Tíminn - 25.02.1962, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.02.1962, Blaðsíða 10
Carl Shannon: ^ 4» ÖRLAGASPOR alla leið. Það var eins og að koma í himnaríki. Eg hafði sannarlega mikla þörf fyrir bað, en það varð að bíða til fyrramáls. Eg náði í nátföt mln, skreiddist upp í rúmið, dró flugnanetið yfir mig og vissi ekki af mér síðan. Það var kominn hábjartur dagur, þegar ég vaknaði. Eg heyrði að Dói Gíó var að gera hreint inni í dagstofunni, og uti í eldhúsi söng Kalli gamla Afríkusöngva. :— Útbúið bað handa mér, æpti ég . Þegar ég hafði baðað mig og rakað, stóð morgunmatur inn til reiðu á borðinu Eg tók aftur að brjóta heilann um morðið, sem ekki varð upp- lýst. Það var þó gott, hvað sem öðru leið, að loksins hafði Follett verið jarðsettur. Ef við gætum nú bara haft hend ur í hári morðingjans, vissi ég vel hvað ég ætlaði að gera. Eg ætlaði að reyna ag telja Jönu Set trú um, að lífið yrði henni aldrei nokkurs virði, nema hún yrði frú Leigh. Það var erfitt að einbeita sér að morðmálinu, og hafa þessa stúlku í huganum. Eg heyrði að bifreið nálgaðist úti á þjóðveginum, og skömmu síðar beygði hún heim að húsi mínu. — Eg fann kaffilyktina, sagði West Lúter þegar hann kom inn. — Það er lygi, svarið ég. — Þú finnur yfirleitt ekki lykt af neinu, meðan þú reyk ir úr þessum pípustert. Hvers vegna reykir þú pálmablöð? Dói Gíó færöi honum kaffi- bolla. — Sheila vill endilega fá þig til miðdegisverðar í kvöld. sagði hann. — Hvað finnst þér um það? — Verður bú heima? — Já, hann kímdi. — En ég skal draga mig í hlé. —Þú eyðileggnr allt sam- an. En eigi að síður skaltu skila kveðju minni til Sheilu og kæru þakklæti með. Eg skal koma svo nemma, að ég geti hellt í mife megninu af öPu þínu viskýi. West. vildí fá að vita, hvað ég hefði tekið mér fyrir hend ur, svo að ég sagði honum unn alla söguna, um atburði siðustu daganna tveggja. án hess þó að geta játningar Set.s að neinu. Vinur minn greip aldrei fram í fyrir mér. frekar en bnnn var vanur. Þegar ég hafði lokið sögu minni, sagði hann: — Eg býst 'úð að þú viljir halda áfram að vinna að þessu máli jrang a.ð til þú hefur upplýst að fullu, hvernig í öllu liggur. Eg kinkaði Kolli. — Veizt þú nokkuð um Múmú? Hefur nokkuð sérstakt komið fyrir hana, meðan ég var fjarver- andi? West sat drykklanga stund, án þess ag svara neinu. — Eg veit, að hún hafði sam- band við Follett, en ég hélt að ég hefði séð hana í bif- rekig Rernó Forbess fyrir nokkrum vikum síðan. Mig 24 furðaði á því--------. Eg var líka hissa. Ag því er ég frekast vissi, hafði hún ekki stigið fæti inn í hús Forb es svo að árum skipti. En þó hafði hún kannazt við, að ör- ið, sem hún hafði yfir þvert bakið, væri af hans völdum. Og örið vár nýlegt. West þáði aftur í bollann, en ók síðan til aðalskrifstof- unnar. Rétt á eftir fór ég þvert yfir plantekruna til sjúkrahúsins. Það lá óslitinn rykmökkur eftir öllum veg- um, vegna þurrkanna, og þykkt lag af ryki huldi öll gúmmítré meðfram vegar- brúninni. Jeff Craig læknir var að framkvæma einhverja smá- sjárrannsókrí í tilraunastof- unni. — Helmingur af starfsliði plantekrunnar er jákvæður í þessari viku, sagði hann, og átti með því við síðustu rann- sóknir gagnvart mýraköldu. — Sjúkrahúsig verður orð- ið fullt hjá okkur fyrir næsta miðvikudag. — Eg held að þú hafir gott af því. að erera eitthvað, anz- aði ég. — Þú getur ekki bú- izt vi5 að taka kaup þitt fyr- ir ekki neitt. Hann hló og fékk mér viský flöskuna mína. Hún var enn milli hálfs og fuils. — Þú hefur engar skýring ar gefið, sagði ég og sett- ist á einn þessara háu til- raunastóla. — Hið eina, sem þú hefur sagt. er, ag hú haf- ir ekkert eitur fundið í vín- inu. — Ertu viss um. að hú haf- ir ekki borðað of mikið af mat hinna innfæddu? snurði Jeff. — Ögn af þrárri nálma- olíu getur verið nóg til þess, að maður fái maeakrampa og uppköst Svo béh. hann áfram: — Fyrst reyndi ég allar venjulegar rannsóknar- aðferðir, og síðan bætti ég nokkrum við, eftir mlnum eig in hugmyndum. Eg veit, að það er mjög erfltt að finna sumar eiturtegundir hér- lendra manna, en ég stend nú í þeirri meiningu, að þú hafir ferígið eitrið í mat. Eg get ekki einu sinni fundið nokk- urt annarlegt bragð af þessu viskýi. Eg gekk út að bílnum í hægðum mínum og vonaði að sjá Jönu bregða einhvers stað ar fyrir. En ég hafði ekki lán- ið með mér að þessu sinni. Þegar ég var að stinga flösk- unni inn í bifreiðina, kom annar bíll eftir veginum. Það var Reinó Forbes, sá ég var, því að hann og herra Harmon voru þei.r einu, sem áttu stóra vagna. Eg man, að þegar hann fékk bílinn, sagði ég honum að hann hefði þurft að kaupa sér bílstjóra með, því að hann æki sjálfur eins og brjálæðingur. Vegna þess hve afar feitur Forbes var, átti hann jafn erfitt með að komast út úr vagninum og umdæmisstjór- inn. Eg gat ekki annað en líkt þeim saman, og sú var ástæð- an til þess, að ég stóg og kímdi, þegar hann kom vagg- andi til mín. — Ef ég væri í þínum spor- um, Mikki, býst ég ekki við að ég væri svona léttur í skapi, mælti hann. — Það er aldrei gott að segja, hvað fyr- ir karm að koma. — Eg vona að ég verði staddur hérna þann dag, sem félagið verður ag senda þig heim, eins og hvern annan fleskhnaus. Það var eins og hann skildi ekki betta spaug. Þarna blaðraði hann við mig, fast að tuttugu mín- útna tíma. Ég hafði svo sem ekkert út á Reinó Forbes að setja, að þvi undanskildu. að honum hætti alltaf til ag spana þá nýkomnu upp á móti eldri plönturum, í ákafa sínum við að auka framleiðsl- una. Það voru því margir hinna gömlu og grónu starfsmanna plantekrunnar, sem ekki treystu Forbes. Að minnsta kosti gekk ég ekki gruflandi að því, að á þeim degi, er hann yrði for- stjóri fyrirtækisins, var þar maður að nafni Mikael Leigh, sem yrði að leita sér ann- arrar atvinnu. 18. kafli. Mér varð kvöldið ánægju- leet. hiá þeim Sheilu os West Lúter. Þar var enginn annar gestkomandi, svo að við gát- Austín Gipsy LANDBÚNAÐARBIFREIÐ í Austin-Gipsy eru sam- einaðir allir góðir kostir þægilegs ferðavagns og traustleika við erfiðar að- stæður. Bezti fjallabíll, sem tíl landsins hefur ver- ið fluttur. Hátt og lágt drif, og hægt að aka ein- göngu á fram- eða aftur- drifi, eftir vild. Verð. Benzínvél: Með blæjum, miðstöð og rúðublásara kr. 105.000, 00. Með húsi, miðstöð og rúðublásara kr. 112.000, 00. Dieselvél: Kr. 15.000.00 aukalega. Þeir, sem vildu tryggja sér þennan glæsilega vagn fyrir vorið tali við okkur sem fyrst. Bifreið til sýnis i verzlun okkar. Biðjið um verðskrá og myndalista. Mjúkur í akstri. Flexitor-fjöðrun við hvert hjól. Vökvadæla á coupl- ingspedala. Hár undir- vagn. Léttur í stýri. Lok- uð grind. Karfan úr ryð- vörðu stáli. Húsið úr hinu óviðjafnanlega efni: ,,Fiberglass“. ALLIR GETA TREYST AUSTIN Garðar Gíslason h.f. bifreiðaverzlun Skreiðarframleiðendur Útflytjendur Við erum meðal stærstu innflytjenda ofangreindr- ar vöru í Nígeríu, Ágætustu meðmæli fúslega veitt áreiðanlegum útflytjendum. Ekkert er of lítið fyrir hin frábæru sambönd okkar. VÖRUR YÐAR ERU ÖRUGGAR HJA OKKUR. Snúið yður til Messrs. A.A. Momson & Company, 22a Lewis Street, P. O. Box 270, Lagos, Nigeria. West Africa. Símnefni: „MOMSON“ — Lagos. 4 Gubikfeta ÍSSKÁPUR tii sölu á Ránargötu 7-A II. / 10 T í MIN N, sunnudaginn 25. febrúar 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.