Tíminn - 16.12.1961, Blaðsíða 7
)
T í M IN N , laugardagimn 16. desember 1961
FramsóknarflokkurinÐ mótfaliinn
því, að ríkisstjórnin geti að viW gefið
i
út bráðabirgðalög í miðju þinghaldi
Eysteinn Jónsson (ormaður {tingflokks Framsóknar-
(lokksins lýsir yfír andstöðu flokksins við að þingi
verði frestað (ram í íebrúar
Á aukafundi í sameinuðu þingi
var tekinn fyrir til umræðu með
aíbrigðum þingsályktunartillaga
frá ríkisstjórniíini um samþykki
til frestunar á fundum Alþingis
samkvæmt 23. gr. stjórnarskrár-
innar. Tillagan er svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að veita sam-
þykki sitt til þess, að fundum
þingsins verði frestað frá 19 des-
ember eða síðar, ef henta þykir,
enda verði það kvatt saman á ný
eigi síðar en 1. febrúar 1962.“
Fjármálarh. Gimnar Thoroddsen
mælti fyrir tillög-
unni og sagði, að
í stjómarskránni
væri heimild for
seta til að fresta
þingi um tvær
vikur án þess að
leita þurfi sam-
þykkis þingsins.
Ríkisstjórnin
teldi hins vegar
henta að fresta þinginu lengur að
þessu sinni eða allt fram til byrj
unar febrúarmánaðar, þótt ríkis-
stjórnin gæti kvatt þingið saman
fyrr ef henni þurfa þætti. Þess
vegna væri þessi þingsályktunar-.
tillaga fram komip. Ráðherrann
sagðp að 3. umr. um fjárlögin
myndi geta fram farið á mánudag
og því myndi unnt að öllum lík-
indum að fresta þinginu 19. des.,
en síðar ef henta þætti.
aunakjör
ómarafulttrú
í neðri deild urðu í gær nokkr
ar umræður við 2. umr. um frv.
ríkisstjórnarinnar um dómsmála-
störf, lögreglustjóm, gjaldheimtu
o. fl. í Reykjavík. Allsherjarnefnd
hafði klofnað um málið og skilaði
minnihlutinn, Gunnar Jóhanns-
son, séráliti og flutti breytingar-
tillögu við frumvarpið. Umræður
snerust um launamál opinberra
starfsmanna og þó einkum dómara
og dómarafulltrúa og voru allir
ræðumenn sammála um, að laun
þeirra væru óviðunandi orðin og
þyrftu endurbóta og endurskoðun
ar við. Hins vegar greindi þing-
deildarmenn á um það, hvort rétt
væri að gera tillögur til breytinga
á þessu frv. og töldu ýmsir æski-
legra að þær breytingar kæmu
fram við frv. um meðferð einka j
mála í héraði, sem fyrir þinginu
lægi og svo í launalögum um op-
inbera starfsmenn. Þes-sir þing-
menn tóku þátt í umræðutmm:
Einar Ingimundarson, Gunnar Jó-
hannsson, Jóhann Hafstein, Jón
Skaftason, Björn Fr Björnsson og
Einar Olgeirsson. — Frumvarpið
var tekið til 3. umr. með afbrigð
um og afgreitt sem lög frá Al-
þingi.
Eysteinn Jónsson kvaddi sér
hljóðs og mælti á
þessa leið:
Framsóknar-
flokkurinn er
mótfallinn þált.
um frestun funda
Alþingis allt til 1.
febrúar, ef ríkis-
stjórninni sýnist
svo.
Bátaútvegurinn
Vegna bátaútvegsins þarf að
breyta bráðabingðalögum ríkis-
stjórnarinnar frá í sumar um á-
lögur á útveginn eins og ríkis-
stjórnin hefur nú sjálf viður-
kennt og heitið.
Lausaskuldir bænda
Lausaskuldamál landbúnaðar-
ins eru í sjálfheldu og aðkallandi
að breyta bráðabirgðalögunum
frá í sumar sem skjótast og Iög-
festa nýja skipan, en það mál
hefur vcrið látið bíða í neðri
deild vikum saman.
Togararnir og landhelgin í
Þá eru nrálefni togaranna
þannig vaxin, að brýna nauðsyn
ber til að Alþingi sé með í ráð-;
um, hvað gert verður í þeim og
þá ekki sízt bar sem til atliug-,
unar er samkvæmt yfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar, hvort auka
skuli rétt til togveiða í land-
helginni.
Af þessum og fleiri ástæðum !
telur Framsóknarflokkurinn, að
veita beri einungis stutt jólaleyfi
og taka til aftur sem skjótast upp
úr áramótum.
^áífobirgíaWahralI
Flokkurinn er því eins og nú er
ástatt mótfallinn því að gefa rík-
isstjórninni heimild til að hafa
langt þinghlé — og opna um leið
möguleika fyrir ríkisstjómina með
þessari þingsályktunartillögu til
þess að gefa út bráðabirgðalög að
vild sinni inni í miðju þitighald-
inu í stað þess að Alþingi haldi
áfram störfum með stuttu jólahléi.
Fjárlögin
í gær var samþykkt einróma á
aukafundi í sameinuðu þingi
þingsályktunartillaga frá forsætis
ráðherra, að framvegis skyldu full
trúar í Norðurlandaráð kosnir í
sameinuðu þingi, en áður hafa
þeir verið kjörnir í deildum, 2 í
efri deild og 3 í neðri.
Verðfagsráðið
• efri rle»M
í efri deild voru tvö mál á dag-
skrá í gær: Kosning gæzlustjóra
söfnunarsjóðs íslands og frum-
varpið um Verðlagsráð sjávarút-
vegsins til 1 umr Gæzlustjóri var
kjörinn Garðar Jónsson, verkstj.
— aðeins einn listi kom fram.
Emil Jónsson sjávarútvm.ráðh.
mælti fyrir frumvarpinu um Verð
lagsráð sjávarútvegsins og var bví
að ræðu hans lokinni vísað ti.l 2.
umræðu og sjávarútvegsnefndar.
Skúli Guðmundsson benti á, að
enn væri ekki bú
ið að útbýta með
al þingmanna
fjárlagafrv. eftir
þær breytingar,
sem gerðar voru
á því við 2. umr.
Fjárm.ráðh. hefði
sagt, að 3. umr.
um fjárlögin
myndi fara fram
á mánudaginn.
Sagði Skúli að ófært væri, að
hafa umræðuna án þess, að þing-
mönnum gæfist tóm til að athuga
frumvarpið eins og það lægi fyrir
nú, því að ókleift væri fyrir þá,
að flytja við það breytingatillög-
ur án þess að hafa það í höndum.
Yrði því í síðasta lagi að útbýta
frumvarpinu í dag laugardag, ef
hafa ætti umræðuna á mánudag
Gunnar Thoroddsen sagði, að
reynt yrði að prenta frumavrpið
eins fljótt og auðið yrði og vonir
stæðu til að því yrði útbýtt í dag,
laugardag. ef það reyndist ekki
unnt, yrði að fresta umræðunni
þar til á þriðjudag.
Dagskrá alþingis
DAGSKRÁ
sameinaðs alþingis iaugardaginn 16
des. 1961. kl. 2 síðdegis:
Kosning framkvæmdastjóra Söfn-
unarsjóðs íslands til 6 ára, frá
1. jan. 1962 til 31. des. 1947.
DAGSKRÁ
efri deildar alþingis laugardaginn
16. des. 1961, kl. 1,30 miðdegis:
1. Lántaka hjá Alþjóðabankanum,
frv. — Ein umr. [Ef leyft verð-
ur].
2. Verðiagsráð sjávarútvegsins, frv.
—2. umr. ]Ef leyft verðurt
Jólasöngvar í Neskirkju
Næstkomandi sunnudag, 17. des.
verður efnt til jólasöngva i Nes-
kirkju kl. 2 e. h.
Barnakór undir stjórn Erlu
Stefánsdóttur, söngkennara, mun
syngja nokkur jólalög. Þá mun
kirkjukórinn leiða almennan safn
aðarsöng og verða þeir iólasálmar
sem sungnir verða sérprentaðir
fyrir alla kirkjugesti. Auk þessa
verða lesnar ritningargreinar um
jólaboðskdpinn.
Bræðrafélag Nessóknar gengst
fyrir þessum jólasöngvum, og gerði
þafi einnig á s.l ári Þá voru þeir
svo vel sóttir, að margir urðu frá
að hverfa.
AUGLY
um umferð
í Reykjavík
Samkvæmt 65. gr. umferðarlaga hefur verið ákveð-
ið að setja eftirfarandi takmarkanir á umferð hér
í bænum á tímabilinu 15.—24. desember 1961.
1. Einstefnuakstur:
í Pósthússtræti milli Austurstrætis og Kirkju-
,strætis til suðurs.
2. Bifreiðastöður bannaðar á eftirtöldum götum:
Á Týsgötu austan megin götunnar. í Naustun-
um vestan megin götunnar milli Vesturgötu og
Geirsgötu.
Á Ægisgötu austan megin götunnar milli Vest-
urgötu og Bárugötu.
<*
3. Akreinaakstur verður tekinn upp á kafla á
Laugavegi austan Klapparstígs. Enn fremur
neðar á Laugavegi i Bankastræti og Austur-
stræti, þegar sérstök þörf þykir vegna mikillar
umferðar.
Áthygli skal vakin á því, að bifreiðastöður
verða bannaðar, þar sem ekið verður á tveimur
akreinum.
4. Umferð vörubifreiða, sem eru yfir ein smálest
að burðarmagni og fólksbifreiða 10 farþega og
þar yfir, annarra en strætisvagna, er bönnuð
á eftirtöldum götum:
Laugavegi frá Höfðatúni i vestur, Bankastræti,
Austurstræti, Aðalstræti og Skólavörðustíg
fyrir neðan Týsgötu. Enn fremur er ökukennsla
bönnuð á sömu götum.
Bannið gildir frá 15.—24. desember kl. 13—18
alla daga nema laugardaginn 16. desember til
kl. 22. 23. desember til kl. 24.
Þeim tilmælum er beint til ökumanna að forð-
ast óþarfa akstur um framangreindar götur,
enda má búast við. að umferð verði beint af
þeim eftir því sem þurfa þvkir.
5. Bifreiðaumferð er bönnuð um Austurstræti,
Aðalstræti og Hafnarstræti 16 desember kl. 20
—22 og 23. desember kl. 20—24.
Þeim tilmælum er beint til forráðamanna verzlana,
að þeir hlutist til um að vöruafgreiðsla í verzlanir
og geymslur við Laugaveg, Bankastræti. Skóla-
vörðustíg, Austurstræti og Aðalstræti og aðrar
miklar umferðargötur, fari fram fvrir hádegi eða
eftir lokunartíma á áðurgreindu tímabili frá 15.—
24. desember n.k.
Lögreglustiórinn í Revkjavík 14. desember 1961.
Sigurjón Sigurðsson.