Tíminn - 20.02.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.02.1962, Blaðsíða 12
Sveit Í.R, RITSTJORI HALLUR SIMONARSON Afmælisskíðamót f.S.X. var háð við skíðaskálann í Hveradölum sl. sunnudag og var mótið sett af for- manni S.K.I., Einari Pálssyni. Mættir voru til leiks um 40 kepp endur, keppt var í svigi (sex manna sveitakeppni). Veður var sæmilegt, snjómugga og logn. Kepp endur voru frá: Akureyri, ísafirði, Siglufirði og Reykjavíkurfélögun- uim Ármanni, KR., Víkingi og ÍR. Úrslit urðu sem hér segir: Sveit ÍR vann. Keppendur í sveit ÍR voru: Guðni Sigfússcm, Haraldur Pálsson, Þorbergur Eysteinsson, Jakobína Jakobsdóttir, Rúnar Stein dórsson og Þórir Lárusson. Bezta samanlagð'an brautartím- anna hafði Guðni Sigfússon, ÍR, 81,8 sek. 2. Bjarni Einarsson, Ár- manni, 82,5 sek. 3. Hilmar Stein- grímsscon, KR, 83,9 sek. 4. Har- aldur Pálsson, ÍR, 86,5 sek. 5. Haf- steinn Sigurðsson, SRÍ, 87,5. 6—7 Bogi Nílsson, KR, 87.8 sek. 6—7 Ásgeir Úlfarsson, KR, 87,7 sek. 8. Marteinn Guðjónsson, KR, 88,2 Margt var um manninn þar efra og áberandi hve margir gamlir skíðamenn voru þar saman komnir. Eftir keppnina var sam- eiginleg kaffidrykkja í boð'i Skíða- ráðs Rvíkur og gestgjafans Öla B. Ólasonar. Mótstjóri Stefán Björnsson for- maður Skíðafélags Reykjavíkur bauð gesti velkomna. Forseti ÍSÍ afhenti verðlaun og flutti mjög skemmtilega hvatningarræðu til iskíð'amanna; enn fremur flutti ræðu Herluf Clauseh, stórkaupm., sem er einn af forvígismönnum Skíðafélags Reykjavíkur. Mót þetta fór hið bezta fram. Var það hið mesta gleðiefni, að keppendur ut- an af landi sáu sér fært að mæta við þetta sérstaka tækifæri. Benedikt G. Waage, forseti ÍSÍ, afhendir Guðna Sigfússyni, ÍR, verSlaun, en hann náði beztum brautartíma. — (Ljósmynd Bjarnleifur). Ovænt mótstaða •inga gegn FH Mjög mikið var um íþróttaviðburði um helgina, bæöi hér heima og eriendis, en sökum rúmleysis veröur mikiö efni að bíða til morguns. Þá verður m.a. sagt frá heimsmeistarakeppni þeirri í skíðaíþróttum sem nú fer fram í Póllandi og Frakk- landi. Staðan í 1. deild Staðan í íslandsmótinu í 1. deild er þannig eftir leikina á sunnudagiftn: F.H. 3 3 0 0 106—60 6 Fram 2 2 0 0 61—40 4 Víkinigur 2 1 0 1 38—36 2 Í.R. 2 10 1 41—64 2 K.R. 3 0 0 3 58—71 0 Valur 2 0 0 2 37—77 0 12 Frábær markvarzla Guðjóns Ólafssonar og mikil skotharka Reynis Ólafssonar gerðu það að verkum, að leikur KR við íslandsmeistara FH á sunnu- i dagskvöldið varð mjög skemmtilegur og jafn fram á síðustu mínúturnar, en loka- sprettur íslandsmeistaranna færði þeim sigur með fimm marka mun 27—22 í bezta leik, sem sést hefur milli ís- lenzkra liða í vetur. Og áhorf- endur voru sannarlega með á nótunum. og engu líkara eftir hrópum þeirra að dæma, að um hreinan úrslitaleik væri að ræða. i Fyrir fram töldu flestir, að KR- ingar hefðu ekki nokkra mögu- leika til að standa nokkuð í FH — eftir fyrri leikjum liðanna í mót- inu að dæma. En þetta fór á aðra leið, og það er eins og KR-ingar eflist, þegar mótstaðan er hvað óá- renmilegust. En KR-liðið er of ó- jaínt til þess að geta leikið af sama krafti allan leikinn, og því fór svo undir lokin, að FH náði yfirhönd- inni — en liðið hafð'i þó allan tím- a«n leikið vel og af sinni alkunnu getu. Jafnt < hálfleik Eftir talsvert þóf tókst Erni I Hallsteinssyni að skora fyrsta I markið fyrir FH, en Karl jafnaði strax og Herbert náði forustunni fyrir KR Ekki líkað'i FH-mönnum þetta ve4 og þeir skoruðu næstu þrjú mörk (Birgir, Pétur og Örn). j KR fékk þá ' vítakast, en Reynir 'skaut á markstöngina, en rétt á!m I eftir skoraði hann sitt fyrsta mark, !4—3, en hann átti eftir að koma [ mikið við sögu í leiknum og varð ! langmarkahæstur í honum. ! Pétur jók töluna í 5—3 fyrir FH ■en Reynir jafnaði og skoraði síð- ara markið úr víti, 5—5, og 15 mín. af leik. Kristjáit náði enn forustu fyrir FH, en Herbert jafnaði. FH náði nú góðum kafla og skoraði fjögur mörk gegn einu hjá KR. En KR-ingar létu það ekki á sig fá, og þegar rúmar 20 mín, voru af leik var staðan orðin jöfn, 11—11, og skoraði Reynir þrjú af þessum mörkjim KR. Liðin skiptust nú á að /sícora, en þegar mínúta var í hálfleikinn komst KR í annað s'kipti yfir, en það stóð ekki nema Markhæstir í 1. deild Markahæstu leikmennirnir í meistaraflokki, 1. deild, eru nú þessir. Þess ber að geta, að FH og KR hafa lcikið þrjá leiki, en hin liðin tvo. Ragnar Jónsson, FH, 33 Birgir Björnsson, FH, 24 Reynir Ólafsson, KR, 23 . Ingólfur Óskarsson, Fram, 22 Iíristján Stefánsson, FH, 18 Guiinl. Hjálmarsson, ÍR. Karl Jóhannsson. KR, Pétur Antonsson, FH, Hennann Samúelsson, ÍR, Geii Hjartarson, Val, Örn Hallsteinsson, FH, Hiimar Ólafsson, Fram. 14 14 14 13 12 12 10 nokkrar sekúndur, því að þá jafn- aði Ragnar fyrir FH og staðan í hálfleik var því jöfn 14—14. Guðjón Ólafsson, markvörður KR, hlaut mikið Iof áhorfenda fyrir frábæran lelk í marki, enda bjarg- aði hann oft snilidarlegta. Iljalti Einarsson var hins vegar ekki beint í essinu sínu þennan h'áif- leik, og hann átti í miklum erfið- jlcikum með láigskot KR-inga. En hins vegar tókst Hjalta mjög vel upp í síðari hálfleiknum, enda var FH-vörnin þá betur staðsett gegn iágskotunum, og rar erfitt að koma þeim í gegn. Jafnt framan af Framan af síðari hálfleiknum var stað'an mjög jöfn. Birgir skor- aði fyrsta markið fyrlr FPI, en Heinz og Karl svöruðu fyrir KR, en það var lika í síðasta skipti í leiknum, sem KR hafði yfir. FH skoraði þrjú næstu mörk, 18—16 fyrir FH. Þessi tveggja marka munur hélzt þar til um miðjan hálf leikinn, að FH herti enn róðurinn ag komst fjórum mörkuim yfir 23—19. En Reynir skoraði þá enn tvö mörk og spenningurinn hélzt En hann fór aðeins síðar út af um tíma, enda útkeyrður, og skoraði FH þá fj'ögur mörk án þess að KR svaraði og gerði þar með út um leikinn, 27—21. En síðasta markið skorað'i Reynir svo, og FH vann því með fimm marka mun. Lið FH sýndi oft í þessum leik ágætan handknattleik, einkum þó í síðari hálfleikmum, og var Birgir þeirra bezti maður. en Einar og Kristján áttu einnig ágætan leik, og Örn er stöðugt vaxandi leík- maður Hins vegar átti Ragnar ekki eins góðan leik og áður í mót- inu, en alltaf er hann þó hættu legur. (Framh a 15 síðu JafntefH h|á St. Mirren St. Mirren gerði jafntefli í bikarkeppninni á Iaugardag- inn, eitt eitt, gcgn Raith Rov- ers, sem skoraði eftir tvær mínútur, en Fernie jafnaði fyrir St. Mirrcn stuttu síðar. Brown, markvörður, meiddist í leiknum og var út af í 20 mínútur. Clunie fór þá í mark. Þórólfi er mjög hælt í skozk- um blöffum fyrir leik sinn, þótt hann skoraði ekki. Liðin leika aftur í dag á heimavelli St. Mirren. Nánar síðar. Rússi heimsmeistari Heimsmeistarakeppninni í skautahlaupum lauk í Moskvu á sunnudag með sigri Kosich- kins, Sovétríkjunum. Annar varð heimsmeistarinn frá í fyrra, van der Grift, Hollandi. Þriðji Ivar Niisson, Svíþjóð, og í fjórða sæti Boris Stenin, Sovétríkjunum. í fimmta og sjötta sæti voru tveir Kín- verjar. Svíar standa sig Sigurvegari í 500 m. hlaup- inu varð Grishjin, Sovét, á 41.7 sek, en hann hefur verið nær ósigrandi í þessari grein síðustu 10 árin. Annar varð Stenin á 42.1 sek. og Grift þrigiji á 42.7 sek. Knud Jo- hannesen, Noregi, gekk illa í þessu hlaupi, varð aðeins 27. á 45.2 sek. og möguleikar hans til sigurs voru þar með úti. í 5000 m. hlaupinu á iaugardag kom Ivar Nilsson mjög á óvart og sigraði á 8:03.2 mín. Kosichkin hljóp á 8:04.9 mín. í 10000 urðu úrslit enn óvænt- ari. Ungur óþekktur Svíi, Johnny Nilsson, sigraði með yfirburðum. Annar varð landi hans Ivar Nilsson og þriðji, nýi heimsmeistarinn. Nánar verður sagt frá keppninni á morgun. Japani fyrstur í stökki í stökkkeppninni í norrænni tvíkeppní í heimsmeistara- keppninni í Zakopane í Pól- landi, sigraði Eto frá Japan, óvænt, hlaut 245.2 stig. Annar varð Arne Larsen, Noregi, með 242 stig. Þriðji Kosjin, Sovét, með 240.5 stig. Fjórði Dietl, Austúr-Þýzkalandi, með 238.3 stig og fimmti Kastinver, Austurríki með 230 stig. Arne Larsen er talinn mjög sigur- stranglegur í kcppninni, þar sem hann er mun betri göngu- maður en Japaninn og Rúss- inn. Ólympíumeistaranum, Ge- orge Thoma frá Vestur-Þýzka- landi, misheppnaðist í stökk- kcppninni, og kemur varla til greina sem sigurvegari. í 5 km. skíðagöngu kvenna urðu þrjár rússneskar stúlkur fremstar. Bozon sigraði í svigi í lieimsmeistarakeppninni í Camonix í Frakklandi, urðu tveir Frakkar beztir í svig- keppninni. — Sigurvegari varð Charles Bozon á 141.6 sek. Annar Gay Perillat á 143.0 sek. Þriðji Nenning, Austur- ríki, á 144.2 sek. og fjórði Karl Schranz, Austurríki, á 144,2 sek. Bezti Norðurlandabúi var Ftiininn Manninen í 10. sæti. Nánar verður sagt frá keppn- inni á morgiin, svo og keppn- inni í Zakopane. TIMINN. briðjudaginn 20. febrúar 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.