Tíminn - 31.05.1962, Side 7

Tíminn - 31.05.1962, Side 7
Utgefar.d' FRAMSOKNARFLOKKURINN f'ramKvæmdastfón l'ómaí- Arnason Ritstjórar Porarinn Þórarinsson <áh< Andrés Kristjánsson Jón Helgason og lndriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnsr Tómas Karlsson Auglýs mgastjóri Egill Bjárnason Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu. afgreiðsla auglýsingai og aðrat skrifstotut ' Rankastræti ? Símar 183(10- 18305 Auglýsingasimi 19523 Afgreiðslusim) 12323 Askrifta.rgj Kt , 55 á mán innanl I lausasölu kr 3 eint - Prentsmiðjan Edda h.l - Walter Uppmann ritar um alþjólSamál: ....**"*•*' mwmm Framtíð samvinnunar milli Frakklands og V-Þýzkalands Tveir konungar ráða þar ríkjum, en óvissa ríkir um erfðaprinsana Áraugur norðlenzku kjarasamninganna Auk Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, hafa tvö stór verkalýðsfélög í Reykjavík, Iðja og Framsókn, samið við atvinnurekendur um verulega kauphækkun, auk þeirrar 4% hækkunar, sem samið hafði verið um í fyrra. Samn- ingar Iðju og Framsóknar, eins og samningar Dagsbrún- ar, eru að mestu leyti byggðir á samningunum, sem fyrst voru gerðir á Akureyri og Húsavík fyrir forgöngu verka- lýðsfélaganna og samvinnufélaganna þar. Vafalaust munu nú önnur verkalýðsfélög um land allt fylgja í kjölfarið. Þannig hafa samningarnir á Akureyri og Húsavík rutt brautina og tryggt í senn réttmætar kjarabætur og vinnu- frið. Jafnaugljóst er það líka, að þessar kjarabætur hefðu ekki fengizt fram, án meiri eða minni átaka, ef hollra áhrifa samvinnuhreyfingarinnar hefði ekki notið við. í samráði við ríkisstjórnina, höfnuðu atvinnurekendur hér syðra öllum kjarabótum þangað til samið hafði verið nyðra. í samráði við ríkisstjórnina reyndu þeir einnig að beita áhrifum sínum til að koma í veg fyrir samkomulag norðanlands. Meðan samningaumleitanir stóðu yfir þar, reyndu stjórnarblöðin eftir megni að spilla fyrir sam- komulagi. Hinar hóflegu kröfur verkamanna voru stimpl- aðar „áhlaup kommúnista á hendur hinu íslenzka þjóð- félagi“. Og samvinnufélögunum var óspart ögrað og hót- að, ef þau semdu. En samvinnufélögin létu ekki hótanir aftra sér. Þess vegna var samið á Akureéri og Húsavík. Þess vegna hafa verkakonur og verkamenn fengið kjarabætur. Þess vegna ríkir nú vinnufriður á þessu starfssviði þjóðfélagsins. Þetta hefði hins vegar ekki orðið, ef ríkisstjórnin og flokkar hennar hefðu fengið að ráða. Þá myndu nú standa yfir stór verkföll verkamanna, líkt og verkföll togarasjó- manna og járnsmiða, sem ríkisstjórnin ber fyrst og fremst ábyrgð á. Það er athyglisvert tímanna tákn, að það skuli vera stjórnarandstæðingar sem tryggja vinnufriðinn, en stjórn- arherrarnir, sem rjúfa hann, þar sem þeir koma því við. Þetta er þó ekki undarlegt, þegar þess er gætt, að núv. ríkisstjórn er fyrst og fremst fulltrúi stórgróðamanna. Hnupl Þjóðviljans Úrslit kosninganna á sunnudaginn marka þáttaskil í flokkaskipan landsins. Þau sýna, að Framsóknarflokkur- inn er orðinn næststærsti flokkurinn í kaupstöðunum og sennilega stærsti flokkurinn í kauptúnunum. í sveitun- um er hann langstærsti flokkurinn. Bilið milli hans og Sjálfstæðisflokksins fer mjög minnkandi. Þjóðviljinn reynir í gær að mótmæla því, að úrslitin sýni, að Framsóknarflokkurinn sé orðinn næststærsti flokkur kaupstaðanna. Slíkt er þó tilgangslaust, því að hér er farið eftir útreikningum hlutlauss aðila, Ríkisút- varpsins. Véfengingu sína byggir Þjóðviljinn á því að eigna Al- þýðubandalaginu svo og svo mikið af atkvæðamagni óháðra lista. Slíkt er vitanlega út i loftið En þetta sýnir hins vegar, hvernig, er að samfylkja með kommúnistum um óháða lista. Eftir á slá þeir eign sinni alveg á þá, þótt þeir hafi lagt lítið til, eins og á ísafirði og í Ólafsfirði. Ekki mun þetta örva til slíks samstarfs 1 framtíðinni. Kóngarnir tveir. DE G-AULLE sagði á blaða- mannafundi 15. þ.m., að fransk- þýzk samtök ættu, að hans hyggju, að hafa skipulagningu og stjórn Evrópu með höndum. Hann telur Bretland, — sem hann kallar eyju, — ekki til- heyra Evrópu í raun og veru. Hann lítur einnig svo á, að Bandaríkin, — sem að vísu séu Evrópu nauðsynleg vegna varna hennar, — hljóti von bráðar að fjarlægjast Evrópu og hafa minnkandi áhrif á málefni henn ar. Fransk-þýzk samtök eiga að stjórna Evrópu, ekki Engil-Sax- ar. Evrópa á að eflast svo, að hún geti sjálf samið við Sovét- ríkin og hún á aftur að ná frá Atlantshafi til Uralfjalla. IÞetta er mikið stefnumark. Fransk-þýzka samvinnan, sem er kjarnj stefnunnar', er reist á traustum grunni. Frakkland og vesturhluti Þýzkalands eru sögu lega tengd, þrátt fyrir hin mörgu stríð þeirra í milli, og þessi tengsl má rekja allt ’iftur til Rómaveldis. Ríkin bæta hvort annað upp efnahagslega, og með Efnahagsbandalagi Ev- rópu eru þau að mynda efna hagssamstæðu, sem er svo auð- * ug og kraftmikil, að hún hefur nú þegar samningamátt í heim- inum. Við munum komast að raun um það í væntanlegum tollaumræðum, að þessi efna- hagssamstæða ræður yfir meiri samningamætti en brezka sam- veldið og er a.m.k. jafnoki Bandaríkjanna í þeim efnum. BÁÐAR ÞJÓÐIRNAR eiga sterkar, sameiginlegar endur- minningar um stríðið, þótt sitt með hvoru móti sé. Báðum var það auðmýking og átakanleg harmsaga. Og báðar bera í brjósti sterka tilfinningu fyrir því, að þær megi aldrei oftar eiga í stríði hvor við aðra. Við þetta bætist sú trú bióð- anna, að hvor í sínu lagi séu þær ekki meira en miðlungi öil- ugar, en sameinaðar verði þær kjarni mikils heimsveldis. í bessu sambandi ber að hafa það í huga, að þótt Þýzkalandi sé stranglega bannað með biad- andi samningum að framleiða kjarnorkuvopn, þá væri miklum mun fljótlegra að koma upp í Evrópu þeim kjarnorkustyrk, sem de Gaulle þráir svo mjög, ef við nyti fransk-þýzkrar sa:a- vinnu. Önnur hlið er þó einnig á teningnum. Fransk-þýzka samvinnan í dag er aðeins samkomulag milli de Gaulle og Adenauers. Það minnir okkur á, að hugmyndir de Gaulle um Evrópu séu ekki orðnar að veruleika. Því er eins varið um Frakkland og Þýzka- land, að þar ráða ríkjum eins konar 'nráðir konungar, en í hvorugu ríkinu er um erfða- prins að ræða. Gömlu konung- arnir tveir hafa ekki undirbúið framtíðina og geta ekki ráðið henni. Við getum því ekki geng ið út frá því sem gefnu, að Ev- rópa verði í laeinu nákvæmlega eins og gömlu konungarnir segja og miðað okkar stefnu við það. EG REYNI EKKI aö segja fyrir um, hvað gerist í Frakklandi, þegar de Gaulle hættir, enda get ég það ekki. Grundvallar- stofnanir Frakka eru allar til enn. Frakkland er í raun og veru, — eins og einn Frakki komst að orði við mig, — frjálst ríki, sem einráður konungur stjórnar. Við höfum rétt til að trúa því, að frönsk stjórn haldi áfram að vera til, þrátt fyrir spillingu og drottinsvik, sem nú eru jafnútbreidd og raun ber vitni. De Gaulle hefur svipt vöid- um fulltrúastjórn í Frakklandi og stjórnar þess í stað ■ ‘nr, en styður stjórn sína lýðsúr- skurði, í Frakklandi er ekki arf gengt einveldi, og því segja þeir, — varla upphátt að vísu — sem þetta láta sig varða, að þeir sjái ekki, hvernig þeir e’.gi að koma aftur á fót fulltrúastjórn í Frakklandi, né hvernig eigi að koma á traustri stjórn, þegar de Gaulle hættir. Við megum samt sem áður ekki gera of mikið úr ótraust- leika stjórnmálanna í Frakk- landi. Frakkar eru gömul þjóð, sem elur í brjósti stóra drauma, er sjálfri sér næg og ánægð með land sitt. íbúar þess eru vel menntaðir og fjárhagur þess stendur með blóma. ÓSTÖÐUGLEIKI stjórnmálanna í Þýzkalandi er aftur á móti mjög alvarlegt mál. Ekki getur á löngu liðið áður en Adenauer lætur af völdum. Hann hefur stjórnað Vestur-Þjóðverjum með ströngum aga og þeir hafa fylgt stefnu hans í utanríkis- málum, mjög er ósennilegt, aö finnanlegur sé eftirmaður hans. sem flokkar og klíkur fylgi á sama hátt. Vafi leikur þó vtrla á því, að framhald verði á fransk-þýzkri samvinnu, sem er meginþráðurinn í stefnu de Gaulle. En ég á bágt með að trúa því, — eftir það, sem ég komst að raun um í Berljn og Bonn, — að núverandi stefnu verði haldið áfram með sarna aga, sama ósveigjanleika og sömu kreddufestu. Þetta álit mitt byggi ég ' þvi að Vestur-Þýzkaland er sigrað slitið frá hinum hluta Þýzka- lands og enn ásótt af mirning unum um nazismann Það hef ur því ekki öðlazt það fullveldi, sjálfstraust og sjálfsöryggi, sern | geri því fært að myn-la sína | eigin stefnu í innanlandsmál- S um. Vestur-Þýzkaland hefur tekið mjög skjótum og góðum bata fjárhagslega. En það veldur ekki enn miklu í heimsmálun- um. Að því er beint stefnum annarra stórvelda og innan- landsmál þess hrekjast fyrir straumum að utan. Að öllu Þýzkalandi beinast hin miklu átök milli Sovétríkj- anna og Atlantshafsbandalags- ins. Vestur-Þýzkaland er svo aftur þrætuepli í átökunum inn an Atlantshafsbandalagsins, þ. e. átökunum um það, hver eigi að hafa forystu Vesturveldanna í heimsmálunum. Adenauer er vel Ijóst, ao' þessi stríðandi öfl utan frá hafa mikil áhrif í Þýzkalandi og vegna þeirra er hann óörugg ari og telur minnsta áhættu I því fólgna að vera ósveigjanleg ur. Hinni „einbeittu stefna'S sem de Gaulle rekur þessa dag- ana, er einkum ætlað að varna því, að Þjóðverjar hvarfli frá þýzk-franskri samvinnu. Hún á að koma í veg fyrir að þeir taki upp samvinnu við Bandaríkja- menn eða Breta um að ná sætt um Berlín. Og enn er fyrir hendi sá möguleiki, að Þjóðverj ar feti í fótspor dr. Kroll og taki upp nánari samninga við Rússa. VIÐ BANDARÍKJAMENN get- um ekki látizt og ættum ekki að reyna að látast óska eftir eða trúa á fransk-þýzka „Ev- rópu“. Við verðum ekki einir um að neita að fagna henni eða stuðla að nánara samfélagi. Gegn stefnu de Gaulle og Ade- nauers um innhverfa og ein skorðaða Evrópa stendur frjái- lyndur hópur innan Ffnahags- bandalags Evrópu Leiðtogai hans eru m.a þeir Jean Menn- et, P. H. Spaak dr. Hallstein og að því er virðist núverandi framámenn ítala. Innan Þýzkalands he.yra þess- um flokki til menn eins og Er- hard, — sem kann að verða eft- irmaður Adenauers, — helztu forystumenn þýzkra iðnrekenda. frjálsir demokratar ti) hægri og sósíaldemokratar til vinstri (Framhald a 15 síðui TÍMINN, fimmtudagínn 31. maí 1962 z

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.