Tíminn - 16.12.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.12.1961, Blaðsíða 14
14 T f MIN N , laugardaginn 16. desember 1961 heldur og vlð Sínan siálfan, skaut Vulf inn í. Síðan leyfði hann ykkur að fara, og ég yfirgaf hann sömu leiðis. Áður en 4g fór, baö hann mig leynilega að koma með prinsessuna til hans tveim tímum eftir kvöldverð hans, því hann vildi tala við hana einslega um hvernig skyldi haga brúðkaupsveizl- unni á morgun og gefa henni gjafir. Eg svaraði hátt, að skipun hans skyldi hlýtt, og flýtti mér svo til gestaher- bergjanna. Þar fann ég prins essuna, sem nú var búin að ná sér eftir yfirliðið, og næst um frávita af ótta, en ég neyddi hana til að eta og drekka. Hvað svo gerðist er fljótsagt. Áður en tveir tím ar voru liönir, kom sendimað ur, er sagði, að Aljebal byði mér að framkvæma skipun sína. — Farið til baka, sagði ég. — Prinsessan er að búa sig. Við komum bráðlega. Síðan kastaði ég þessari 'kápu yfir hana; bað hana að vera rólega og, ef tilraunín misheppnaðist hjá okkur, að velja milli Sínans og dauðans, Síðan tók ég hringinn yðar, innsigii hins dána Aljebals, sem ættingi yðar fékk hjá honum, og brá á loft fyrir aug um þrælanna, sem lutu bví og leyfðu okkur fram hjá. Svo komum við til varðanna, og ég sýndi þeim hringinn. þeir hneigðu sig einnig, en þegar þeir sáu að við beygðum til vinstri handar; en ekki til hægri, sem við áttum að gera til þess að komast að innri hallardyrunum, ætluðu þeir að stöðva okkur. — S.iáið innsiglið. svaraði ég, — hundar, hvað kemur það ykkur við, hvaða leið inn- siglið kemur? Síðan hleyptu þeir okkur framhjá. Við héldum áfram veginn og vorum brátt komnar út fvr ir höllina og inn í trjágarð- ana. Eg fylgdi henni að þeim stað er nefnist fangaturninn, bvj að þaðan liggja levnigöng in. Þar stóðu sömuleiðis marg ir verðir, en ég skipaði að opna í Sínans nafni. En þeir | svöruðu: — Við hlýðum ekki. Þessi staður er lokaður fyrir öllu, að innsiglinu undan- skildu. — Sjáið það þá! svaraði ég. Höfuðsmaðurinn leit á það og sagði: — Já, það er hið rétta inn- sigli. Hann nam þó staðar og skoðaði nákvæmlega svarta steininn, sem rauði rýtingur- inn er grafinn I og gömlu let- urmerkin.- — Ert þú orðinn leiður á lífinu? spurði ég hann. — Fifl! Aljebal hefur stefnumót í þessu húsi, því að hingað liggja leynigöng frá höll hans. Vei þér, ef hann finnur þar ekki brúði sína. — Þetta er án efa lnnsigl- ið, og hann hlýtur að hafa sent það, sagði höfuðsmaður- inn, — að hlýða því ekki er minn bani. — Ljúktu upp! ljúktu upp! hvísluðu félagar hans. Þeir opnuðu svo, en þó efa blandnir. Við gengum inn og bárum að hurðinni. Svo þreif uðum við okkur áfram í myrkrinu meðfram veggjum turn-kjallarans að leynigang inum og eftir honum alla leið og gegnum hamradyrnar við enda hans, en frá þeim gekk ég svo, að enginn geti opn&ð þær, nema með aðstoð dug- andi steinhöggvara og með góðum verkfærum! Svo kom- um við inn í helli þann er þið voruð í. Þetta var ekki erfitt verk vegna þess, að ég hafði innsiglið, en án þéss hefði það vezið ómögulegt, því að verðir standa við all ar dyr í nótt. — Ekki erfitt verk, endur- tók Rósamunda. — Ó, God- vin og Vulf, ef þið vissuð, hvernig hún hefur hugsað fyr ir öllu og undirbúið allt. Ó, að þið hefðuð séð, hvernig þessir grimmdarlegu menn störðu á okkur, eða hefðuð heyrt, hve hátt hún svaraði þeim, er hún veifaði hringn- um fyrir augum þeirra og bauð þeim að hlýða eða deyja að öðrum kostii Þar sem þau sátu í grasinu í niðamyrkri, sagði Godvin nú frá tryllingsreið þeirra og bardaganum við verðina, en Rósamunda hélt að sér hönd- um og þakkaði Guði fyrir, að þau voru heil á húfi utan þess arar hræðilegu borgarveggja. — En þér getið orðið innan þeirra fyrir sólsetur, sagði Masonda hnuggin. — Já, svaraði Vulf, — en ekki lifandi. En hver er nú fyrirætlun yðar? Að ríða til einhvers bæjar við ströndina? — Nei, svaraði Masonda, — ekki strax aö minnsta kosti, því að til þess verðum við að fara í gegnum land launmorð ingjanna, en fyrir miðjan dag verður búið að gera öllum í- búum þess viðvart, að gæta vor. Við verðum að ríða gegn um fjallaauðnina til Emesa sem er fimmtíu mílur héðan, og fara þar yfir Orontes, og síðan niður til Baalbec, og þaðan aftur til Beixut. — Emesa? endurtók God- vin spyrjndi. — Þar ríkir Sal- hedín, og lafði Rósamunda er prinsessa af Baalbec. — Hvort er betra? spurði Masonda stuttlega, — að falla í hendur Salhedíns eða koma aftur til höfðingja launmorð- ingjanna? Veljið nú eftir eig in vild. — Eg vel Salhedín, greip Rósamunda fram í, — því að hann er þó að minnsta kosti móðurbróðir minn og mun ekki gera mér neitt illt. Bræðurnir höfðu ekkert á móti þvi. Loks fór að byrja að lýsa af degi. En það var enn þá of dimmt til þess að halda á- fram, svo að Godvin og Rósa munda létu hesta sína bíta, en héldu í taumana. Masonda var þá búin að færa Vulf úx herklæðunum og þvoði nú sár hans og lagði við bau græð- andi jurtir, er uxu við lækinn og batt um þau eftir föngum. Þau hertu svo á söðulgjörð- unum, fengu sér að drekka, en þar eð þau höfðu engan mat með, átu þau nokkra á- vexti, er uxu þar hjá, og lögðu svo af stað strax er unnt var. Þau voru varla komin hundrað skref frá gjánni, er var hulin dimmri þoku, þeg ar þau heyrðu jódyn og köll. — Hvetjum sporið, sagði Masonda, Aljebal hefur orðið okkar var. Þau riðu nú sífellt upp á við, meðfram voða djúpu gljúfri. sem ómögulegt hefði verið að fara meðfram í myrkri. Loks komust þau upp á víðáttumikla há.sléttu, er var fiöllum girt í hér um bil 20 mílna fjarlægð. Meðal þessara fjalla benti Masonda á tvo háa hnúka, er virtust standa hvor hjá öðr- um, en milli þeirra ságði hún að vegurinn lægi og bak vlð þá væri , Orentes-dalurinn. Mgðan þau voru að tala um þetta, heyrðu þau hróp leit- armanna, én gátu ekki séð þá vegna þokunnar í gjánni. — Höldum áfram! sagði Masonda. Við megum engan tíma missa. Þau riðu nú áfram, en frem ur hægt þvi að skuggsýnt var og vegurinn ógreiður. Þegar þau voru komin svo sem sex mílur vegar, kom sólin upp og þokunni tók að létta. Framundan þeim lá nú send in hásléttan, en bak við þau grjóturðin, er þau höfðu far- ið yfir um nóttina, og í henni miðri, svo sem í tveggja mílna fjarlægð var fjöldi ríðandi launmorðingja. — Þeir ná okkur ekki, sagði Vulf. En Masonda benti til hægri handar, þar sem þokan var enn þéttust, og sagði: — Þarna sé ég á spjót. Allt í einu leið þokan frá, og í ekki meira en einnar mílu fjarlægð sáu þau flokk ríð- andi hermanna, minnst fimm hundruð manns. — Þeir hafa riðið á bug við okkur í myrkrinu, eins og ég var hrædd um. Við verðum nú að komast gegnum þrengslin, annars verðum við handtek- in, og um leið og Masonda sagði þetta, sló hún duglega í hestinn. Eftir svo sem hálfxar milu reið, heyrðu þau köll til flokks ins, ex var til hægri, og var þeim svarað af hinum leitar- mönnunum, og gengu þeir nú úr skugga um, að þeir voru búnir að koma auga á þau. — Af stað! af stað, sagði Masonda. — Bardaginn mun verða erfiður, og þau létu hest ana hlaupa. Þannig riðu þau tvær míl- ur, en þó að ofsóknarmenn- irnir á eftir þeim væru fjarri, nálgaðist rykskýið til hægri þau sífellt meir, og leit út fyrir að þeir myndu ná fjalla þrengslunum á undan þeim. — Vulf og Rósamunda, ríð ið nú það sem hestarnir kom- ast, sagði Godvin. — Hestar ykkar eru fljótari og þeim verður ekki náð, við þrengsl in bíðið þið, og hvílið hest- ana ofurlítið og gætið að hvort við komum. Ef svo verð ur ekki, þá haldið áfram og Guð veri með ykkur. — Já, sagði Masonda, — ríð ið að Emesabrúnni, hún sést langar leiðir, og gefið ykkur á vald hermönnum Salhedíns. Þau hikuðu, en Godvin end urtók með alvarlegri rödd: — Ríðið áfram, ég skipa ykkur að gera það. — Já, vegna Rósamundu, sagði Vulf. Síðan talaði hann til hest- anna, en þeir þutu af stað, eins og fuglar flygi yfir slétt- una. Godvin og Masonda, er riðu á eftir þeim, sáu brátt að þau höfðu náð skarðinu. — Gott, sagði hún, — þess- um hestum munu engir hest- ar á öllu Sýrlandi fylgja eftir, nema þeirra eigin ættingjar. Óttastu ekki, þau munu ná Emesa. — Hvaða maður var það, sem færði okkur þá? spurði Godvin, þar sem þau riðu á- fram hvort við annars hlið og höfðu ekki augun af jóreykn- um til hægri handar. — Föðurbróðir minn, eða frændi, sem ég kalla hann, svaraði hún. — Hann er einn af sonum eyðimerkurinnar og á gamalt hestakyn, er ekki verður gulli goldið. — Þér eruð þá ekki af ætt launmorðingjans, Masonda?^ — Nei, nú get ég sagt yður það, þar sem við stöndum and spænis dauðanum. Faðir minn var Arabi en móðir mín frönsk aðalsmær, sem hann fann deyjandi af sulti á eyði- mörkinni, eftir bardaga. Hann tók hana með sér heim í tjald sitt og giftist henni. En launmorðingjarnir réðust á okkur, drápu báða foreldra mína, en handtóku mig, sem þá var tólf ára gamalt barn. Síðar, þegar ég óx upp, og var lagleg, komst ég í kvennabúr Sínans fui^ta. Og þó ég í leyni væri alin upp í kristinni trú af móður minni, varð ég með éiði að ganga undir þeirra við- bjóðslegu kenningu. Nú getið þér skilið, hvers vegna ég hata hann svo mjög, — sem myrti föður minn og móður mína, og gerði mig að því sem ég er. Eg hef verið neydd til að þjóna honum sem njósn- ari, annars hefði ég verið drepin, og hann hefur haldið, að ég væri hans auðmjúkur þræll, þegar ég hef si og æ verið að hugsa um að koma fram hefnd minni á honum. — Mér virðist þér alls ekki vera vond', stamaði Godvin og knúði hest sinn með sporun- um. — Þér eruð göfug kona. — Það gleður mig að heyra áður en við deyjum, svaraði hún og leit svo í augu hans, að hann leit til jarðar fyrir hinu brennandi augnaráði hennar. — Eg ann yður, herra Godvin. og yðar vegna voga ég allt þetta, þó ég sé' yður ekki neit. Nei, hafið ekki á H. RIDER HAGGARD BRÆÐURNIR SAGA FRÁ KROSSFERÐATÍMUNUM 55 móti því; lafði Rósamunda hefur sagt mér allt, að undan- teknu svarinu. Þau voru nú komin yfir sléttuna. og riðu nú upp fjalls brekkuna en Godvin þótti það engu miður, að hófaskellirnir á steinunum hindruðu frekari samræður milli þeirra. Þau voru enn á undan launmorð- ingjunum, sem áttu lengri og lakari veg að skarðinu, en að- aljóreykui'inn var ekki meira en svo sem sjö hundruð metra frá, og á undan flokknum riðu nokkkrir beztu hermenn Al- je-bals, er sveifluðu spjótum sínum og æptu til þeirra ógn unarorðum. — Hestar þeirra eru ekki enn að þrotum komnir, þeir eru betri en ég hélt, sagði Mas onda. — Þeir ná okkur ekki á fjallinu, en síðar —. Næstu mílu töluðu þau ekk ert saman, en hugsuðu um það eitt/að verja hestana frá að hrasa í grjóturðinni. Loks komust þau upp á hæðina og sáu þau- Vulf og Rósamundu, er stóðu þar við hesta sína. — Þau hafa áð, sagði God- vin og hrópaði síðan: — Á bak! á bak! óvinirnir eru ná- lægir. Þau stigu strax á bak hest- um sínum, og riðu af stað nið ur brekkurnar, er lágu niður að breiðu fljóti, en hinum meg in fljótsins sáu þau borgar- múra, er lágu niður að sléttu, í svo sem tveggja mílna fjar- lægð. — Orontes, sagði Masonda. — Yfir það og okkur er borg- ið. En Godvin leit fyrst á hest sinn og síðan á Masondu og hristi höfuðið. Hann hafði fulla ástæðu til þess, því að þó hestar þeirra væru af góðu kyni, voru þeir nú nærri sprungnir. Þeir hoppuðu nú niður hjallann, og áttu erfitt með að ná fótfestu. — Þeir ná sléttunni og lengra ekki, sagði Godvin og hneigði Masonda höfuðið til samþykkis. Brekkan var nær því á enda og tæpa mílu á eftir þeim komu hvít klæddu launmorð- ingjarnir í endalausum röð- um. Godvin beitti sporunum og Masonda keyrinu, en með lítilli von því að þau bjugg- ust við því versta. Hestarnir runnu niður síðustu brekkuna en við rætur hennar stanzaði hestur Masondu og hneig nið- ur og hestur Godvins stanzaði við hlið hans. — Ríðið áfram! hrópaði hann til Vulfs og Rósamundu, er riðu á undan, en þau vildu það ekki, hvernig sem þau voru beðin. — ÞÍei, við deyjum saman. Masonda athugaði Eld og Reyk, er virtust vera lítið þreyttir. — Látum svo vera, sagði hún. Þeir hafa fyrr borið tvö- falda byrði og verða að gera það einu sinni enn. Stigið á bak fyrir framan prinsessuna, Godvin, en Vulf, réttið mér hönd yðar, og þið skuluð sjá, hvað þessir hestar geta. Þau stigu á bak. Eldur og Reykur lögðu- af stað löngum og hröðum skrefum, en laun- morðingjarnir sem héldu að þeir hefðu veiðina í hendi sér, öskruðu nú af undrun og reiði. — Hestar þeirra eru einnig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.