Tíminn - 16.12.1961, Blaðsíða 1
I
íslendingar hafa fundið sér margt til
dundurs og skemmtunar á liðnum öldum.
í þeim efnum á hvert tímabil sína sögu,
sem nú er horfin og gleymd, nema að
því leyti, sem um hana verða fundnar
götóttar heimildir í munnmælum og
sögnum.
Fornöldin átti sinn garpskap og íþrótt-
ir, sem klassísk heiðríkja hefur hvelfst
yfir í þúsund ár. En mörlandinn hefur
einnig þreyð svarta daga eigi síður
bjarta og arfur þeirra í sögn og Ijóði dft
orðið honum tamari en bókmenntir um
víikinga. Mannfundir og skcmmtanir á
miðöldum báru þunglamalegan svip,
blandinn viðkvæmum trega, sem varð
furðulega lífseigur. Það var tregi viðlags-
ins og þjóðvísunnar, sem er rótseigasta
líftaugin í íslenzkri lýrik. Stundum var
hann eilítið glettinn, jafnvel grár, og það
er þetta undarlega sambland af glettni
og trega, seín skapar andrúmsloft þeiria
ljósaskipta, þegar skemmtanir íslend-
inga eru að hverfa úr heiðríkju forn-
aldarinnar inn í rqiðaldarökkrið.
Dansar og vikivakar
Dansleikir með öllu, sem þeim fylgdi,
voru á miðöldum einna vinsælastar
skemmtanir alþýðu á landi hér. Sjálfpagt
hefur það verið fleira en eitt, sem olli
því, að kappgirni og íþróttahugur eldri
tímg fór halloka í þeirri samkeppni. í
fornöld kunnu íslendingar ekki að dansa.
Á miðöldum og miklu lengur var vesöld
og volæði þjóðarinnar oft meira en hófi
gegndi, og geistlega valdið og vaxandi
ítök þess kom því til leiðar, að nú voru
upp teknar aðrar skemmtanir en áður.
Með því jukust einnig erlend menningar-
áhrif, sem m. a. komu fram í því, að farið
var að líkja eftir skemmtunum útlend-
inga, en danslistin barst íslendingum
sunnan úr álfu yfir Þýzkaland og boðleið-
úm heim.
Á þessum tímum var ekki lenzka að
leika fyrir dansinum á hljóðfæri, heldur
sungu dansfendur vísurnar eða danskvæð-
in sjálfir, og var orðið dans þá haft jöfn-
um höndum um kveðskapinn og danslpik-
Hjörtur Pálsson skrifar um:
JÖRFAGLEDI t DÖLUM
inn. Þeir, sem þátt tóku í þessum
skemmtunum, dönsuðu síðan eftir hrynj-
andi söngsins. Framan af fjölluðu dans-
arnir oftast um útlend efni og títt um
riddarann, sem langaði með jómfrúna
góðu út í lundinn., en um siðaskipti tók
þjóðin að líta sér nær og orti um íslenzk
efni undir erlendum háttum, sem með
tilkomu dansanna leystu ljóðamálið úr
fötrum dróttkvæðabarningsins, sem þá
hafði gengið sér til húðar í upphaflegri
mynd. Þessum nýju dönsum var gefið
heitið vikivakar.
Á öllum öldum
Ekki verður með fullri vissu um það
sagt, hvenær fyrst var stiginn dans hér-
lendis, en það er kunnugt af sögu Jóns
biskups helga, að á hans dögum og jafn-
vel fyrr var leikur sá kær mönnum „að
kveða skyldi karlmaður til konu í dans
blautleg kvæði og regileg og kona til
karlmanns mansöngsvísur. Þennan leik
lét hann af taka og bannaði sterklega.
Mansöngskvæði vildi hann eigi heyra né
kveða láta, en þó fékk hann því eigi af
komið með öllu.“ — Virðast því dansar
hafa verið komnir til sögunnar hér á
landi fyrir upphaf tólftu aldar. — Blóma-
tími vikivakanna mun hafa verið snemma
á sautjándu öld. Orðið vikivaki kemur
ekki fyrir í fornsögum. Guðbrandur Vig-
fússon taldi það hafa komizt inn á 15.
öld, því að þar sem fyrst er talað um
slíkar skemmtanir á fslandi í seinni tíð
eru þær nefndar öðrum nöfnum, vaka
eða vökunótt. Síðasti gleðileikurinn á
Jörfa í Haukadal í Dalasýslu mun hafa
verið haldinn á fyrsta áratug átjándu
aldar, sennilega 1706 eða 1707. — En
telja má líklegast, að þessi gamla
skemmtan, sem tíðkazt hafði á íslandi
síðan á elleftu öld, hafi liðið algjörlega
undir lok kringum 1800. \
Víöa glatt á Hjalla
Sjálfsagt hafa dansar verið iðkaðir víð-
ar um land í einhverri mynd en nú er
kunnugt. Þó höfum við enn sagnir af
gleðileikum og dönsum allvíða.
Frægasta skemmtunin af þessu tagi er
Jörfagleðin, sem haldin var á Jörfa í
Haukadal vestur Var henni við brugðið,
og fara ýmsar sögur af svallinu, sem
henni fylgdi, en að því verður komið síð-
ar. — Fyrir miðja átjándu öld voru
haldnir allfrægir dansleikir á Þingeyr-
um, en lengst héldust vikivakarnir á
Vesturlandi á ýmsum stórbæjum, þó að
aðeins séu óljósar sagnir um flestar þess-
ar gleðir. Ingjaldshólsgleðin undir Jökli
og Stapagleðin voru orðlagðar, en við
Stapagleðina var kenndur dans og nefnd-
ur Stapadans. Ingjaldshólsgleðin var
bæði fræg og fjölsótt, og vitað er til þess,
að unglingum var jafnvel kennt að dansa
til að þeir gætu staðið sig þar betur. En
þessum gleðskap á Ingjaldshóli hnignaði
og lagðist að lokum af eftir að einhverjir
alvarlegir atburðir gerðust þar, sumir
segja, að tveir menn hafi fótbrotnað,
aðrir, að bóndinn á bænum hafi andazt
með sviplegum hætti nóttina eftir eina
gleðina, og hafi þeim þá verið hætt. í
þjóðsögum Jóns Árnasonar er getið um
aðra jólagleði undir Jökli. Á hún oftast
að hafa verið haldin á Munaðarhóli. En
sagan segir, að þar hafi einnig gerzt þeir
atburðir, sem ekki urðu aftur teknir.
Einu sinni sem oftar var þar haldin gleði.
Var leikið og drukkið vel um kvöldið, en
um nóttina drap Latínu-Bjarni Jónsson
Teit Jónsson lögréttumanns á Grímsstöð-
um í Breiðuvík með göldrum, og er sagt,
að síðan hafi ekki verið haldin jólagleði
undir Jökli.
Um miðja átjándu öld lítur út fyrir að
vikivakarnir hafi átt allgóðu gengi að
fagna, því að þá er þeirra getið allvíða,
einkum sunnanlands. Þá höfum við sagn-
ir af vikivökum í Skálholti, Efra-Seli í
Hreppum, Eyvindarroúla í Fljótshlíð,
Reykjavík, Flangastöðum á Garðskaga og
Þingeyrum nyrðra, eins og áður segir.
— Á Hjalla í Ölfusi hafa vikivakar að lík-
indum átt sér stað fyrir átjándu öld. Hef-
ur þar sennilega verið líf í tuskunum,
því að þaðan er runnið máltækið „Nú er
glatt á Hjalla".
Guð og góðir siðir
Fulltrúar annars heims 'í landinu töldu
það skyldu sína að berjast gegn þessum
leikjum alþýðunn^r, enda var þar oftast
nær fast drukkið og „siðferðið stundum
eins og hurð á hjörum“.
Áður var drepið á baráttu Jóns biskups
helga gegn dönsunum, þó að eigi fengi
hann með öllu af komið. í vísnabókarfor-
málanum talar Guðbrandur biskup Þor-
láksson um brunavísur og amorskvæði og
virðist ekki sérlega hrifinn. — Séra Jón
Magnússon í Laufási (d. 1675) hefur ort
sand kvæða, þar á meðal eitt um ónýting
tímans, en þar stendur:
„Tafl og spil eða ráðlaust reik
með lát og leik
lítt trúi ég kristnum sæmi.“
Þó að stundum hafi eflaust verið
ástæða til að beita sér gegn því í góðra
siða nafni, að leikina keyrði um þverbak,
gengu hinir geistlegu herrar á tíðum full-
langt í að fordæma alla veraldlega
skemmtan og kalla hana „apaskap". —
I Fororðningu um helgihald sabbatsins
1744 stóð þessi klausa, gefin út frá Hól-
um í Hjaltadal: „Allt tafl, leikir,.hlaup,
spil, gárungahjal og skemmtan, — fyrir-
bjóðast alvarlega hér með öllum, einum
og sérhverjum án mismunar að viðlögðu
straffi. sem helgidagsbrot áskilur." — 28.
erindið í Upprisusálmi Steins biskups
Jónssonar hljóðar þannig:
„Leikar, ofdrykkja, dans og spil
Drottni gjörast þá sízt í vil,
enga guðsdýrkan eflir slíkt,
óskikkan sú þó gangi ríkt.“
Dansleikirnir á Þingeyrum urðu til
þess, að séra Þorsteinn Pétursson á Stað-
arbakka samdi latínurit til höfuðs öllum
skemmtunum og leikjum, sem nöfnum
tjáir að mefna, öðrum en sálmasöng og
guðsorði 1757. Þar segir hann, að stund-
um hafi kviknað i leikhúsum, ennfremur
hafi fólk dottið og meitt sig við leiki.
Þetta álítur prófasturinn, að sé bein
refsing frá guði almáttugum fyrir þetta
óguðlega athæfi. En þessi dæmi eru þau
sögulegu rök, sem höfundurinn færir
fyrir því, að öll skemmtan sé syndsamleg
og sá, sem hana elski, sé „sem gagnslaus
jarðarhnaus". — Hins vegar er Meistari
Jón góður fulltrúi þeirra gömlu, íslenzku
guðfræðinga, sem láta leiki og hóflegar
veraldarskemmtanir njóta sannmælis, en
hann segir, að skemmtan sé einn af þeim
hlutum, „hver á stundum sé nauðsynleg,
bæði fyrir líkamann og sálina, því hvor-
ugt af þeim getur þolað jafnaðarlega
mæðu, nema maður á stundum taki sér
nokkra endurnæring. Þar fyrir er mönn-
um það leyíilegt.“ Rétt er og að taka
fram, að ekki er víst, að klerkunum ein-
um hafi staðið stuggur af gáskafyllstu
skemmtunum liðinna alda. Þjóðsögur
sköpuðust meðal alþýðu. Hjátrú var land-
læg, og taumlausar skemmtanir eiga ef-
laust sinn þátt í þjóðsögunum um „móð-
ur núna í kví, kví“, dansinn í Hruna og
ósköpin á Bakkastað.
Vistir og veraldargengi
Ráða verður af líkum, að fremur muni
það hafa verið óvanalegt, að nokkur einn
maður hafi haldið vikivakana eða aðrar
hliðstæðar samkomur á eigin kostnað,
heldur munu menn hafa lagt saman, þeir
er skemmtunarinnar nutu. — Auðvitað
var þá munur mannvirðinga og skapgerð-
ar engu minni en nú, svo að eflaust hafa
verið til þeir höfðingjar og rausnarmenn,
sem Iögðu metnað sinn í að bjóða til veg-
legs gildis, og sakar ekki að geta þess í
því sambandi, að á Jörfa bjuggu jafnan
efnamenn og hýstu stórmannlega, svo að
það hlýtur að hafa ráðið nokkru um, að
sá staður valdist til þessa skemmtana-
halds öðrum fremur. Til þess hefur þurft
rúmgóð húsakynni, mat og „mjaðarföng
minnst tjl þriggja vikna“, eins og Davíð
segir f ágætu kvæði um Jörfagleði, en
fyrr á öldum var ekki á allra færi að
veita það hverjum, sem hafa vildi; þeir
voru fleiri, sem höfðu hóg með sjálfa sig.
„í dansinn allir bruna ..
Jörfi stendur sunnanmegin í Haukadal
miðjum undir háum, samnefndum hnúki.
(Framhald á 14. síðu).