Tíminn - 29.12.1961, Page 5
fnmm
(Jtgetandl: FRAMSÖKNARFlOKKURINN
Framirvasmclastj6ri: Tómas A.rnason Rit
stjórar Þórarinn Þórarinsson (áb ). Andrés
Kristjánsson lón Helgason Fulltrúi rit
stjórnar Tómas . Karlsson Auglýsmga.
stjóri: Egili Bjarnason - Skrifstofur 1
Edduhúsinu - Simar 18300—18305 Aug
lýsingasimi L9523 Aígreiðslusimi 12323
— Prentsmiðjan Edda h.f —
Áskriftargjaid kr 55 00 á mán innanlands
í lausasölu kr 3.00 eintakið
Arfur framfara-
stefnunnar
Stjórnarblöðin halda áfram að láta í ljós undrun sína
yfir því, að hér skuli nú ekki vera atvinnuleysi í stórum
stíl, og að gjaldeyrisstaða bankanna hafi batnað á þessu
ári, þótt enn sé hún raunverulega mun lakari en í árslok
1958, þegar núverandi stjórnarsamsteypa kom til valda.
Þessi undrun stjórnarblaðanna er vissulega ekki
ástæðulaus, því að ekki er hér stjórnarstefnunni fyrir að
þakka. Þetta hefur nefnilega gerzt, þrátt fyrir hana.
Vaxtaokrið, lánasamdrátturinn og söluskattarnir hafa
vissulega lagt nýja, þunga bagga á framleiðsluna. Af þeim
ástæðum hafa oft orðið stöðvanir bæðr hjá bátaflotanum
og togaraflotanum. Við þetta hafa mikil verðmæti tapazt.
En þrátt fyrir það, hefur atvinnuleysi ekki komið til
sögu og gjaldeyrisástand heldur batnað seinustu mánuð-
ina.
Hvað veldur þessu, og þar með undrun stjórnarblað-
anna?
Hér er fyrst og fremst um tvennt að ræða:
Hið fyrra er útfærsla fiskveiðilandhelginnar 1958, sem
þá var knúin fram gegn andstöðu Sjálfstæðisflokksins og
Alþýðuflokksins. Hún hefur friðað bátamiðin og stórbætt
aflabrögðin hjá bátunum.
Hið seinna er, að hagur útvegsins batnaði verulega
i tíð vinstri stjórnarinnar 1956—58 og hófust menn þá
handa um að auka stórlega bátaflotann og bæta aðstöðuna
til að vinna úr aflanuin. Af þeim ástæðum eru nú til bæði
fleiri og betri skip og tæki en ella til að hagnýta hin batn-
andi aflabrögð.
Þetta tvennt ræður langmestu um það, að nú er blóm-
legt atvinnulíf í mörgum verstöðvum og að útflutnings-
tekjur verða með allra mesta móti á þessu ári.
Áhrifin frá uppbyggingu fyrri stjórna mega sín þannig
meira en samdráttaráhrifin frá stefnu núverandi ríkis-
stjórnar, þótt hún hafi leitt til þess, að framleiðslan verð-
ur mun minni en hún hefði ella getað orðið. j.
l
Hér hefur þjóðin nýja sönnun um yfirburði um-
bóta- og uppbyggingarstefnu. Af þessu ber henni vissu-
lega að draga þá ályktun, að nauðsynlegt er að taka upp
framfarastefnuna að nýju, því að skipin og tækin þarf
að endurnýja og auka, en slíkt verður ekki gert í nógu
ríkum mæli meðan hin dauða hönd vaxtaokurs, lánsfjár-
hafta og söluskatta hvílir á athafnalífinu.
Nýjar sannanir
Það sannast alltaf betur og betur, að gengislækkunin
í sumar var óþörf.
Seinasta sönnunin er sú, að hennar var ekki þörf vegn?
gialdeyrisástandsins. eins og haldið var fram í ár verðm
metafli og útflutningstekjur bvl ærri en nokkru sinir
fvrr Undir slíkum kringumstæðum er útilókað að halda
þv’ Fí,am, að lækka þurfi geng’ h egna gial'do’-ri'ýotnnds.
ins.
TÍMINN, föstudaginn 29. desember 1961.
Hví lét Nehru hertaka Góa?
ViíJhorfin til Afríkuþjó'ðanna og kosninganna réíu mestu um ákvörSunina
UNDANFARIÐ hefur verið
rætt allmikið um hertöku
portúgölsku nýlendnanna í Ind-
landi, er stjórn Indlands lét
framkvæma í byrjun fyrri viku.
Stjórn Indlands hefur sætt all-
mikilli gagnrýni fyrir þetta í
Vestur-Evrópu og Bandaríkjun-
um, en í Asíu og Afríku virð-
ist þessi verknaður mælast
heldur vel fyrir.
Af hálfu Por'túgala voru Ind-
verjar strax kærðir fyrir Ör-
yggisráði S. Þ., er þeir gerðu
innrásina. Þar var flutt tillaga
af hálfu Bandaríkjamanna,
Breta, Frakka og Tyrkja um
að skoi'a á Indverja að stöðva
hernaðaraðgerðir. Sovétríkin
beittu neitunarvaldi til þess að
fella tillöguna. Þá lögðu Asíu-
iog Afríkuríkin í Öryggisráð-
inu, þ. e. Líbería, Ceylon og
Egyptaland, fr^m sérstaka til-
lögu, þar sem skorað var á
Portúgala að leggja niður vopn.
Sú tillaga fékk ekki stuðning
annarra en Sovétríkjanna.
Þegar hér var komið, var
rætt um að skjóta málinu til
allsherjarþingsins. Frá því var
hins vegar horfið og mun eink-
um tvennt hafa valdið. Annað
var, að hernaðaraðgerðum var
þegar lokið með fullum sigri
Indverja. Hitt var það, að lík-
ur bentu til, að meirihluti ríkj-
anna í S. Þ. myndu fylgja Ind-
verujm að málum, ef fjallað
yrði um þessi efni á allsherjar-
þinginu eða nær öll Asíu- og
Afríkuríkin; f auk kommúnista-
ríkjanna. Fyrir vesturveldin
var það og engan veginn
fýsilegt að standa með Portú-
gölum á þeim vettvangi, eins
og framkoma þeirra er nú í
Angola. Það var raunar hið
sama og að fylkja sér upp sem
verjendum nýlendustefnunnar.
ÁSTÆÐAN tíl þess, að Asíu-
og Afríkuríkin fást ekki til að
líta á hertöku Indverja í portú-
gölsku nýlendunum sem venju-
lega innrás, er einfaldlega sú,
að þau viðurkenna ekki rétt
Portúgala til þessara yfirráða.
í augum þeirra eru Portúgalar
hinir raunverulegu innrásar-
aðilar, sem eiga að víkja.
Óbeint hafa vesturveldin Iíka
játað, þetta, þar sem þau hafa
ekki farið dult með þá skoðun,
að þessar nýlendur ættu að
sameinast Indlandi með tíð og
tíma og ættu raunar að gera
það fyrr en seinna. Af þessum
ástæðum eru aðgerðir Indverja
líka ósambærilegar við ofbeldi
Rússa í Ungverjalandi 1956 og
innrás Breta og Frakka í
Egyptaland sama ár. Rússar,
Bretar og Frakkar voru þar
að beita ofbeldi í löndum, sem
ekki áttu að lúta þeim. Ind-
verjar voru hins vegar að
leggja undir sig land, sem við-
urkennt er að tiiheyra eigi Ind-
landi í framtíðinni af söguleg-
um, landfræðilegum og þjóð-
ernisle.gum ástæðum Portúgal-
ar höfðu við ekkert annað að
styðjast ,en úreltan nýlendu-
rétt.
Þrátt fyrir það, er ástæða til
að harma, að Indverjar skyldu
knýja fram lausn með vopna-
valdi Þeir þurftu ekki annað
er, að þreyja nokkuð lengur
) því að þá hefðu Portúgalar orð-
ið að draga sig til baka í slóð
NEHRU
— mynd þessi var tekin af hon-
um á Belgradráðstefnunni á sl.
hausti.
Breta, sem létu nær allt Ind-
land af hendi 1947, og Frakka,
sem gáfu upp smánýlendur, er
þeir áttu þar, 1954. Fyrir vest-
urveldin og Indverja var það
óhapp, að Portúgalar skyldu
þá ekki gera hið sama. En til
þess hlaut hins vegar að kprna
og eftir því gátu Indverjar vel
beðið. Vafalaust hefði stjórn
Indlands líka helzt kosið það,
eins og hún hefur sýnt vilja til
að gera undanfarin 14 ár. Sér-
stakar ástæður, sem síðar verða
raktar, munu hafa knúið hana
til að breyta um stefnu.
Frá efnahagslegu sjónarmiði
þurftu þessar nýlendur ekki að
verða neitt þrætuepli, hvorki
af hendi Indverja eða Portú-
gala. Hér er raunar um smá-
skika að ræða, sem ekki búa
yfir neinum sérstökum auðæf-
um. Goa er t. d. 3400 ferkm.
með 600 þús. íbúum, en hinar
tvær, Dui og Damao, eru sam-
tals 600 ferkm. með 40 þús.
íbúum. Portúgalar héldu í yfir
ráðin yfir þessum nýlendum
eingöngu af metnaðarástæðum
vegna þess, að þær minntu þá
á forna frægð. Metnaðarástæð-
ur áttu og að sjálfsögðu mest-
an þátt í því að Indverjar létu
til skarar skríða og brutu með
því gegn þeirri kenningu sinni,
að deilumál eigi ekki að leysa
með vopnavaldi. Það eiga þeir
vafalaust oft eftir að verða
minntir á af andstæðingum sín-
um á komandi árum.
MARGAR ástæður eru taldar
hafa valdið því, að Indverjar
leystu þessa deilu að lokum
með vopnavaldi. Þessar eru
helztar:
Meðal Afrikuþjóða hafa Ind-
verjar sætt gagnrýni fyrir það,
að þeir létu Porútgölum hald-
ast uppi að hafa nýlendur í
Indlandi. Það veikli málsstað
sjálfstæðishreyfingarinnar í ný-
lendum Portúgala í Afríku. Ind
verjar eiu talsvert veikir fyrir
gagnrýni Afríkumanna, því að
þeir sækjast mjög eftir fylgi
þeirra, t. d. í ýmsum alþjóða-
samtökum eins og S. Þ.
í Indlandi hefur stjórnin og
sætt gagnrýni fyrir það að hún
væri ekki nógu skelegg í við-
skiptunum við Portúgala. Ýmis
héruð, þar sem sérstakir ætt-
flokkar búa, hafa og verið að
heimta heimastjórn og bent á
Goa til samanburðar.
Kínverjar auka stöðugt á-
gengni sína við norðurlanda-
mærin, m. a. í trausti þess, að
Indverjar vilji ekki leysa deil-
ur með vopnavaldi. Ekki er ó-
líklegt ,að Nehru hafi viljað
sýna þeim, að hann gæti látið
grípa til vopna, þótt hann sé
seinþreyttur til vandræða. At-
hyglisvert er, að Nehru lætur
nú flytja herliðið, sem hertók
Goa, til norðurlandamæranna.
Seinasta, en ekki veigaminnsta
ástæðan er svo sú, að þingkosn-
ingar fara fram í Indlandi
snemma á næsta ári. Stjórnar-
flokkurinn mætir nú meiri mót
spyrnu en áður. Alveg sérstak-
lega beinist andspyrna margra
gegn Krishna Menon hermála-
ráðherra, sem er gagnrýndur
fyrir undanlátssemi við Kín-
verja. Hertaka Goa er líkleg til
að styrkja kosningaaðstöðu
stjórnarinnar.
Margir kunnugir telja, að
það sé þetta síðastnefnda atr-
iði, ásamt viðhorfinu til Afríku
þjóðanna, er endanlega hafi
ráðið mestu um ákvörðun
Nehrus Þ.Þ.
pd.afio i liidlcnui, sem »ýnit poitugolsku nýlendurnar Góa, Oui
og Damao, sem Indverjar hafa nú hertekið og sameinað Indlandi.