Tíminn - 11.05.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.05.1962, Blaðsíða 1
Aukablað Maí — 1962 Eldhúsumræður Rikisstjérnin ®r kmin íhring íráðleysinu Þegar ríkisstjórnin hóf störf sín, kvaðst hún ætla að vinna tvennt með alveg nýrri stefnu. Ná varan- lc«;u jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Gerbreyta þjóðfélagsháttunum. Það fyrra hefur algerlega mis- tekizt og verður fram á það sýnt í þessum umræðum. Hið síð'ara mun heppnast ef á- fram heldur sem horfir, enda aðal- tilgangur þess, sem aðhafzt hefur verið. Að brjóta niður stuðning ríkisvaldsins við uppbyggingu al- mennings, og láta þá uppbyggingu með því rýma fyrir hinum nýju öflum einkaauðsins, sem gera út Sj álfstæðisflokkinn. Stjórnin skírð'i stefnu sína við- reisn. Bæði þurfti að finna snoturt nafn og eins mátti til með að gefa í skyn, að stjórnin hefði tekið við öllu á hliðinni. Á þeirri blekkingu þurfti að halda, til að reyna að fá menn til að sætta sig við þá miklu kjara- skerðingu, sem samdráttarstefn- unni fylgdi, og allar þær þvingun- arráðstafanir, sem sýnilega þurfti að gera til að pína uppbygginguna í nýjan farveg. Hún á að verða í vaxandi mæli á vegum þeirra fésterkari, máske útlendra ef í það fer, enginn veit enn þá að hve miklu leyti slíkt er íyrirhugað. En mikið er talað og af lítilli gát eða forsjá um blessun þess, ef útlendir kæmu hér með fyrirtæki. Ríður þó á fáu meir en setja slíku eðlilegar skorður, og íslendingar treysti fyrst og fremst á sjálfa sig i atvinnumálum sínum sem undanfarið. „Rústirnar" og skrumið Ríkisstjórnin heldur uppi miklu skrumi um að hún hafi reist fjár- hag þjóðarinnar úr rústum. Þessar blekkingar um rústina annars veg- ar og stórfelldan bata hins vegar, verða bezt afhjúpaðar með því ein- falda ráði að bera saman rústirnar og skrumhöll viðreisnarmanna, eins og hún stóð við síðustu ára- mót. Við áramótin var gjaldeyrisstaða bankanna jákvæð um 526 millj., en var jákvæð um 288 í árslok 1958 Hefur því batnað um 293. A sama tíma hafa lausaskuldir vegna vöru- kaupa erlendis hækkað um nálega 300 millj. og stafar því betri gjald- eyrisstaða bankanna nú um ára- mótin eingöngu frá lausaskulda- söfnun erlendis. Á þessu tímabili hafa erlend lán til lengri tíma auk- izt um rúmlega 600 millj. kr. Ekkert bendir til, að hin ofboðs- lega kjaraskerðing né samdráttur framkvæmda, hafi á nokkum hátt Ræða Eysteins Jónssonar, fornianns Framsóknarflokksins í eld- hósdagsumræðunum orðið til að bæta heildarhag þjóð- arinnar. Rikisstjórnin mun benda á, að gjaldeyrisstaða landsins hafi batnað s.l. ár og er það rétt. En ekkert segir það eitt um heildar- afkomu þjóðarinnar, fremur en pyngjan ein eða veskið um afkomu einstaklingsins. Sú þjóð, sem dregur úr eða van- rækir arðbæra fjárfestingu sína er ömurlega á vegi stödd og grefur undan afkomu sinni, jafnvel þótt hún eignist nokkrar krónur í reikning. Slíkt hefnir sín grimmi- lega. Bætt gjaldeyrisstaða á síðasta ári á rætur sínar í því, að hér kom að landi meiri sjávarafli en dæmi eru áður til og seldist yfirleitt góðu verði, áuk þess sem gjafafé frá Bandaríkjunum kom til á ný. Kjaraskerðingin og samdráttar- ráðstafanir ríkisstj. hafa máske dregið eitthvað úr innflutningi, en þær drógu einnig tvímælalaust úr framleiðslunni. Hafa framleiðend- ur landsins verið óþreytandi að lýsa því, hvernig tilbúinn reksturs- fjárskortur, okurvextir og aðrar þvingunarráðstafanir hafa truflað rekstur fyrirtækjanna og dregið úr framleiðslunni. Auk þess sem umfangsmiklar vinnustöðvanir eyðilögðu að verulegu leyti vertíð- ina í sumum beztu verstöðvum landsins í fyrra, og nú liggja allir togararnir. Búið í haginn Aukin framleiðsla sjávarafurða, landbúnaðarafurða og iðnaðarvara á árinu 1961 á sér engar rætur i ráðstöfunum núv. ríkisstjórnar, heldur varð þrátt fyrir þær. Það var ekki aðeins, að núver- andi valdasamsteypa tæki við góðri stöðu landsins út á við í árslok 1958, og sem hafði farið batnandi á því ári, heldur fékk hún í aif meiri og betri framleiðslutæki en þjóðin hafði nokkru sinni áður átt. Og þar til viðbótar var búið að gera ráðstafanir fram í tímann, til útvegunar enn fleiri tækja og semja um fjáröflun, m. a. lán til frekari framkvæmda með góðum kjörum. Það er vegna þessarar uppbygg- ingar og þessara tækja, sem ríkis- stjórninni hefur mistekizt að koma hér á því „mátulega atvinnuleysi", sem er einn liðurinn í jafnvægis- hugsjón stjórnarstefnunnar, og sem ásamt sífelldum gengisfelling- í þinglokin. um á að halda launasamtökunum niðri. LandheSgin Það er þessi arfur úr rústunum, sem bezt hefur dugað fólki gegn samdráttarstefnu núv. valdhafa, að ógleymdri útfærslu landhelginnar, sem blátt áfram hefð'i ekki getað komið til mála, ef núv. stjórnar- flokkar hefðu einir getað ráðið þá. Árangurinn af útfærslu land- helginnar hefur orðið jafnvel betri en við þorðum að vona, en framlag þessarar stjórnar í því máli, hefur það orð'ið að færa land- helgina inn aftur í sex mílur á stórum svæðum, til mikils tjóns, þótt það hafi ekki náð að spilla svo, að heildarárangur er góður samt. Allt ber því að sama brunni. Aukin framleiðsla hefur orðið þrátt fyrir og ekki vegna ráðstaf- ana núv. ríkisstjórnar og lifað hef- ur verið á því fyrst og fremst, sem búið var í haginn áður en yfir skall. En það gildir ekki um alla .framtíð, enda berast nú þegar við vörunarraddir úr öðrum löndum um að fjárfesting íslendinga sé crðin alltof lítil. Afstaða likisstjórnarinnar í land- helgismálinu og fleiri málum sýnir, að stjórnin er að sama skapi flöt fyrir þrýstingi erlendis frá, sem hún er harðskeytt og illvíg inn á við. Sama hefur komið fram í sjón- varpsmálinu, svo almenna hneyksl- un hefur vakið. Hafa áreiðanlega margir þungar áhyggjur af þessu, þar sem á næstunni ríður senni- lega meira á því, en oftast áður í sögu þjóðarinnar, að með festu sé haldið á málefnum hennar í skipt- um við aðrar þjóðir. Nýir siSir í stjórnarandsföSu Vikjum þá aftur að efnahagsmál- unum. Það sem bagaði vinstri stjórnina og raunar aðrar stjórnir á undan henni, mest, var vísitölu- kerfið, sem skrúfaði verðlag og kaupgjald upp á víxl, engum til hagnaðar. Út af þessu fór vinstri stjórnin frá, þar sem ekki náðist samkomu- lag um að stöðva þá óheillarás, enda þótt Framsóknarmenn sýndu fram á, að með því var hægt að tryggja lífskjörin eins og þau voru í október 1958. Þennan meginágalla efnahags- kerfisins fékk núv. valdasam- steypa lagfærðan verulega vetur- inn 1959. Framsóknarflokkurinn hafði sem sé sömu afstöðu til málsins í stjórnarandstöðunni þá, og í stjórninni áður. Hafnaði flokk- urinn þegar í upphafi stjórnarand- stöðu sinnar þeirri vinnuaðferð, sem var að verða eins konar hefð hér á landi: Að stjórnarandstaðan skyldi í því fólgin, að drepa ef hægt væri öll mál fyrir stjórninni og reyna að brjóta sér þar að auki braut til valda með því að vinna skemmdarverk á efnahagskerfinu. En þannig hagaði Sjálfstæðisflokk- urinn sér t. d. í andstöðu sinni við vinstri stjórnina, sem öllum er í fersku minni, sem muna vilja. Framsóknarflokkurinn hefur á hinn bóginn tamið sér allt önnur vinnubrögð í stjórnarandstöðunni sem m. a. kom fyrst fram í því, að gera nýju valdasamsteypunni 1959 kleift að laga þann ágalla á efna- hagskerfinu sem örðugastur hafði verið og orðið hafði vinstri stjórn- inni að fótakefli, fremur en nokkuð annað. Þetta var að sjálfsögðu ekki gert stjórnarinnar vegna, heldur þjóðar- innar vegna. Menn geta svo spreytt sig á því að íhuga, hvernig farið hefði um verðgildi ísl. krónunnar og dýrtíðarmálin í höndum þess- arar stjórnar, ef Framsfl. hefði synjað um að draga úr áhrifum vísitölunnar 1959. Þessi valdasamsteypa fékk lagað- an þannig mesta ágallann þegar í byrjun og hafði því betri skilyrði en nokkur önnur stjórn, áratugum saman, til að koma á jafnvægi í efnahagsmálum og halda áfram öfl- ugri uppbyggingu og tiyggja á- framhaldandi kjarabætur. Draumar um gamla daga En brátt kom í ljós, að þetta var ekki ætlunin. Tók nú forráða- menn Sjálfstæðisflokksins að dreyma stóra drauma um hina góðu gömlu daga fyrir 1927, þegar íhaldlð réð eitt. Nú höfðu þeir líka fengið félag- ann að sínu skapi, Alþýðuflokk hinn nýja. En hugarfarinu hjá for- ráðaliði Alþýðuflokks hins nýja, er lýst í leiðara í Alþýðublaðinu nú fyrir skemmstu, þar sem leitazt er við, af mikilli hreinskilni, að fá menn til að skilja, að Alþýðuflokk- urinn geti ekki sett Sjálfstæðis- flokknum kosti eð'a skilyrði, því það hlyti að þreyta Sjálfstæðis- Eysteinn Jónsson flokkinn og það svo, að Alþýðu- flokksmenn yrðu að fara úr stjórn- inni. Menn eiga af þessu að sjá og skilja, að allt verður að' vera eins og íhaldið vill. Ríkisfyrirtæki og vökulög Við þetta atlæti hafa viss öfl, sem mestu ráða í Sjálfstæðis- flokknum fært sig svo upp á skaft- ið, að opinberlega er farið að tala um ýmislegt nýstárlegt, t. d. að leggja nið'ur sum stærstu og þýð- lngarmestu ríkisfyrirtækin og af- nema vökulögin, þvert ofan í vilja sjómanna. Á engu slíku hefur verið svo mikið sem ymprað áratugum sam- an, einfaldlegp af því að allir hlut- aðeigendur vissu, að ekkert í þá átt kom til mála að Framsóknarflokk- urinn samþykkti. „ViÖreðsuin“ Þegar núv. stjórnarflokkar höfðu marið meiri hluta á Alþingi, með kjördæmabreytingunni, sem barin var fram í samvinnu við kommún- ista, sem þá voru taldir góð'ir og liðtækir íslendingar, fengu menn að sjá hvað við var átt með því að taka þyrfti upp nýja stefnu og viðreisnin hófst. Viðreisnin er fólgin í því að magna dýrtiðina innanlands sem mest og halda jafnframt niðri kaupgjaldi og afurðaverði. Draga um leið úr útlánum og gera með margvíslegum hætti sem örðugast fyrir með fjármagn í riýjar fram- kvæmdir. Minnka með þessu neyzlu og fjárfestingu og leggja grunn að nýju þjóðfélagi, með því að draga á allan hátt úr stuðningi við fjárfestingu þeirra, sem ekki hafa fullar hendur fjár, en þeir taki við, sem mestu fénu ráða. Byrjað var með stórfellri gengis- lækkun, frystingu sparifjár og öðr- um þeim ráðstöfunum, sem menn kannast við. SkattaæÖiS Á tveim árum hafa álögur til

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.