Tíminn - 11.05.1962, Blaðsíða 4
Ríkisstjórnin stefnir aö því aö
fækka bændum á næstu árum
Herra forseti, góðir áheyrendur.
Fyrir kosningarnar 1959 sögðu
flestir framhjóðendur Sjálfstæðis
flokksins, að ef alþýða manna
vildi fá bætt lífskjör sín, þá væri
eina færa leiðin til þess sú, að
kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þegar
kosningar voru svo afstaðnar og
í ljós kom ag núverandi stjórnar-
flokkar höfðu fengið út á kosn-
ingaloforðin meirihluta og þegar
þeir höfðu myndað stjórn, þá fóru
þeir allt í einu að tala um, að
allir yrðu ag færa fórnir. Næst
kom svo boðskapurinn um nýtt
efnahagskerfi. Þetta nýja efna-
hagskerfi var hugsað og byggt upp
með það fyrir augum fyrst og
fremst að draga sem mest úr al-
mennum framkvæmdum í land-
inu, hins vegar skyldi stefnt að
því að rýmka athafnasvig þeirra
er réðu yfir miklu fjármagni eða
hefðu möguleika til að útvega sér
það vegna stuðnings og velvildar
við valdhafana. Gengisfellingin
var fyrsta sporig og það stærsta
til að ná þessu marki. Næsta spor
ig var binding sparifjár og hækk
un vaxta sem var svo gífurleg, að
afnema varð ákvæði laga um refs
ingu fyrir að taka okurvexti af
lánsfé. Eru líklega ekki dæmi til
þess, að nokkur þjóð hafi gripið
til slíkra ráðstafana, sem vaxta-
hækkunin var og afnám okurlag-
anna. Skattalögum var og er enn
verig ag breyta, þar sem það var
unnið til að fella niður smávægi-
legan skatt af tekjum daglauna-
manna til þess að geta látið líta
svo út, að verið væri að ívilna
þeim fátæku, þegar aðaltilgangur-
Ræða Ágústs Þorvaldssonar í eldhúsdagsumræðunum.
inn var sá, að lækka opinberj
gjöld hinna auðugu.
Mestur þunginn á þeim,
sem minnst mega sin
Síðan var settur söluskattur á
næstum allar lífsnauðisynjar al-
mennings og kemur sá skattur
auðvitað lángþyngst niður á þá,
sem flesta hafa til ag fæða og
klæða. Til þess að milda þetta
ofurlítið, voru fjölskyldubætur
hækkaðar nokkuð, og hefur sú
skrautfjöður verig látin blakta á
áberandi hátt í hatti ríkisstjórn-
arinnar.
Allt eru þetta kunnar staðreynd
ir, en þag er þó aldrei of oft á
þær minnt.
Eg get ekki stillt mig um, af
því að stjórnin hrósar sér oft af
því, að hún hafi lækkað skatta,
að tilfæra hér glöggt dsemi um,
hversu einkennileg aðferð henn-
ar í því efni er og öfugmælin
henni töm. Á fjárlögum fyrir árið
1962 eru þrír helztu skattgjalds-
liðir á almennar neyzlu- og fjár-
festingarvörur þessir: vörumagns-
tollur 33 millj., verðtollur 438
millj. og söluskattur að frádregn-
um þeim hluta hans 83 millj., sem
sveitarfélögin fá, 510 millj. Þetta
eru 981 millj. kr. samanlagt. Á
fjárlögum fyrir árið 1958 voru
i þessir sömu skattgjaldstekjuliðir
325 millj. kr. Þessir skattar hafa
því þrefaldazt síðan 1958.
Ágúst Þorvaldsson
Hækkun á rekstrarvörum
bænda 27—97% en
framleiðsluvörum aöeins
4—20%
Dæmin uim það, hvernig við-
reisnarstefna hæstv. ríkisstjórnar
hefur leikið bændastéttina, eru
mörg. Þar tala þó tölur skýrustu
máli. Eg ætla ag bregða hér upp
nokkrum dæmum um verðlag
nokkurra rekstrarvara landbúnað-
arins fyrir viðreisn og aftur nú.
Á sama hátt mun ég einnig taka
dæmi um verðlag’xibkkurra fram-
leiðsluvara bændáhna. Eg tel að-
eins þrjár helztu rekstrarvöruteg-
undirnar: fóðurbæti, áburg og
rekstur véla. Eg tek einnig til
samanburðar þrjár helztu tegund
ir framleiðsluvara, mjólk, dilka-
kjöt og kartöflur. Þetta er allt
samkvæmt því verði sem reiknað
var með í verðlagsgrundvelli árið
1958 og aftur nú á sl. hausti og
er miðað vig meðalverð og með-
albú. 1958, hinn 1. september, var
meðalverð fóðurbætis kr. 3.61 pr.
kg. 1961 er meðalverð fóðurbætis
kr. 4.58 pr. kg., hefur hækkag um
27%. 1958 er meðalverg áburðar
kr. 5.17 miðað við hrein áburðar-
efni. 1961 er það kr. 7.04 pr. kg.
1958 er kostnaður véla á meðal-
búinu kr. 4.527,00. 1961 er þessi
sami kostnaðarliður á imeðalbú-
inu, sem þá hefur að vísu stækk-
að um hálfa kú og 17 kindur, orð
inn kr. 8.923,00 — hefur hækkað
um 97%. Þá skal ég nefna þrjár
helztu framleiðsluvörur. Þar er
fyrst mjólkin. 1958 er líter mjólk
ur reiknaður á kr. 3.92 en 1961
kr. 4.71 pr. líter, hefur hækkað
um aðeins 20%. Árið 1958 er
fyrsti verðflokkur dilkakjöts
reiknaður á kr. 22.20 pr. kg., en
1961 á kr. 23.05 pr. kg., hefur
hækkað um 4%. Kartöflurnar
voru 1958 reiknaðar á kr. 3.10 pr.
kg., en 1961 á kr. 3.62 pr. kg.
Höfðu hækkag um 17%. Þessi
dæmi sýna, að síðan núverandi
stjórnarflokkar tóku við stjóm
landsins, þá hefur hagur bænda
sífellt þrengzt. Þegar aðalrekstr-
arvörur bænda hækka frá 27—
97% þá hækka aðalframleiðslu-
vörurnar ekki nema frá 4—20%.
100% hækkun véla
og tækja
Þegar svo einnig er höfð í huga
sú gífurlega hækkun, sem orðið
hefur á öllum fjárfestingarvörum,
svo sem vélum og byggingarefni
þá sést bezt, vig hvaða erfiðleika
bændastéttin á að búa nú. T.d.
um hækkun á vélaverðinu frá því
á árinu 1958 er það, að dráttar-
vél, sem þá kostaði rúmar 50 þús.
kr., kostar nú yfir 100 þús. kr.
Samsvarandi hækkanir hafa orðið
á öllum öðrum vélum. Þag eru
hinar gífurlegu gengislækkanir,
sem þessu valda. Bændur hafa
gripið til þess ráðs í þessum vand
ræðum að kaupa frá Bretlandi
notaðar dráttarvélar fremur en að
hafa engar. Á sl. ári munu hafa
verig fluttar til landsins milli
300—400 dráttarvélar, flestar not-
aðar, og er slíkt vitanlega hreint
neyðarúrræði.
Lánattmi styttyr og
vextir hækkaOir
Á sama tíma og þetta hefur
skeð, hefur lánstíminn í stofnlána-
sjóðum landbúnaðarins verið stytt
ur um 14 og vextir hækkaðir um
V3. Bóndinn, sem eftir viðreisn
hefur tekig 200 þús. kr. lán í rækt
unarsjóði og 100 þús. kr. í bygg-
ingarsjóði, hann borgar 44%
hærra árgjald en sá, sem fyrir
Framhald al 7. síðu
Sparifjársöfnun og gjaldeyrisauk-
ing eru góðra gjalda verðar, af
þeim atriðum einum verður þó alls
ekki dregin sú ályktun um vel-
sæld og heilbrigði efnahagslífsins
og því síður um lífsafkomu og vel-
megun fólksins svo sem stjórnar-
sinnar vilja vera láta. Það væri
auðvelt að' sanna með dæmum úr
daglega lífinu.
Framkvæmdir í landinu, upp-
bygging atvinnulífsins, aukin fram
leiðsla og framleiðni eru þeir hom
steinar sem velmegun þjóðar í nú-
tíð og framtið byggist á, ekki hvað
sízt í okkar lítt numda landi. En
það er vissulega hægt að nefna aðr
ar tölur en stjórnarsinnar hafa gert
til marks um viðreisnai'áhrifin.
Þær tölur sýna allt aðrar og
skuggalegri hliðar á íhaldsviðreisn
inni. En það eru áreiðanlega tölur,
sem almenningur kannast betur
við úr sínu daglega lífi heldur en
þær, sem ríkisstjórnin hampar.
„Viðreisnin“ vekur upp
drauga
Það eru tölur um sívaxandi dýr
tíð og kjaraskerðingu. »Það má
nefna hækkun framfærslukostnað-
ar og byggingarkostnaðar. Hækkun
véla og skipa og kaupmáttarrýrn-
un launanna. Sá útreikningur er
geið'ur hefur verið á kaupmætti
tímakaups verkamanna í Reykja-
vík er athyglisverður og táknrænn,
en í maímánuði sl. sýndi hann 16
stiga lækkun frá því 1947, en í árs
lokin 17 stig og er samkv. því búið
að taka aftur allá kjarabótina frá
því í fyrrasumar. Og þó aðeins bet
ur. En allur talnalestur um þessi
atriði er gersamlega óþarfur og ég
ætla ekki að fara út í hann. Hér
getur hver og einn litið í eigin
barm og dæmt um dýrtíðaraukning
una af eigin raun. Sannleikurinn
er sá, að það hefðu margir átt í
erfiðleikum með að framfleyta sér j
og sínum ef ekki hefði notið við j
góðs árferðis, góðra aflabragða og'
þár af leiðandi mikillar atvinnu.
Þrátt fyrir hagstætt árferði yfir-
leitt er áreiðanlega fjöldi fólks í
vandræðum með að hafa í sig og
á. Já, jafnvel rikisstj. hefur orðið
fyrir barðinu á þessu afkvæmi
sínu, ihaldsviðreisninni. Mikið af
tíma þings og stjórnar hefur farið
í. það, að glíma við drauga, sem
viðreisnin hefur va’kið upp. Eg
nefni skuldaskil útgerðarinnar,
lausaskuldamál bæ|nda, landbún-
aðarsjóðina, vandræð'i togaraútgerð
arinnar og húsnæðismálim. Mér
dettur auðvitað ^kki í hug, að
halda því fram, að vandamál þessi
eigi að öllu leyti rætur sínar í við-
reisninni, en hinu held ég hik-
laust fram, að hún eigi sinn veru-
lega þátt, t. d. að gengislækkun
og við'reisnarvöxtum. Það er at-
hyglisvert og ámælisvert, að skulda
málum útvegsmanna og bænda
skipaði stjórnin í öndverðu með
brbl. og var það í öðru tilfellinu
m.a.s. gert í stuttu þinghléi. Með
þeim hætti setti stjórnin stuðnings
menn sína á þingi í þá aðstöðu, að
þeir urðu að samþ. brbl., hvort sem
þeim líkaði betur eða verr, án þess
að nokkrum verulegum breyting-
um yrði við komið. Ef mál þessi
hefðu komið til kasta þingsins án
áðurútgefinna brbl., er líklegt að
löggjöfin hefði orðið talsvert á
aðra lund. A. m. k. lögin um lausa-
skuldir bænda. í hvorugu tilfell-
inu hefðu framkvæmdir tafizt þó
málin hefðu verið lögð fyrir þing
með eðlilegum hætti. Því verður
ekki neitað, að núv. ríkisstj. hef-
ur hvað eftir annað gripið til ger-
ræðisfullra brbl. og eru þó brbl.
um gengisskráningarvaldið frá s.l.
sumri þar gleggsta dæmið. Virðist
það helzt i sumum tilfelium gert
til þess að setja stjórnarstuðnings-
mennina í sjálfheldu og má vera að
það sé ekki af ástæðulausu, en
ekki lýsir sú aðferð mikilli virð-
ingu fyrir þingliðinu.
Unga fólkiiS og
íhaldsviðreisnm
Engum hefur íhaldsviðreisnin
orðið jafnþung í skauti og unga
fólkinu sem þarf að stofna heimili
og koma fótunum fyrir sig. Það er
t. d. enginn hægðarleikur fyrir
frumbýlinga að stofna bú, eins og
sakir standa, að kaupa jörð, bú-
stofn og vélar. Það er ekki hlaupið
að því fyrir ungu hjónin, sem
stofna heimili í sveit, eða kaupstað,
að' eignast þak yfir höfuðið. Hvort
heldur er að kaupa eða byggja,
sama er að segja um manninn sem
er að reyna að stofnsetja eigið fyr-
irtæki, hvort heldur er í útgerð
eða iðnaði. Ummæli hæstv. fjár-
mrh. hér í umr. í gærkveldi, um
æskuna og viðreisnina, voru hrein
öfugmæli, en bera hins vegar ó-
rækt vitni um hina ríku og með'-
fæddu skáldæð, sem í hæstv. ráðh.
býr. Alls staðar er sama sagan, að
viðreisnin hefur bitnað þyngst á
þeim, er veikasta höfðu aðstöðuna,
á fátækasta fólkinu, sem á e. t. v.
ekkert nema von og viljann til að
vinna og það er kannske það al-
varlegasta í þessu máli. Það er
hætt við að íhaldsviðreisnin verki
lamandi á þá bjartsýni sem ungu
fólki er eiginleg, hún veiki trú þess
á landinu og bjargræðisvegum
þjóðarinnar. Vonandi lætur það þó
ekki hugfallast.
fióð hinum ríku
En er þá ihaldsviðreisnin eng-
um góð? Jú, þeim ríku. Hún gerir
þá ríku ríkari, hún eykur aðstöðu-
mun þjóðfélagsþegnanna óeðlilega
mikið, hún er því sannkölluð ó-
jafnaðarstefna. Það er'kaldhæðni
örlaganna, að það skuli vera Alþfl.
sem gengur erinda þeirrar ójafn-
uðarstefnu. Stjómarstefnan í inn-
anlandsmálum verð'skuldar að mín-
um dómi þungan áfellisdóm. Hitt
er þó í rauninni enn alvarlegra, að
núv. rikisstj. er af fjölda fólks
ekki treyst til að halda málstað Is-
lendinga gagnvart öðrum þjóðum.
Þar hafa alvarleg mistök átt sér
stað, sem ég skal þó hér ekki ræða,
en hér þarf ríkisstj., sem nýtur
meira trausts í utanríkismálum.
Það er víst að samskipti okkar við
að'rar þjóðir verða æ meiri, hvort
sem okkur í rauninni líkar það bet-
ur eða verr. Margháttað og áður
óþekkt þjóðasamstarf færist nú í
aukana, þar á meðal á sviði stjórn-
mála, efnahagsmála og félagsmála.
Þar verðum við að fara að' öllu með
gát. Það er sannast sagna í sam-
skiptum ríkja er enginn annars
bróðir í leik. Þar verður hver og
einn að treysta á sjálfan sig en
ekki annarra forsjón. Það er því
höfuðnauðsyn að mínum dómi, að
skapa hér sem víðtækasta samstöðu
um utanrikismálin.
Framfara- og uppbygg-
iugarsiefnan
Framsóknarflokkurinn telur það
nauðsynlegt, að sem allra fyrst
sé hætt við hina skaðlegu íhalds-
viðreisn og að aftur sé horfið að
raunhæfri, bjartsýnni framfara-
stefnu. Megindrættir í þeirri fram
farastefnu eru markaðir í stjórn-
málaályktun flokksþings miðstjórn
ar Framsfl. Hér er aðeins tími til
að drepa á örfá almenn atriði. —
Framsfl. vill vinna að framförum
og uppbyggingu atvinnuveganna
um land allt. Fjármagni í fyrir-
tækjum og atvinnuvegum þurfi að
dreifa um landið með skynsam-
legum og skipulegum hætti. Al-
mannavaldið á að ýta undir og
styðja með eðlilegum hætti fram
faraviðleitni fólksins og sjálfsbjarg
arhvöt, hvort sem hún birtist í
framtaki einstaklingsins eða í fé-
lagslegum samtökum. Lífskjör
fólks þarf að bæta svo að þau
verði sambærileg við það sem ger-
ist með nálægum menningarþjóð-
um. Þess vegna þarf framleiðslu-
aukningin að vera miklu stórstíg-
ari en hingað til. Stuðla á að nýj-
um framleiðsluatvinnugreinum.
Framleiðsluaukninguna þarf að
byggja á heilbrigðu framtaki, aukn
um framleiðsluafköstum, vaxandi
verklegri menningu. Auðlindir
landsins og orkugjafa þarf að nýta
sem bezt, til hagsældar fyrir alla
þjóðina. Tryggja þarf næga at-
vinnu, það er grundvallarskilyrði
fyrir framförum, kjarabótum og
menningu að landinu sé stjórnað
með þessi stefnumörk í huga. Hér
hafa aðeins verið nefnd fáein
dæmi um almenn stefnumál Fram-
sfl. Að sjálfsögðu reynir flokkur-
inn að vinna að þeirn stefnumálum
eftir megni, hvort sem hann er í
stjórn eða ekki. Hann hefur m.a.
hreyft ýmsum málum í þessa átt
á því Alþingi, sem nú situr. —
Stjómarliðið hefur yfirleitt eytt
þeim málum, ýmist fellt þau eða
svæft þau í nefndum. Þannig verð
ur.það sjálfsagt meðan núv. stjórn
arflokkar hafa meiri hluta. Er því
höfuðnauðsyn að efla Framsfl. svo
í næstu kosningum að fram hjá
honum verði ekki komizt við
stjórnarmyndun. Með þeim hætti
er tryggt, að horfið verði frá ríkj-
andi íhaldsstefnu, en afleiðingar
þeirrar stjórnarstefnu eru því
háskalegri og óviðráðanlegri, sem
núv. stjórn situr lengur að völd-
um. Þess vegna verður allt fram-
farasinnað fólk í landinu að neyta
þess færis, sem gefst í næstu Al-
þingiskosningum til þess að kveða
niður kjaraskerðingarstefnuna og
fella þungan en verðskuldaðan á-
fellisdóm yfir íhaldsviðreisninni.
Góða nótt.
4
TÍMI\N. maí 1962