Tíminn - 11.05.1962, Side 6
Forsendur ríkisstjórnarinnar
lækkuninni í fyrra fást með engu
eneis-
Herra forseti. Góðir áheyrend-
ur nær og fjær.
Hæstvirtur forsætisráðherra tal
aði hér fyrstur af hálfu stjórnar-
liðsins í kvöld og gaf tóninn um
það, hvernig sungið yrði á þess
vegum.
Eg hef ekki tíma til þess að
ræða einstök atriði í ræðu hæstv.
forsætisráðherra að þessu sinni,
en einu vil ég sérstaklega mót-
mæla. Hæstv. forsætisráðherra
reyndi að gera lítið úr þeim byrð-
um, sem vaxtahækkun viðreisnar-
innar hefur lagt á atvinnuvegina.
Þetta er alrangt. Háu vextirnir
hvíla þungt á öllum atvinnurekstri
og á það hefur verig bent opin-
berlega, að vaxtakostnaður hrað-
frystihúsa, t. d., nemur nálægt
40% af þeirri upphæð, sem þau
greiða i vinnulaun. Það myndi
því áreiðanlega muna um minna
en það, ag vextir væru lækkaðir
verulega.
Það er þegar farið að síga á
seinni hluta kjörtímabilsins, því
að nú er aðeins rúmlega eitt ár
til næstu alþingiskosninga. Það
líður einnig að lokum þessa þings
og þessar umræður hljóta því að
markast af slíkum tímamótum,
sem vissulega gefa tilefni til þess
að horft sé um öxl og virt fyrir
sér sú stjórnarstefna, sem ráðið
hefur hér á landi undanfarin þrjú
þing. Umræðutíma mínum er
skorinn svo þröngur stakkur, að
ég get ekki rakig þetta yfirgrips-
mikla mál til hlítar og verg því
að halda mig vig meginlínur og
benda á nokkutr einstök dæmi,
sem þó má skoða sem samnefnara
þeirra aðgerða, sem mér virðast
einkennandi fyrir stefnu hæstv.
ríkisstjórnar.
„Viðreisnarstefnan“
Þessi stefna kom fram fullmót-
uð þegar á fyrsta þingi kjörtíma-
bilsins, og grundvöllur hennar
eru lögin um efnahagsmál frá því
í febrúar 1960. Hversu þau lög
eru í samræmi við kosningastefnu
skrá hæstv. stjórnarflokka skal
ég ekki fara út í ag þessu sinni,
enda gerði sá háttvirti þingmaður,
sem hér var að ljúka máli sínu,
(Ág. Þorv.) því atriði ágæt skil.
í lögum um efnahagsmál birtist
stjórnarstefnan í sinni réttu geTð,
og leita má um túlkun á henni í
fleiri helmildir, bæði greinargerð
frumvarpsins, þegar það var lagt
fram og eins í bækling þann, sem
prentaður var undir nafninu „Við
reisn“ og sendur var inn á hvert
heimili í landinu á kostnag ríkis-
sjóðs sem kveðja til almennings
frá háttvirtum stjórnarflokkum.
Og hver er þá stefnan, sem
þarna kemur fram?
Álíta verður við fyrstu athugun,
að hún felist í orðinu, sem hæstv.
ríkisstjórn valdi sínum fræga
bæklingi, enda hefur það marg-
oft verið sagt, að hæstvirt ríkis-
stjórn stefni að vi'ðreisn efnahags-
og atvinnulífsins. Þannig var það
túlkað í bæklingnum og sama var
endurtekið í greinargerðinni fyrir
frv. til laga um efnahagsmál. Og
þessi fullyrðing hefur verig endur-
tekin sí og æ síðan.
Skv. kenningu hæstv. rikisstj.
var stefnan sú að hverfa með öllu
frá uppbóta- og styrkjakerfi og
gera í þess stað ráðstafanir, sem
gerðu atvinnuvegunum kleift að
standa algerlega á eigin fótum.
Auk þessa átti ag búa svo um
hnútana, að ekki myndaðist
greiðsluhalli við útlönd og koma
Ræða Ingvars Gíslasonar í útvarpsumræðunum
í veg fyrir skuldasöfnun erlendis,
sem hæstv. ríkisstjórn. taldi að
væri að sliga fjárhag þjóðarinnar.
í sjálfu sér voru þessi markmið
lofsverg og vildu fleiri eiga þátt
í því ag draga úr styrkja- og upp-
bótakerfi eftir því sem tök voru
á, og vafalaust eru allir sammála
um, að nauðsynlegt sé að jafna
erlendar skuldir og viðskipta-
halla.
En hitt hlaut að leiða til ágrein
ings, ef valdar yrðu þær leiðir,
sem hæst''irt ríkisstjóm bar fyr-
ir brjósti og kappkostaði svo
mjög að framkvæma, eftir öll sín
fögru loforð fvrir ko=ningar um
batnandi lífskjör, stöðvun verð-
lags og skattalækkanir.
Stefnan og
kosningaloforíiím
Ekkert þessara kosningaloforða
var hægt að uppfylla meg þeim
aðgerðum, sem hæstvirt ríkisstj.
valdi sem stefnu sína þetta kjör
tímabil. Stefna hæstvirtrar ríkis-
stjórnar hefur verið nefnd sam-
dráttarstefna, vegna þess að hún
var á því reist, að draga úr fram
kvæmdum, sem byggðust á félags-
legu mati og þörf einstakra at-
vinnugreina og stétta, sem hefur
'verið ráðandi stefna að mestu
undanfarin 30—35 ár. Hæstvirt
ríkisstjórn stefndi ag því að gera
einkaauðmagnið að forsjá fram-
kvæmdanna í landinu, sem til þess
eins er fallið að auka gróða nokk \
urra útvalinna einstaklinga og,
bankanna á kostnað alls almenn-
ings í landinu. Þessi stefna mun.
því fyrst og fremst leiða til ó-1
jafnari tekjuskiptingar og veru-j
legs samdráttar í flestum grein-;
um, enda beinlínis ag því stefnt.
VnSrGisn í hnnfskurn
Fyrstu áhrif efnahagsráðstafan-
anna komu fram í ægdegri flóð-
öldu verðhækkana á allri nauð-
synjavöru almennirigs. Höfðu
verðhækkanir aldrei orðig meiri
á jafnskömmum tíma og lífskjör
almennings því stórlega skert.
Jafnframt jókst allur framleiðslu
kostnaður gífurlega og sagði fljót
lega tii sín í flestum atvinnu-
greinum til lands og sjávar. Víða
voru þessi áhrif svo snögg og
kornu fram piog slíkum þunga. að
þag var almæli þeirra, sem í fram
kvæmdum stóðu, að allt venjulegt
athafnalíf myndi herpast í hnút,
ef þessu yrði haldið áfram. Þetta
kom glögglega fram að því er út-
gerð snerti, og strax fyrsta við-
reisnarárig urðu útgerðarmenn að
standa i ströngu gagnvart hæstv.
ríkisstjórn um einhverja tilslök-
un á krepputakinu, sem þeir voru
teknir, því að ella var útgerðin og
öll hennar starfsemi komin í
strand. Hæstv. ríkisstjórn varð að
láta nokkuð undan siga um og efl
ir áramótin 1960—61, og eftir mik
il ájök hófst vetrarvertíð loks
seint og síðarmeir. Nú hafði það
verið sagt, að viðreisnin væri al-
veg sérstaklega stíluð upp á þarf
ir útgerðarinnar, en óvíða hafði
hún komig verr við en i sambandi
við þá atvinnugrein og lætur þá
að líkum, hvernig fór um sumar
aðrar framleiðslugreinar og at-
vinnustarfsemi. Kemur mér þá
sérstaklega í hug landbúnaðurinn
og byggingarstarfsemi í kaupstöð
Ingv.ar Gíslason
um, sem einna harðast hafa orðið
úti af völdum viðreisnarinnar, og
á það þó eftir að sýna sig betur
síðar.
Árig 1961 er framar flestu öðru
varðað ósigrum viðreisnarstefn-
unnar, eins og hún var upphaf-í
lega boðuð. Hefur hæstv, ríkisstj. [
síðan tekið að fleyta sér yfir erf-
iðleika sína með því að brjóta
hverja meginreglu sina á fætur
annarri og þ.á.m. tekig upp upp-
bótakerfi og játag þ'áMig^'hVísíök'
-ín og staðlevsu fulM’ðfnfe SÍtíHh
í verki. En það varð almenningi
til bjargar, að árferði var yfirleitt
gott, með nokkrum undantekning
um þó og aflabrögg í heild slík,
ag ekki hafa þau betri verið um
langt árabil. enda meiri afli úr
sjó dreginn en nokkru sinni áð-
ur og verðmæti hans eftir því.
BCausi^ifksuTi!' voru
‘íiálfsagSar
Almenningi tókst með hagstæð
um samningum að fá kjör sín
bætt frá því, sem verið hafði, þó
ag mikið skorti á, að náð væri
sama kaupmætti og var á tím-
um vinstri stjórnarinnar Var
samkomulagi verkalýðs og atvinnu
rekenda almennt fagnað af báð-
um aðilum og átti vinnufriður að
vera tryggður næstu tvö ár, ef
ekki kæmu til sérstakar aðgerðir.
Vegna góðæris, aukins afla og
góðra sölumöguleika á útflutnings
afurðum var sýnilegt, að atvinnu-
vegirnir gátu risig undir kaup-
hækkununum, enda voru þær ekki
meiri en svo, að vaxtalækkun og
tilslökun á lánsfjárhömlum hefði
farig langt með að vega upp á
móti þeim kostnaði, sem atvinnu-
vegirnir annars tóku á sig. Það
var því ekki annað en fyrirslátt-
ur ag halda því fram, að kaup-
hækkanirnar leiddu til aukins
framleiðslukostnaðar, sem myndu
sliga atvinnuvegina. Kaupgreiðsl-
umar á sl. ári voru síður en svo
fjötur um fót í íslenzku atvinnu-
lífi. Það, sem lamaði atvinnulífið
voru viðreisnarráðstafanirnar,
vaxtaokrið, lánsfjársamdrátturinn
og aukinn framleiðslukostnaður
vegna gengisfellinga. Ef þessu
oki hefði verið létt af var þeim
mun auðveldara að greiða það
kaup, sem samið var um, og þegar
einnig var tekið tillit til fram-
leiðsluaukningar vegna sérstaks
góðæris. þá hafði hæstvirt ríkis-
stjórn það á valdi sínu ag bæta
kjör almennings og atvinnuveg-
anna samtímis og sjá svo um, að
slíkt ástand mætti haldast.
Blekking goitgis-
lækknoairi^waí'
En hæstvirtri ríkisstjórn entist
ekki gæfa tii þess að stuðla að
bættum hag atvinnuveganna og
almennings og viðhalda vinnu-
friði næstu 2 ár. í þess stað rýkur
hún til með mjög vafasamri heim-
ild og tekur gengisskráningar-
valdið af Alþingi með bráðabirgða
lögum og fær það í hendur Seðla
bankanum, sem er algert verk-
færi ríkisstjórnarinnar, og ákveð
ur síðan 13% gengislækkun.
Rökin fyrir gengislækkuninni
voru þau, að kauphækkanirnar
orsökuðu aukinn framleiðslukostn
að, sem útflutningsatvinnuvegirn-
ir vrðu að fá bættan með hærra
verði á erlendum gjaldeyri.
En bráðabirgðalögin um ráðstöf
un gengisgróðans sýna Ijóslega,
hvílík blekking þessi röksemd
var, því að skv. þeim gekk bróð-
urparturinn af gengisgróðanum
til þarfa ríkissjóðs sjálfs, en átti
hvorki að koma í hlut útvegsins
eða útflytjenda beinlínis, eins og
hefði átt ag vera, ef gengislækk-
unin hefgi verið á rökum reist.
Sumir hafa kallað þessa ráðstöfun
gengisgróðans beinan þjófnað. en
hvort sem svo verður talig eða
ekki. þá er hitt víst, ag forsend-
ur gengislækkunarinnar fengu
ekki staðizt
Hæstvirt ríkisstjórn stefndi að
samdrætti í atvinnulífinu með
ráðstöfunum þeim, sem fólust í
efnahagslöggjöfinni frá 1960, en
samdráttarstefnan var fljót að
svna sitt rétta eðli, og hæstvirt
ríkisstjórnin hefur á sumum svið
um verið kruiin til undanhalds,
þar sem hún getur ekki samrýmzt
eðlilegri framleiðslustarfsemi, er
ekki þoldi neina stöðvun. Á öðr-
um sviðum er samdráttarstefnan
bó í fullum ffansi og á það ekki
sízt vig um framkvæmdir í land-
búnaði og byggingarstarfsemi
Þrátt fyrir viðreisnina
En þrátt fyrir viðreisnina er þó
víða fjör í athafnalífi og veldur
þar hvort tveggja að uppbygg-
ingin hefur verið ör fyrir viðreisn
og aflabrögð hafa verig óvenju-
góð um allt land. Sjávarplássin á
Norð'ur- Austur- og Vesturlandi
njóta nú þeirrar uppbyggingar,
sem Framsóknarflokkurinn beitti
sér einkuni fyrir meðan hann
mótaði stjórnarstefnuna, en var
þá nefnd pólitísk fjárfesting, þótt
hún hafi nú bjargað hundruðum
milljóna í framleiðsluverðmætum
og þjóðin í lieild standi i þakkar-
skuld vi'ð þá uppbygginigu, sem
þarn.a er um að ræða. Framsókn-
arflokkurinn beitti sér fyrir fjár-
hagslegum stuðningi vig mörg
byggðarlög, m.a. meg ráðstöfunum
atvinnuaukningarfjár, sem hefur
orðið ómetanleg lyftistöng undir
framfarir á þessum stöðum Nú-
verandi hæstvirt ríkisstjórn stefn
ir að því ag draga úr stuðningi
i þessu formi, eins og nýsamþykkt
lög um Átvinnubótasjóð bera meg
sér, en þar er ákveðig að verja í
þessu skyni 10 millj. kr. árlega
næstu 10 árin, en í tíð vinstri
stjórnarinnar var atvinnuaukning
arféð 13.5 til 15 millj. á ári. Mið-
að vig verðgildi peninga nú, er
varla ofsagt, að þessi lækkun at-
vinnuaukningarfjár svari til þess
að nú sé varið helmingi minni
fjárhæð til þessara þarfa en var á
tímum vinstri stjórnarinnar. Þessa
starfsemi hefði fremur átt að
auka en mi'nnka og stofna í því
skyni myndarlegan framleiðslu-
og atvinnuaukningarsjóð, sem
hefði það markmið að efla atvinnu
lífið úti um land og gera sem
flestum kleift að kbma yfir sig
fótum í sjálfstæð.um rekstri, m.
a. til þess að eignast fiskibáta.
i frktekma
Ein af afleiðingum viðreisnar-
innar er stórkostleg hækkun allra
atvinnutækia til lands og sjávar.
Þetta á elcki síður við um sjávar-
útveginn en aðrar greinar og get
ég nefnt hér máli mínu til sönn-
unar eitt dæmi. sem er lýsandi
tákn þess. sem gerzt hefu.r i verð
lagsmáh’jm í valdatíg núverandi
hæstv. ríkisstjórnar.
Um áramótin 1959—60 kostaði
75 rúmlesta eikarbátur innfluttur
meg öllum útbúnaði um 3 millj.
króna, en kostai' nú um 5 millj.
króna Verðhw'kkun er bví 2 millj
ónir króna. Eins og lánareglum
Fiskveiðasjóðs er háttað, þurfti
kaupandi slíks báts að leggja fram
af eigin fé 1 millj. króna í fyrra
tilfellinu, en verður nú að leggja
fram um 1.6 milljónir. Þá hefur
hæstv. ríkisstjórn rýrt lánskjörin
hjá Fiskveiðasjóði, þannig að
lánin eru til 15 ára nú í stag 20
ára áður og vextir nú 6.5% í stað
4% áður. Þetí.a veldur útgerðinni
stóraukinni vaxta- og afborgunar-
byrði, og í því dæmi, sem ég hef
hér nefnt, lætur nærri, að ár-
gjaldshækkun af Fiskveiðasjóðs-
láni nemi um helmingi þess sem
var fyrir 3 árum, miðað við fyrstu
afborgun og vaxtagreiðslu. Þannig
leikur viðreisnin útgerðina, sem
hún átti þó sérstaklega að vernda,
— og hver skyldi þá útkoman vera
í öðrum greinum?
Skoðað í ljósi kosningaloforða
háttvirtra stjórnarflokka fyrir 3
árum, er þetta þungur áfellisdóm
ur um efndir þeirra orða, sem
alltof margir kjósendur tóku trú-
anleg. En þetta er aðeins eitt
dæmi, fleiri mætti vissulega nefna
sem ekki eru hliðhollari stjórnar-
stefnunni, en þau verða að bíða
um sinn.
AFLI ÓLAFSVÍKUR-
BÁTA 5529 LESTIR
Vertíðarafli Ólafsvíkurbáta var
5529 lestir i 644 róðrum þann 30.
apríl. Afli einstakra báta var sem
hér segir: Jón Jónsson 629858 kg
í 63 róðrum, Jón á Stapa 558560
kg í 59 róðrum, Jökull 533690 kg
í 65 róðrum, Hrönn 533090 kg í 53
róðrum, Bárður Snæfellsás 413430
kg í 49 róðrum, Freyr 404420 kg í
62 róðrum, Þórður Ólafsson 396420
kg í 60 róðrum, Valafell 368080
kg í 33 róðrum, Stapafell 356300
kg í 38 róðrum, Halldór Jónsson
353930 kg í 40 róðrum, Sæfell
338990 kg í 29 róðrum, Steinunn
313940 kg i 36 íúðrum, Ejarni Ól-
afsson 260420 í 49 róðrum.
6