Tíminn - 16.12.1961, Blaðsíða 12
12
★ JÓLABLAÐ TÍMANS 1961 ★
Jólápósturinn
Hún á eftir að undrast enn meir, því
að pósturinn tekur nú upp úr vösum sín-
um og töskunni góðu þær gjafir, sem
henni einni eru ætlaðar, henni, sem sat
ein á stokki, eins og sagt var. Þarna fær
hún nælonsokka, ilmvatnsglas tfg bað-
salt og stærðar konfektöskju.
Andartak gleynur Strúna sér við glað-
ar minningar frá yngri árum, en rankar
við sér, þegar bóndi hennar réttir henni
gjöfina frá frú Dódó.
Strúna rekur upp gleðióp, þegar hún
opnar pappaöskjuna, sem er innan í jóla-
pappírnum, þarna fær hún það, sem hana
hefur lengi langað til að eignast, en
fundizt margt annað yrði að ganga fyrir,
og kannske kæmi aldrei röðin að þessu,
en nú hefur hún í höndunum ljósbláan
nælonslopp, sem hún á sjálf og hefur ekki
kostað hana grænan eyri, og svo er þessi
sloppur í tilbót miklu fallegri en þeir,
sem hún hefur séð í búðum. Skjálfhent
af gleði færir hún sig í sloppinn og hann
er eins og suiðinn á hana, dálítið rúmur
að vísu, en því þægilegri. Sloppnum
fylgir leiðarvísir um þvott og plast-herða-
tré- •
Hún hengir sloppinn utan á klæða-
skápshurð í svefnherberginu, svo að hún
geti horft á hann þangað til hún sofnar,
og hann verði það fyrsta, sem hún rekur
augun í, þegar hún vaknar á jóladags-
morguninn. Það er unaðsleg tilhugsun að
vera í ljósbláum nælonsloppi við heimil-
isverkin um hátíðarnar, og skyldu þær
ekki verða hissa, frúrnar, sem hún vinn-
ur hjá, þegar hún birtist þeim í annarri
eins forláta flík? En hún ætlar að hafa
með sér plastsvuntu til hlífðar.
Ef til vill er hún hégómleg eins og
Hannes segir stundum, en er það ekki
syndlaust, þó að henni vökni um augu
af gleði yfir sloppnum sínum og hreyki
sér svolítið yfir því að vera eina frúin
í allri blokkinm, sem á ljósbláan nælon-
slopp.
hann ákveður, „ertu að rekast í þessu,
mannfjandi, en svona eruð þið blaða-
snáparnir, asnist i öllu og alls staðar, þó
að þið berið ekki skyn á nokkurn skap-
aðan hlut. Nú, þegar ég, á minn meistara-
lega hátt, er búinn að upphef ja jólapósts-
embættið, svo að jólapósturinn á fyrir
sér glæsilega framtíð, elskaður og virtur
af öllum, hlaðinn gjöfum og fyrirbænum,
þá á veskú takk að leggja embættið nið-
ur. Það er sko enginn jólapóstur, sem
grýtir frá sér töskunum klukkan fimm
og þvær hendur sínar, svoleiðis póstur er
bara venjulegur póstur, sem enginn virð-
ir fram yfir venjulegan póst og enginn
víkur neinu. Þú ert nú meiri apaköttur-
inn að spilla öllu því, sem ég er búinn að
afreka með minni einstæðu orðsnilli. Þú
átt ekki skilið að sleppa lifandi héðan
út.“
„Hægan, hægan, Hanni vinur, dreptu
mig ekki áður en þú heyrir hvaða fyrir-
heit ég gef þér. Ég sagði sko að ég kæmi
með góðar fréttir og pær eru enn ekki
nema hálfsagðar Þú færð betri stöðu
en þá að vera póstur, því heiti ég þér
í nafni flokksins og ríkisstjórnarinnar,
því að þú ert búinn að sýna það svo að
ekki verður um deilt, hvílíkur áhrifamað-
ur þú ert bæði i töluðu og skrifuðu orði.
Þú verður gerður að erindreka flokksins
og færð að gista öll góðbú landsins og
kyssa allar húsfreyjurnar í umboði
flokksins. Og svo ræð ég þig hér með
fyrir jólasvein á allar jólatrésskemmtanir
flokksins og þeirra félaga, sem ég hef
með að gera næstu jól. Ég hef verið í
sjö jólanefndum í ár og ekki verða þær
færri næsta ár. Og alls staðar færðu epli
og sælgætispoka og súkkulaði með tertu
og jólasveinninn fær alls staðar frítt kók.
Og kaupið, maður lifandi, það er nú eitt-
hvað annað en pósthýran. Og þó að þér
finnist núna, að þú missir spón úr askin-
um þínum, ef jólapóstsembættið verður
lagt niður, eins og þú komst að orði, þá
ætla ég að benda þér á, að þú færð mikið
stærri ask og miklu fleiri spæni. Og
nefndirnar, maður, eftir er að minnast á
þær. Við skipum þig flott vekk í nefndir,
ekkert knífirí með það, og það er nú
drjúgt, sem drýpur þar, kunningi. Sumir
hafa sitt lifibrauð af því að vera í nefnd-
um eingöngu og þéna svo gróft á því,
að þeir geta setið á vertshúsum alla
daga, en sótt öldurhús á kvöldin og vant-
ar ekkert nema næturklúbb, en hann
kemur í fyllingu tímans. Jæja, þá hef-
urðu heyrt öll tíðindin og fæ ég nú lífi
að halda?“
Áður en hér var komið var Hannes bú-
inn að lina heljartakið á ritstjóranum,
nú sleppir hann honum alveg. Ritstjór-
inn strýkur vöðlaða skyrtuna og girðir
hana ofan í brækur sínar, kímniglampar
gægjast fram í augum hans.
Það er líkt og allur vindur sé úr Hann-
esi, hann hefur nú loksins orðið mállaus
og aldrei hefur hann orðið orðlaus á æv-
inni fyrr en nú, en andlit hans Ijómar
eins og sól í hádegisstað.
Strúna skýzt fram til að snerpa á katl-
inum. Það var siður í Hálsakoti að vera
ekkert að tvínóna við að setja upp ketil-
inn, þegar gesti bar að garði. Og skyldi
hann ekki eiga skilið kaffi þessi blessaði
maður, sem býður bónda hennar öll ríki
veraldar og þeirra dýrð. Hún sér það í
anda, hvursu fín frú hún verður, þegar
bóndi hennar er tekinn við embættun-
um. En hvort mundi höfðinglegra
að vera kölluð flokkserindrekafrú
eða útflutningsnefndarformannsfrú?
„Og eitt enn,“ segir ritstjórinn hátíð-
légur í bragði, „þú hefur gert póstmanna-
stéttinni stórgreiða með því að beiria at-
hyglinni að kjöruir hennar. Póstþjónust-
an verður að vera hundrað prósent, þess
Þegar pósthjónin eru að spila lúdó á
jóladaginn með sælgæti og ávexti í skál-
um í kringum sig, og frúin í nældn-
sloppnum fyrst hún er heima, og þess
vegna er hún heim<, hver kemur þá í
heimsókn annar en ritstjórinn, sem birti
grein Hannesar i blaði sínu: þessa grein.
sem varð víðfræg og gerði hann víðfræg-
an á einum degi
Ritstjórinn skimar í kringum sig,
ávextir og sælgæti blasir hvarvetna við
honum, því að frúnni þykir velmegunar-
bragur og hýbýlaprýði að munaðarvarn-
ingi, einkum finnst henni blóðrauð epli
jólaleg og bjarma liggi af fagurgulum
appelsínum, gulieplum eins og skáldið
kvað. Vínber og bananar eru sett sem
punt á ávaxtaskálarnar, en aprikósur
tróna sér í skrautskál á fæti.
„Mér þykir þið búa vel, það' er bara
rétt eins og maður komi inn í ávaxta-
búð,“ segir ritstjórinn. „Jæja, kallinn,“
hann slær þéttingsfast á herðar Hannesi
„Það er gleðilegt að sjá, að þú lifir í vel-
lystingum praktuglega og ert vel spræk-
ur að sjá. Ég hélt að þú lægir eins og
dauður eftir bréfaburðinn langt fram á
nótf og ætlaði að hressa þig með góðunl
frétturri. Já, þú erl svei mér hressilegur
kannske þú hafir krítað liðugt í grein-
inni þinni og jól bréfberans séu ekki út
af eins nístandi nöturleg og þú lýsir
þeim. En hvað uir. það, skáldaýkjur eru
oft til bóta, greinin þín hefur vakið
feikna athygli, og nú ætla ég og fleiri
góðir menn að hefjast handa og ganga
milli bols og höfuðs á því fáránlega fyrir
komulagi. að verið sé að peðra út bréf
um langt fram eftir háheilagri jólanóttu
og þeir sem í þv> lenda séu eins og lurk
um lamdir allan jóladaginn, og geti ekki
hrært sig hót sér til skemmtunar. Ég
ætla það megi með viturlegri nýskipan
þessara mála koma því svo fyrir, að öll-
um bréfaburði sé lokið fýrir klukkan
fimm á aðfangadag, svo að póstunum
gefizt tími til að spariklæðast og halda
heilagt.“
Pósturinn hefur 1 fyrstu setið eins og
dauðadæmdur undir ræðu ritstjórans
slík hremming eru honum hinar góðu
fréttir. en hann þan aldrei langan tíma
til að sækja í sig veðrið hann Hannes frá
Hálsakoti. hann rýkur á .fætur. þrýfur
handfylli síria i skyrtubrjóst ritstjórans,
skekur hann til og segir með þrumu-
raust: „Hvurn sjálfan ...svo sem
verður að krefjast, en þá verður líka að
gera vel við alla, sem að henni starfa,
góð laun eru sjálísagt réttlætismál, orlof
tvisvar á ári og jólagratíale."
„Jólagra — ha?“ hváir pósturinn.
„Jólagratíale," endurtekur ritstjórinn.
„Það er ekki von að þú skiljir svona út-
lendan orðfjanda, sem maður slettir af
subbuskap. Ég átti við, að þeir fengju
sérstaka þóknun, sem þurfa að leggja
harðar að sér við vinnu fyrir jólin en
endranær. Þú skyldir nú hafa reynzt
póstmannastéttinni réttnefndur jóla-
sveinn, Hannes minn, og greinin
þín verið gjafir 1 poka henni til handa.
Þetta er nú að reynast drengur góður,
maður með stóruni staf, jólamaður getur
maður sagt í þessu sambandi. Og vertu
nú kátur, vinurinn, því að ég sé ekki
betur en að þú sért bæði guði og mönn-
um velþóknanlegur."
Jólapóstsfrúin, nei erindrekafrúin
væntanlega eða útflutningsnefndarfor-
mannsfrúin, liún Strúna frá Hálsakoti,
kemur inn með finustu bollana sína, syk-
ur, rjóma og hrokuð kökuföt á bakka og
fer að leggja á borð.
Hannes gengur um gólf, brosleitur og
léttbrýnn og nýr saman höndunum, því
að hann er strax farið að klæja í lófana
eftir nefndargróðanum og jólagra-gratín-
inu, nei,' hvernig var það nú aftur? Jóla-
gratíale. Já, hann klæjar líka í lófana
eftir jólagratíalíinu, sém hann muni ein-
hvers staðar fá á næstu jólum. Hann upp-
hefur sína raust og kyrjar með ringjum
og seim eins og hans er háttur:
Náðarsólin skært mér skín,
Skylt er að þakka og vera glaður,
þeim ætíð fylgir auðna fín,
sem öðrum reynist jólamaður."
Þórunn Elfa.
♦
♦
\
♦
♦
Cjfe&ileg jói! ^aráœft ntjtt árí
Kaffibrennsla Akureyrar