Tíminn - 10.05.1962, Qupperneq 6

Tíminn - 10.05.1962, Qupperneq 6
 Málefni barna og ungl- inga í mesta ólestri ÁSTA KARLSDÓTTIR Góðir fimdarmenn. Innan skamms ganga Reykvík ingar enn einu sinni að kjör- borðinu. Eins og við öll vitum, hefur sami stjórnmálaflokkur- inn farið með stjórn borgarinn ar s.l. þrjátíu ár. Þegar við tökum að hugleiða, hvemig flokkur þessi hefur haldið á framfara- og nauð- synjamálum borgarinnar, virð- ist fur3u gegna, hvað dugmik- ið og framtakssamt fólk eins og Reykvíkingar, athuga það Lítið, þegar komið er aS kjörborðinu, hve illa er á málum lialdið á hinum ýmsu sviðum borgarmál- anna. Eg ætla hér aSeins að víkja að einu þeirra, aðstöðu barn- anna, hinni uppvaxandi æsku borgarinnar. Fyrir rúmum 40 árum, er Reykjavík var í raun lítill, ró- legur bær, var það orðið að- kallandi vandamál, að koma upp dagheimilum fyrir börn. Kom það fram í ræðu og riti nokkurra áhugasamra og skiln- ingsríkra reykvískra kvenna. Árið 1924 er Barnavinafélag- ið Sumargjöf stofnað og hafin rekstur dagheimilis. Ekkert hafðist borgarstjórnin að í þessu nauðsynjamáli og hefur það veriíð aðalsmerki borgar- stjórnarmeirihlutans, að hafa aldrei frumkvæði að neinu því máli, er til framfara horfði fyr- ir Reykvíkinga. Það er ekki fyrr en Barna- vinafélagið Sumargjöf er búið að reka daglieimili hér í borg í 17 ár, að borgarstjómarmeiri- hlutinn hefur fjárstuðning við félagið svo nokkm nemur. Þó að Sumargjöf reki nú 4 dagheimili og 7 leikskóla, er það langt frá að fylgja fjölgun borgarbúa, svo við enim sízt betur á vegi stödd í þessum mál um nú, en fyrir 40 árum. Þegar við hugleiðum það, að umferð á götum borgar- innar hefur margfaldast síðustu áratugina, sjáum við, að við er- um í raun og veru enn verr sett í þessum málum en þegar kon- umar, brautryðjendumir, hófu baráttuna. Þörf á dagheimilum og leik- skólum er þó enn brýnni nú en áður, vegna breyttra þjóðfélags aðstæðna. Þeim konum, sem verða að vinna utan heimilis fjölgar ár frá ári. Kemur þar margt til, og er núverandi við- reisnarstjóm heldur völdum lengi enn, hlýtur þeim að fjölga til muna. Hjá unga fólkinu er ástandið þannig, að 'til þess að einhver möguleiki sé á því, að það eignist íbúð, verður konan að vinna utan heimilis og eins hjá því fólki, sem undanfarið hefur verið að byggja yfir sig, verður konan að vinna úti, til þess að hafa eitthvað upp í þá hít okurvaxta og verðhækkana, sem núverandi ríkisstjóra hef- ur steypt yfir húsbyggjendur. f sumum borgarhverfum er hvorki dagheimili né leikskóli, lóðir ófrágengnar, gangstétta- lausar malargötur, sem verða í vorleysingum og haustrigning- um ein forarbreiða, svo að mæður geta tæþast látið börn sín til leiks utan dyra og sjá það allir, að við slíkt ófremdar ástand er ekki hægt að búa ár eftir ár. Dagheimila- og leikskólaskort urinn í þessari borg er mjög til finnanlegur og langir biðlistar um hvert einasta pláss, er kynni að losna, en dagheimili og leik- skólar ná aðeins til barna undir 7 ára aldri. Hvað er hugsað fyr- ir útivistarþörf barna þeirra, er nág hafa upp fyrir aldurshá- mark leikskóla og dagheimila? Harla lítið eða ekkert. Ag vísu eru hér nokkrir leikvellir með gæzlu, en þeir eru miðaðir meir við böm á leikskólaaldrinum, en hin eldri og hefur starfsemi þessi ekki verið rækt sem skyldi, þó það sé að vísu spor í rétta átt. Leiksvæði fyrir stálpuðu böm in eru fátíð og í sumum borgar- hverfum alls engin. Eitt af mest aðkallandi vanda málum þessarar borgar er mál barna og unglinga. Reisa þarf hið bráðasta fleiri dagheimili og leikskóla, og leik svæði og leikvellir með kennslu og eftirliti handa stálpuðu böra unum og unglingunum er eitt af mest aðkallandi vandamál- um borgarinnar í dag og borg- aramir -iga lieimtingu á, að stjóm Reykjavíkur hefjist þeg- ar handa um úrbætur í þessum málum. Það þarf að láta borgarstjóm armeirihlutann rumska af hin- um væra svefni hins örugga og yfirgnæfandi meirihluta. Það þarf að efla frjálslynd- an umbótaflokk, er tekur rögg- samlega á málum borgarinnar og veitir meirihlutanum hæfi- lega andstöðu og aðhald, er knýr meirihlutann til að sinna þeim málum, sem annars myndu verða látin sitja á hak- anum, eins og yfir 30 ára reynsla sannar. Þess vegna munu fleiri Reyk- víkiugar en nokkru sinni áður kjósa B-listann i þessum kosn- ingum og tryggja setu. að minnsta kosti 2 fulltrúa Fram- sóknarflokksins í borgarstjóm Reykjavíkur. f grein sem Tíminn birti síðast- liðinn sunnudag 29. f. mán. var gerður samanburður á verði er- lenda áburðarins á síðasta vori og nú í vor. Samanburður þessi sýndi hina stórfelldu verðhækkun sem geng- in er í gildi með ákvörðun stjórn ar Áburðarverksmiðjunnar og aug lýst var 25. f.m. En hækkun þessi nemur kr. 260.00 minnst á hverri smálest og hæst kr. 620,00. Á aðal áburðartegundinni — þrífosfatinu, er hækkunin kr. 380,00 á smálest. Veldur þessi hækkun verðsins þungum búsifjum fyrir bændur og búalið og leiðir til verðhækkunar á afurðum Iandbúnaðarins á seinni hluta ársins og áfram. Upphafleg orsök verðhækkunar- innar er vitanlega gengisskráning- arbreyting sú, er ríkisstjórnin beitti sér fyrir og gekk í gildi snemma í ágústmánuði í fyrra. f greinargerð um áburðarverðið frá Áburðarverksmiðjunni, sem meiri hluti stjórnar fyrirtækisins hefur birt, er hins vegar talað um verðlækkun áburðarins, sem orðið hafi vegna þess að breyting á á- burðarverzluninni hafi verið gerð. Áburðarverksmiðjan hafi tekið við rekstri Áburðarsölu ríkisins, en það hafi leitt til lækkunar á verði. Menn myndu nú ætla, að stjórn- in færði rök fyrir staðhæfingu sinni. Með því að leggja fram reikninga um innkaup áburðarins á þessu ári, fragt og aðra kostn- aðarliði,/ sem áhrif hafa á verðið, svo að engum vafa væri undirorp ið að rétt væri farið með. Þetta gerir stjórnin ekki, hún virðist forðast það eins og brennd ur maður eld. Þess í stað birtir hún verðreikninga yfir þrífosfat og klórsúrt kali frá Áburðarsölu ríkisins 1961, en þá var verksmiðj an ekki búin að taka við rekstri þeirrar stofnunar. Flestir myndu nú hafa búizt við og ætlazt til, að verksmiðjustjórnin birti í sama formi og samhliða verðreikninga þeirra sömu áburðartegunda, sem hún hefur annazt um kaup á, á þessu ári, svo ag samanburð væri unnt að gera á því sem þá var og nú. / Jón Ivarsson: m hækkun áburðarverðsins En það gerir stjómin alls ekki. Hún scgir ekki hvert kaupverð- áburðarins er, ekki hvaða flutn- ingsgjald hún greiðir né heldur hverju aðrir kostnaðarliðir nema. Allt slíkt er eins og lokuð bók fyrir þeim sem samanburð vilja gera. í staðinn fyrir þetta gerir hún verðreikninga á þessum sömu tveim tegundum áburðar og kenn- ir þá við Áburðarsölu ríkisins „eftir gengisbreytinguna 4. ágúst 1961“. Vitanlega hefur Áburðarsala ríkisins engan slíkam verðreikn- ing þá gert. Áburðarinnkaupin fyrir það ár vom um garð gengin löngu fyrr en öll innkaup fyrir árið 1962 voru gerð af stjóm og framkvæmdastjóra Áburðarverk- smiðjunnar, sem tók við rekstrin um 1. nóv. síðastl. Allar tölur og útreikningar á verðinu 1962, eru verk verksmiðju stjórnarinnar en óviðkomandi fyrri forstöðu Áburðarsölu ríkis- ins eins og augljóst er af því, að áburðarkaupin fyrir 1962 gerast eftir 1. nóv. f.árs. Á það reyndi að sjálfsögðu aldrei hvaða verð og kjör væru fáanleg við kaupin 1962 fyrr en stjórn verksmiðjunnar fékk að- stöðu til að gera þau. Hitt var vitanlegt, að verð á þrífosfati mundi lækka frá því sem var 1961 og ef til vill á fleiri tegundum. Það er nánast mjög hæpin álykt- un, svo ekki sé fastara að prði komizt, að kaupverðið 1961 yrði óbreytt 1962. Stjórn Áburðarverksmiðjunnar hefur gefið í skyn og talað um j það af nokkru steigurlæti, að hún j hafi gert hagkvæm innkaup á á-, burðinum, og jafnvel látið að því I liggja, að aðrir væru ekki færir um að gera það eins vel. Um það getur enginn sannað neitt en allar líkur benda til, að innkaupin og allir aðrir samning ar hefðu orðið eins hagstæðir eða hagstæðari í höndum fyrri for- stöðu Áburðarsölu ríkisins. f hæsta lagi gætu menn talið, að stjórn verksmiðjunnar hefði leyst það svipað af hendi, og er það sagt af því að ég vil bera sem mest traust til hennar og um sem flest. Það, að stjórnin hefur eins kon ar huliðshjálm yfir verðreikning- um áburðarins, sem hún hefur keypt, bendir til að hún telji sér ekki nægan ávinning að birtingu þeirra. Hún tilfærir í reikningum sín- um fob-verð á þrífosfati kr. 2.787,69 á smál. í sekkjum og eign ar þag Áburðarsölu ríkisins eins og fyrr er sagt en þetta er fobverð ið eftir að gengisskráningarbreyt- ingin frá 4. ágúst f. árs er búin að hafa sín áhrif til hækkunar. Fyrir þetta verð hefur ekkert þrí- fosfat verið keypt til sölu á þessu ári, og því alrangt að leggja það til grundvallar fyrir verðútreikn ingi nú. Það er hins vegar stað- reynd eftir útreikningum gerðum á skrifstofu Áburðarverksmiðjunn ar ag meðalverð á sekkjuðu þrí- fosfati hefur orðið kr. 2,724,13 eða kr. 63,56 lægra á smálest en fram kemur í liinum birtu reikningum I verksmiðjustjórnarinnar. Farm- \ gjald reiknar stjórnin kr. 536,75! á smál. í samtali við Morgunblaðið i skýrði framkvæmdastjórinn frá að j það væri kr. 526,00 á smál. og; nokkru seinna reiknaði hann það| kr. 532.44. Annars er ástæða til að minna ■ á um farmgjaldið, að stjórnin ætl aði sér að flytja áburðinn að sem í mestu leyti, eða helzt allan laus- an, en ekki sekkjaðan. Að sjálf- sögðu hlaut hún að kosta kapps um að fá fragtina sem lægsta á öllu sem flutt yrði, en mannlegt hefði það verið þó að hún hefði haft ríkari löngun til að fá hana sem lengst niður á lausa áburð- inum, hann var hennar háleita hugsjón fyrst og fremst. Fragt á vöru, sem ekki stóð til að flytja eða þá í svo litlu magni, að ekki var teljandi, hlaut að vera heldur neðar á áhugamálalistan- um. — Að eigna fyrrv. forstjóra Áburðarsölu rikisins fragtsamn- inga fyrir 1962 er fjarstæða, þeir voru honum alveg óviðkomandi og ókunnir. Áburðarsala ríkisins hafði samn ing fyrir árið 1961 um flutnings- gjald á áburði eins og undanfarin ár. Var hann gerður og miðaður við greiðslu í íslenzkum krónum og eru ekki líkur til að það hefði breytzt í samningum fyrir 1962 í höndum fyrrv. forstjóra Áburðar sölu ríkisins. Og ekki eru minnstu líkur til að Áburðarverksmiðjan hafi náð hagstæðari fragtsamning um en honum hefði tekizt. Þó ber meirihluti stjórnar Áburðarverk- smiðjunnar þessa firru á borð fyr ir landsmenn í opinberri grein^r gerð eins og hún væri staðreynd. Það er vitað, að mikill hluti þrífosfatsins er keyptúr meg sex mánaða greiðslufresti og allt klór súra kalíið með þriggja mánaða greiðslufresti hvort tveggja án vaxta. Vexti ætti þvi alls ekki að reikna með i kostnaðarverði þess ara áburðartegunda, og það mundi Áburðarsala ríkisins alls ekki hafa gert. En Áburðarverksmiðjustjórn in lætur gera það og ætlast því til greiðslu á kostnaði sem ekki er fyrir hendi, og getur það ekki talist sanngjarnt og tæpast viðuii andi kröfugerð. Álagning á_ áburðarverðið var ætíð lág hjá Áburðarsölu ríkisins, en nokkuð mishá frá ári til árs. Henni var hagað að verulegu leyti eftir því, hve innflutningur og þar með viðskiptavelta nam miklu. Þegar innflutningur var lítill eins og á árinu 1961 var álagning in heldur hærri en þegar hann var mikill. Og nú þegar innflutn ingur er miklum mun meiri en var í fyrra, hefði álagning Áburðarsölu ríkisins í höndum fyrrverandi forstjóra orðið mun lægri, sennilega þriðjungj lægri að minnsta kosti. Stjórn Áburðar verksmiðjunnar hefur álagning- una í hundraðshlutum óbreytta frá fyrra ári, þrátt fyrir stórauk- inn innflutning og viðskipti og fer í því á fremsta hlunn. Allir þessir liðir, sem hér hafa verið nefndir, lægra innkaups- verð, laégra farmgjald, minni álagning í hundraðshlutum og niðurfelling vaxta á kostnaðar- verði, nema verulegu til lækkun- ar á verði þrífosfatsins, en um það hefur verið rætt hér sérstak lega. Að sjálfsögðu kemur fram hlutfallslegur munur á öðmm á- burðartegundum þó að útreikn- ingi á þeim sé sleppt hér. Hefði Áburðarsala ríkisins nú verið rekin með sama hætti og að undanförnu, virðast fullar lík- ur til að kostnaðarverð þrifosfats ins hefði orðið nokkuð á annað hundrag krónum lægra á smálest en eftir útreikningum verksmiðju stjórnarinnar. A3 stórlækkun hafi orðið á áburðarverði fyrir afskipti hennar er vitanlega fjarstæða. — Og eitt verða menn að hafa hug- fast, þótt þungt verði undir að (Frambald á 15. síðu). 6 T f M I N N, fimmtudagur 10. maí 1962.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.