Tíminn - 13.01.1962, Side 15

Tíminn - 13.01.1962, Side 15
Þórólfur Bech (Framtiaia a' (2 síðu' TWacDonald, sem skoraði tvívegis. t dag leikur St. Mirren við fræg asta lið Skotlands, Rangers, á leik velli Rangers í Glasgow, Ibrox. Eftir leikina á miðvikudag er staðan þatinig í 1. deild skozku knattspyrnunnar: Dundee 17 14 2 1 52—26 30 Partick 19 14 1 6 40—32 25 Celtic 18 10 4 4 47—22 24 Rangers 17 10 4 3 40—20 24 Kilmarn. 19 9 5 5 46—37 23 Dunferline 18 9 4 5 41—23 22 Motherwell 18 9 3 6 44—31 21 Th. Lanark 18 9 3 6 36—27 21 Hearts 16 9 2 5 30—24 20 Dundee Utl. 17 7 2 8 35—38 16 Hiberian 19 6 4 9 29—43 16 Aberdeen 18 6 3 9 30—39 15 St. Miren 19 5 4 10 31—49 14 St. Johnst. 19 4 5 10 14—31 13 Raith Rov 18 4 4 10 27—38 12 IStirling 20 5 2 13 24—47 12 Falkirk 19 4 3 12 19—37 11 Airdrie 19 3 3 13 31—51 9 Kári skrifar (Framhald á 7. síðu) sen, Gísli Sveinsson, Bjarni frá Vogi, Einar Kvaran, Þorsteinn Erl ingsson og margir fleiri ágætir menn Fögur bygging. Nú fyrir jólin voru teknir vinnu pallar utan af hinni miklu nýju bændabyggingu á Melunum í sunn anverðri Reykjavík. Kom iþá í ljós að þarna er komin einhver stærsta og fegursta byggingingin á íslandi — sönn höfuðstaðarprýði. En vafa laust er húsið dýrt. Vonandi er, að bændum takist samt að eiga húsið áfram og reka það með sóma. Ætlazt er til, að þama verði m. a. stærsta gesta- heimili á landinu. Allir þjóðrækn- ir .og framfarasinnaðir íslendingar óska bændunum til heilla og ham- ingju með sína myndarlegu höll í höfuðstaðnum. Gullbrú($kaup Framhald af 6. síðu. það svo löngum. Á þetta heimili hefur hún sett svip sinn, með glæsi- mennsku sinni, gestrisni og góðum hæfileikum. Hún var þegar í æsku mjög hneigð fyrir söng og tónlist hvers konar, hlaut þar snemma nokkra menntun, og hefur unnið mikið og gott starf á því sviði bæði innan heimilis og utan. M. a. hefur hún öðru hverju annazt söng- kennslu í barnaskóla Þórshafnar og verið stjórnandi kirkjukórs Sauðaneskirkju síðustu 14 árin. Frú Oddný hefur tekið allmikinn þátt í félagsmálum kvenna, verið í stjórn kvenfélags á Langanesi og stundum fulltrúi þess á sambands- fundum. í dag mun verða gestkvæmt í Ingimarshúsi, og margir, skyldir og óskyldir, fjær og nær, munu minnast húsráðenda þar, þótt eigi geti allir viðstaddir verið. Sjálfur á ég og við hjónin þar vinsemdar að minnast á ýmsan hátt, og gott hefur verið að vera gestur þar. Ég minnist þess ekki sízt með ánægju, er ég fyrir 3—4 áratugum fékkst við barnakennslu í húsi þeirra hjóna og elztu börn þeirra voru meðal nemenda minna þar. Og nú í dag, þegar fósturdóttirin frá Sauðanesi heldur gullbrúðkaup sitt, livarflar hugur okkar margra gamalla Langnesinga í fjarlægð heim að þessum forna stað, sem með reisn sinni og helgi var 1 bernsku okkar og æsku mikill í okkar augum og er enn. Úr heima- högum er margs að minnast, þeg- ar merkisdaga sem þennan ber að höndum þar um slóðír. Um það skulu eigi fleiri orð höfð, en gull- brúðhjónunum árnað heilla á heið ursdegi þeirra. G.G. Skautahlaup i Framnaid aí 12. síðu). í öðru sæti samanlagt. Svo skemmtilega hittist á, að þeir lentu saman í sjötta riðli, og þó sigraði Hollendingurinn örugglega í samhlaupinu, sýndi hinn ungi Norðmaður þó mikinn sigurvilja, og þegar bjallan hringdi fyrir síð asta hring var greinilegt, að hann yrði sigurvegaii í mótinu. Úrslit samanlagt urðu þessi: 1. Lasse Efskind 196.543; 2. Lie- berechts 197.404; 3. Goran Slott, SvJJL^ljóð, 198.414; 4. Johannesen 198.630; 5. Aaness 198.760; 6. 6. Sogge, Noregi, 200.117; Vander Grift keppti ekki í 5000 m. hlaup inu. Svíinn Goran Slott kom einn AIMENNINGIKOMA BRADA- Brgdalogin ekki við sagíi ráSuneytisstjórinn um bráSabirgíalögin, sem ríkisstjórnin setti fyrir áramót um vátryggingariÖgjöld fiskiskipaflotans og enginn hefur fengi'ð að sjá enn þá ig mjög í óvart í þessari keppni, og er honum spáð mikill iframtíð sem skautahlaupara. Þeir eru fluttir . . . (Framhald aí 4 síðu) undan mér Jóhannes Jörunds- son. Allir þeir aðilar, sem hér hafa verið nefndir, hafi unnið geysimikið starf í þágu fulltrúa- ráðsins og Framsóknarfélag- anna í Reykjavík, e.n stærsta þátt starfsins er þó að finna hjá hinum fjölmörgu einstakling- um, sem fyrr og síðar hafa ávallt verið reiðubúnir að leggja Framsóknarflokknum og hinum einstöku deildum hans lið, hvenær sem þess hefur þurft við. — Hvað finnst þér um þetta húsnæði og breytingarnar? — Ég tel mjög til bóta, að slcrifstofurnar eru undir sama þaki og hef lengi verið því hlynntur, oð svo yrði. Hingað til höfum við ekki getað veitt okkar félögum neina viðunandi aðstöðu til félagsmálastarfsemi, en nú er þetta breytt, og ég vona, að brátt sjáist árangur af þessu heillavænlega spori, sem r.ú hefur verið stigið. — ' ,T9V Við hliðina á Tímanum Næst töluðum við við Þráin Valdimarsson, framkvæmda- stjóra flokksins. — Hvað ertu búinn að vinna lengi hjá flokkn- um? — Það eru 15 ár í febrúar, og hef ég verið í Eddu- húsinu allan þann tíma. Eddu- húsið var byggt 1936—1937, og fékk miðstjórnin þá eitt her- bergi þar á leigu. — í hverju er starfið fólgið? — Það er alltof flókið til að segja frá því í stuttu máli. — Hvenær opnaði flokkurinn þessa skrifstofu? — Það er erfitt að segja um það. Fyrr á árum hélt mið- stjórnin fundi og fleira í þessu eina herbergi í Edduhúsinu. sem Kristján minnist á. — Það var rétt við hliðina á Tím- anum og náið samstaif þar á milli framan af. Stundum voru ( nokkrir menn við störf hjá flokknum tíma og tíma, t. d. starfaði Sigurjón Guðmunds- son í Freyju á hans vegum um og eftir 1930, en 1939 var þessi skrifstofa formlega opnuð og Daníel Ágústínusson ráðinn til að stjórna henni. Það gerði hann óslitið til 1947, þegar ég tók við. — Hvernig féll þér nábýlið við Tímann? — Ágætlega. Þaðan á ég margar góðar minningar og sakna hálfvegis samverunnar við starfslið blaðsins, þó að ég sé ánægður með húsakynnin og þá möguleika, sem þau bjóða upp á. Það var líka oft þægilegt að vera á næstu grös- um við blaðið, því að menn ut- an af landi, sem áttu við það erindi, áttu hægt með að skjót- ast inn í næsta herbergi til mín. Ég vildi ósk, þess, að þetta yrði svona áfram og þeir telji ekki eftir sér að líta inn í Tjarnar- götunni. — í tilkynningu frá rikisráðsrit- ara rétt fyrir áramótin er skýrt var frá því, að Bjarni Benedikts- son yrði leystur frá störfum for- sætisráðherra var þess getið svona í leiðinni, að ríkisstjórnin hefði gefið út bráðabirgðalög um vá- tryggingariðgjöld fiskiskipa. Þetta var fyrir áramót. Nú er komin 13. janúar og ekki bólar á birtingu laganna enn. Það hefur verið viðtekin venja, að viðkomandi ráðuneyti hafa sent blöðum og útvarpi öll bráða- birgðalög strax og þau hafa verið gefin út. Tímanum var farið að lengja eftir að sjá þessi bráða- bii'gðalög og hringdi í ráðuneytis stjórann í sjávarútvegsmálaráðu- neytinu. Svaraði hann fyrirspurn um útgáfu laganna með allt að því skætingi, sagði að blöðum væri aðeins sent bráðabirgðalög, þegar þau kæmu almenningi við. Þegar blaðamaður Tímans sagði, að al- menningi væri öll lagasetning við- komandi — og ekki sízt sú, er fjallaði um fjármál ríkisins, sagði ráðuneytisstjórinn blákalt að al- menningi kæmi þessi biáðabirgða- Iög hreint ekkert við!!! JfeÆjte útvarpií rt'vFlramhMti af 3 síðu Á hinum flugmiðanum voru landsmenn beðnir um að kaupa ekki hægri sinnaða dagblaðið Le Figaro, þar sem það styddi De Gaulle. Jafnframt var starfsmönn um blaðsins í Alsír bent á að hafa sig á brott, ef þeir vildu ekki hljóta verra af. íhaldsmenn franska þingsins héldu með sér fund í dag og sam- þykktu ályktun þar sem stefna De Gaulle Frakklandsforseta í Alsír- málinu er gagnrýnd og þess kraf- izt, að Alsír verði áfram franskt land. íhaldsmenn í Frakklandi snúast um þessar mundir hver á fætur öðrum gegn De Gaulle. Viíræíur . Framhald af 3. síðu. sem samkomulag kynni þannig að nást um. Enn fremux var það fram tekið af Alþýðusambandsins hendi, að þessar kröfur, ef framkvæmdar yrðu, væru metnar til jafns við beinar kauphækkanir, og tekið ( yrði til gaumgæfilegrar athugun- ar hvort ekki væri hægt, að kröf unum fullnægðum, að falla frá kauphækkunum fram til 1. júní 1962, er 4% kauphækkun á að koma til framkvæmda. Samkomulag varð um að ræð- ast við aftur mjög fljótlega. Af hverju má . . . (Framhald af 2. síðu) igen, faðir fimm dætra og eins sonar. Hitler hataði hann og kall aði hann „Otto hinn síðasta". Fortíð Ottos ætti ekki að hindra afturkomu hans. Þau vandamál, sem upp hafa komið, stafa af stjórnmálalegum ástæð- um. Og þau hefur Otto sjálfur skapað. Blaðamaðurinn spurði, hvort ekki væri meiningin að birta þessi lög í Lögbirtingablaðinu. Ráðu- neytisstjórinn kvað nei við því, sagði þau ekkert erindi eiga þang að, yrðu birt í stjórnartíðindum. — Ekki vildi ráðuneytisstjórinn láta blaðinu lögin í té. Þessi framkoma ráðuneytisstjór ans verður að teljast undarleg, þótt ekki sé meira sagt, en hann kann að hafa það sér til afsök- unar, að honum ber að túlka skoð anir ráðherra og hefur eflaust gert, því að ekki hefur orðið vart svo geigvænlegrar einræðishneigð ar hjá þessum annars ágæta ráðu neytisstjóra áður. Þessi vinnubrögð ríkisstjórnar- innar í útgáfu bráðabirgðalaga ber að víta harðlega. Engin ríkisstjórn hefur gefið út fleiri bráðabirgða- lög en núverandi ríkisstjóm og meira að segja brotið stjóinar- skrána í útgáfu þeirra sumra. Skörin færist enn upp á bekk- inn, þegar hætt er áð senda blöð- um og útvarpi lögin — aðeins get ið að þau hafi verið gefin út. Þegar eftir er spurt, er svo sagt blákalt, að almenningi komi lögin hreint ekkert við!! Tíminn krefst þess að svona vinnubrögðum verði hætt þegar í stað. — Rétt er að geta þess, að Iögin hafa ekki enn verið birt í stjórnartíðindum. Þorlákshöfn, 10. jan. — Á sunnu daginn var hér versta veður og losnaði v.b. Viktoría, sem lá við bólfæri hér í höfninni, og rakst á tvo aðra báta, áður en skip- verjum tókst að komast út. Sigldi hún þá tíl Vestmannaeyja, en fékk á sig sjó á leiðinni og skemmdist eitthvað, m.a. brotnuðu í henni rúður. Hún er nú til viðgerðar í Vestmannaeyjum. Bátarnir, sem hún rakst á, löskuðust einnig, en ekki til langi'ar tafar. Vertíð er hafin hér, og eru þrír bátar farnir að róa. Afli hefur verið heldur rýr, 4—5 tonn í róðri. Fimm aðrir bátar byrja um helg- ina. ÁB. MEÐGEKK ÁRÁSIR Á ÞRJÁR TELPUR Handtekinn í gær — lögreglunni tilkynnt um J>ri‘ðju árásina eftir a'ð mánu'Öur var liÖinn! Pilturinn sem réðist á sjö ára gamla telpu, sem var á gangi með stöllu sinni milli Reykjavegar og Suðurlands- brautar um klukkan fimm á miðvikudaginn, var handtek- inn í gœr. Hann viðurkenndi þennan verknað og tvo aðra svipaðs eðlis, framda á stúlkubörnum, en þar var ekki um meiðingar að ræða. í desember s.l. var rann- sóknarlögreglunni tilkynnt, að ráðizt hefði verið á tíu ára gamla telpu — á sömu slóðum og á miðvikudaginn. Pilturinn viðurkenndi að hafa verið þar að verki, en telpan var ekki meidd eftir hann. í fyrradag barst svo rann- sóknarlögreglunni tilkynning um að ráðizt hefði verið á þriðju telpuna úr sama ná- grenni um miðjan desember. Lögreglan hafði ekki heyrt um málið fyrr, og má það kallast furðulegt andvaraleysi af hálfu aðstandenda telpunnar að-láta undir höfuð leggjast að skýra lögreglunni frá árásinni þegar f stað, jafnvel þótt telp- an væri ekki meidd. Pilturinn viðurkenndi einnig þetta brot. Pilturinn er nýorðinn fjórt- án ára, og hefur ekki áður komizt undir manna hendur. Hann er nú í vörzlu foreldra sinna, þar sem hann er innan lögaldurs sakamanna. Barna- verndarnefnd mun fá hann til ráðstöfunar. Árásir eða líkamleg vald- beiting gagnvart börnunum eru algengari en margur hygg- ur. Þótt slíkra afbrota sé sjald- an getið í blöðum, er það ekki mælikvarði á fjölda þeirra. Þau reynast þeim, sem fyrir þeim verða, misjafnlega þung- bær eftir þroska og eðli þol- andans og eðli verknaðarins. Þeir sem eru haldnir af ofbeld- istilhneigingu gagnvart börn- um, geta reynzt stórskaðlegir, og þeim sem komast á snoðir um slíkt athæfi, ber skylda til að gera lögreglunni aðvart þegar í stað, vegna hvers þess barns, sem kann að vera í hættunni. TÍMINN. laugardaginn 13. janúar 1960 15

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.