Tíminn - 31.05.1962, Qupperneq 3
Taugasfrfö
ifrainhaid al i síðu)
ingar takist, svo að ekki komi til
r.ýrra kosninga.
Eins og áður segir, hefur Kamp-
mann, forsætisr’áðherra, legið á
sjúkrahúsi síðustu 'daga, en í dag
mun hann fá að fara heim. Talið
er, að forsætisráðherrann muni
hvíla sig um sinn og ekki taka þátt
í stjórnarstörfum, og lendir því á
herðum Krag að fylgja málinu
eftir.
¥er®!iréfln
(Framhald af 1 síðu)
partiiun í gær, en síðaii
féllu bréfin aftur í verði
jafnt og þétt. Svo var t.d.
i Tókíó og Ziirich. f gær
var kaupliöílin í New York
lokuð.
Mofaði Kennady, forseti,
tím.ann t'il þess a'ð ræcfa
viS sérfræðinga sína á
forseta-búgarðinum í Virg
iníu, o*g varð nið'urstaða
þeirra vi'ðræ'Sna sú, að
ekki yrði gríipið til neinna
sérstakra rá'ðstafana, held-
ur beðið átekta og séð liver
framgangur mália yrði.
Kosníngaúrslitin
(Framhald af 16. síðu).
tapar 741 atkv., þrátt fyrir veru
lega fjölgun kjósenda eða 4,1%
greiddra atkvæða.
f bæjarstjórnarkosningunum
1958 fékk Framsóknarflokkur-
inn 5.930 atkv. eSa tæp 12%
greiddra atkvæða. Nú fékk
hann 9.480 atkv. eða 16,3%.
Hann bætir við sig 3550 atkv.
eða 4,3% greiddra atkvæða. —
í þessum tölum kemur ekki
fram fylgi flokksins á fsafirði
og Ólafsfirði.
f Reykjavík fékk Sjálfstæðis
flokkurinn 1958 58% greiddra
atkvæða og 10 fulltrúa. Nú fékk
hann 53% greiddra atkvæða og
9 fulltrúa.
Framsóknarflokkurinn fékk
1958 9% greiddra atkvæða og
1 fulltrúa, en fékk nú 13,2%
greiddra atkvæða, og vann einn
fulltrúa af Sjálfstæðisflokknum
og fékk nú 2 kjörna.
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði
nú rúmum 200 atkvæðum á Ak-
ureyri, miðað við bæjarstjórnar
kosningarnar 1958, en Fram-
sóknarflokkurinn bætti þar við
sig rúmurn 300 atkvæðum og
vann einn fulltrúa frá Sjálf-
stæðisflokknum.
Sjálfstæðisflokkurinn bætti
við sig 5 atkv. í Keflavík, mið
að við bæjarstjómarkosningarn
ar 1958, en Framsóknarmcnn
bættu þar við sig 223 atkv. og
unnu einn fulltrúa frá Sjálf-
stæðisflokknum.
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði
80 aíkvæðum í Vestmanriaeyj-
2!irnslravlka
(Framhald aí 16 síðu).
! Singer-umboðinu. Páll H. Jóns-
j son flutti eri'ndi um samvinnu-
j mál.
I Einhver vinsælasti liðurinn í
í starfsemi húsmæðrafræðslunnar er
hin árlega Húsmæðravika, sem
stóð að þessu sinni yfir í Bifröst
í Borgarfirði, dagana 13.—19. maí
síðastl.
Vikuna sóttu 63 húsmæður úr öll
um landsfjórðungum. Páll H. Jóns-
son, forstöðumaður Fræðsludeild
ar SÍS stjórnaði vikunni og réði
dagskrá; en fyrir móttökum öll-
um og áðbúnaði á staðnum stóðu
skóla=fiórahjónin, frú Guðlaug Ein
arsdóttir og Guðmundur Sveinsson.
A vikunni voru flutt 16 erindi
um margvísleg efni og fylgdu
nokkrum þeirra skuggamyndir og
kvikmyndir. Auk þess var sýni-
lcennsla.
Á kvöldin voru um hönd hafð
ar ýmiss konar skemmtanir, með
al annars söngur, félagsvist og
bingó. Innflutnings- og Iðnaðar-
deild S. í. S., Dráttarvélar h. f.
og Bókaútgáfan Norðri sendu
Húsmæðravikunni mörg ágæt
verðlaun, sem keppt var um í
félagsvistinni og bingóinu.
Á föstudagskvöldið var kvöld-
vaka, sem húsmæðurnar stóðu fyr
ir að öllu leyti sjálfar. Var til
hennar boðig kvenfélagi dalsins
og skólastjóra og kennurum Hús
mæðraskólans að Varmalandi.
Skemmtu konurnar með upplestri
að niestu frumsömdu efni, gaman
þáttum og söng. Höfðu þær æft
lítinn söngflokk í því skyni, með
aðstog Páls H. Jónssonar. Síðan
var sezt að kaffi og að lokum var
almennur söngur og dans
Fræðsludeild S. í. S. hefur ný
lega fengið til eignar samvinnu-
kvikmynd frá Finnlandi, sem
hlotið liefur á íslenzku heitið:
„Þýtur í skógum“.
Myndin var frumsýnd á Hús-
mæðraviwunni á Bifröst og verður
væntanlega sýnd á húsmæðra-
fundum og öðrum samkomum
kaupfélaganna.
„Þýtur í skógum“ er nýjasta
myndin í flokki kvikmynda, sem
samvinnusamböndin á Norður-
löndum hafa látið gera. íslenzka
myndin í þeim flokki og jafn-
framt ?ú fvrstn er ..Viljan= merki“,
sem margir hafa séð. Jöran Forss
lund hefur stjórnag töku allra-
myndanna, nema þeirri dönsku.
„Þýtur i skógum“ er landkynn
ingarmynd og gefur einnig glögga
hugmynd um starfsemi samvinnu
fclaganna í Finnlandi. Páll H.
Jónsson þýddi texta myndarinnar
i úr sænzku og flutti inn í íslenzka
eintakið. Hann bauð fréttamönn-
um til sýningar á myndinni í gær
og cr hún bæði fögur og fróðleg,
hljómlistin góð og talið skýrt.
um, en Framsóknarflokkurinn j
bætti við sig 125 atkv. Meiri-
hluti Sjálfstæðisflokksins hang
ir þar á broti úr atkvæði.
Þótt Sjálfstæðisflokkurinn
liafi þannig yfirleitt tapað veru
lcga í kosningunum, en Frani-
sóknarflokkurinn unnið á. verð
ur þó munurinn cnn meiri í
þessijm efnum í kauptúnunum.
Þar er tap SjálfstæSisflokksins
enn meira og vinningur Fram-
sóknarflokksins enn meiri. Má
í því sambandi t.d. benda á
Borgarnes og Hólmavík.
Þrátt fyrir þessar staðreynd-
ir, hamra íhaldsblöðin á því,
að Sjálfstæðisflokkurinn hafi
„styrkt verulega aðstöðu sína“,;
en Framsóknarflokkurinn „bætt í
óverulcga við sig“. Svo oft nv
mikið skal liamra á þessu, að
menn láti um síðir blekkjast
Hér liafa menn fyrir augiim
gott dæmi um málflutning Sjálf
stæðisflokksins og hvar foringj j
ar lians liafa lært hann. Ilitler j
sagði, að lygin yrði sannleikur,
ef hún væri endurtekin nógu
oft! i
Sýning Jóns Engilberts í Listamanna-
skálanum verður opin tii sunnudags
kvölds. Um 1000 manns hafa skoðað
sýninguna og 9 málverk hafa selzt.
Laust eftir klukkan þrjú í gær
varð maður á skellihjóli fyrir
jeppabifreið á mótum Gullteigs
og Sigtúns. Maðurinn féll af hjól
iuu og hlaut áverka á mjöðm.
Hann var fluttur á læknavarð-
stofuna.
S.l. laugardag varð öldruð kona
Guðleif Ólafsdóttir, Lönguhlíð 21,
fyrir skellihjóli á Laugaveginum.
Hún var stödd skammt fyrir vest
an Frakkastíg og ætlaði norður
yfir Laugarveginn. Uimferðin
hafði stöðvast og konan komin
gegnum bílaröðina, þegar ungling
ur á skellihjóli ók á hana svo
hún féll við. Drengurinn stoppaði
og spurði konuna, hvort hún væri
meidd, en hún var þá dofin og
taldi sig lítt meidda. Siðar kom
í Ijós, að vinstri hönd Guðleifar
var brotin. Rannsóknarlögreglan
biður piltinn, sem ók hjólinu, að
gefa sig fram og jafnframt er ósk
að eftir sjónarvottum.
íslenzk efnahags-
stofnun
í gær var gerður samningur á
milli ríkisstjórnarinnar, Fram-
kvæmdabanka íslands og Seðla-
banka íslands um að setja á fót
stofnun, er nefnist Efnahagsstofn-
unin. Skal hún uudirbúa fram-
kvæmdaáætlanir fyrir rikisstjórn-
ina, semja þjóðhagsreikninga og
áætlanir um þjóðarbúskapinn og
framkvæma aðrar hagfræðilegar
athuganir. Hagdeild Framkvæmda-
bankans mun flytjast til hinnar
nýju stofnunar. Jafnframt verður
efnahagsmálaráðuneytið lagt niður
og tekur Efnahagsstofnunin við
slörfum þess. Ráðgert er, að Efna-
hagsstofnunin taki til starfa hinn
1. júlí n.k. í stjórn hennar hafa
verið skipaðir þeir Jónas H. Har-
alz, ráðuneytisstjóri, sem verður
formaður stjórnarinnar og fram-
kvæmdastjóri stofnunarinnar, Sig-
tryggur Klemenzson, ráðuneytis-
stjóri, Klemenz Tryggvason, hag-
stofustjóri, dr. Benjamín Eiríks-
son, bankastjóri, og dr. Jóhannes
Nordal, bankastjóri.
(Frá forsætisráðuneytinu.).
Prentvillupúki
í skriðunni
í frétt í Tímnum á þriðjudaginn
um skriðufallið í Laugardal, hefur
ein lína fallið út. Þar á að standa,
að Guðmundi Kjartanssyni hafi
talizt til, að skriðan hafi átt upp-
tök sín í 474 m. hæð yfir sjávar-
máli og staðnæmzt í 70 m. hæð á
jafnsléttu. Eru lesendur blaðsins
og heimildarmaður hér með beðn-
ir velvirðingar á þessari leiðu prent-
villu, sem reyndar var svo auðsæ,
að engum lesanda með óbrenglaða
dómgreind hefur getað blandazt
hugur um að hér var um prent-
villu að ræða.
'Leikendur í Kviksandl, taldlr
frá vinstrl: Þorsteinn Gunnars
son, Steindór Hjörleffsson, Er.
lingur Gíslason, Bryndís Pét-
ursdóttir, Brynjólfur Jóhannes
son, Helga Bachmann, Helgi
Skúlason, Birgir Brynjólfsson
og Gísli Halldórsson. Nú fer
Kviksandur í sýníngarferð út
á land með stuðningi Mennta-
málaráðs. Þeir hafa fyrstu sýn
inguna á Akureyri á laugar.
laginn. — Ljó'smyndarl Tím-
ans, GE, tók myndina við Iðnó
í gær.
Krabbamein
(Framhald af 1. síðu).
arvatni, athuga geislavirkrri, og fá
samanburð á efnasamsetningu jarð
vegs á ýmsum stöðum á landinu.
Má í þvi sambandi nefna, að í eld
fjallalöndunum íslandi, Japan og
Chile er magakrabbamein mun al-
gengara en í öðrum löndum og er
ekki útilokað, að eitthvað sam-
hengi sé þar á milli.
Ólafur Bjarnason yfirlæknir hef
ur samið yfirlit um krabbamein
hér á landi síðastliðin fimm ár, og
þar kemur fram, að magakrabbi er
langalgengasta tegund krabba-
meins hér eða 730 tilfelli af 1773
alls. Niels Dungal telur, að unnt
sé að lækna magakrabba í einu
tilfelli af hverjum tíu.
Aðrar tegundir krabbameint eru
lítið áberandi hérlendis, en athygl
isvert er, hversu lungnakrabba-
mein eykst hröðum skrefum. Fyrir
20 árum veiktust aðeins 1—2 á ári
hér af lungnakrabba, en fyrir
nokkrum árum byrjaði aldan, svo
að í fyrra voru tilfellin 24. Það er
sýnilegt af samanburði við útlönd,
að lungnakrabbi mun margfaldast
á íslandi á næstu árum, hvað sem
spyrnt verður gegn honum. —
Lungnakrabbi er eitthvert erfið-
asta krabbameinið og treystast fær
ustu læknar sér ekki til að lækna
nema eitt tilfelli af hverjum 17.
Fyrir stuttu birtust svo að segja
samtímis tvö nefndarálit útvaldra
lækna, sem hið opinbera í Eng-
landi og Danmörku fékk til að
rannsaka samband lungnakrabba
og reykinga. Það var samhljóma á-
lit beggja nefndanna, að sígarettu
reykingar eru aðalorsök lungna-
krabbameins, sem er að verða ein
hver hættulegasti sjúkdómur Vest
urlanda.
Þessar rannsóknir hafa orðið til
þess að opna augu manna í þess-
um löndum á hættunni. Hér á
landi hefur hið opinbera ekkert að
hafzt í málinu, nema veita Krabba
meinsfélaginu styrk að upphæð
nokkur hundruð þúsund krónur.
Krabbameinsfélagið hefur í vetur
sent ungan lækni í flesta unglinga
skóla Reykjavíkur til þess að út-
skýra hættuna fyrir nemendum og
hefur hann stuðzt við kvikmynd,
sem bandaríska krabbameinsfélag
ið hefur gert um verkanir lungna
krabbameins. En Krabbameinsfé-
lagið gerir sér það ljóst, að þessi
fræðsla þarf að komast í barna-
skólana, svo að börnin viti af hætt
unni, áður en þau venja sig á síga-
rettureykingar.
Þess má geta í þessu sambandi,
að pípureykingar eru margfalt
skaðminni heldur en sígarettu-
reykingar, svo ekki sé talað um
neftóbaksnotkunina, sem er lang-
meinlausust. Þar sem það er mjög
erfitt fyrir fullorðna að venja sig
af reykingum, má benda fólki á
þenna undankomumöguleika.
Krabbameinsfélagið hefur reynt
áð fá því framgengt, að sígarettur
verði ekki seldar í lausasölu, því
þannig venja unglingar sig oftast
á reykingar. Félagið hefur einnig
reynt að fá komið 25 aura skatti
á hvern sígarettupakka, og renni
það fé til krabbameinsvarna. Þar
er um tvær og hálfa milljón króna
að ræða á ári, sem er álitleg fjár-
upphæð. Einnig hefur verið rætt
um að fá sígarettur hækkaðar í
verði, en halda frekar verði á pípu-
og neftóbaki niðri. Þessi við-
leitni fclagsins hefur enn ekki bor-
ið neinn árangur.
Á föstudaginn hefur Krabba-
meinsfélagið merkjasölu til efling-
ar starfsemi sinnar. í aðalstjórn
félagsins eru nú : Níels Dungal,
Hjölur Hjartarson framkvæmda-
stjóri og Bjarni Bjarnason læknir.
Starfsfólk félagsins er : Halldóra
Thoroddsen, ritari, Guðmundur
Benjamínsson afgreiðslumaður og
Jón Oddgeir Jónsson fjáröflunar-
stjóri.
Aldarafmælis minnzi
(Framhald at 16 síðu)
ver'Sa þarna ekki börn í 7, 8, og
9 ára bekkjum, sökum vandkvæ®a
á því að flytja þau inn í Laugar
dal: Auk þess má vænt.a þess að
margir ncmendur séu farnir út
í sveit, þar eff skólunum hefur
verið formleiga slitig hverjum um
sig.
Fræðslustjórj Reykjavíkur, Jón-
as B. Jónsson og Stefán Kristj-
ánsson leikfimikennari, sem hef-
ur yfirumsjón með göngunni
lögðu mikla áhcrzlu á það á fundi
með bia'ðamönnum aff fóreldrar
reyndu ag koma með börnum sín
um i,nn á Völl til þess að þau
geti verið viðstödd hátíðahöldin,
þrátt fyrir þaS, að þau geti ekki
gengið með.
Öll hátíðahöldin á Laugardals
velli verða kvikmyndúð, oig síð.an
verða kvikmyndirnar sýndar í
skólunum í Reykjavík næsta
haust.
Nemendur úr 10 og 11 ára
bekkjum, sem taka þátt í göng-
unni skulu minntir á það, aff þeir
ei,ga að vera mættir á leiksvæði
viðkomand'i skóla. Þurfa þeir að
vera tilbúnir að Ieggja af stað
frá skólum sínum ekki seinna en
kl. 2. Aðrir nemendur þurfa aff
sjá um sig sjálfir inn í Laugardal
og eiga a'ð vera komnir þangað
í síðasta lagi kl. 2,30. Nauðsyn-
Icgt er að nemendur séu hlýlega
klæddir.
Þetta er í fyrsta sinn, sem slík
s,ameiginleg skólauppsögn fer
fram og með tilliti til þess hve
borgin stækkar ört, má búast vi'ð
aff þetta verð'i einnig í síðasta
skipti sem svona athöfn getur
fari'ð frain.
riMINN, fimmtudaginn 31. maí 1962