Tíminn - 20.02.1962, Blaðsíða 5
Litla flugfélagid
Flugsýn
hugsar til hreyfings með vorinu.
Það var núna nýlega, að ég
hafði lítið að gera, svo ég réðst í
að fara út að ganga svolítinn spöl,
á miíli élja, til að hressa mig.
Ég lagði leið mína út á flugvöll,
enda var það stytzta leiðin út úr
umferðinni, því flugvöllurinn var
lokaður. En ekki var ég kominn
nema rétt út að flugvellinum þeg
ar mesta él reið yfir, svo ég leit-
aði mér skjóls í opnu flugskýli.
Þarna var þá maður að vinna við
flugvél. Ég er alltaf dálítið for-
vitinn og þarna var mikið af allra
handa flugvélum, svo ég hugsaði
mér að leita frétta hjá þessum
manni.
— Hver á þessa flugvél?
— Það er lítið flugfélag, sem
á hana.
Nylon sængur
Léttar sem dúnsængur.
GarSastræti 25.
Sími 14112.
— A þetta félag þá fleiri af
þessum flugvélum. sem hér eru
inni?
— Já, það á fimm flugvélar.
— Og hvað gerir það við þær?
— Tvö síðastliðin ár hefur fé-
lagið haldið uppi flugkennslu og
leiguflugi.
— Nú, en það hefur ekki nein-
ar fastar ferðir?
— Nei, en núna um áramótin
keypti félagið þessa flugvél og
befur sótt um sérleyfi til mann-
fiutninga á nokkra staði.
— Getur félagið flogið á staði
þar sem eru litlir flugvellir?
— Þessar flugvélar geta lent
þar sem eru 500 m. langar flug-
br^utir.
— Hvaða staðir eru það sem fé-
lagið sótti um að fljúga til?
— Það sótti um nokkra staði
á Vestfjörðum, t.d. Þingeyri,
Hólmavík, Hellissand o.fl., og
Vopnafjörð og Norðfjörð á Aust
urlandi.
— Jæja já, en ef leyfið fæst
ekki til áætluharferðanna, hvað
hefur félagið þá að gera við ]fess
ar vélar?
— Þá verður sennilega flogið
hvert á land sem er, eftir því sem
tækifæri gefst.
— Hvað taka þessar flugvélar
marga menn?
—Sú stærsta er átta sæta, og
ennur er fjögurra sæta.
— En eru þetta góðar vélar, ég
á við, eru þær öruggar?
— Þær eru með radíómiðunar
stöð og öðrum öryggistælgum
eins og krafizt er.
— Hvað heitir annars þetta
flugfélag?
— Það heitir Flugsýn.
— Og eru eigendurnir eitthvað
kunnugir flugi?
— Þeir hafa verið við það í
10—15 ár.
— Hefur félagið flugmenn?
— Já, það hefur tvo fasta flug-
menn.
Nú var komin uppstytta og mér
fannst ekkert notalegt þarna i
skýlinu svo ég skundaði heim.
Hávarður.
Frystihús
í nágrenni Reykjavíkur getur bætt við sig nokkrum
stúlkum.
Upplýsingar í Sjávarafurðadeild S.Í.S.
Tilfeoð óskast
í nokkrar fólksbifreiðir, er verða til sýnis í Rauð-
arárporti. fimmtud. 22. þ. m. kl. 1—3.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama
dag.
Sölunefnd varnarliðseigna.
Nokkrar stúlkur
óskast til starfa í frystihúsinu í Grundarfirði.
Upplýsingar í Sjávarafurðadeild SÍS.
SKIPAUTGCRB RIKISINS
M.s. Hekla
austur um land í hringferð h.
25. þ. m.
Vörumóttaka í dag og árdegis
á morgun til Fáskrúðsfjarðar,
Reyðarfjarðar, Eskifjarðar,
Norðfjarðar, Seyðisfjarðar,
Raufarhafnar, Húsavíkur og Ak
areyrar.
Farseðlar seldir á föstudag.
Herjólfur
fer á morgun til Vestmannaeyja
og Hornafjarðar.
Vörumóttaka í dag.
M.s. Skjaldbreið
fer til Olafsvíkur, Grundarfjarð
ar, Stykkishólms, hinn 23. þ.
m.
Vörumóttaka í dag.
Farseðlar seldir á fimmtudag.
Herðubreið
fer austur um land í hringferð
hinn 24. þ. m.
til Djúpavogs, Breiðdalsvíkur,
Stöðvarfjarðar, Mjóafjarðar,
Borgarfjarðar, Þórshafnar og
Kópaskers.
Vörumóttaka í dag og árdegis
á morgun. i
Farseðlar seldir a fimmtudag.
Ibúð til sölu
Til sölu er góð, 3. herbergja
íb^J^^J^teinhúsi. ná-
lægt miðbænum. Tvöfalt
gler. Sér hiti. Sími 16805.
M.s. Lagarfoss
fer frá Reykjavík laugardaginn
24. þ. m. til Vestur- og Norður-
lands.
Viðkomustaðir: Akranes, ísa-
fjörður, Siglufjörður, Akureyri,
Húsavík.
Vörumóttaka á miðvikudag.
H.F. Eimskipafélag íslands
Æðardún-
sængur
Æðardúnn — Hálfdúnn
Sængurver — Dúnhelt lér-
eft.
Koddar — Fiðurhelt léreft.
Nýkomið Patonsgarn, fimm
grófleikar Litaúrval.
Stakir drengjajakkar.
Stakar drengjabuxur.
Gallabuxur (gamalt verð).
Crépenvlonsokkar.
Sokkabuxur (unglinga).
NonrLL
Vesturgötu 12 Sími 13570.
FRIGIDAIRE
ÍSSKÁPARNIR
fásf s þessum sfærðum
3.8 cub. fet
5.1 — —
5.6 --------
6.8 - —
8.7 — —
9.1 — —
/ ,
11,1----------
FÁIÐ YÐUR
FRICIDAIRF
SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA, VÉLADEILD
Austin Gipsy
LANDBUNAÐARBIFREIÐ
í Austin-Gipsy eru sam- einaðir allir góðir kostir þægilegs ferðavagns og traustleika við erfiðar að- stæður. Bezti fjallabíll, sem til landsíns hefur ver- fluttur. Verð. Benzínvél: Með blæjum, miðstöð og rúðublásara kr. 105.000, 00. Með húsi, miðstöð og rúðíiblásara kr. 112.000, 00. Dieselvél: Kr. 15.000.00 aukalega'
Þeir, sem vildu tryggja sér þennan glæsilega vagn fyrir vorið. tali við okkur sem fyrst. Bifreið til sýnis í verzlun okkar. Biðjið um verðskrá og myndalista. Mjúkur í akstri. Flexitor-fjöðrun við hvert | hjól Vökvadæla á copl- ingspedala. Hár undir- vagn Léttur í stýri. Lok- uð grind. Karfan úr ryð- vörðu stáli. Húsið úr hinu óviðjafnanlega efni: .,Fiberglass“.
ALLIR GETA TREYST AUSTIN
Garðar Qslason h.f.
bifreiðaverrlun
TÍMINN, þriðjudaginn 20. febrúar 1962
3