Tíminn - 28.12.1961, Page 7

Tíminn - 28.12.1961, Page 7
MAGNÚS GÍSLASON Á FROSTASTÖÐUM RITAR Fréttabréf úr Hegranesspingi Þegar þetta er skrifað, fyrsta sunnudag í Aðventu, [hefur veturinn staðið í rúma viku hér norðanlands. Þeir vísu menn, Trausti og Leifur, segja raunar, að fyrsti vetrar- dagur hafi verið laugardagur- inn 21. okt. og ekki ætla ég mér þá dul, að draga í efa þann útreikning þeirra. En hinir eðlilegu fylgifiskar vetr- arins, frost og fannir, voru samt sem áður því nær 5 vik- ur undan landi í þann mund, er almanakið boðaði vetrar- komu. Eftir vanstillt snmar og sums staðar erfitt meS eindæmum, kom milt og gott haust. Sunnanátt eða hægviðri var ríkjandi í 25 daga, frá og með gangnasunnudeginum. 17. sept., og til vetrarkomu, en í 14 daga blés á norðan. Frosts varð naumast vart en töluvert rigndi eða meira og minna í 14 daga. Fyrstu fjóra og hálfa viku vetrar- ins var veðurlag óbreytt að kalla. Nokkra sólarhringa var þó frost en harka engin. Naumast kom fyrir, að föl festi' til fjalla hvað þá í byggð. Norðanáttin varð nú jafn- vel að una við enn þá skarðari hlut en áður. Hún náði sér aðeins á strik í 5 daga en lognið eða sunn- angola réðu ríkjum í 27 daga. Þann 22. nóv. urðu hins vegar snögg og hahkaleg veðraskil. Þá gekk til norðanáttar með snjókomu og 23. og 24. mátti heita stórhríð, einkum síðari daginn. Síðan hefur lengst af verið leiðinda veður, norðan- sveljandi með éljagangi. Stjórn Kjördæmissamb^nds Norðurlandtkji' dæmis vestra, sitjandi f.á vinstri: Guðmundur Jónasson Ási í Vatnsdal, Jóhann Þorvaldsson, Siglufirði Standandi frá vinstri: Guttormur Óskarsson, Sauðárkrók, Gústav Hall- dórsson, Hvammstanga, og Magnús Gíslason, Frostastöðum, Skagafirði. Kjördæmisþing Þegar hin fáránlega kjördæma- bylting hafði verið lögfest, töldu Framsókharmenn nauðsynlegt, með hliðsjón af afnámi hinna fornu kjördæma, að endurskipu- leggja flokksamtök sín utan Reykjavíkur. Áður störfuðu flokks- félög, eitt eða fleiri, í hverju kjör- dæmi. Þessi félög starfa að sjálf- sögðu áfram. En með stækkun kjördæmanna gerðist nauðsynlegt, að öll félög viðkomandi kjördæm- is, kæmu á sambandi sín á milli og hefðu sem nánast samstarf. Því ' hafa Framsóknarmenn myndað hin svonefndu kjördæmissambönd og er nú um það bil ár liðið síðan að gengið var frá stofnun hinna síðustu þeirra. í síðastliðnum mánuði héldu Framsóknarmenn í Norðurlands- kjördæmi vestra kjördæmisþing, hið annað í röðinni, og var það á Sauðárkróki að þessu sinni. Þingið sátu 43 fulltrúar, auk stjórnar sam- bandsins, alþingismannanna Skúla Guðmundssonar, Ólafs Jóhannes- sonar og Björns Pálssonar og all- margra gesta. Kristján Karlsson, fyrrverandi skólastjóri á Hólum, var formaður sambandsins, en er nú fluttur buit úr kjördæminu. Hefur Guðmundur Jónasson, bóndi í Ási í Vatnsdal, gegnt formanns- störfum í stað Kristjáns. Setti hann þingið og kvaddi til fundar- stjórnar Gísla Magnússon, bónda í Eyhildarholti. Fundarstjóri skipaði Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumann og bæjarfógeta á Sauð- árkróki, varafundarstjóra og fól þeim Guðjóni Ingimundarsyni kennara á Sauðárkróki og Grími Gíslasyni bónda í Saurbæ í Vatns- dal að rita fundargjörð. Umræður urðu miklar og fjör- ugar og stóðu, með stuttu kaffi- hléi, frá því kl. 2 e.h. til kl. 10 um kvöldið. Ræddar voru og sam- þykktar nokkrar tillögur frá stjórn sambandsins varðandi aukið og eflt flokksstarf innan kjördæmis- ins. Alþingismennirnir fluttu fram- söguræður um einstaka þætti þjóð- málanna og stjórnmálaviðhorfið í heild. Þá voru og rædd ýmis hags- munamál kjördæmis’ins, einkum þau, er brýnt er að hrint verði í framkvæmd á næstunni. Stjórn sambandsins, þeir Guð- mundur Jónasson Ási, Gústaf Hall- dórsson, Hvammstanga, Guttorm- ur Óskarsson, Sauðárkróki og Jó- hann Þorvaldsson, Siglufirði var endurkjörin en í stað Kristjáns Karlssonar var kosinn varamaður hans, Magnús H. Gíslason, Frosta- stöðum. í útgáfustjórn Einherja voru kosnir þeir Bjarni Jóhannsson, [ Bjami M. Þorsteinsson og Ingólf- Jur Kristjánsson, allir búsettir í í Siglufirði. Stjórnmálaályktun Tíminn leyfði ekki að nefndir í væru skipaðar til þess að fjalla um ;þau mál, er fyrir.þinginu lágu. En ! Gísli Magnússon í Eyhildarholti i tók að sér að semja stjórnmála- ! ályktun þá, er hér fer á eftir. Var hún rædd um hríð og síðan ein- róma samþykkt: „1. Kjördæmisþing Framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi vestra, haldið á Sauðárkróki 5. dag nóvembermánaðar 1961, telur brýna nauðsyn bera til, að lands- lýður allur geri sér ljóst, að tvenn hafa orðið tímamót í ísienzkum stjórnmálum, þau er mestum hvörf um hafa vaidið með þjóðinni frá því hún varð fullvalda ríki 1918. Hin fyrri þessara tveggja tíma- móta urðu á árinu 1927, er ríkis- stjórn Framsóknarflokksins leysti ílialdsstjórn af hólmi, hin síðari undir árslok 1958, er hrein íhalds- stjórn fékk aftur í hendur öll völd, enda þótt hyggilegra þætti að láta svo heita um stundarsakir, að flokkur aiþýðunnar héldi um stjórnartauma. Milli þessara tímamarka hafði Framsóknarflokkurinn lengstum mikil ráð í ríkisstjórn og ósjaldan úrslitavald, stefna flokksins var ráðandi stefna í þjóðmálum. Það er staðreynd, sem enginn maður mælir i gegn, að þetta þriggja áratuga skeið olli aldahvörfum í athafnalífi íslenzkrar þjóðar, hvar sem borið er niður. Húsakostur í sveitum um gervallt land var bók- staflega reistur úr rústum og ræktun jarðar margfölduð, útgerð efld með margvíslegum hætti, kom ið fótum undir margháttaðan iðn- að, samvinnufélögum unnt jafn- réttis og um leið gert auðið að ná eðlilegum og ásköpuðum þroska, samgöngur á landi, á sjó og í lofti efldar svo að til hreinna ólikinda má telja. Af menningarmálum er svipaða sögu að segja: Mennta- skólum var fjölgað, alþýðuskólar reistir, unglingum gert stórum auð veldara en áður að afla sér þeirrar menntunar, er hugur stóð til. AI- menn velmegun jókst og hélzt í hendur við örugga trú á kosti iands og framtíð þjóðar. 2. Með valdatöku Alþýðuflokks- ins og Sjálfstæðisflokks- ins er sköpum skipt. Ríkisstjórn þessara flokka hefur á hinum skamma valdaferli sínum hvað eftir annað sýnt kjósendum fulla fyrirlitningu og fótum troðið lýð- ræðið. Hin skefjalausa afturhalds- stefna ríkisstjórnarinnar brýtur niður bjartsýni almcnnings, drep- ur í dróma viljann og máttinn til nauðsynlegra athafna, hleður und- ir fámenna auðmannastétt, en rýr- ir lífskjör og afkomu alls þorra manna — og þó engra, sem þeirra er vilja og þurfa að stofna heimili. 3. Fari svo fram, sem nú horfir, hlýtur að verða kyrrstaða á öllum sviðum íslenzks athafnalífs, en kyrrstaða er vitaskuld sama og afturför. Við slíku má þjóðin ekki. Kjördæmisþingið skorar því á kjós- endur, hvar í flokki sem þeir standa, að gera sér í fullri ein- lægni grein fyrir því þjóðmála- ástandi, sem nú hefur skapazt, svo og óhjákvæmilegum afleiðingum þess, ef lengi varir, bera það sam- an við loforð og fyrirheit stjórnar- flokkanna fyrir kosningar annars vegar og hins vegar við þá altæku uppbyggingarstefnu, sem áður réð, og draga síðan af þeim samanburði rökréttar ályktanir um vilja og hæfni íslcnzkra stjórnmálaflokka til að marka og fylgja fram þeirri stefnu, er alþjóð horfir til mestra heilla“. Ánægjulegt þing Það er alveg óhætt að segja, að þing þetta var hið ánægjulegasta. Bar þann skugga einan á, að tím- inn, sem því var ætlaður að þessu ! sinni, reyndist of stuttur. Þau mál, ýmis a. m. k., sem kjördæmisþing- j in hljóta að taka til meðferðar, eru svo yfirgrips- og þýðingarmikil, að þau verða ekki rædd og gaum- ; gæfð svo, sem þörf er á, né um þau gerðar ályktanir nema því að- ! eins, að þau séu tekin til athug- unar í nefndum. Ég hygg, að stefna beri að því framvegis, að halda þingin fyrri hluta júnímánaðar og ætla þeim þá tvo daga. Oft er þörf en nú er nauðsyn Eins og bent er á í stjórnmála- ályktun þeirri, sem birt er hér að framan, hefur starf Framsóknar- flokksins frá upphafi verið ómet- anlegt fyrir þessa þjóð. Það er óhrekjanleg staðreynd, að þá hef- ur mest og bezt miðað í áttina til efnahagslegrar og andlegrar vel- megunar almennings í þessu landi, hvort heldur er í sveit eða við sjó, þegar áhrif Framsóknarmanna á löggjöf og iandstjórn hafa verið jríkust, Þó þykir mér ósýnt með ; öllu, að flokkurinn hafi nokkurn tíma átt brýnna hlutverki og þýð- I ingarmeira að gegna en einmitt nú. Einsýn, óbilgjörn og ofbeldissinn- uð ihaldsstjórn ríkir í landinu. Ferill hennar er ljótur og þó ekki ; allur séður enn þá, — og þó hvergi nærri verri en vænta mátti. Orð- um hennar og eiðum er í epgu ; treystandi. Það sanna dæmin, deg- inum Ijósari. Stefna hennar er sú hin sama og íhalds allra landa og jallra tíma. að deila þjóðinni svo ; sem frekast er unnt í yfirmenn og undirgefna, skerpa sem mest skil- in þar á milli og freista þess að búa svo um hnúta, að erfitt reyn- ist úr að bæta. En sagan er ekki þar með Öll: Frjálslyndir menn í þessu landi verða að gera sér þess grein, að þeir eiga ekki lengur í höggi við þjóðlegt íhald, sem vildi þó, þrátt fyrir allt, leitast við að ! vera heiðarlegt, — á sína vísu. íslenzkur ihaldsflokkur er ekkl lengur til nema sem sögulegt fyr- irbrigði. íhaldið á íslandi lítur orð- ið á sig sem hlekk í alþjóðlegri íhalds- og auðvaldskeðju og er þess albúið að starfa samkvæmt þeirri „hugsjón". Á Alþýðuflokkinn tekur naum- ast að minnast. Hann á enga nú- tíð. Þvi siður framtíð. Hann á bara fortíð, raunar að ýmsu viðurkenn- ingarverða. enda kosta nú Alþýðu- flokksbroddarnir („toppkratar"), alls kapps um að afneita henni í verki. Mál er til þess komið. að þeim mönnum, sem stutt hafa Alþýðu- bandalagið í þeirri trú, að með því væru þeir að efla lýðræðissinnað- an umbótaflokk, fari að verða það Ijóst, að sú trú hefur leitt þá á háskalegar villigötur. Línukomm- únistar ráða öllu í Alþýðubanda- laginu Þeir lifa í trú en ekki skoð- un, þeir eru eins konar pólitískir páfatrúarmenn. Þeir trúa á páfann í Kreml. Það er eðlilega breyting- um undirorpið hvað hann heitir. Fyrir nokkrum árum hét hann Stalín. Hann reyndist blóðistokk- inn harðstjóri. Þau sannindi eru venjulegu fólki fyrir löngu ljós. En „allt var gott, sem gerði hann“, sögðu kommúnistar hvarvetna um heim. Stalin safnaðist til feðra sinna. Krústjoff tók við, eftir að hafa gert höfði styttri eða hrakið í útlegð hættulega keppinauta. Krústjoff taldi sig „uppgötva" að „félagi" Stalín hafi verið hraklegt illmenni, sem ætti hvergi skilið að liggja nema utangarðs. Og komm- únistar á íslandi taka undir þann dóm um þetta fyrrverandi synd- lausa og ofurmannlega átiúnaðar- goð. Nú er það Krústjoff, sem er óskeikull. Auðvitað hverfur hann einn góðan veðurdag. Hver þá reynist „sterkastur“ er ekki vitað í dag, né heldur hvernig hann dæmir forvera sína. Kannske for- dæmir hann Krústjoff en dýrkar Stalín. Kannske reynast þeir báðir illmenni. Enginn veit það. Hitt vita allir, að þá verður hann hinn óskeikuli kommúnistapáfi, hver sem það verður, hvenær sem það verður og hvað sem hann segir og gerir. — Hvenær ætlar allur sá fjöldi Alþýðubandalagsmanna, sem blöskrar þessi átrúnaðitr, að segja skilið við þann tiltölulega fá- menna heittrúarsöfnuð, sem hús- um ræður í Alþýðubandalaginu og rekur sína „pólitík“ í algjöru trássi við heilbrigða skynsemi? Tvær fylkingar Það er fjarri því, að ég sé að öilu leyti ánægður með Fram- sóknarflokkinn og afstöðu hans til ýmissa mála. Ég hef þvert á móti ýmislegt út á hann að setja. Allt um það fæ ég ekki betur séð en að hann sé þó það eina pólitíska athvarf, sem frjálslyndir, lýðræð- issinnaðir umbótamenn á íslandi eiga. Þessir menn, hvar í flokki, sem þeir standa í dag, eiga að mínu áliti að sameinast um Fram- sóknarflokkinn, efla hann, móta hann, hvessa hann í þeirri óhjá- kvæmilegu og afdrifaríku baráttu, sem framundan er við gerræðisfull og óþjóðleg ofbeldis- og einræðis- öfl íhalds og kommúnista. Mér þykir sennilegt, að áður en langir tímar líða eigist tvær meg- infylkingar við á vettvangi ís- lenzkrar stjórnmálabaráttu: Ann- ars vegar flokkur auðhyggju- manna, sem jafnan hlýtur að ala með sér meira og minna ríka til- hneigingu til einræðis, hins vegar fylking lýðræðissinnaðra umbóta- (Framhald á 11. siðu). TÍMINN, fimmtudaginn 28. desember 1961.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.