Tíminn - 28.12.1961, Qupperneq 6

Tíminn - 28.12.1961, Qupperneq 6
Orðið er frjálst: Ólafur Þ. Krisfjánsson Litla gula hænan SJÖTUGUR: Sigfús Halldðrs, frá Höfnum f TímaTmm, sem út kom á miðvikudaginn 29. nóv., er grein eftir Jóhönnu Kristjónsdóttar stud theol. Eg leyfi mér að skamm stafa nafn hennar hér á eftir J.K. Aðaléfni greinarinnar er aðfinnsl ur við málfar ýmissa barnabóka, og ætla ég ekki að blanda mér í það mál án þess að ég mundi vilja taka undir allt, sem J.K. seg ir um það efni. En í greininni er talað með ut- ilsvirðingu — svo að ég segi ekki með óvild — um tiltekna kennslu bók í lestri, Litlu gulu hænuna, og fyllilega gefið í skyn, að höf- undur hennar hafi unnið óþarft verk með samningu hennar og' fræðslumálastjómin með því að leyfa notkun hennar í barnaskól- um. Þessu má ekki veTa ómót- mælt. Steingrímur Arason, höfundur Litlu gulu hænunnar, var einhver ágætasti skólamaður, sem þessi þjóð hefur átt, prýðilega mennt- aður og skilningsríkur á tilfinn- ingar bama, hugsjónamaður, sem taldi markmið uppeldisins ekki það eitt að æfa hæfileika bama, heldur einnig að kenna þeim að nota þá í þjónustu hins góða. Steingrimur beitti sér fyrir ýms um nýjungum í kennsluaðferðum, ekki sízt í lestrarkennslu. Ekki er ofsagt, að útkoma Litlu gulu hæn unnar táknaði tímamót á því sviði; svo mjög bætti hún möguleika til skjótrar og góðrar lestrarkennslu í skólum, eins og næg vitni muou fást um meðal kennara, ekki sízt hinna eldri, sem muna fyrri að- ferðir við þá kennslu. Ekkert mik ilmennskuþjal um mikilvægi þess fyrir andlegan þroska að læra lest ur á Mynster-hugleiðingar getur breytt þessari staðreynd. j J.K. talar um „fleygar setning- ar, sem lýsa upp umhverfi sitt og verða tákn aldar“, og nefnir dæmi um slíkar setningar. Mikið væri nú gaman að fá að heyra, tákn hverrar aldar orðin „fögur er hlíðin" hafi orðið og á hvern hátt. En látum það eiga sig. Hitt er athyglisverðara, að J.K. nefnir með fyrirlitningu setningu, sem hún segir að sé „samnefnari" barnabókmennta okkar og Iýsi þeim „átakanlega“, en það er þessi setning: Litla gula hænan fann fræ. Ef taka ætti þessa setningu eina sér og slitna úr öllu sam- hengi við söguna, sem á eftir fer, og þá auðvitað alveg án þess að gefa því nokkurn gaurn, að hér er um kennslubók í lestri að ræða, en ekki bókmenntir — þá fæ ég ekki betur séð, en i hana mætti leggja djúpa og fagra þýð- ingu: Litla gula hænan yrði tákn mannsins, sem stöðugt leitar nýrr ar þekkingar og telur sérhvert nýtt sannleiksfræ vera anda sín- um ávinning, en er þó svo kristi- lega auðmjúkur í hugsun. að gagn vart tilverunni sjálfri finnst hon- um hann ekki vera meiri en lítil gul hæna. Heldur nú ekki ungur guðfræðinemi, að unnt mundi vera að leggja laglega út af þessum texta, svo að dáindisgóð stólræða yrði? Hitt verður svo ekki um of brýnt fyrir mönnum — og þá ekki aðeins fyrir þeim, sem bæk- ur semja eða blaðagreinar, — hve mikilvægt það er, að börn og ungl ingar læri íslenzkt mál sem bezt og rækilegast, öðlist þekkingu á margbreytileika þess og skilning |-á blæbrigðum þess, fari rétt með orðatiltæki og málshætti, telji ekki I „reisn“ íslenzkrar tungu fólgna í því að nota í riti útlend orð með stafsetningu, sem ekki er til í neinu tungumáli. Um þetta erum við J.K. eflaust sammála. Og barfttta hennar fyrir þessum málstað er lofsverð. En hún má ekki láta vígagleði ungs manns leiða sig til að skjóta geiri sínum þangað, sem ómaklegt er með öllu, svo sem hún gerir í um-1 mælum sínum um kennslubók Steingríms Arasonar, Litlu gulu hænuna, því að sú bók er gerð af mikilli kunnáttu og hefur reynzt ná mjög vel tilgangi sínum: að vera kennslubók handa byrjend- um í lestrarnámi, — auk þess sem hún er’skrifuð á réttri og lipurri íslenzku. Hafnarfirði, 30. nóv. 1961 Ólafur Þ. Kristjánsson. Sigfús Halldórs, frá Höfnum, setur fyrsta Vestmannafundinn á Þing völlum. Sigfús Halldórs frá Höfnum varð sjötugur í gær. Hann er fæddur að Þingeyrum 27. des. 1891, sonur Halldórs Árnasonar bónda og sýsluskrifara og Þuríðár Sigfúsdóttur prests á Undirfelli Sigfús tók stúdentspróf 1913 og heimspekipróf við Hafnarháskóla 1914. Stundaði síðan nám í þeirri deild danska Landbúnaðarháskól- ans, sem bjó menn undir rækt- unarstörf í hitabeltislöndum. Síð- an fór hann til Malaya á vegum Austur-Asiufélagsins og var um- sjónarmaður þar á gúmekrum. Eftir það fluttist hann til Vest- urheims og var ritstjóri Heims- kringlu í Winnipeg um sex ára skeið. Kom síðan heim 1930 og varð skólastjóri gagnfræðaskólans á Akureyri næstu fimm árin. Um alllangt skeið var hann ritari Áfengisverzlunar ríkisins í Reykja vík Hann ritaði fjölmargar grein ar í Dag á Akureyri meðan hann var þar. Hann var og ritstjóri Nýja dagblaðsins í Reykjavik um skeið og ritaði fjölda greina í það og Tímann. Einnig flutti hann mörg útvarpserindi. Sigfús Halldórs frá Höfnum er annálaður gáfumaður og frábær- lega vel ritfær, víðlesinn jafnt í erlendum tímaritum og bókmennt um sem íslenzkum efnum, og því {agnmenntaður maður, eins og greinar hans bera glögglega með sér. Sigfús er kvæntur Þorbjörgu Helgadóttur frá Addington í Manitoba, ættaðri úr Húnaþingi, þjóðkunnri menntakonu, og er heimili þeirra nú að Hófgerði 6 í Kópavogi. MINNING: Sigvaldi Hjálmarsson: Jón Skl Þorsteinsson Hinn andlegi einstefnuakstur Svar til Esra Peturssonar, læknis í EITT SKIPTI fyrir öll skal þeirri reginfirru vísað til föður- húsa, að guðspeki sé trúarbrögð. Það skilst ofureinfaldlega af því, að í Guðspekifélaginu eru menn af öllum trúflokkum og einnig menn, er telja sig enga trú játa. Og það skilst líka af stefnuskrá félagsins. svo að af tekur öll tví- mæli: Hún hljóðar svo: 1) Að móta kjarna úr allsherjar bræðra lagi mannkynsins án tillits til kyn stofna, trúarskoðana, kynferðis, stétta eða hörundslitar. 2) Að hvetja menn til að leggja stund á samanburð trúarbragða, heim- speki og náttúruvísindi. 3) Að rannsaka óskilin náttúrulögmál og öfl þau, er leynast með mönnum. Esra Pétursson veit ekki eða læzt ekki vita, að í Guðspekifé- laginu er ekkert kennivald til. Um mæli hiín um ritið „Fyrirmæli fræðaranna" eru bara mín skoð- un og ekki bindandi fyrir nokk- urn félagsmann, þó að svo vilji til, að ég sé nú í forsetaembætti fé- lagsins hér á landi. Skoðanir for- setans hafa enga sérstöðu umfram annarra félagsmanna, ekki einu sinni umfram skoðanir manna al- mennt, þótt ekki séu í félaginu. Esra Pétursson veit ekki eða læzt ekki vita, að hver rithöfundur, sem skrifar í guðspekirit, og hver fyrir lesari, sem talar á guðspekifundi, ber algerlega ábyrgð á skoðunum sínum sjálfur. Félagið sem heild te-kur ekki ábyrgð á neinum skoð- unum, ætlar hverjum einstakling algerlega að velja eða hafna í þeim efnum. Á þessu ætti Esra Pétursson ekki að flaska aftur. Ummæli læknisins um „Þriðja augað“ virðast eiga að vera eins konar rógsmál á hendur mér. En það fyrirgef ég á stundinni. Ann- ars ber þýðandi, sem beðinn er að þýða bók, enga ábyrgð á sannleiks gildi hennar, heldur höfundurinn, og Guðspekifélaginu kemur þessi bók ekkert við. Sumt í röksemdafærslu læknis- ins er eins og maður sé að tala upp úr svefni: Honum finnst t.d. undarlegt. að minnzt er á trúar- brögð í kjörorði Guðspekifélags- ins, úr því að guðspeki er ekki trú. En þetta cr álíka gáfulegt og að ekki mætti minnast á vísindi í kjörorði félags, sem ekki er vísindafélag. En nú kem ég að aðalatriðinu: dýrkun læknisins á hinum and- lega einstefnuakstri og ótta hans við að leita, nema þá að menn trúi fyrir fram, hvað þeir muni finna. Hann segir það merkilegt rann sóknarefni, hvers „guðspekingar" (eins og hann kallar guðspekifé- laga) séu að leita. Það er þó full- Ijóst af stefnuskrá félagsins, að guðspekifélagar eru að leita hins sanna. En þeir láta hvern einstak ling frjálsan að því, hvað hann telur sannindi og hversu djúpt hann vill seilast í rannsókn sinni. Þeir telja sig ekki geta rétt sann leikann eða hina réttu lífsleið upp á svæfilinn hjá værukærum og trúgjörnum mönnum; þeir verði að leita sjálfir. En af því að þeim er ljóst, að þeir eru bara menn, vita þeir, að-þeir þurfa að endur- skoða afstöður sínar og athuga málin frá mörgum hliðum. En þetta kallar Esra Pétursson „ístöðulausan hrærigraut", af því að hann trúir á einstefnuakstur- inn, sem er góður og gildur, ef stefnt en á kristindóminn, að hans áliti Hér þarf engra vitna við Þetta stendur allt saman í Biblí- unni. Þetta er þungamiðja málsins. Esra Pétursson má mín vegna hafa sína trú í friði, og ég skyldi verja þann rétt hans með oddi og egg, ef á þyrfti að halda. En hann telur sig vita hið rétta fyrir fleiri en sjálfan sig. Hann hefur ekki aðeins fundið leið fyrir sig Hann hefur fundið leiðina, og læt ur menn óspart heyra, að ef þeir ekki fari hana, séu þeir á villi götum. Annars, væri hann ekk með þessi ónot í garð guðspeki og spíritisma, í garð þeirra, sem leita og eru ekki fyrirfram vissir um, hvað þeir muni finna. Esra Pétursson skal fá að heyra það afdráttarlaust, hvað þetta at- hæfi heitir: Þetta athæfi eru tilburðir til að troða trú sinni upp á aðra menn, tilhneiging, er stefnir í áttina til hins andlega trúaremræðis bók- stafstrúarinnar. Og agítasjón fyrir slíku svartnætti afturhalds og þröngsýni verður ekki liðin and mælalaust. Ef Esra Pétursson hefði látið sér nægja að vegsama sína trú, en stillt sig um að niðra andlegri viðleitni annarra. mundi hann hafa fengið að halda skrifum sín um átölulaust áfram En það gerði hann ekki. og þess vegna er bezt að athuga málið dálítið nánar. Það er mikill hroki fólginn i á- kafri trúarvissu, sé henni haldið frá Litlu-Reykjum Fæddur 6. des. 1892. Dáinn 13 nóv 1961. VinarkveSja. Hljóðir vér stöndum, hugurinn lamast, helfregn að ey.runum barst yfir grund. Góður og prúður, göfugur drengur, genginn til náða, í síðasta blund. i .linningar vakna, ayndirnar líða, nargar og fagra.r á hugarins tjöld. j Gull var í manni, gimsteinn í sálu, góðyrðum hylltur af samtíðarfjöld. j Glaður í verki, ! gerandi jafnan gott úr því öllu, sem aflaga fer. Hvar, sem var unnið, hver, sem var starfi, höndunum beitti og dróekki af sér. Þjóðlegur maður, | þuldi í eyra, hulur og sagnir frá Iiðinni tíð. Unnandi sannur Ijóða og lista, iét ekki ginnast í málþrætu hríð. 3a.rnanna vinur, hlómjurtir smáar, blíðlega snerti og veitti þeim skjól. Hlýlega strauk hann harmdögg af auga, höndunum beitti og dró ekki af sér. Söngvanna vinur, fsælum á leiðum, syngjandi þrestir, nú greiði þín spor, j flytji þér kveðjur frá okkur öllum, fylgi þér inn í hið eilífa vor. fram til að kveða niður leitandi skoðanir Það gefur til kynna. að maður telji sig færan um að dæma, svo að óyggjandi sé. Eti rök mannlífsins eru myrk Trúar brögð rísa og kollvarpa öðrum trúarbrögðum Hugmyndír og skýr ingar koma fram og ryðja eldri hugmyndum og skýringum úr vegi Það er fljótfærni að halda. að það sem er sannast og háleitast í dag, hljóti alltaf að verða talið (Framhalo á 11 síðu; Heilinda drengur, hugljúfar þakkir, hrærður ég færi við moldbeðinn þinn. Geymi nú foldin góða og sanna, göfuga, söngljúfa ástmöginn sinn. Blessuð sé hans minning. 15. nóv 1961. Brynjólfur á Brúnum. 6 T í M I N N, fimmtudaginn 28. desember 1961.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.