Tíminn - 25.01.1962, Síða 7

Tíminn - 25.01.1962, Síða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason. Frétta- ritstjóri: Indriði G Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Egill Bjarnason. Ritstjórna'rskrifstof- ur í Edduhúsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur Bankastræti 7 Simar: 18300 — 18305. Auglýsingasími 19523. — Afgreiðslusími 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Askriftargjald kr 55 á mán innan lands. í lausasölu kr. 3 eint. Stefnan í verka- iýðsfélögunum í blöðum Sjálfstæðismanna hefur undanfarið mátt lesa Öðru hvoru áskoranir til Framsóknarmanna um að fylkja sér þar við hlið stjórnarsinna. Þetta hefur ekki sízt verið rökstutt með því, að Framsóknarrnenn hefðu ekki ólík viðhorf og stjórnarsinnar til utanríkismála. í tilefni af þessu er rétt að taka það fyrst fr^m, að það á ekki að vera neitt aðalverkefni verkalýðsfélaganna að fjalla um utanríkismál. Þau mál heyra fyrst og fremst undir þá fulltrúa, sem þjóðin velur sér á Alþingi og í ríkisstjórn. Menn með ólíkar skoðanir í utanríkismálum hafa líka.oft haft náið samstarf í verkalýðshreyfingunni. Þannig áttu Sjálfstæðismenn drýgstan þátt í því að hjálpa kommúnistum þar til valda og brjóta yfirráð Alþýðu- fiokksins á bak aftur, þótt ýmsir forkólfar Sjálfstæðis- flokksins væru hrifnir af Hitler á þeim tíma, en kommún- istar dönsuðu kringum Stalin. Þessi samvinna Sjálfstæðis- manna og kommúnista hefur átt sér stað öðru hvoru síðan og er þess skemmzt að minnast, að sumarið 1958 stóðu Bjarni Benediktsson og Einar Olgeirsson hlið við hlið í verkfallsbaráttu. Aðalhlutverk verkalýðsfélaganna á að sjálfsögðu að vera það að vinna að kjaramálum félagsmanna sinná. Þau mál eru vissulega þannig fallin, að um þau ætti að geta verið samstarf, þótt menn hafi ólík viðhorf til ríkis- stjórna í það og það skiptið. Þetta fer þó eftir því, hvort menn setja hagsmunamálin ofar pólitískum sérsjónarmið- um eða öfugt. í Stéttarsambandi bænda hefur tekizt allgott samstarf milli Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna, þótt flokk- ar þeirra hafi ekki átt samleið um ríkisstjórn. Þetta bygg- ist á því, að þar hafa flokkssjónarmiðin verið látin víkja fyrir stéttarsjónarmiðunum. Á sama hátt ættu stjórnarsinnar og stjórnarandstæð- ingar að geta staðið saman í verkalýðsfélögunum, ef póli- tísk flokkssjónarmið væru ekki látin standa í veginum. Stefnan, sem verkalýðssamtökin eiga að geta staðið saman um nú, er næsta augljós. Á síðastl. sumri náðist samkomulag við atvinnurekendur um mjög hóflega kauphækkun, er sannanlegt var, að atvinnuvegirnir gátu vel risið undir. Þessa kjarabót eyðilagði ríkis- stjórnin með gersamlega ástæðulausri gengislækkun. Aðalbaráttumál verkalýðssamtakanna nú hlýtur því að vera það að koma kaupmætti launa í ekki lakara horf og hann var í fyrir gengislækkunina. Alþýðusamband íslands hefur bent á færar leiðir til þess að ná þessu marki nú þegar, án teljandi kauphækkana. Það stend- ur á ríkissfjórninni að svara þessum tillögum. Hér er tvímælalaust að ræða um inesta og stærsta hags- munamál félagsmanna verkalýðsfélaganna í dag. Um það ættu þeir að geta staðið saman, án tillits til þess hvort þeir séu stjórnarsinnar eða stjórnarandstæðingar, ef þeir meta réttmæt hagsmunamál sín meira en annarleg flokks- pólitísk sjónarmið. Það er illt verk og óþarft að draga at- hyglina frú þessu meginmáli með því að hefja deilur i verkalýðsfélögunum um meira óviðkomandi mál. Viðhorf Framsóknarmanna til samstarfs við einn eða annan i verkalýðshrevfingunni mun að sjálfsögðu mark- ast af afstöðunni til framangreinds meginmáls. Það væri vissulega ástæða til að fagna því, ef hægt væri að ná við- tæku samstarfi í verkalýðshreyfingunni um friðsamlegan framgang þessa máls, en slíkur árangur myndi áreiðan- lega nást, ef staðið væri nógu vel saman. tmi Svarti einræðisherrann á Haiti Bandaríkin vilja iosna við hann, en vita ekki, hvað tekur við UNDANFARIN misseri hefur athygli manna mjög beinzt að tveimur ríkjum, sem eru á eyj- um milli Suður-Ameríku og Norður-Ameríku. Þessi ríki eru Kúba og Dominikanska lýðveld ið. Þeir stjórnmálaatburðir, sem þar hafa gerzt, hafa vakið mikla athygli, enda enn ekki sýnt, hvaða afleiðingar þeir geta haft. Atburðirnir á Kúbu og í Dominikanska lýðveldinu hafa orðið til þess, að þriðja ríkið á þessum slóðum, Haiti, hefur horfið mjög í skuggann. Ýmsir kunnugir telja, að þaðan kunni þó að mega vænta verulegra tíð inda áður en langt um líður. Þar hefur brotizt til valda ein- ræðisherra, sem gefur þeim Castro og Trujillo ekkert eftir í harðstjórri og ólýðræðislegum vinnubrögðum. Þrátt fyrir það er hann ekki talinn fastur í sessi, enda hefur fáum haldizt lengi á völdum á Haiti. HAITI og Dominikanska lýð- veldið eru á einu og sömu eyj- unni, Hispaniola. Spánverjar komu þangað fyrst 1492 og sett- ust síðan að á þeim hluta eyj- arinnar, þar sem nú er Domini- kanska lýðveldið. Þeir héldu síð an yfiriáðum þar fram á 19. öld. Frakkar stofnuðu hins veg- ar nýlendu á 17. öld, þar sem Haiti er nú og fluttu þangað hlikið af svertingjum frá Af- . ,Þeir brutust undan yfir ’ ráðum Frakka 1804 og stofnuðu þar lýðveldi, er um skeið náði einnig til Dominikanska lýð- veldisins. Haiti er eina ríki Ameríku, þar sem svertingjar eru í yfirgnæfandi meirihluta og franska er aðalmálið. f Dom inikanska lýðveldinu er yfir- gnæfandi meirihluti íbúanna af spönskum ættum og þar er spænska aðalmálið. Domini- kanska lýðveldið var aðskilið frá Haiti 1865 og hefur síðan verið sjálfstætt ríki. Þar hafa framfarir orðið miklu meiri en á Haiti. íbúar í Dominikanska lýð- veldinu eru um 3 millj., en um 4 millj. á Haiti. STJÓRNARFAR hefur jafnan verið mjög óstöðugt á Haiti og valdamönnum þar oft steypt úr stóli með blóðugri byltingu. Á árunum 1910—1915 voru þar fimm forsetar og mátti heila að allt væri þar í uppla-.isn. Svipað ástand ríkti þá í Domini kanska lýðveldinu. Bandankin ákváðu þvi, að taka að sér stjórn á báðum ríkjunum til bráðabirgða. f Dominikanska lýðveldinu létu Bandaríkin af: ur af stjórninni 1924, en ekki DUVALIER fyrr en 1934 á Haiti. Næstu 20 árin var nokkurn veginn skap- legt stjórnarfar á Haiti. Arið 1956 var löglega kjörnum for- seta steypt þar úr stóli og næsta árið urðu þar stjórnar- skipti fimm sinnum. í septemb er 1957 fóru þar fram forseta- kosningar og náði kosnmgu lítt þekktur læknir, Francois Duval ier. Sigur sinn átti hann pví að þakka, að herinn studdi kosn- ingu hans. Það studdi og að sigri hans, að hann er blökku- maður. í FYRSTU hugðu menn heldur gott til stjórnar Duvalier, því að hann hafði verið vel látinn sem læknir og ekki sýnt sér- stakt ráðríki. Þetta breyttist hins vegar brátt eftir að hann kom til valda. Hann byrjaði á því að tryggja sér full yfirráð yfir her og lögreglu og hefur síðan beitt þeim miskunnar- laust gegn andstæðingum sín- um, er ýmsir hafa verið fang- elsaðir, hraktir úr landi eða barðir og limlestir. Stjórn hans er nú talin ein mesta harð- stjórn, sem sögur fara af á þess um slóðum, og er þá alimikið sagt. Kjörtímabil Duvalier átti að renna út á næsta ári og mátti hann þá ekki bjóða sig fram aftur samkvæmt stjórnar- skránni. Duvalier hefur nú séð ráð við þessu. Á síðastliðnu ári fóru fram þingkosningar á Haiti. Aðeins einn frambjóð- andi var í hverju kjördæmi. Á atkvæðaseðlinum stóð nafn frambjóðandans til þingsins og auk þess í annarri línu: Du- valier forseti. í fyrstu skildu menn ekki af hverju nafn Du- valiers var á seðlinum. Eftir kosningar kom hins vegar skýr ingin. Þá var hátíðlega tilkynnt, að Duvalier hefði veiið endur- kjörinn forseti næsta kjörtíma-- bil eða til sex ára. Fyrir kosningarnar hafði ekk- ert verið tilkynnt um, að for- setakosningar ættu að fara fram samtímis þingkosningun- um, enda voru rösk tvö ár eftir af kjörtimabili Duvalievs. BANDARÍKJAMENN haía miklar áhyggjur af stjórnarhátt um Duvaliers, því að óbeint stjórnar hann á ábyrgð þeirra, því að hann myndi fljótt steyp- ast úr stóli, ef Haiti fengi ekki mikla efnahagslega aðstoð frá Bandaríkjunum. Bandaríkja menn vilja áreiðanlega gjarnan losna við hann, en hika við, því að ekki er víst, hvað kemur í staðinn. Vel gæti farið svo, að íylgismenn Castr'o fengju þá tækifæri til að hrifsa v ildin, en jarðvegur fyrir þá er vafa- Iaust góður á Haiti. Fátækt og menntunnrleysi er þar meira en í nokkru öðru landi Am -íku Af hálfu Duvaliers er fárt raun hæft gert til að ráða bót á þeim vanda. Hann ver mestu af aðstoð Bandaríkjanna íil að efla lögregluna og herinn. Aðeins tiltölulega mjótt sund aðskilur Kúbu og Haiti. Ástar.d ið á Haiti er ein af ástæðunum til þess, að Bandaríkjamenn ótt- ast að áhrifin frá Castro geti fljótlega breiðzt út, ef ekki tekzt að vinna bug á honum hið fyrsta. Þ. Þ. Haiti og Dominikanska iýóveldiö Sunnudaginn 21. janúar s. 1. efndi Einar Sturluson tenórsöngv- ari til söngskemmtunar í kirkju óháða safnaðarins með aðstoð dr. Hallgiíms Helgasonar. Tenórrödd Einars er ekki mjög mikil, en alljöfn og getur verið áferðarfalleg á hærri tónum. Lægra svið raddarinnar er aftur á móti hljómminna, og vill þá stund um örla á óhreinum tónum. Efnisskráin, sem var breytlleg og vel samsett, hófst á „Panis Angelicus'* eftir César Franck, þá fylgdi hugnæmt sálmalag, „Liebst- Söngskemmtun Einars Sturlusonar er Herr Jesus", eftir J. S. Bach, fallega flutt Útsetningar dr. Hallgríms Helga- sonar á 3 islenzkum lögum voru ágætar, og má sérlega geta um íslenzka þjóðvísu, „Grátandi kem ég“, sem söngvarinn fór mjög vel með. Var þá komið að ljóðasöngnum á efnisskránni, og var hið fagra lag „Nacht und Traume" eftir | Schubert alláheyrilegt í meðför- um Einars. Auðheyrt var. að söngvarinn hefur lagt mikla vinnu og unnið af alúð og vandvirkni við efnis- skrána. og er það vel. i Dr. Hallgrímur Helgason aðstoð- aði með festu og vandvirkni. I U. A. TÍMINN, fimmtudaginn 25. janúar 1962.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.