Tíminn - 09.03.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.03.1962, Blaðsíða 6
NNOFRETTIR Ætla aö skera atvinnuaukningar EKl féð niður um meira en he Frumvarpið um atvinnubótasjóð var til 3. umr. í neðri deild i gær. G-'sli Jónsson, framsögumaður mhl. fjárhagsnefndar, sagði nefnd- ina hafa tekið breytingatiilögur Framsóknarmanna til athugunar og lagt til að þær yrðu allar felld- ar, en Gísli hafði óskað eftir að þær yrðu teknar aftur til 3. umr. til þess að nefndin gæti hugað að þeim. Eysteinn Jónsson sagði það ekkert nýmæli, að veitt sé fé til atvinnuaukningar í landinu eins og þetta frumvarp gerir ráð fyrir. Á4 fjárlögum hefur verið ákveðið fé til þessa verkefnis í meira en áratug og nemur atvinnuaukn- ingarféð samtals um 100 milljón- um króna og er það ekkert smá- ræði. því að allt annað verðlag hefur ríkt á undanförnum árum en nú ríkir. — Þetta fjármagn hefur mest allt verið lánað félög- um og einstaklingum í sjávar- plássum úti um land til að koma upp atvinnurekstri eða auka þann sem fyrir hefur verið. Atvinnu- aukningarféð hefur komig sem lánsfé til viðbótar lánsfé, sem við komandi aðilar hafa getað aflað að öðrum leiðum. Það hefur því verið eins konar áhættufé ríkis- ins í atvinnurekstri sjávarpláss- anna til uppbyggingar, framfara og framleiðsluaukningar. Þetta fjármagn hefur orðið að stórkost- legu og ómetanlegu gagni og átt ævintýralegan þátt í uppbyggingu atvinnuveganna og leyst úr dróma framtak og elju fjölmargra ein- staklinga. í krafti þessa fjár hafa fjölmargir ungir og dugmiklir sjómenn geta eignazt báta og gert út sjálfir og moka nú afla í þjóð- arbúið. Þetta atvinnuaukningarfé hefur oft algerlega riðið bagga- muninn um það, að unga fólkinu tækist að ryðja sér braut inn í framleiðsluna og atvinnurekstur- inn. Árið 1957 var á fjárlögum veitt 15 milljónum króna til atvinnu- aukningar, 1958 13.5. 1959 14.2 og 1980 14.5 milljónum. Á fyrsta heila ári viðreisnarinar er þetta framlag til uppbyggingarinnar og jafnvægis í byggð landsins hins \egar lækkað um þriðjung niður í 10 milljónir á sama tíma og stofn kostnaður var aukinn stórkost- lega. Atvinnuaukningarstarfsemin hef ur verið í fullum gangi þótt ekki hafi verið um sérstaka löggjöf að ræða. Nú hefur verið samig frum- varp um þetta. Aðalefni þess og það sem fyrst og fremst skiptir máli er að nú á að lögfesta þessa lækkun á atvinnuaukningarfénu, þ.e. lögfesta 10 millj. króna há- marksframlag. Með þessu frum- varpi er því í raun og veru verið að skera niður framlagið um meira en helming. Slík bylting hefur orðið í verðlagi, að 10 millj. ónir svara til 6—7 milljóna 1957 og 1958, en þá var veitt 13.5 til 15 milljónum til þessara þarfa. Innkaupsverg véla hefur hækk- ag um 90% síðan 1958. Skip og bátar hafa hækkað um 70—90% og húsbyggingar a.m.k. um 26% eða stofnkostnaður að meðaltali um 67%. — Meg þessu frum- varpi á því að draga stórlega úr þeim stuðningi, sem hið opinbera hefur vei.tt atvinnulífi í sjávar- plássum og sem tvímælalaust hef- ur haft mesta þýðingu þeirra að- gerða, er beinzt hafa í sömu átt Meirihluti fjárhagsn. hefur ekki talið sér fært að fylgja tillögum um að hækka framlagið í 25 millj ónir árlega, sem er mjög í hóf stillt og miðast við það eitt, að halda í horfinu frá því sem var. Nýtt 75 tonna eikarskip kost- aði 1958 um 3 milljónir. Fiski- málasjóður lánaði tvo þriðju kaup verðsins til 20 ára með 4% vöxt- um. Þeir sem í bátakaupum stóðu. þurftu því 1958 að leggja fram 1 milljón og hluti þess framlags var atvinnuaukningarfé. — 75 tonna eikarbátur kostar nú um 5 milljónir eða 2 milljónum meira. Fiskimálasjóður lánar enn tvo þriðju en aðeins til 15 ára og með 6j4% vöxtum. Kaupandi verður nú að afla sjálfur beint 1.660 þús. eða tæpl. 700 þús. kr. meira en 1958 og aðeins örlítill hluti þess getur orðið atvinnuaukningarfé, þar sem 10 milljónir hrökkva nú skammt. — Þetta sýnir, hve erfitt þag er orðið fyrir nýja menn, unga fólkið, að komast inn í fram leiðsluna, en mjög mikilvægt er að svo verði áfram sem hefur ver ið, að dugmiklir, ungir sjómenn geti brotig sér braut til beinnar þátttöku í atvinnurekstrinum. Það verður sjávarplássunum' stórkost- legur hnekkir, ef ókleift verður gert að ná saman því fjármagni, sem til atvinnurekstrarins nú þarf. Fjárfesting í nýjum fyrir- tækjum hlýtur því að dragast stór- lega saman — eða að þag verða fjársterkustu aðilarnir í landinu, sem taka við af hinum mörgu og bendir margt tii þess að svo muni verða, þar sem menn eru þegar farnir að missa þau atvinnutæki, sem fyrir eru, í hendur stórlaxa Meira að segja allra dugmestu menn, sem hafa lagt allar eignir sínar að veði til að geta eignazt atvinutæki, missa þau nú yfir til þeirra, sem meira hafa umleikis. Hákarlarnir verða í kjölfarinu og grípa eignir þeirra, sem verða fyrir svo þungum höggum að þeir verða að sleppa þeim. Þannig .fer þegar hið opinbera hættir að veita einstaklingsframtaki hins vinnandi fólks stuðnings. Gíslj Guðmundsson sagði að lít- ið hefði komið út úr athugun meirihl fjárhagsnefndar á breyt- ingatillögum, þar sem tillögurnar hefðu ekki að neinu leyti verið teknar til greina. Meirihl. vill ekki fállast á að breyta nafni'sjóðsins og kenna hann vig jafnvægi í byggð landsins og framleiðslu- aukningu. Hann vill ekki fallast á að framlag til sjóðsins verði hækk- að úr 10 milljónum í 25 til að halda í horfinu árlegum framlög- um til jafns vig þag, sem áður hefur verið. Hann tekur afstöðu gegn breytingatillögu minni um að starfsemi sjóðsins skuli fyrst og fremst beina að verkefnum f þeim byggðarlögum, þar sem fólki hefur fækkag eða um hlutfallslega fólks- fækun hefur verið að ræða miðað við hejldarfólksfjölguw. Þannig vill meirihl, ekki binda starfsemi þessa sjóðs vig að stuðla að jafn- vægi í byggð landsins. Ef sú þróun heldur áfram til aldamóta, sem verig hefur síðustu 20 ár, verður þá svo komið að Reykjavík og næsta nágrenni mun hafa 360 þús íbúa, en i öðrum landshlutum búa aðeins um 30 þús. manns. Þannig verður ísland orðið ag borgríki á litlum bletti í stóru landi, en meginhluti lands ins sem næst óbyggður, eða þar ■álíka margt fólk eins og eftir mannfellinn í stóru-bólu. — Sú þróun yrði áreiðanlega engum til góðs, a.m.k. ekki fslendingum, og það er hryggilegt að meirihluti Alþingis skuli vera sinnulaus um þessi mál og atvinnui ukningar- starfsemin gerð ag sýndarmáli. — Fólksfjölgunin hlýtur að sjálf- sögðu að verða mest þar sem þétt- býlast er, og þess vegna verður að efla atvinnulífið í þéttbýlinu, en því á ekki að blanda saman við þær ráðstafanir, sem sérstak- lega eru gerðar til ag stuðla að jafnvægi í bygg landsins, en mér er spui-n hvenær er að vænta fólksfjölgunar í dreifbýiinu, þeg- ar allar hinar stærri framkvæmdir eru bundnar við þéttbýlið? Þá kvað Gísli nafn sjóðsins, at- vinn tfrótasjóður, villandi. f því WWWBMBR-HaKlBi STEFNA RÍKiSSTJÓRNARINNAR í SKATTAMÁLUHfi ERi Neyzluskattar komi / staB beinna skatta f ræðu, sem Sigurvin Ein- arsson hélt í efri deild í gær við 2. umr. um skattafrum- varp ríkisstjórnarinnar, sagð ist hann mótmæla hinni stór- kostlegu hækkun á skattfrjáls- um iðgjöldum fyrirtækja til atvinnurekendafélaga, sem frumv. kvæði á um, en fyrir- tækjum væri að sjálfsögðu heimilt að greiða það sem þeim sýndist. Sigurvin benti á, að ekki sæist á fri teivarpinu, hvað væri átt við með hugtakinu „fastafjármunir“, en skv. frumvarpinu má meta „fasta- fjármuni" til endurkaupsverðs. (Ólafur Björnsson sagði, að „fastafjármunir“ væru: hús, skip, vélar, áhöld o. f.l). — Sigurvin taldi engar Iíkur til að sparnaður yrði á framkvæmd skattalaganna, þ.e. skattheimt unni, með niðurfellingu skatta nefnda og fl. og taka í stað upp skattumdæmi með skatt- stjórum og undirskattstjórum í hverjum hreppi. Þvert á móti virtist allt benda til þess, að kostnaður við skattheimtuna myndi stóraukast. Sigurvin taldi orðalag á á- kvæðum frumvarpsins um end- urkaupsmat með öllu óviðun andi oig svo loðið, að það gæti auðveldlega þýtt allt annað en Ólafur Björnsson sagði að það ætti að þýða. Þá væri nauð- synlegt að setja reglur í lögin sjálf um framkvæmd endur- kaupsmatsins, því að ella væri hætta á ósamræmi. Forsvarsmenn frumvarpsins rökstyðja nauðsyn á skatta- lækkun fyrirtækja með því að skattsvik hafi átt sér stað, en muni hverfa við skattalækkun- ina. Sigurvin spurði: Hvað hafa þá fyrirtækin gert við þær skattsviknu npphæðir, sem áttu að koma í ríkissjóð, en komu ekki? Hafa þær þá ekki verið notaðar til afskrifta á eignum, eða til endurnýjunar á vélum og tækjum? Þarf þ'á að bæta fyrirtækjunum til? — Sigurvin taldi enga þörf á lagabreytingum um afskriftir þeirra eigna, sem hér eftir myndast, því að þær verða afskrifaðar í samræmi vig nú verandi verðlaig. Þá taldi Sigurvin mjög hall að á samvinnufélögin í Iandinu með því, að lækka varasjóðs framlag þeirra úr 33%% í 25% samtímis og framlag hluta félaga er hækkað úr 20% í 25%, og að samvinnufélögin skuii ekki eiga að fá að njóta nokkurs á móti því að hluta- félög fá stórhækkaða skatt- frjálsa arðsúthlutun af jöfn- unarhlutabréfum, en um þau er ekki að ræða hjá samvirtnu félögum. Hækkað mat á eign- um samvinnufélaga sýnir á pappírnum, ei.gnaaukningu, sem síðan veldur hækkun á eigna- útsvörum, en hlutafélög geta hins vegar hækkað hlutaféð á móti eignaaukningu, svo að niðurstaðan á efnahagsreikn ingum hlutafélaga verður ó- breytt eftir sem áður. Sigurvin mótmælti að lokum þeirri heildarstefnu, sem ' frumvarpi þessu birtist, sem væri að afnema beina skatta, sem eru léttbærastir og rétt- látastir, en auka j staðinn neyzluskatta, þ.e söluskatta veltuútsvör og fl„ sem leggjast þungt á allan almenning og byngst á þá. sem sízt geta borið þá. fælist, að hann skyldi fyrst og fremst beinast að atvinnuleysis- málum, en ráðstafanir til að stuðla að jafnvægi í byggg landsins eru í eðli sínu ekki atvinnuleysisráð- stafanir. Að lokum kvaðst Gísli vilja beina því sérstaklega til þeirra þingmanna stjórnarflokkanna, sem væru fulltrúar fyrir þau byggðar- lög, sem sérstaklega væru í hættu, hvort þeir vildu ekki athuga, hvort þeir teldu sér ekki fært að greiða atkvæði um breytinga- tillögurnar á annan veg en meiri-' hluti fjárhagsnefndar legði til. Fundir voru í báðum deild- um Alþingis í gær. í efri deild mælti Gunnar Thoroddsen fyrir stjórnarfrumvarpi um að kaupa skuldabréf Sameinuðu þjóðanna fyrir 80 þúsund dollara. Frum- varp Gísla Guðmundssonar og fl. var afgreitt til 2. umr„ frum varp um framsal sakamanna var afgreitt sem lög, frumvarp um opinbera innheimtu gjalda var afgreitt til 3. umr., frum- varp um aðstoð við vangefið fólk var afgr'eitt til neðri deild ar. Þá var lokið við 2. umr. um skattafrumvarpið en atkv. greiðslu frestað. Þessir tóku til máls við umræðuna: Björn Jónsson, Jón Þorsteinsson, Alfreð Gíslason, Sigurvin Ein- arsson og Ólafur Björnsson. í neðri deild var aðeins eitt mál tekið til meðferðar. Frum- varp um atvinnubótasjóð, er var til 3. umr. Til máls tóku Gísli Jónsson, Eysteinn Jónsson, Gísli Guðmundsson og Hannibal Valdimarsson. Frá umræðum um þetta mál er getið hér á síð unni. er merkið, sem allir góðir skíðamenn þekkja. Höfum fyrirliggjandi: T o k o svigáburð fyrir mism. snjó Gönguáburð fyrir mism. snjó Plast-skíðalakk Plast-sólaefni. Heildsala — Smásala Póstsendum Sport Austurstræt) 1 6 T f MI N N , föstudaginn 9. marz 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.