Tíminn - 13.01.1962, Síða 8
Miðvikudagur 13. sept.
Klukkan 5 eru allir kofabúar
vaknaðir og farnir að spjalla sam
an. Einhver brá sér út fyrir dyra-
ar að gá til veðurs. Hann kom inn
með þær fréttir, að veður væri
þurrt, en hvöss austanátt sem
fyrr.
Það kom í minn hlut að hita
kaffið að þessu sinni og virtust
félagar mínir kunna að meta sop-
ann að verðleikum svo árla dags.
En nú var ekki til setu boð'ið.
Framundan var löng dagleið, því
að næstu nótt skýldi gista í Kjálka
veri.
Svefnpokar og annar farangur
er borinn út úr kofanum og hest-
arnir sóttir vestur í hestagirðing-
una. Enn er ekki fullbjart af
degi, þó mótar fyrir Heklu í há-
degisstað. Um hana kembast skýja
bólstrar, sem austanvindurinn þeyt
ir vestur yfir himinhvolfið. Yms-
um störfum þarf að sinna, áður
en lagt er af stað. Geiri og Steini
fara að lagfæra fjárgerðið. Það
er betra að það sé í góðu lagi,
þegar fjallsafnið kemur innan að.
En hér liggja Gnúpverjar síðustu
nóttina, áður en þeir koma til
byggða.
Skeifa var brotin undir Stjarna.
Varð því ekki hjá því komizt að
skipta um skeifu. Nú kom ein af
varaskeifunum í góðar þarfir,
enda eru varaskeifur jafnnauð-
synlegar í fjallferð og varadekk
í bílferð. Járningin gekk vel, enda
buðust góðir hjálparmenn og jám
ingatækin sæmileg. A. m. k. var
haimarinn hið mesta þarfaþing;
allur af jámi gerður. Skaftið var
skrúfað saman úr mörgum pört-
um og hefur að geyma ýmis tæki
sem oft koma að notum í fjall-
ferðum. Harnar þennan átti Sig-
ursteinn frændi minn og notaði
hann oft í fjallferðum. Eitt sinn
er við vorum tjaldfélagar í „Löngu
Ieit“, gaf hann mér gripinn og
bað mig vel njóta.------
Dálítið fé hafði safnazt að af-
réttargirðingunni um nóttina. Rák
um við það austur undir Sanda-
fell, en það tekur við skammt
austan við Hólaskóg, lágt og tungu
laga. Grónar brekkur em vestan
undir fellinu, er þar gott upp að
fara með hesta.
Ofan af Sandafelli er ágætt út-
sýni, einkum til austurs og suð-
urs. Hekla ber enn sem fyrr „höf
uð og herðar" yfir nálæg fjöll.
Loðmundur og Rauðfossafjöll sjást
allvel, en Þórist.indur er að mestu
hulinn skýjamistri í austri. í
norðrinu ber Keilingarfjöll hátt
við himin, en Kista og Lambafell
ið láta lítið á sér bera í morgun-
húminu. Austurhliðar Sandafells
eru allbrattar. Þaðan sér yfir
Þjórsá, Sultartanga og Tungnaá,
sem liðast eins og ljósleitt band
austur svartar auðnimar.
Skúmstungur kallast dálítið flat
lendi austan við Sandafell. Þar
er gott að lofa hestunum að grípa
niður og hafa hestaskipti
Fljótlega er haldið áfram á ný
og nú eru taumar bundnir upp á
trússahestunum og þeir reknir á
undan. Höfðu nokkrir þeirra far
ið þessa -l'eið áður og virtust þeir
þekkja leiðina inn afréttinn. É var
á báðum áttum með það, að sýna
Stjarna slíkan trúnað. En hann
brást mér ekki. Skilaði hlutverki
þarfasta þjónsins svo sem bezt
varð á kosið og skokkaði ýmist á
undan eða eftir hinum hrossun-
um allan daginn.
Áfram er haldið, yfir Skúms-
tungnaheiði, og hækkar landið
Við gangnakofa — lagt upp í leitir dagsins.
jafnt og þétt eða um 140 metra
úr Skúmstungum í Starkaðsver.
í miðju Starkaðsveri er Stark-
aðssteinn. Hér herma sagnir, að
! Starkaður hafi orðið úti, er hann
| forðum daga var á lei'ð norðán úr
1 landi til fundar við unnustu sína
sunnlenzka. Sagan segir, að þessa
vísu hafi Starkaður kveðið við'
bauðst nú til að liðsinna okkur,
sem við þáðum með þökkum. Til
þess að vera viss um, að súpan
smakkaðist vel, setti Steini helm-
ingi meiri „kraft“ í pottinn en
til var sagt utan á pökkunum. Er
ekki að orðlengja það að súpan
þótti slíkt lostæti að upp frá því
ekki sem bezt, ef hrossin fynd-
ust ekki.
Loks komu leitarmennirnir aft
ur — en lómhentir. — „Jú, við
fundum förin þeirra niður að Dals
á, þau voru víst öll komi.n úr höft
unurn og höfðu tekið strikið heim
til byggð'a og eftirreið því tilgangs
laus“, sagði Bjarni á Hæli, um leið
og hann hoppaði af reiðhesti sín-
um, sem var löðrandi í svita eft-
ir sprettinn neðan frá Dalsá.
Það sló þögn á hópinn við þessi
aivarlegu tíðindi, — þögn, sem
flj'ótlega var rofin af eiganda
töpuðu hrossanna, þar sem hann
lýsti því hátíðlega yfir, að næst
þegar hann gisti í Kjálkaveri,
skyldi þannig um hnútana búið,
að hrossunum yrð'i heimför til
byggða torveldari en í þetta sinn.
Já — útlitið var ekki sem bezt.
Þrjú af hrossunum töpuð, fram-
undan þrjár langar og strangar
dagleiðir fyrir innan Fjórðungs-
sand og sýnilegt, að héð'an yrði
ekki farið fyrr en undir hádegi.
Var nú skotið á ráðstefnu inni
í kofanum, jafnframt því að ár-
degiskaffi var hitað, mönnum til
andlegrar upplyftingar og líkam-
legrar hressingar vegna andstreym
is morgunsins.
fellsjökul og Vatnajökul. með
hvíta'.skáKi '■......:'j 'ici
Innan við ln:;ri-p:fU' táka við
Blautukvíslareyrar. Þetta svæði
smöluðum við Gunnar. Þegar við
komum inn að Blautukvísl, var
hún í vexti og vall fram kolmó-
i’auð og rann víða út yfir bakka
sína. Straumkast var mikið, enda
er áin grýtt í botninn og halli
mikill á þessum slóðum. Við viss-
um ekkert, hversu áin var djúp
þarna, en yfir urðum við að
komast. Allt fór þetta vel. Kátur
stökk upp á hnakknefið hjá mér
og sat þar hinn rólegasti, meðan
hrossin svömluðu yfir jökulvatnið,
sem bullaði á miðjar síður eða vel
það.
Við héldum ferðinni áfram aust-
ur með jökulröndinni.. Gróð'urlítið
er á þessum slóðum. Þó er smá-
vegis graslendi inni í jökulkrikan-
um. Þar er mikill vatnsagi undan
jöklinum, og er Miklakvísl versti
farartákninn þar. Ekki er hún
jafnstraumhörð og Blautakvísl, en
liklega öllu „lúmskari" við ferða-
menn. A.m.k. neyddist ég til að
hella vatni hennar úr öðru stígvél-
inu mínu, þegar ég kom yfir á
eyrstri bakka hennar!
Stefáo Jasonarson, Yorsabæ: Fjallferð 1961
inn yfír Fjórðungssand
as
unnustu sína í svefni, eftir að j
hann var allur:
|
„Angur og mein fyrir auðarrein
oft hafa skatnar þegið.
Starkaðarbein und stórum stein
um stundu hafa legið“.
_ |
Við stönzuðum litla stund í j
Starkaðsveri. Um hádegi er kom j
ið í Gljúfurleit. Þar er gangna-j
mannakofi og allgóðir hestahagar
Þar var stanzað og tekið ofan af
hestunum, og hlustað á hádegis-
útvarpið, meðan við borðuðum há
degismatinn, rétt eins og við vær
um heima hjá okkur!
j í Gljúfurleit er sérkennilegt
j landis'lag. Hver stallurinn tekur
við af öðrum niður að Þjórsá, sem
' rennur í þröngum farvegi á þess-
um slóðum. Handan Þjórsár er
Búðaháls. Nær hann frá Tungnaá
og lengst inn á Holtamannaafrétt.
Það var skammt til sólarlags,
er við komum í Kjálkaver. Þar er
svipaður leitarmannakofi og í öðr
um náttstöðum á Gnúpverjaafrétti.
Kofinn stendur á vestari bakka
Kisu. Er áin mjög stórgrýtt og
getur orðið hið mesta forað í vatna
vöxtum. Nú var. hún vatnslítil og
silfurtær.
Dálítið graslendi er í Kjálka-
verinu. Ekki láta hestar þó vel
við því, og er betra að hafa gát
á þeim.
Það tók dálítinn tíma hjá okkur
að „standsetja íbúðina“. Fyrst
þurfti að „moka“ út gólfið, þá
var næst að hagræða „gólftepp-
unum“ og bera inn farangurinn.
Að því búnu hófst eldamennskan.
Við Sveinn vorum sjálfkjörnir
matreiðslumenn, þar eð við lögð-
um til eldunartækin og höfðum
hlotið nokkra æfingu í þeim
„fræðum" í fjal'lferðum fyrri ára.
Gekk okkur vel með kartöflu- og
kjötsuðu. En þegar kom að kraft
j súpunni, brást okkur bogalistin!
En þegar,, neyðin er stærst, þá
er hjálpin næst“. Steini á Hæli
i hafði soðið slíka súpu áður og
-111» lálKgXU i * '
var slík súpa soðin flest kvöld í| Niðurstaða ráðstefnunnar 'varð
ferðinni! j þessi:
Eftir að aukakaffi hafði verið; 1. Skilja sem mest af farangri eft
drukkið kl. 10 var farið að hag- í ir í Kjálkaveri.
ræða svefnpokunum og búast til, 2 Sameina farangurinn og hafa
svefns. Menn voru fegnir hvíld-,
inni eftir hma löngu ferð úr Hóla ;
skógi. Jafnvel hundarnir virtust
fegnir hvíldinni líka. Þeir hring-
uðu sig saman hér og hvar um
kofagólfið og nenntu ekki að ríf-
ast, enda oft búnir að tipla nið-
ur tánum frá því um morguninn,
sem fæsta hesta undir böggum.
3. Hafa „félagsbú" með matseld
og máltíðir næstu daga.
Þar sem þessi samþykkt var
gerð með öllum greiddum atkvæð
um og klukkan þegar farin að
ganga 11, var nú gengið rösklega
til verka, og þegar tæpur klukku
tími var til hádegis eru allir ferð
búnir, vel ríðandi og haldið er
af stað inn í Nauthaga, en þar
skyldi gista 1 tjöldum næstu nótt.
Fyrsta spölinn er farið eftir
hinum varðaða Sprengisandsvegi,
unz komið er yfir ána Kisu. Þá
er skipað í leitir.
' Steini á Hæli og Siggi á Blesa-
stöðum fara með baggahestana og
er lagt var af stað í þessa dag- gá að kindum skemmstu l'eið inn
leið, sem var sú lengsta í allri ; Nauthaga'.
• •
Onnur grein
ms
im
ferðinni.
FIMMTUDAGUR 14. SEPT.
Það var eins og það lægi í loft-
inu að betra væri að huga að hest
unum fyrr en seinna. K1 4.30 eru
allir glaðvaknaðir, en náttmyrkrið
úti gerði leit að hestunum til-
gangslausa um sinn.
Kl. hálfsex er aðeins farið að
rofa fyrir nýjum degi — norð-
austan rok sem fyrr. — Var nú
ekki seinna vænna að huga að
hestunum. Við fyrstu athugun
kom í Ijós, að tæpur helmingur
hrossanna var í næsta nágrenni
við náttstaðinn.
Þegar leitað hafði verið um
nærliggjandi svæði, vantaði enn
þrjú hross. Það voru hrossin frá
Blesastöðum. Var nú brugðið við
skjótt. Hestar söðlaðir í skyndi
og tveir menn sendir niður að
Dalsá. Ef til vill var enn hægt að
stöðva för þeirra ef þau treystust
ekki i ána i höftunum. Þannig
leið morguninn í óvissu og útlitið
Við hinir höldum vestur með
öldunni, unz við dreifum okkur
inn sandinn. Ég var vestastur, þá
Gunnar, Sveinn, Bjarni og Geir í
Skáldabúðum austastur.
Ekki er mikill gróður á Fjórð-
ungssandi og því lítil kindavon
þar. Æði er hann sporadrjúgur.
Ein hæðin tekur við af annarri og
sér varla út yfir víðáttu hans. Set-
ur eru tvö lág fell, vestast á Fjórð
ungssandi. „Þú tekur stefnu á
Syðri-Setu, Stefán“ sagði Geiri
fjallkóngur, þegar leiðir skildu
við Norðlingaöldu.
Af Norðlingaöldu er gott útsýni
til allra átta. í norðvestri blasa
Kerlingafjöll við með sína mörgu
tinda og æfintýralegt yfii'bragð.
Arnarfellsj ökul ber hátt við himin
í norðri. Er svipmikið að sjá skrið
jöklana steypast niður úr jökul-
skallanum, alveg niður á jafn-
sléttu. Mörg fell kljúfa þessa
hjarnstrauma ofan úr jöklunum
og er Arnarfell þeiira hæst og
svipmest. Austar rísa Hágöngur og
bak við þær sér austur á Tungna-
Nú vorum við Gunnar komnir á
leiðarenda. Við héldum úr jökul-
krikanum suður í Nauthaga —
hann er spölkorn fyrir sunnan jök-
ulröfiSina á móts við Nautöldu.
Þangað voru félagar okkar þá ný-
komnir og voru að byrja að tjalda.
Geir hafði fundið 13 kindur, hinir
enga kind. Nauthagi er á eystri
bakka Miklukvíslar, þar er all-
gróskumikill gulstarargróður og
góðir hestahagar. Volgar uppsprett
ur eru hér og þar og gei'a þær
staðinn notalegri til næturdvalar.
Hrossin kunnu vel að meta hið
kjarnmikla haglendi og frýsuðu
ánægjulega, um leið og flipinn
hagræddi kjarnmikilli störinni að
tönnum þeirra. Þess á milli veltu
þau sér og hristu af sér bleytuna
úr jökulkvíslunum.
Geiri og Sveinn riðu nú inn að
jökulröndinni til þess að mæla,
hvort hann vex eða minnkar. Á
meðan lukum við hinir við að
tjalda og undirbúa kvöldverðinn.
En hundamir byrjuðu að urra og
líta hvern annan illu auga, unz
allur hópurinn var kominn í heift-
úðug áflog. Stóð orrusta þessi
lengi og létu hundarnir sér ekki
segjast við hróp okkar og alvarleg-
ar áminningar. — Það var fyrst
eftir að einn fjallamannanna hafði
löðrungað verstu áflogaseggina,
með hnakktösku sinni, að þeir létu
sér segjast og lögðu niður róf-
urnar!! Af töskunni er það að
segja, að hún sprakk um miðjuna
þvert við höggið og hélt ekki leng
ur innihaldi sínu, enda sjálfsagt
komin til ára sinna og óvön slíkri
meðferð!
Þegar þeir Sveinn og Geiri
komu aftur úr vísindaleiðangrin-
um frá jökulröndinni, höfðu flest-
ir hinna tjaldbúanna notað hið
tæra og volga lindarvatn fil and-
litssnyrtingar. — — Og svo færð-
ist síðsumaii'snóttin yfir tjaldbú-
ana. Austanrokið hvein í stögum
og hrikti í súlum og ferðalang-
arnir liðu inn í land draumanna.
8
TÍMINN, laugardaginn 13. janúar 1962.