Tíminn - 16.12.1961, Qupperneq 15

Tíminn - 16.12.1961, Qupperneq 15
J □ L A B LAÐ TIMANS 1961 15 VERMENN VERÐA ÚTI (Framhald af U. síðu). slétt af'jökli, og það feiknaveður, að ekki var stætt. Við fóium að pjakka með stöf- unum niður í snjóinn til að reyna að fá eitthvert skýli, sem við gætum setzt í. Fylltist það jafnharðan af snjó. Urðum við þó fegnir að fleygja okkur þar niður, því að þreyta og kuldi gen^u mjög nærri okkur. Eftir þetta kom dimman, og hafði þá hver lítið af öðrum að segja, og mátti svo segja að hver og einn berðist við dauðann. Ég get ekki greinilega sagt frá öðium en sjálfum mér þessá nótt. Átjf ég eins og flestir hinna nóg með sjálfan mig, og var lítt fær um að rétta öðrum hjálparhönd. Ég lá lítið niður, gerði allar tilraunir til að halda á mér hita. Ég lagðist á bakið og barði saman fótunum og hafði yfir höfuð þá hreyfingu, sem ég frekast gat. Litlu eftir dagssetur andaðist drengur, 17 ára, og heyrði ég til hans hljóð eða andvarp, um leið og hann skildi við. Nálægt miðri nóttu heyrði ég angistar- óp, og fór að huga frekar að því. Vaiyþað Egill Jónsson, mágur minn, frá Hjálms- stöðum, og var hann fastur í fönninni, berhöfðaður og berhentur á annarri hendinni. Hann hafði misst höfuðfatið og annan vettlinginn. Eftir mikla erfiðis- muni náði ég honum á fætur og batt tveim vasaklútum um höfuð hans, en hendinni fór ég að reyna að koma í buxnavasann. Var hún þá stálgödduð og ósveigjanleg, og sagðist hann ekkert finna til hsnnar. Ég gat ekki yfirgefið Egil svo á sig kominn, enda gat hann furðanlega staðið uppi, með því að hafa stuðning af mér. Nokkru síðar heyrði ég hrópað nálægt mér og fór að gæta að því. Var það Þið- rik úr Útey. Var hann einnig fastur i fönninni og sagðist hafa ákafan brjóst- krampa, sem hann átti vanda til að fá. Að lokum tókst mér að ná honum á fæt- n,,,.ur,.og studdi ég þá svo báða, Egil og Þið- rik, lengi næturinnar. Eftir að ég hætti að hafa sjálfráðar hreyfingar, fann ég, að mig kól bæði á höndum og fótum. Fram undir dögun vissi ég ekkert, hvað hinum leið. Þeir voru vitanlega aÍJ hjálpa, sem eitthvað gátu, hinum sem litla eða enga björg gátu sér veitt. Undir dögunina slptaði veðrinu lítið eitt. Sást þá aðeins rofa fyrir tungli, og komust þá allir á fætur, hver með annars hjálp, og voru þá allir lifandi nema áðurnefndur drengur. Töluðum við saman og mælti enginn æðruorð. Þegar var hálfbjart orðið af degi, rauk hann aftur upp með þeim feikna ofsa, að langt keyrði úr hófi fram yfir það, sem áður var. Fannst okkur þá, sem við stæð- um alveg berir fyrir heljarfrostinu og hrökkluðumst af stað undan veðrinu. Voru þar nokkrir sem ekkert gátu kom- izt, þar á meðal Egill og Þiðrik, og skild- ist ég þar við þá. Þessi hrina stóð á að gizka eina klukkustund, og er ég þess alveg viss, að ef hún hefði staðið yfir aðra klukkustund þá hefði enginn okkar komizt lífs.af. Veðrið dró niður um það bil, að albjart var orðið, og var þó enn hároksbylur. Sáum við þá höggva fyrir toppnum á Grímmannsfelli. Vorum við rétt fyrir neðan Leirvogsvatn, heldur nær Stardal en Bringum, og höfðum við þá lítið sem ekkert villst. Nálægt kl. 9 um morguninn komum við fjórir eða fimm niður að Bringum, hinir þrír eða fjórir komu litlu síðar. Þá bjó á Bringum fátækur maður, Jó- hannes Lund. Voru þar lítilfjörleg húsa- kynni og knappt um bjargræði og eldi- við. Var okkur veitt hin bezta aðhjúkrun, sem hæg£ var. Fengum við þar kaffi og nýmjólk, en fórum síðan niður í vatns- ílát með hendur og fætur, og vorum þannig niðri í því það sem eftir var af deginum, og var það óskemmtilegur dagur.“ VI. Eftirmáli. Illmæli hrundið. Við þessar frásagnir er að sjálfsögðu litlu að bæta hér, þær eru einstæðar fyr- ir það, hversu gagngert og nákvæmt þær lýsa hörmungum þeim, sem yfir dundu. og baráttu mannanna og afdrifum hvers af öðrum. Vitanlega eru til núlifandi ' menn, sem komizt hafa í eitthvað áþekkt, en sem betur fer mún allur almenningur nú til dags hafa litla eða enga hugmynd um slíkar ógnir. Er og útbúnaður manna til vetrarferða nú orðinn allur annar en áður var, auk svo þess yfirleitt breytta veðurfars til bóta hin síðustu ár, og þess> vegna vísast, að slíkir atburðir, sem hér hefur verið lýsl, séu almenningi ekki svo ofarlega í hug þessi árin, sem oft var á liðnum tímum. Ég vil þó ekki skiljast svo við frásögn sr. Rlagnúsar Helgasonar, að vikja ekki lítillega að því í lokin, hvað þar er gefið í skyn um orsakir slysfaranna á Mosfells- heiði. Þótt það sé að visu með vægum orðum, og nánast óbeint, parf engum að dyljast að hverju er látið liggja. Það á að hafa verið næturgistingin á Þingvöll- um, hjá prestinum, sr. Símoni Bech og fólki hans. Ekki kemur til mála, að sá mæti maður sr. Magnús hefði farið að gefa þetta í skyn nema því aðeins, að þetta hafi raunverulega verið í almæli, sem það líka var, og það m. a. s. eftir 40 ár, sem liðin voru. Þeim félögum átti á Þingvöllum að hafa verið kúldað fjór- um og fjórum saman í rúm, þreyttum og köldum, í óupphituðu herbergi, ekkert hirt um að þurrka af þeim vosklæði eða sokka, o. s. frv. „Engir váru þar eldar gervir né skipt um klæði ok váru þeir vátir ok frernir“, eins og sagt er um næturvist eina í Bjarnar sögu Hítdæla- kappa. Ekki hafi þeim félögum verið bornar veitingar né annar beini, nema að prestur vildi þ£, að þeir fengju kaffi um morguninn, sém síðan átti að hafa dregizt von úr viti, og hafi þá félaga því „iðrað þess mjög síðan", að þeir ekki afþökkuðu þetta kaffi Þegar svo þessar og þvilíkar ásakanir gegn Þingvallafólki* 1) tóku, er frá leið, á sig æ ýktari gcrvi í almannaróminum, kom þar að lokum, að prestur þóttist ekki lengur geta látið -þær um kyrrt 1) Presturinn, Símon Bech, d. 1878, mun hafa verið sonur Vörms Bech, hreþpstjóra á Geitaskarði, sem nokkuð kemur við sög- ur i sambandi við Agnes og Friðrik og 111- ugastaðamorðin. Sr. Símon er talinn hafa verið mætasti maður, prófastur alllengi í Árnesþingi, „staðfastur og hirðusamur", (Æviskrár PEÓ) en e. t. v. eitthvað hjá- rænulegur, ef dæma má eftir (skop)mynd og frásögn í ferðabók Bandarikjamanns, J. Ross Browne, (The land of Thor). Sr. Síman Bech var kvæntur konu af góðum ættum norðlenzkum, en ekki mun þeim hafa orðið barna auðið. liggja, né undir þeim búið. Skrifaði hann þá greinarstúf í Þjóðólf árið eftir slysið og bar af sér sakir og sínu fólki. Segir prestur, að þeim ferðamönnum hafi verið búinn sá beini, sem tiltækur var miðað við híbýlakost og aðstæður, en allir hafi þeir verið vel búnir að vistum og skjól- fatnaði, að því hann hafi bezt vitað, enda hafi þeir ekki gert sér né fólki sínu á neinn hátt aðvart að þeim væri neitt að vanbúnaði, áður en þeir lögðu á stað um morguninn. Önnur grein birtist í Þjóðólfi, aðsend, þar sem enn er sveigt að Þingvallafólki, en síðan féllu skrif þessi niður, en orð- rómurinn virðist hafa verið furðulega lífseigur, og fólkið í rauninni legið óbætt hjá garði allt fram á þennan dag.1) Ef gera á sér grein fyrir hinu sanna í þessu efni, er bezt að athuga fyrst hvað Guðmundur Pálsson hefur til máls að leggja. Hann segir svo frá í grein sinni í Óðni, að þeim félögunum hafi verið „tekið eftir föngum“ á „báðum“ bæjun- um, „þurrkuð af okkur vosklæði, eins og hægt var, og eftir föngum veittur beini“. Kemur þetta ekki vel heim við frásögn sr. Magnúsar, sem hann þó þykist hafa eftir „hinum kunnugustu mönnum". Það er varla efamál. að G. P. getur þessa sérstaklega i grein =ínni að gefnu tilefni, þ. á m. væntanloga að frásögn sr. Jfagnúsar, sem har.n vill með þessu leið- rétta að þessn leyti Má því segja, að þetta langvarandi og lifse:ga illmæli um Þingvallafólk sé þar með að fullu niður kveðið og um sjálft sig fallið. og þess vegna undarlegra, að það skuli enn skjóta upp kollinum, eins og að framan er getið. Það verður og að hafa í huga í sam- bandi við næturgisting þeirra félaga á Þmgvöllum, að aðstaða öll til gistingar og beina svo margra manna var að sjálfsögðu mjög erfið og ófullkomin, enda má sjá það af mynd þeirri, sem hér fylgir, sbr. frásögn úr ferðabók frá þeim tíma, („Land of Thor“), að húsa- kynni voru mjög lítil á Þingvöllum. enda var staðurinn fyrir löngu fallinn í algera niðurníðslu. Upphitun tíðkaðist ekki í sveitabæjum í þann tíð, og má það þvl vel vera rétt, að gistingin hafi ekki verið þeim félögum sem notaleg- ust. En það er engin sanngirni að gefa presti og fólki hans þetta að sök, enda voru menn þessir og sjálfsagt vanir 1) J. Eyþ. tekur þó svari Þingvallaprests 1 Hrakn. og heiðarv. Hins vegar eru þessar ósönnu og ósmekklegu aðdróttanir enn teknar upp i nýlega útkominni, ágætri bók „Öldln, sem leið“ eftlr Gils Guðmunds son, rithöf. vosbúð, eins og á slíkurn ferðum, nema þá helzt unglingarnir. Guðmundur Páls- son tekur það beint fram, að reynt hafi verið að þurrka af þeirn vosklæði o. s. frv. Hitt er svo aftur ósmekklegt úr hófi fram, þegar látið er liggja að því, að þag1 hafi verið morgunkaffið á Þingvöll- um, er dregið hafi þennan ógæfusamlega di'Ik á eftir sér, og að þeir hafi iðrazt þess lengi síðan, félagar, að þeir skyldu þiggja þetta kaffi. Vitanlega getur það verið rétt, að nokktig hafi dregizt að reiða fram kaffið, enda voru það engin hraðsuðutæki, sem húsmæður höfðu á þeirn árum, sízt að morgunlagi, þegar taka þurfti upp eld við tað og hrís. Auð- vitað gekk presti ekki nema gott eitt til, og eru sakargiftir þessar því í senn ódrengilegar og fjarri öllum sanni. Ag öðru leyti hefur það litla þýðingu að reyna að rekja ,,orsakir“ að slysför- um S’enr þessum. Þar er sjálfsagt hæg- ara um að tala en í að komast. Þó virð- ist það augljóst, að þag hafi einmitt ver- ið veðurútlitið um morguninn, sem blekkti þá félaga svo hrapallega, sem raun bar vitni. Hvergi var ský á himni, og „draup af bæjarþiljunum, þegar kom á Kárastaði." Það var og þegar af þess- ari ástæðu, engin sérstök ástæða fyrir Þingvallafólk að hafa áhyggjur eða af- S'kipti af ferðamönnunum, því síður sem vitað var, að þeir höfðu nógan skjól- fatnag og annan útbúnað, ef á þyrfti að halda. Á sama hátt verður þetta veð- urútlit svo til þess, að þeir félagar uggðu ekki að sér að taka upp skjólföt í tíma, enda kemur það frarn síðar, hversu illa þeir voru við búnir, er veðrið skall á. T. d. fuku af þeim höfuðfötin, og annað eftir því. Má með sanni segja, að hér hafi gætt ekki lítils fyrirhyggjuleysis-, a.m.k. hjá þeim fullorðnu, sem ferð- inni réðu, og vissulega bar þeim í öllu að sjá um, að unglingarnir væru í tíma klæddir betur til hlífðarfata, því að jafn- an er veðra von á fjallvegum um þetta leyti árs, og ekki alltaf gerð boð á und- an. Það, sem síðan réð úrslitum, ef svo miá að orði komast, var það, hversu veðrið skall snögglega á og allsendis óvænt, með þeim ógnum, frosthörku og veðurhæð á svipstundu að kalla, að til ódæma mun mega telja. Gafst þeim fé- lögum ekki tíroi til að opna bagga sína og ná upp hlífðarfötum, enda voru þeir á algeru bersvæði og hvergi afdreps að leita. Eftir það má segja, að „hver og einn berðist vig dauðann“, eins og Guð- mundur Pálsson orðar það, og má það reyndar tilviljun heita, að nokkur skyldi komast lífs af úr þessum ógur- lega hildarlei'k. OFT VELDUR LÍTILL NEISTISTORU BÁ Ll • BRÝNIÐ FYRIR BÖRNUNUM AÐG ÁT MEÐ ELD • OFT VELDUR LITILL N EISTISTÖRU BÁL! • CRÝNIÐ FYRIR B ÖRNUNUM AÐGÁT MEÐ ELD • OFT VE LDUR LITILL NEISTISTÚRU BÁLI • B RÝNIÐ FYRIR BDRNUNCM AÐGÁT MEÐ ELD • OFT VELDUR LÍTILL NEISTIST ÚRU BÁLI • BRÝMIO FYRIR BÖRNUNU ALMENNAR TRYGGINGAR “Ósthússtræi' 9 Sími 17700

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.