Tíminn - 22.03.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.03.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson <áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulitrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs ingastjóri: Egill Bjarnason Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu; afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur í Bankastræti 7. Símar: 18300— 18305 Auglýsingasími 19523 Afgreiðslusími 12323 Áskriftarrgj. kr 55 á mán. innanl. í lausasölu kr. 3 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — „í viðunandi horf“ ÞaS eru fleiri en Benedikt Gröndal, sem dást að því, hvernig ríkisstiórninni hefur tekizt að koma „efnahags- vandræðunum í fastan farveg“. Ritstjórar Morgunblaðs- ins eru ekkert minna hrifnir en Benedikt. Matthías er sagður muni bráðlega senda frá sér ný hólmgönguljóð, ort ríkisstjórninni til lofs og dýrðar. Eyjólfur og Sigurður verða hins vegar að láta sér nægja að lýsa aðdáun sinni í staksteinum og leiðurum blaðsins og sanna þeir það oft, að þeir hafa sízt minni skáldskapargáfu en Matthías, þótt enn hafi þeir ekki hlotið nein verðlaun hjá útvarpinu eða móöurmálssjóðnum. Síðastl. þriðjudag birtir Eyjólfur einn lofsönginn um stjórnina í Staksteinum og mælist þar vel að vanda. Hann skrifar þar klausu undir fyrirsögninni „Dugmikil stjórn", og hljóðar hun m.a. á þessa leið: „Hún (þ.e. ríkisstjórnin) hefur undirhúið hveiVi laga bálkinn af öSrum, sem miðar að því að koma hér á traustu stjórnarfari og heilbrigðu efnahagslífi . . . . Er allt útlit fyrir, að þegar á þessu þingi verði svo langt komið, að með sanrii megi segja að efnahagslíf- ið og afskipti ríkisvaldsins af málefnum þegnanna verði komið í viðunandi horf .... Fer nú ekki lengur á milli mála, að Viðreisnarstjórninni hefyr tekizt að leysa þau verkefni, sem hún hét. Og átaks hennar mun lengi verða minnzt". Þá vita menn hvað það er, sém ritstjórar Mbl. telja að koma málum þjóðarinnar „í viðunandi horf“. Opinberir starfsmenn vita það t.d. hér með, að stjórn- in er búin að koma málum þeirra í „viðunandi horf“. Hvað eru kennarar og annað slíkt fólk því að kvarta? Bændur vita það jafnframt, að nú er Ingólfur búinn að koma málum þeirra „í viðunandi horf“ Hvað eru þeir að kvarta, þótt vélarnar hafi tvöfaldazt í verði, verðlags- grundvöllurinn sé rangur og öll lánakjör óhagstæðari en áður? Þetta er bara það, sem aðalmálgagn stjórnarinnar telur viðunandi. Þá vita verkamenn það, að málum þeirra hefur verið komið „í viðunandi horf“, þótt talsvert vanti samt á, að 10 klst. vinnudagur nægi þeim til að búa við þau kjör. sem Hagstofan ætlar vísitölufjölskyldunni. Og unga fólkið veit hér með, að skilyrðunum til þess að mynda heimili hefur verið komið „í viðunarudi horf“. Þetta verkefni hefur ríkisstjórnin leyst með þeim undra- ráðum að stórauka allan byggingarkostnað og gera lánin tiltölulega lægri og vaxtahærri en áður. Þannig má lengi telja. Helzt gæti það hugsazt, að menn eins og Einar ríki og Axel Kristjánsson teldu málin ekki enn komin „í viðunandi horf“. Og nú veit fólkið, sem les Morgunblaðið og Alþýðu- blaðið, hvað því ber að gera í næstu kosningum. Það er að þakka hinni „dugmiklu ríkisstjórn11 fyrir það afrek, að vera búin að koma málum þess „í viðunandi horf“. Emil og íbúðirnar 13 Emil Jónsson er ráðherra byggingarmála. í ályktun, sem gerð var á aðalfundi verkamannafélagsins Hlíf i Hafnarfirði síðastl. sunnudag, er því lýst hvernig Emil hefur farnast stjórn þeirra mála. Á árunum 1954—59 var til jafnaðar hafin bygging um 90 íbúða i Hafnarfirði. A árinu 1961 var aðeins hafizt handa um bvggingu 13 íbúða Þessar tölur tala sinu máli um það hvernig Alþýðr flokkurinn hefur hjálpað Sjálfstæðisflokknum til að kom „efnahagsvandræðum í fastan farveg" eins og Bene dikt Gröndal orðar það og er svo stórhrifinn af. WalferLlpgmann rlfar um al?)Jé£ainðl: whbiihúj'.íiiiubis Varhugaverð deila um skulda- bréfalán Sameinuðu þjððanna Republikanar reyna aí bregtJa fæti fyrir tillögu Kennedys forseta. VERULEGRA erfiðleika verður vart í þingi Bandaríkjanna í sambandi við áætlunina um að greiða skuldir Sameinuðu þjóð- anna með skuldabréfaláni. Það voru Bandaríkjamenn, sem gerðu þessa áætlun, stjórn Bandarikjanna er meðmælt henni og allsherjarþing Samein uðu þjóðanna hefur fallizt á hana. Svo virðist, sem nokkur hætta sé á að bandalag repu- blikana og demokrata frá Suð- urríkjunum kunni að ráða nið- urlögum þessarar áætlunar. Bandalag þetta vill leggja fram allt aðra áætlun í stað skulda- fcréfaáætlunarinnar. Öldunga- deildarþingmennirnir Aiken og Hickenlooper vitjaj' að við bjóð- um Sameinuðu þjóðunum ’lOO milljón dollara lán til þriggja ára með venjulegum bankavöxt um. Þetta tilboð á að koma í staðinn fyrir kau| okkar á 100 milljón dollara skuldabréfum til 25 ára með 2% vöxtum. Fyl^ismenn lánstilboðsins — og sér í lagi tillögumennirnir Aiken og Hickenlooper — hafa verið og þykjast enn vera vinir Sameinuðu þjóðanna. Ýkjulaust má þó fullyrða, að sigur þeirra í þessu máli væri alvarlegt á- fall fyrir Sameinuðu þjóðirnar. TIL SKILNINGSAUKA á þvi, hvers vegna þetta væri áfall, skulum við minnast þess, að Sameinuðu þjóðirnar eru í fjár- kröggum einungis vegna tveggja aðgerða. Önnur aðgerð- in er friðargæzlan í landamær- um Egyptalands og ísrael, hin friðargæzlan í Kongó. Samein- uðu þjóðirnar standa á traust- um grunni fjárhagslega, ef kostnaður við þessar tvær að- gerðir er undan skilinn. Skuldasöfnunin vegna Palest- ínu og Kongó er til orðin fyrir það, að tvö stórveldi, Sovét- Rússland og Frakkland — auk ýmissa annarra smærri ríkja, svo sem Arabaríkjanna, Portu- gals, Suður-Afríku og nokkurra fleiri, — neita að greiða sinn hluta aukaniðurjöfnunar, ýmist vegna annarrar þessarar að- gerða eða beggja. Meginmálið er, hvort mögu- legt sé að skylda meðlimaríki Sameinuðu þjóðanna til að greiða fyrir friðargæzlu-aðgerð- irnar, og ef það reynist ekki fært, hvort Sameinuðu þjóðirn- ar verði þá að afskrifa kröfurn- ar og falla frá friðargæzluað- U THANT gerðum sínum, en þær hafa alls verið átta. AÐALMUNURINN á skulda- bréfaáætlun Sameinuðu þjóð- anna og lánstilboðsáætlun þeirra Aiken og Hickenlooper er þessi: Skuldabréfaáætlun Sameinuðu þjóðanna skyldar öll meðlimaríki samtakanna til þess að greiða sinn hluta kostn- aðar við friðargæzluathafnir þær, sem Sameinuðu þjóðirnar ákvarða. Fyi-irhugað lánstilboð þeirra Aiken o,g Hickenlooper nær ekki til þess atriðis, hvort meðlimaríkin skuli skyld eða ekki að greiða kostnaðinn við þessar sérstöku aðgerðir. Samkvæmt skuldabréfaáætl- uninni eiga vextir og afborgan- ir að koma inn á hina árlegu fjárhag'áætlun .^amtakanna, en rverju ríki, sem neitar að greiða árstillag sitt í tvö ár, ber að refsa með missi atkvæðisrétt ar. Þetta ætti að tryggja, að meðlimaríkin almennt greiði kostnaðinn. Dreifing vaxta- og afborgana- greiðslna á 25 ár veldur því. að hin smærri og fátækari ríki þurfa ekki að greiða stórar upp hæðir í senn, þó að þau greiði sinn fulla hlut. Við'getum ekki verið vissir um, að stóru með- limaríkin, Sovétríkin, Frakk land, Arabía og Belgía greið’ sinn hlut. En það væri áfcer- andi þrjózka hjá þessum ríkj- um að gera það ekki, og mjög óþægilegt fyrir þau. LÁNSUPPÁSTUNGA þeirra Aiken og Hickenlooper leysir alls ekki þann vanda, sem skuldabréfaáætlunin gerir. Það er staðreynd, að Sameinuðu þjóðirnar brestur heimild til að þiggja slíkt lán. Tii þess að á- kvarða um það yrði að kalla saman aukafund allsfcerjar- þingsins, og telja má mjög ó- sennilegt, að slíkt aukaþing samþykkti lántökuna. Svo mik- ið er víst, að slíkt aukaþing end urvekti alla þá erfiðleika, sem sigrazt var á síðastliðið fcaust, .og Sameinuðu þjóðirnar yrðu aftur staddar inni í lægðar- miðju yfirvofandi stórviðra. Við Bandaríkjamenn yrðum að útskýra, hvers vegna alls- herjarþingið yrði að ónýta fárra mánaða gamla ákvörðun sína, ákvörðun, sem við sjálfir studdum. Við yrðum enn frem- ur beðnir að útskýra, hvernig á því stæði, að allsherjarþingið yrði að ákvarða gegn meðmæl- um forseta Bandaríkjanna til þess að þóknast minnitoluta republikana á þingi Banjaríkj- anna. EF SVO ÓLÍKLEGA færi, að Sameinuðu þjóðirnar breyttu á- kvörðun sinni og þægu lánið, þá eru miklar líkur til þess að það yrði ekki endurgreitt. Hin stóru ríki, sem ekki hafa greitt, héldu vaíalaust við sína fyrri skoðun, að sérstakar niðurjafn- anir séu ekki bindandi, og litlu ríkin yrðu ekki fær um að greiða sinn hluta af láninu á þremur árum. Það má heita (ógerlegt að finna nokkurt vit í breytinga- tillögum þeirra Aiken og Hick enlooper við hið mjög .svo bætta frumvarp, sem utanríkisr málanefnd öldungadeildarinnar hefur mælt með. Þó er ljóst, að þrjár ástæður valda hinni rugl- ingslegu árás á skuldabréfaáætl unin. Ein virðist því miður vera persónuleg óánægja, og þess minna, sem um hana er sagt, þess betra. Önnur ástæðan er gróf flokksdrægni, byggð á þeirri hugsun, að í því sé ein- hver sigur fólginn að koma því fyrir kattarnef, sem frá Kenne- dy forseta er lcomið. Þriðja á- stæðan — að visu dulbúin, en engu að síður að verki — er gamaldags fjandskapur einangr unarsinna gegn Sameinuðu þjóð unum sem slíkum. Republikanaflokkurinn getur sér varla orðstír við það að leika í flokksþágu með áætlun, sem er jafnþýðingarmikil fyrir kjölfestu heimsmálanna. I ,5(Trjákraft,, — nýft lyf vSð k sveppagróðrð í frjám Eg hef fyrir löngu tekið eftir því að sýki, sem orsakast gti sveppa- gróðri í trjam, hefur farið ört vax andi með ári hverju. Þar sem eng- in meðul voru til við þessari sýki, hef ég lagt nokkuð kapp á að búa til lyf, sem læknað gæti sveppinn. Eftir þriggja ára tilraunir hefur mér tekizt að blanda meðal, sem iæknað hefur sveppasýkina ágæt- lega í reynt, ösp og fleiri tegund- um trjáa. Virðist mer sem meðalið iækhi alla trjáaveiki, sem orsakast af öðru en skordýrum, og er lyf þetta mjög auðvelt í notkun. Við trjástofninn er gerð lítil hola og eru 1—2 matskeiðar af lyfmu, sem ég kalla „Kraft“ eða „Trjákraft“, látnar í holuna Síðan er hoian fyllt af vatni einu sinni á dag £ þrjá daga. Eftir viku til hálfan mánuð eru komnar nýjar greinar á tréð, sem eru algerlega heilbrigðar og hald- ast þannig til hausts. Margir þeir, sem fylgzt hafa með notkun þessa lyfs í görðum sín- um, hafa gefið mér um það skýr vottorð. hver stakkaskipti hafa orð ið á trjágróðrinum hjá þeim við notkun þessa iyfs, vanþrifin hurfu á skömmúm tíma en trjáplönturn- ar hresstust pg lifnaði á ný yfir laufi þeirra. Vil ég nefna meðal þeirra, sem þetta hafa vottað, Sig- urbjörn Ernarsson, biskup, Sören Sörensson, Akurgerði 23, Magnús Oddsson, byggingameistara, Miklu braut 11, og Þórð Jónsson, Fossa- götu 14, allt menn, sem bera ágætt skyn á þrif garðagróðurs. Jóu Arnfinnsson. TIMI i\T N, fimmtudaginn 22. marz 1962 z

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.