Tíminn - 16.12.1961, Síða 8

Tíminn - 16.12.1961, Síða 8
B ★ JOLABLAÐ TÍMANS 1961 * Dag einn í byrjun desembermánaðar kom Hanna litia út úr skólahliðinu. Hún var að fara heim til sín og var mjög hugsi. Hún hafði hlýtt sjal vafið um sig og prjónaða húfu á höfðinu, og var það með naumindum, að björtu augun og litli, rauði nefbroddurinn sæjust nið- ur undan henni. Karó, svartflekkótti hundur nágrannans, gelti af gleði, er hann sá vinkonu sína. Hann hafði hlaupið á móti henni út að skólanum eins og hann var vanur. En í dag sagði hún að- eins: „Komdu, Karó“ og hélt heim á leið, án þess að láta vel að leikbróður sínum, sem hún þó var vön að gera. f»ó að seppi væri vitur endrarnær, þá gat hann þó ekki skilið þetta og hug- dapur laut hann höfði og hengdi niður rófuna og labbaði heim við hliðina á litlu stúlkunni. Þegar þau voru komin þangað sem Karó átti heima, nam hann staðar og leit von- araugum á Hönnu, en hún kvaddi hann ekki einu sinni, heldur fór leiðar sinn- ar, og það var ekki svo mikið sem hún liti í þá átt, sem hundurinn var. Þá ýlfr- aði hann lágt, hengdi aftur niður höfuðið og labbaði því næst í hægðum sínum yfir völlinn, beina leið heim að bæ hús- bónda síns og lagðist hljóður í bælið sitt. Svo gerði hann jafnan, er hann þóttist hafa verið móðgaður. Hanna litla var nú komin heim, — heim í stofuna, þar sem móðir hennar, svartklædd, fölleit kona sat við lampann og saumáði. „Gott kvöld, mamma mín,“ sagði hún og tyllti sér á tá til þess að kyssa hana. Hún fann, að varir mömmu hennar voru heitar, en hendurnar kald- ar. Hún leit á ofninn, hann var dimmur og kaldur. En hún spurði ekki, hvers vegna. Hún varð jafnvel ekki vör við, þegar henni var borinn kvöldmaturinn, að í dag var ekkert smjör ofan á brauð- inu svo niðursokkin var hnú í hugsanir sínar: „Nú, nú, Hanna mín, frá hverju hefur kennarinn verið að segja ykkur í dag?“ spurði móðir hennar. „Frá barninu Jesú“, sagði Hanna. Fölleita konan andvarpaði og beygði sig í flýti yfir sauma sína. „Já, og .... og Pálína segir, að barnið Jesús muni ekki koma til okkar í ár. En heyrðu,, mamma, heldurðu að það sé satt?“ Þá lagði móðir hennar saumana frá sér og tók í stað þess litlu stúlkuna upp í kjöltu sér. „Sjáðu, barnið mitt“, sagði hún og strauk hendinni yfir glóbjörtu, hrokknu lokkana, „það er aldrei unnt að vita með vissu, hvort barnið Jesús kemur. Þú verður að muna eftir, að til er slíkur aragrúi af börnum í heiminum, og fyrir því verður barnið Jesús að flýta sér, og stundum kemst hann samt ekki til þeirra allra, einkum þegar veðrið er mjög slæmt á jólunum. ímyndaðu þér, að skaflar séu úti og vinduiinn þjóti hvín- andi fram hjá húshornunum, og í slíku veðri á litla barnið hans Jesús að færa mönnunum gjafir sínar, veslings litla barnið.“ „Já, en .... ennþá hefur það ekki verið til neins gagns, að ég var iðin og þæg, og þá hefði ég alveg eins getað sleppt því að fá allar 10-urnar.) Þá varð móðir hennar mjög alvar'leg og setti Hönnu aftur niður á gólfið. „Þæg átt þú alltaf að vera, svo að hann faðir þinn megi gleðjast uppi á himnum, veslings faðir þinn, sem var svo veikur og þoldi svo miklar kvalir, áður en hann komst upp þangað. En það er ekki vegna jólagjafanna, að þú átt að vera þæg. Ef barnið Jesú heyrði það, mundi hann vafalaust alls ekki koma til þín.“ Hanna laumaðist sneypt yfir í horn á stofunni, þar sem litli stóllinn hennar stóð. Djúp alvara lagðist yfir andlit hennar, er hún tók að hugsa um, hvernig ástatt var fyrir henni. Nefið á brúðunni var að sönnu íflatt, en hún var samt allra bezta brúða og óvanalega skynsöm brúða. Myndabæk- urnar voru enn fullgóðar. í brúðueld- húsið vantaði raunar pott, en það gerði ekkert til. Ef veðrið yrði slæmt, þyrfti barnið Jesús ekki að vaða í fæturna hennar vegna. Hún skyldi gera sig ánægða með leikföngin, sem hún átti, og hún skyldi líka vera þæg, þótt hún fengi ekkert jólatré. En jólatré væri þó fallegt með mörgu ljósunum og þeim yndislegu hlutum, sem á því gætu hang- ið .... HANNA LITLA BARNASAGA Þýdd lír danska „Dyrevennen". Hanna andvarpaði og gaut augunum yfir til mömmu sinnar, sem sat og keppt- ist við. Þá datt henni allt í einu nokkuð nýtt í hug: ef barnið Jesús kæmi ekki, þá hlyti móðir hennar að halda áfram að vera í þunna kjólnum og ganga á göt- óttu skónum sínum. Veslings mömmu væri alltaf kalt. Nei, barnið Jesús mætti til að koma, ef ekki til Hönnu, þá með hlýjan kjól og nýja skó handa mömmu hennar. Og Hanna litla settist niður til þess að skrifa barninu Jesú, að hann mætti til að koma fyrir hvern mun. Hún skrif- aði mjög laglega, þótt stafirnir yrðu ef til vill nokkuð stórir. Daginn eftir var Hanna laus úr skól- anum, og kl. 10 fór móðir hennar út í þunna kjólnum til að kaupa ýmislegt. Jafngkjótt sem Hanna var orðin ein, tók hún skriffærin, skar strikað blað upp úr skrifbókinni sinni , og skrifaði bréfið. Hún kepptist svo við að skrifa, að hún var blóðrauð í framan. Þegai bréfið var búið, kom nýtt áhyggjúefni. Hvernig átti hún að koma bréfinu? Með póstinum? Þeirri hugsun hafnaði Hanna strax. Þvi að gamli póst- þjónnin hlés mæðilega öndinni. þó að hann þyrfti ekki að fara nema upp á. þriðja loft hvernig ætti hann þá að geta farið alla leið upp til himins, þar sem barnið Jesús á heima! Hanna litla rak sleikifingurinn upp í sig, rétt eins og hún héldi, að það mundi hjálpa henni til að finna eitthvert úr- ræði. Alveg af tilviljun varð henni litið út um gluggann þetta var kaldan, bjart- an sólskinsdag, og skógarásinn, sem lá andspænis bcrginni í nokkrum fjarska, sýndist svo nálægur, sem lægi hann hin- um megin við götuna. Ó, ef hún gæti það.-------Þarna uppi í skóginum uxu grenitré. Hún hafði sjálf farið þangað um sumarið og séð þau mörgum, mörgum sinnum. Þangað kæmi Jesús eflaust til að sækja tré, er hann síðan færi með í húsi:.. Þess vegna þyrfti hún ekki annað en hengja bréfið á litla jólatréð, og þá mundi barnið Jesús vafa- laust finna það. Hanna stakk gat á eitt hornið á bréf- inu og batt tvinnaspotta' í það og faldi síðan róleg bréfið Seinni part dagsins ætlaði hún að fara upp á hæðina og hengja það á grenitré. Veginn þangað ratað: hún vel. Hún var svo hugsandi út af fyrirætl- unum þeim. sem voru að brjótast um í litla höfðinu hennar aP hún hragðaði varla á miðdegismatnum En móðir henn- ar tók ekkert eftir þvi Hún sat með grátþrútin augun og talaið í lágum hljóð- um við sjálfa sig. Veslings mamma! Henni hefur eflaust orðið kalt, þegar hún fór inn í borgina. Það var líka kalt í herberginu. Seinni part dagsins fór móðir Hönnu aftur út. En hún tók ýmsa muni með sér: gullbaug, úrið, sem faðir hennar hafði átt og nokkuð fleira: „Ég skal áreiðanlega koma með eitthvað heim handa þér“, sagði hún við Hönnu um leið og hún fór, en það var enginn gleði- svipur á henni, þegar hún sagði þetta. Óðara en móðir hennar var komin út úr dyrunum, tók Hanna sjalið sitt og bréfið og hélt af stað. Bara að hún gæti verið komið aftur áður en móðir hennar kæmi heim og áður en dimmt væri orðið. Hún gat ekki borið á móti því, að hún var ofurlítið hrædd. Fyrir utan hús ná- grannans stóð Karó. Hann leit hryggur á litlu stúlkuna, dinglaði rófunni lítið eitt, en hljóp ekki á móti henni. Honum sveið enn meðferðin, sem hann hafði orðið fyrir í gær. En nú kallaði Hanna: „Komdu Karó, — Karó greyið, komdu með!“ Karó ýlfraði af gleði og hljóp með henni. Þau gengu hratt eftir aðalgötunni, en linuðu svo á, með því að Hönnu fór að þykja málið nokkuð ísjárvert. Setjum svo, að hún kæmist eklci heim fyrir kvöldið. Hún hefði ef til vill átt að bíða til næsta dags, en þá kæmi bréfið of seint, hún mátti því engan tíma missa. Á leiðinni klappaði hún Karó á bakið, og hann sleikti vingjarnlega hönd henn- ar með stóru, rauðu tungunni sinni. En hvað allt var yndislegt! Himinninn var heiður og sólbjartur, og það marraði í snjónum undir fótum hennar. Langir, gljáandi klakadinglar héngu niður úr öll- um húsþökunum og afarvíða voru hrafn- arnir að krunka, og Hanna hafði bréfið í vasanum, og þegar barnið Jesús kæmi, mundi það hafa meðferðis bæði kjól og skó handa mömmu, og ef til vill, já al- veg áleiðanlega líka eitthvað handa Hönnu. Henni þótti vænt um Karó og hún klappaði honum og lék sér við liann, — í stuttu máli: það var yndislegt. Vinirnir tveir voru nú komnir út fyrir íæinn. Vegurinn lá yfir hvíta, fannþakta völlu og virtist aldrei ætla að enda. Því lengra sem þau gengu, því fjarlægara sýndist hið þráða takmark vera. Loks lá vegurinn upp á móti. Hanna var orðin mjög þreytt, en hún reyndi þá af alefli að komast áfram. Þarna uppi stóðu jólatrén, — og hvað þau voru falleg! Snjórinn lá eins og sykur á dimm- grænum greinunum, er svignuðu undir þunga hans. Þau fóru bæði veginn spölkorn inn í skóginn. Himinninn var rauður, svo dæmalaust yndislega rauður. Loks nam Hanna staðar. Ljómandi fallegt, lítið grenitré óx þar á skurðbarminum. Það mundi barnið Jesús efalaust sækja, svo að einmitt á það vildi Hanna hengja bréfið sitt. Hún hengdi það líka upp í tréð og batt það fast með -tvinnaendum, til þess að vindurinn feikti því ekki í burtu, og Karó stóð við hliðina á henni og fylgdi öllum hreyfingum hennar með viturlegum augum sínum. Þegar litla, ötula stúlkan var búin að hengja upp bréfið, fann hún fyrst til þess, hversu þreytt hún var orðin; henni var ekki beinlínis kalt, en hún fann til verkjar í fótunum. Tréstúfur stóð nálægt litla grenitrénu, það var að sönnu snjór á honum, en Hanna strauk snjóinn burt. Og því næst settist hún niður til að hvíla sig en lagði hendurnar utan um loðna, hlýja hálsinn á Karó. Það var svo hljótt, að hægt var að heyra snjóinn detta niður af greinun- um. Við og við gargaði hrafninn „krunk, krunk"; að öðru leyti var dauðaþögn. Kvöldroðinn varð æ fölari. Hanna sá rdunar, að hún mundi koma of seint heim, en hún var ekki hrædd. Hún var aðeins þreytt, fjarskalega þreytt. Hún lét aftur augun, opnaði þau nokkrum sinnum, en Karó gelti og togaði í fötin hennar, síðan lokaði hún augunum al- gjörlega. Undarlegt var það! Nú fyrst virtist henni hún geta séð allt vel. Hún sá skóg- inn og mjöllina á trjánum og grenitréð, sem hún hafði hengt bréfið á. og káta Karó og rauða himininn já. hún sá jafn- ve) sjálfa sig sitjandi a tréstúfnum, með fæturna dregna undir sig og sjali(5 vafið utan um sig. Þá varð himinninn allt í einu loga- (Framhald á 14 síðu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.