til þess að blanda hann með.
Þar sem mér hafa ekki enn þá
borizt nein og því síður óútþynnt
svör við þeim spurningum mín-
um, sem ég setti fram í grein
minni: Yfirfærsia jafnaðarmanna
á afturhaldið, leyfi ég mér að
bera þær hér fram aftur. í síð-
ustu Árbók Tryggingarstofnunar
ríkisins 1954—56, en siðan eru
engar skýrslur um þetta fáanleg
ar ,segir, að afskriftasjóður sé rúm
ar 38.000.000.00 króna, en verð-
bréfaeign 63.000.000.00 króna, sam
tals 101.000.000.00 króna, en undir
fimmta lið skuldunauta bls. 50 eru
tilfærðir ,,aðrir“, sem skulda þar
verðbréf að upphæð 14.000.000 Ó0
króna. Spurningarnar tvær end-
urteknu eru þessar: Hversu stórir
eru sjóðir þessir í dag, og hafa
þeir dafnað að sama skapi og fram
lögin úr ríkissjóði til trygging-
anna hafa aukizt? líkast því sem
þær séu að sprengja allt út frá
sér? Hvað skulda „aðrir" mikið
núna,- og hverjir eru þessir „aðr-
ir“?
Bíð ég og fleiri enn þá svars
með eftirvæntingu, en segi um
leið: VARLEGA, JAFNAÐAR-
OG ÞÓ EKKI JAFNAÐARMENN!
Jólasálmar
Gefnir hafa verið út og sérprent-
aðir 14 alkunnir jólasálmar, prent-
aðir á Akranesi. Hefur sr. Jón M.
Guðjónsson valið sálmana og gert
káputeikninguna af mikilli smekk-
vísi. ■
Er útgáfa þessi hin snotrasta og
má líklegt þykja, að sem flest
heimili vilji eignast kver þetta, og
að hinir góðkunnu sálmar, þannig
komnir í hendur fólksins, hljómi
sem skærast á heimilunum á þess-
um jólum.
Kverið er ódýr, en fögur jóla-
gjöf. S.
Ásíarsögur
frá Bókaútgáfunni Smárt
Bókaútgáfan Smári hefur gefið
út, nú fyrir jólin, tvær bækur,
sem eru sannkallaðar ástarsögur.
Önnur heitir: Ástin sigrar og fjall
ar um ástir hjúkrunarkonu og
læknis, að vísu ekki nýtt efni í
skáldsögum, en þó eitt vinsælasta
lestrarefni í skáldsagnagerð nú á
dögum.
Hin bókin ber heitið: Hús ham-
ingjunnar og lýsir fyrstu hjúskap-
arárum ungra, ástfanginna hjóna.
Bókin er full af gamansömum at-
vikum, því að kunnir og ókunnir
ættingar ungu hjónanna koma
þarna við sögu. gamansamar og
sérkennilegar persónur, sem þó
valda \ýmsum erfiðleikum fyrir
ungu hjónin. En þrátt fyrir það
er það ástin sem sigrar, ekki að-
eins hjá ungum heldur einnig'
þeim, sem eldri eru.