Tíminn - 05.01.1962, Page 2
Hálmstrá brotið í tvennt
Chattanooga heitir bær
einn í Tennessee, sem fram
aS þessu hefur ekki verið í
neinu frábrugðinn öðrum
amerískum kaupstöðum. En
nú er þessi bær skyndilega
tekinn að blómstra. Ný gisti
hús, matsölustaðir, krár og
næturklúbbar þjóta upp eins
og gorkúlur, og daglega
streyma þangað ferðamenn
hvaðanæva úr Ameríku, með
lestum, flugvélum, áætlun-
arbifreiðum og í eigin bif-
reiðum. Og hvað veldur?
Ferðaskrifstofur í flestum
amerískum bæjum og boirgum
skipuleggja hópferðir til Chattt
anooga fyrir fólik í skilnaðar-
hugleiðinigum. Og hjómakomm
þurfa ekki að láta sér leiðast á
leiðinni. Fararstjórinn kynnir
landið, sem farið er um, segir
nýjustu brandarana, syngur og
leikur á gítar og harmonikku.
Það er um að gera að hafa ferða-
fólkið í góðu skapi, því að þeg-
ar á ákvörðunarstaðirin er kom-
ið„ þarf það e.t.v. að gera út
um lmðindamál. Til allrar ham-
ingju er litið á slíkt í Chattan-
ooga aðeins sem smávægilegt
mál.
Chattanooga er á góðri leið
með að slá við hinni frægu skiln
aðarparadís, Reno. Skilnaður í
Reno kostar minnst 1000 dollara,
en í Chattanooga er hægt að fá
skilnaðinn mun ódýrari, og það
sem meira er, það tekur enn
skemmri tíma þar. Verðið, sem
hvert par þarf að greiða, er allt
niður í 150 dollara, að viðbætt-
um 50 dollurum til málafærslu-
mannsins, og það er gjald, >sem
öllum er fært að greiða. Sjálf
athöfnin tekur aðeins nokkrar
mínútur — eða sekúndur. Fræg-
asti dómari bæjarins hefur kom-
izt yfir að gera út um tólf skiln-
aði á 17 minútum. Timinn er
verðmæti! Sami dómari hefur
skilið konu, sem nú er aðeins
27 ára, ekki sjaldnar en sextán
sinnum frá eiginmanni!
Skilnuðunum fer svo ört fjölg-
andi, að þeir eru að verða eitt
af alvarlegustu vandamálum
Ameríku. Síðustu tölur sýna, að
ekki minna en 13% af öllum
þcim hjónaböndum, sem til er
stofnað þar, leysast upp. Vanda-
málið er ekki svo mjög siðferði-
legt sem þjóðfélagslegt. Lang-
mesti hluti þeirra milljón af-
brota, sem árlega eru framin af
kornungu fólki, eru framin af
börnum aðskilinna foreldra. Og
aðeins i Chicago varð bæjarráð-
ið þar að fórna 100 milljón doll-
urum á s.l. 5 árum til þess að
ala upp börn aðskilinna foreldra.
Ekki aðeins yfirvöldin eru
önnum kafin við að reyna að
finna lausn á þesu ört vaxandi
vandamáli, heldur og þjóðfélags-
fræðingar, sálfræðingar, rann-
sóknarstofnanir og ekki sízt
kirkjusöfnuðir. Lagt hefur ver-
ið til, að útvaldir menn verði
sérmenntaðir, til þess að reyna
að stemma stigu fyrir skilnaðar-
flóðið. Eða að breyta lögunum í
einstökum ríkjum. í Georgia eru
t.d. ekkert aldurstakmark sett
fyrir þá, sem vilja ganga i
hjónaband. Ekki eru þó allir
sammála um, að breyting á lög-
unum gæti breytt stefnunni, m.
a. telur hinn áður nefndi, frægi
dómari, L. D. Miller, að einung-
is kerfisbundið uppeldi geti ráð-
ið bót á málunum. Unga fólkið
hefur, segir hann, aðeins lítil-
fjörlega þekkingu á hinum sið-
ferðilegu grundvallarlögum og
þýðingu hjónabandsins.
Þekktir amerískir geðHeikra-
læknar og sálkönnuðir hafa
kannað orsakirnar, sem til hinna
mörgu skilnaða liggja. Og niður-
stöður þeirra eru ekki glæsileg-
ar fyrir konuinar over there. í
flestum tilfellum eru það þær,
sem sökina eiga. Þær bera
ábyrgðina, því að þær . . .
. . . eru slæmar húsmæður,
. . . eyða of miklum pening-
um til einkaþarfa,
. . . eru eigingjamar, pjattað-
ar og blaðurgjarnar,
. . . eyða of miklum tíma í
kvikmyndahúsum, klúbbum og á
kaffihúsum,
. . . vilja sífellt láta bjóða sér
út á kvöldin,
. . . daðra við aðra menn,
. . . reyna að gera eiginmann-
inn að hetju,
. . . hugsa of lítið um útlit
sitt eftir hveitibrauðsdagana.
Við þetta langa syndaregistur
bæta svo sálkönnuðumir, að
makarnir gefi hvor öðrum alltof
lítinn gaum, beri ekki næga
virðingu fyrir skoðunum hvors
annars, skorti þolinmæði og var
færni í sambúðinni.
Dr. J. Dingwall, þekktur ame-
rískur taugasérfræðingur og sái-
könnuður, upplýsir, að allt að
90% allra amerískra kvenna séu
ekki hamingjusamar í hjónaband
inu. Einnig hann heldur því
fram, að sökin sé að mestu leyti
hjá konunum. Það frelsi og þau
réttindi, sem konurnar knúðu
fram og hafa nú verið staðfest
í næstum öllum ríkjunum, vilja
þær einnig hafa í hjónabandinu.
Árangurinn verður svo sá, að
eiginmenn þeirra verða sífellt
meira undirokaSir. Skopteikn-
urum er það kærkomið viðfangs-
efni, eins og allir kannast við.
En öllu gamni fylgir nokkur al-
vara.
Það er þó ekki aðeins í Banda-
ríkjunum, sem menn geta skilið
með eldingarhraða. Múhammeðs-
trúarmaður þarf aðeins að segja:
— Ég fyrirlít þig! — þrisvar
sinum og benda konu sinni á
dyrnar, og þá er þeirra skilnað-
ur í gildi genginn. í Kína er af-
brýðisemi eiginkonunnar eða
blaðurgirni hennar svo alvarleg-
ar skilnaðarorsakir, að maður
hennar getur skilið við hana svo
að segja samstundis. Einasta ó-
makið, sem maður af hinum ind-
verska Pachai-ættbálki þarf að
gera sér, er að tína upp hálmstrá
undan fæti konu sinnar og brjóta
það í tvennt, og þá eru þau skil-
in. Svipaður siður er ráðandi hjá
Indíána-ættbálki einum í Ame-
ríku. í brúðkaupinu fá makarnir
sinn hvorn stafinn til eignar, og
óski annar hvor þeirra að skilja,
þarf hann aðeins að brjóta sinn
staf í tvennt opinberlega.
Hjá Balante-ættbáknum (Franska
Senegal, Portúgalska Guinea) er
varanleiki hjónabandsins undir
endingu brúðarkjólsins kominn.
Strax og brúðarkjóllinn er tek-
inn að slitna, er hjónabandið
leyst upp. Sú kona, sem er á-
nægð í sínu hjónabandi, gætir
þess þá auðvitað að bera ekki
brúðarkjólinn oftar en nauðsyn-
legt er, en sú óhamingjusama
er vís til að setjast á hverfistein
í honum.
Maður nokkur í Pittsfield
krafðist skilnaðar. Hann skýrði
réttinum frá því, að hann hefði
kvöld nokkurt komið heim frá
vinnu sinni, og þá hefðu um-
hverfis kvöldverðarborðið setið
sex börn á aldrinum þriggja til
fjórtán ára. Þá fyrst komst hann
að því, að konan hans hafði ver-
ið gift tvisvar sinum áður en
hann kynntist henni. Hann fékk
skilnaðinn.
Frú Gloria Roden í London
óskaði eftir skilnaði frá manni
sínum vegna andlegra misþyrm-
inga. Hún fékk hann, þegar hún
hafði skýrt réttinum frá því, að
fyrir jólin hefði hún fengið svo
hljóðandi óskaseðil frá eigin-
manninum:
1. Styttu af Henrik VIII. (sem
kvæntist sex sinnum, og lét taka
tvær eiginkonur sínar af lífi).
250.000 tonn af ræstidufti.
3. Kafbát.
4. Skilnað.
Hjónin Wannemaker frá Ohica-
go eyddu hveitibrauðsdögunum
í sjöunda himni, og meira en
það. En svo kom hinn grái hvers
dagsleiki með öllu sínu striti. —
Hvert einasta kvöld beið hin
unga eiginkona óþolinmóð eftir
sínum kæra eiginmanni, og þeg
ar hann kom inn úr dyrunum,
jós hún svo yfir hann af nægtar
brunni kærleika síns, og honum
þótti nóg um. JLa^in, yar nefni-
lega oft svo þreyitur éftir önn
dagsins, að hann vildi heldur ró
og næði en blíðuhót konu sinn-
ar. Að lokum keyrði þetta svo
um þverbak, að hann sá ekki
aðra leið en krefjast skilnaðar.
Kröfunni var vísað frá, en konu
hans var tilkynnt, að upp frá
þeim degi mætti hún aðeins
kyssa mann sinn þrisvar á dag.
Til eru konur, sem fengið hafa
skilnað á þeim forsendum . . .
. . . að eiginmaðurinn teiknaði
yfirvaraskegg og gleraugu á all
ar fjölskyldumyndir og helzt á
myndir af eiginkonunni,
. . . að eiginmaðurinn borð-
aði súkkulaði í rúminu á hverju
kvöldi og var haldinn hreingern
ingaæði,
. . . að eiginmaðurinn hafði
þann leiða vana að blása tóbaks-
reyk inn um skráargatið á hurð
inni að herbergi tengdamóður
sinnar,
. . . að eiginmaðurinn setti
músagildrur í jakkavasa sinn,
svo að forvitnir fingur festust
í þeim, þegar þeir leituðu þar
fjár,
. . . að eiginmaðurinn, sem var
meðlimur í „Spýtingameistara-
klúbbnum“ í Boston æfði sig
marga tíma á dag,
. . . að eiginmaðurinn hafði að-
eins þrisvar sinnum talað til
konu sinnar allan þann tíma,
sem þau voru gift. (Henni var
dæmdur rétturinn yfir börnum
þéirra þrem!).
í nóvember árið 19&3 lézt í
Kajaani í Finnlandi 78 ára gam
all bóndi, Peayo Muki. 24 fyrr-
verandi eiginkonur fylgdu hon-
um til grafar. Hann hafði nefni
lega verið giftur eigi sjaldnar en
30 (þrjátíu!) sinnum. Atján ára
gamall giftist hann sér fimm ár-
um eldri konu. Þau skildu eftir
þrjá mánuði. Önnur kona hans
dó skömmu eftir brúðkaupið.
Síðan komu 27 hjónabönd, sem
öll urðu skammvinn og enduðu
með skilnaði. 70 ára að aldri
giftist hann 24 ára fallegri og
fátækri stúlku og eignaðist með
henni tvö börn, þau einu, sem
hann eignaðist um ævina.
Metið í hjónaböndum hefur þó
áreiðanlega vel stæður egypzkur
verzlunarmaður, að nafni Haj(!)
Rizk. Met hans verður varla auð
veldlega slegið, því að hann hef
ur verið giftur 31 sinni, skilið
28 sinnum. Nú er hann að leita
að 32. eintakinu. Hann er aðeins
45 ára gamall, er faðir þrettán
barna og lýsir því yfir, að hann
muni halda áfram að giftast og
skilja fram til 65 ára aldurs.
— Fyrst giftist ég kvenlækni,
segir hann. — En ég komst fljót
lega að því, að hún hafði meiri
áhuga á læknisstarfinu heldur
en mér. Og hvaða maður kærir
sig um að deila hjarta sínu með
100 sjúklingum? Eftir nokkrar
svefnlausar nætur sagði ég því
við hana: — Ég skil við þig í
Allah nafni! og sendi hana heim
til foreldra sinna. Skammvinn-
asta hjónaband mitt stóð í 12
tíma eftir 20. vígsluna. Og
skemmsti tíminn, sem tók mig
að finna eiginkonu var einn tími.
í kaffihúsi einu sá ég fallega
stúlku, og ég lét þjóninn færa
henni miða með bónorðinu á.
Einni klukkustund síðar vorum
við orðin hjón. Yngsta eiginkona
mín var sextán ára, sú elzta
fimmtug. Þá fyrrnefndu skildi ég
við, af því að hún var of ung, sú
síðarnefnda skammaðist og öskr
aði of mikið. Eitt sinn skildi ég
við þrjár konur í einu. Svo gift-
ist ég tveim konum sama dag-
inn, annarri í Kairó, hinni í
Alexandríu. Ég hafði einmitt
kvatt stúlkuna, sem ég hafði
gifzt sarna dag, á járnbrautar-
stöðinni í Kairó, og hitti svo í
lestinni undurfagra stúlku, sem
ég giftist, strax og við komum
til Alexandríu.
Sagan um Haj Rizt minnir á
norskan bónda, sem sitjandi á
kistu konu sinnar, ók til kirkj-
unnar. Á leiðinni hitti hann
unga stúlku úr sókninni, sém
hann bauð far í kerrunni hjá sér.
Það fór vel á með þeim, og áður
en þau höfðu náð til kirkjunnar,
þar sem greftrunin átti að fara
fram, hafði hann beðið stúlkunn
ar og fengið jáyrði!
Skilnaðir eru tíðir um allan
heim. Kanadísk hjón virðast vera
staðföstust. Þar mun aðeins eitt
af hverju 161 hjónabandi upp
leysast. Englendingarnir eru
einnig nokkuð staðfastir, þar er
hlutfallið 1:96. Langt fyrir neðan
kemur svo Svíþjóð með 1:33,
Danmörk 1:30, Vestur-Þýzkaland
1:24, hið „siðlausa" Frakkland
með 1:21 og Sviss með 1:15. —
í Japan fer áttunda hvert hjóna-
band í hundana, í Ameríku
sjöunda hvert.
Jæja, nú finnst væntanlega
einhverjum nóg komið af þess-
um upplýsingum. En úr því, að
skilnaðir eru nú orðnir svo al-
mennir um allan heim, ættu
menn þá ekki að ganga ögn
hreinlegar til verks? Menn senda
trúlofunar- og giftingartilkynn-
ingar til ættingja og vina um
allt. Því þá ekki að senda einnig
skilnaðartilkynningu? T.d.: N.N.
hefur þá ánægju að tilkynna, að
skilnaður hans (eða hennar) hef
ur átt sér stað — eða eitthvað
í þá átt.
Það mundi áreiðanlega spara
mörgum grunlausum leiðinleg og
óþægileg atvik. Menn biðja
kannske kunningja sinn að skila
kveðju til konu sinnar, og svo
á hann e.t.v. enga konu lengur
eða er giftur annarri eða þeirri
þriðju, sem menn þekkja kann-
ske alls ekki.
Rithöfundurinn Johannes Smith
hefur sagt: — Það er ekki svo
slæmt, þegar maður skilur sjálf
ur, en það eru bölvuð svik og
óþægindi, þegar vinir manns
finna upp á slíku!
Skurðgoðadýrkun
„Textinn" í forystugrein
Morgunblaðsins á fyrsta út-
komudegi blað'sins á nýju ári
var að sjálfsögðu sóttur I ný-
ársboðskap Bjarna Benedikts-
sonar, forsætisráðherra, eins og
hann birtist þjóðinni í áramóta
grein og gamlársdagsræðu. Eru
hrósyrðin um ofurmennið og
boðskap hans lítt spöruð. Boð
skapurinn heitir auðvitað „nýr
og hressandi andblær", sem
„yfirgnæfandi meirililuti þjóð-
arinnar mun taka undir“, og
„allir hugsandi fslendingar
hljóti að fagna“. Eru mörg og
stór orð höfð um þetta í þess-
um dýrðartón.
En Líti maður á forystugrein
ina í gær, er varla unnt að
verjast þeirri hugsun, að svo-
lítið samvizkubit hafi læðzt í
undirvitund leiðarahöfundarins
þegar liann las þennan lofdýrð
aróð um Bjarna efir sjálfan
sig að morgni þriðja dags Iiins
nýja árs. Samkvæmt tengsla-
lögmálinu Iæddist því eitt orð
fram f iiugann — skurðgoða-
dýrkun. Og af því að líklega
Iiafði verið heldur djúpt tekið
í árinni um Bjarna daginn áð-
ur, þá var kannske ekki úr
vegi svona til mótvægis, að
birta smákafla úr ræðu biskups
ins um þennan hræðilega löst
— skurðgoðadýrkun — svo að
allir skildu og sæju hve víðs
fjarri hann vætri Sjálfstæðis-
flokknum og leiðtoguin hans.
Þess vegna er vitnað til orða
biskupsins í smáleiðara í
Mogga í gær, þar sem hann
bendir með tímabærum alvöru
þunga á nauðsyn þess, „að við
fslendingar gerðum okkur bet-
ur Ijósa þá hættu, sem póli-
tísk skurðgoðadýrkun hefði í
för með sér“.
Samræmt orðaval
Allir vita, að pólitísk skurð
goðadýrkun er aðall íslenzkra
kommúnista, eins og lýðum er
orðið ljóst í tragikómidíunni
um Stalín og Krustjoff. En eru
þá ekki allir aðrir sárasaklaus
ir hér á Iandi? Var það kann-
ske aðeins tilviljun, að Mogga-
ritstjóranum faniist sérstök
þörf á að þvo sér í þessu máli?
Málið skýrist ef til vill bet-
ur, þegar litið er á áramóta-
grein Bjarna Benediktssonar.
n Hinn „hressandi andblær“ þar
sem Mogginn talar um, lilýtur
að Æjálfsögðu að miðast við
gamla andblæinn í Ólafi frá
liðnum árum, sem Mogga-rit-
stjóra þykir nú augsýnilega
rammur miðað við þann nýja
og „hressandi".
En annað verðUr þó enn
merkilcgra við lesturinn á ára
mótagrein Bjarna — það er
orðavalið. Einar Olgeirsson hef
ur í áramótagreinum þótt skera
sig úr um Ijótan munnsöfnuð.
En nú kemur í Ijós, að Bjami
fer að dæmi hans og notar
mjög hina sömu orðaleppa.
Hallasf ekki á
Það væri auðvitað merkilegt
rannsóknarefni að athuga sam
stofna þessara tveggja guð-
spjalla í orðavali, en í fljótu
bragði má nefna nokkra leppa.
Bjarni notar t.d. þessi orð um
andstæðinga: Lygi, lygaburður,
tilhæfulaus fregn, uppspuni, ó-
hrjálegur hugsunarháttur o.s.
frv. Einar sendir aftur þessar
kveðjur: Lygi, lygapressa, for-
heimskun, blekkja. ofstæki
o.s.frv.
Ætli flestum sýnist ekki, að
of lítið hallist á um orðfærið
hjá æðsta presti Moskvumanna
Iá, fslandi og forsætisráðherra
Iandsins.
2
T f M I N N, föstudagurinn 5. janúar 1962.