Tíminn - 05.01.1962, Síða 11
Leikvangur
(Framhald at 12. síðu)
Dr. Ervin Alberti hefur nú gert kvtkmynd eftir þessum
teikningum barnanna.
Það kom í ljós, að hugmyndaflug telpna var miklu meira
en drengja af sama þjóðerni. Meðal myndanna frá Ítalíu
og Hollandi voru sönn listaverk, sagði dr. Alberti. Myndir
írá Bandaríkjunum báru mjög keim af eftiröpun atrið'a úr
kvikmyndum, en meðal þýzkra bama virðist skynsemin
drottnandi.
Því er ekki að leyna, að í teikningum þessum bar mikið
á ógnþrungnum hugmyndum, og telur dr. Alberti, að þar
komi fram áhrif frá óhugnanlegum kvikmyndum, mynda-
sögum og sjónvarpsBýningum, sem gegnsýrt hafi hugi barn-
anna, auk sífelldra umræðna um morðvopn og herbúnað.
Lögfræðiskrif stofa
SKIPA OG BÁTASALA
Tómas Arnason hdl.
Vilhjálmur Arnason hdl.
Laugavegt 19
Símar 24635 og 16307
Ai!glv$ii?£a*ínif Tímans
19-5 23
Vetrarmaður
óskast á sveitabæ
á Norðurlandi.
Upplýsingar í síma 32976
Rafmótorar
stórir og smáir,
einfasa og þrífasa.
Gangsetjarar
= HÉÐINN =
Vélaverzlun
Seljavegi 2, stmi 2 42 60
Tökum
veizlur
ogsamkvæmi
SAMKOMUSALIR
fyrir 20 til 350 manns:
Félög og einstaklingar, \
sem ætla að halda sam-
kvæmi, eða fundi, tali
við okkur sem fyrst.
Sími 22643
Gtaumbær
Fríkirkjuvegi 7
(Framhald aí 12 síðu >
ana. Þótt góðar byggingar séu
fyrir, hefur þó verið horfið að því
ráði að byggja að mestu leyti allt
upp, og þar mun ísleikvangurinn
vekja langmesta athygli, eins og
myndin hér á síðunni sýnir vel.
Leikvangurinn er teiknaður af
tveimur austurrískum arkitektum,
þeim Hans Buchrainer og Otto
Gruber, og ferðuðust þeir víða í
Ameríku og Evrópu til að kynna
sér slíka leikvelli. Þeir hafa þó
ekki tekið neinn einstakan leik-
vang til fyrirmyndar, en sameina
það bezta úr mörgum, og einnig
koma þeir fram með margar nýj-
ungar.
Leikvangurinn tekur 8000 áhorf-
endur í sæti, og er aðalbygging
vallarins 30x60 metrar. Áhorfenda
svæðin eru meðfram hliðarbraut-
um vallarins. íshöllin er 95 m. á
lengd, 65 m. breið og 23 m. há.
í vestanverðri höllinni er auka-
álma fyrir blað'a-, sjónvarps og
útvarpsmenn, og hafa þeir þar
hina beztu aðstöðu. (Upplýsingar
þessar eru úi fréttablaði 9. vetr-
arleikanna, sem barst blaðinu í
gær).
Fákur
(Framhald aí 6 síðu)
hérna? spyrjum við einn hesta-
sveinanna, Sigurð Sigurðsson.
— Já, þeir eru margir. En
það er nú kannske ekki gott að
fara að gera upp á milli þeirra.
— Átt þú sjálfur hest?
— Já, ég er með tvo núna.
Við eigum allir hesta..
— Ertu gamall í hettunni?
— Ég hef verið hérna frá því
að fyrsta hesthúsið varð tilbúið.
Ég sótti um starfið og fékk
það. Annars átti ég heima uppi
íiBorgarfirði.
— Þú ert þá sveitamaður í
húð og hár?
— Já, og hef alltaf verið þar
sem skepnur hafa verið.
— Hvenær byrjið þið á
morgnana?
— Við byrjum hálf átta á því
að gefa. Svo kembum við hest-
unum og hirðum þá að öðru
leyti. Það er mikil. vinna við
þetta, ef vel á að vera. Við er-
um allan daginn að stússa við
hestana og förum ekki heim
fyir en um sex leytið á kvöldin.
— Leyfið þið þeim ekki að
koma út undir bert loft?
— Við hleypum þeim út,
þegar við mokum undan þeim.
Það eru port á milli húsanna,
og þar geta þeir flogizt á og
leikið sér eins og þeir vilja.
Það er nauðsynlegt fyrir þá, að
fá einhverja hreyfingu, og þeir
verða að fá að velta sér.
— Er ekki misjafnt að eiga
við hestana?
— Þeir eru misjafnir eins og
mennirnir. Sumir þeirra eru
svolítið viðkvæmir og kvikir,
aðrir eru alltaf sallarólegir.
Annars venjast þeir manni
allir.
— Koma ekki eigendurnir að
skoða þá stundum?
— Jú, þeir koma oft og gestir
með þeim. Svo koma héma líka
oft aðrir, sem langar til að
skoða hestana, og krakkarnir
eru voða spenntir fyrir þeim.
— Hafið þið vinnu við þetta
í marga mánuði?
— Eg er nú hérna allt árið,
en hinir eru meðan hestarnir
eru í húsi. Á sumrin vinn ég
við að halda húsunum við, mála
og gera við það, sem hefur far-
ið aflaga. Það er nóg að gera
og mér fellur ágætlega við
þetta.
— Vildir kannske ekkert
starf frekar?
— Ekki segi ég það nú kann-
ske, en manni þykir gaman að
hestum. Birgir.
Stúlka óskast
tll húsverka 2 til 3 tíma á dag. — íbúð fylgir.
Upplýsingar i sima 19523 kl. 9 til 17.
Verkstjóri
óskast í frystihús norðanlands. Upplýsingar í
Sjávarafurðadeild SÍS, Sambandshúsinu, sími
1 70 80.
Sendisveinar
óskast hálfan eða allan daginn.
Prentsmiðjan EDDA h.f.
..........
ALLIR ÞURFA AÐ LESA í T |
Sönnu ástarsögurnar í
heimilisblaðinu SAIVITÍÐiM
Munið kostaboð okkar:
@40 bls. fyrir aðeins 75 kr.
er þér gerízt áskrifandi að fjölbreyttu og skemmtilegu
blaði. sem flytur auk þess:
BráSfyndnar skopsögur, fróSlega kvennaþæfti, skák-
þætti, bridgeþætti, margvíslegar skemmtigetraunir,
stjörnuspár fyrir alla daga ársins, snjallar greinar
o. m. fl.
10 BLÖÐ Á ÁRI FYRIR AÐEINS 75 KR.
og nýir áskrifendur fá einn árgana i kaupbæti, ef ár-
gjaldið 1962 fylgir pöntun. Póstsendið í dag eftirfarandi
pöntunarseðil:
Ég undirrit óska að gerast áskrifandi að SAMTÍÐ-
INNI og sendi hér með árgjaldið 1962 75 kr. (Vinsam-
legast sendið það í ábyrgðarbréfi eða póstávísun.)
Nafn .
Heimili
Utanáskrift okkar er SAMTÍÐIN, Pósthólf 472, Rvík.
2-3 herbergja
íbúð óskast
Fyrirtæki hér í bænum óskar að leigja íbúð fyrir
starfsmann sinn.
Tilboði sé skilað til blaðsins fyrir 10. þ. m.
Merkt: „Örugg greiðsla“.
Veiðimenn athugið
Tilboð óskast í stangaveiðiréttindi í Vatnsdalsá í
Húnavatnssýslu.
Tilboðin miðist við alla ána eða hluta hennar og
afhendist Guðmundi Jónassyni, bónda, Ási, fyrir
15. febrúar 1962. Einnig veitir hann nánari upp-
lýsingar. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði
sem er, eða hafna öllum.
Stjórn Veiðifélags Vatnsdalsár.
Guðbjörg Finnsdóttir
frá Fossl, Arnarflrðl
andaðist 3. janúar I Landakofsspífalanum.
Fyrlr hönd vandamanna.
Guðfinnur Gíslason
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
Kristínar Kristmannsdóttur,
Húkl, Miðflrði.
Sérstaklcga þökkum við öllum þeim, er veiftu okkur ómetanlega
aðstoð við útför hennar.
Stefán Jónasson
Jónas Stefánsson, Kristmann Stefánsson,
Ása Stefánsdóttlr, Sveinn Jóhannesson,
Helga Stefánsdóttir, Sigurður Guðmundsson.
TÍMINN, föstudagurinn 5. janúar 1962.
11