Tíminn - 31.05.1962, Síða 8
Það er vonum seinna, að ungur
fræðimaður, menntaður í íslenzk-
um fræðum við Háskóla íslands,
'hreyfi við hinum arfteknu kenn-
ingum um upphaf sagnaritunar á
íslandi. Hermann Pálsson kveður
sér hljóðs í þessari bók um þessi
efni svo skirt oghvetjandi að, ekki
getur farið hjá því, að lærðir bók-
menntafræðingar og sagnfræðing-
ar verða að taka tillit til ályktana
hans, og endurskoða fyrri skoðanir
sínar. Að vísu setur Hermann kenn
ingar sínar fram án vísindalegra
vinnubragða, en þær eru samt sem
áður rökfestar af leikni og þekk-
ingu. Skal ég nú í fáum orðum
ræða nokkur atriði.
í kaflanum „Bókmenntir handa
bændum“ kemst Hermann að
þeirri niðurstöðu, að íslendingasög
urnar séu fyrst og fremst ritaðar
handa bændum til skemmtunar og
fróðleiks. Sagnaskemmtunin, sem
varð til þess, að sögurnar varðveitt
ust og endurnýjuðust í nýjum af-
skriftum og urðu þannig gegnum
aldirnar undirstaða að menningar-
arfleifð þjóðarinnar. Bezta, hand-
hægasta og ódýrasta skemmtun ís-
lenzku þjóðarinnar á löngum kvöld
um við vinnu frumstæða og sein-
virka var að lesa sögur upphátt eða
kveða rímur. Þetta hvort tveggja
hafði í för með sér aukna þekk-
ingu alþýðunnar á málinu og sögu
þjóðarinnar. Vestur á Reykhólum
var haldin brúðkaupsveizla árið
1119, þar sem tveir menn voru
fengnir til að skemmta með upp-
lestri sagna. Hermann heldur því
fram, að sögumennirnir í Reyk-
hólabrúðkaupinu hafi lesið sögur
sínar af bók. Þessi kenning er ný-
stárleg — en að mínum dómi hár-
rétt. Hið frumstæða þjóðfélag á
íslandi, var að mestu byggt á arf-
leifð ættsveitarþjóðfélagsins.
Kynngi hetjusagna og frásagnir af
forfeðrum einkenndu skilning ætt-
sveitanna á lögmálum samfélags-
ins. Arfleifðin frá liðnum atvikum,
dómum og meðferð kynborinna
manna á málefnum ættsveitanna,
var sterkasti þátturinn til þess, að
lög og réttur vajð til. Þetta varð
í ríkum mæli á íslandi á árdögum
byggðarinnar í landinu. En þó með
breyttu móti í einstökum byggð-
um og héruðum.
Eins og kunnugt er var kvistin
trú lögtekin hér á landi árið 1000.
Var það gert með samþykkt á Al
þingi. Er það eina dæmið í sögu
Norðurálfuþjóða, að kristni var lög
leidd með þeim hætti. í öðrum
löndum kostaði það miklar styrjald
ir og blóðsúthellingar að koma
þessari austurlenzku trú á. Þróun
kristninnar og kirkjunnar hér á
landi, varð einnig með talsvert
öðrum hætti en í nágrannalöndun-
um. íslenzka kirkjan var allt fram
á 13. öld að mestu óháð erlendum
valdamönnum. En eftir kirkjuþing
ið mikla í Lateran árið 1214 skipti
mjög um stefnu. Fram að þeim
tíma var íslenzka kirkjan fyrst og
fremst mótuð af hugmyndum og
framkvæmdum goðorðsmanna
landsins. Þeir ófu völd kirkjunn-
ar í sín völd veraldleg og mótuðu
sjálfstæða og þjóðlega kirkju-
stefnu. Flestir prestar, sem eitt-
hvað kvað að, voru jafnframt goð-
orðsmenn. Gissur biskup ísleifsson
kom fyrstur manna fastri skipan á
fjármál íslenzku kirkjunnar með
setning tíundarlaganna árið 1096.
Um tíundarlögin íslenzku hefur lít
ið verið ritað, og setning þeirra
mjög misskilin af íslenzkum sagn-
fræðingum. Eg hef á undanförn-
um árum rannsakað tíundarlögin
allmikið og myndað mér rökfastar
skoðanir um þau og framkvæmd
þeirra. En það er of langt mál til
að ræða hér.
Ari fróði Þorgilsson er oftast
talinn fyrstur rithöfundur hér á
íslandi. Ef til vill er það rétt í
vissum skilningi. En þau verk, sem
sannanlega eru eftir hann og
geymzt hafa gegnum aldirnar, hafa
verið herfilega vanskilin. Hermann
Pálsson fellur í sömu gröf og fyr-
irrennarar hans, sem ritað hafa
um íslendingabók Ara, að telja
-8
Hermann Pálsson
hana íslandssögu. Ari reit bók sína
ekki sem íslandssögu, heldur sem
sögu kristninnar í landinu. Biskup-
arnir tveir, Þorlákur og Ketill,
fengu hann til að rita þessa sögu,
til þess að hafa í hendi söguna um
hvernig kristin trú komst á í land-
inu. Þetta var þeirra nauðsynjamál,
til að geta staðið í laufguðum
skógi gagnvart veraldlega vald-
inu.
Síðasta rit Ara fróða er skrá yf-
ir kynborna presta og er prentað
í íslenzku fornbréfasafni. Þessi
skrá hefur verið mjög vanskilin af
fræðimönnum. Flestir hafa ályktað,
að hér sé eingöngu um að ræða
skrá yfir ættborna menn, það er
komna af göfugum ættum. En
þetta er misskilningur. Skráin er
sett í kirkjulegum tilgangi. Fræði-
mönnum hefur einnig skjátlazt að
finna rétt út, hvaða menn skráin
telur. Er það afleiðing af þeirri
skoðun, að leitað hefur verið eftir
hinum ættgöfugustu mönnum.
Ættfræðitilgangurinn er ekki eins
ríkjandi í ritum 12. aldar eins og
ritum 13. aldar. Orsakirnar til
þess eru margþættar, og verða ekki
raktar hér. En á það skal bent,
að ættgöfgi og rakning ætta til
frægra manna, var fornleifð frá
ættsveitunum, en endurnýjaðist við
breyttar þjóðfélagsaðstæður hér á
landi á 13. öld. Riddararómantíkin
greip hér inn í að nokkru, og varð
undirstaða að stórum menningar-
arfi á íslandi.
En jafnframt þessu ber að hafa
í huga, að hin alþjóðlega kirkju-
stefna, eða réttara sagt stefna páf-
ans í Róm, vann alltaf á hér á
landi. Einstakir menn hneigðust
snemma að henni og reyndu að
efla áhrif hennar. Á þessu fer þeg-
ar að bera fyrir miðbik 12. aldar.
En hámark ásælni þessara manna
varð í framkvæmd í kirkjustjórn
Þorláks helga. En viðleitni hans
brotnaði á mótstöðu Jóns Loftsson
ar í Odda. Sagnaritun Oddaverja
var ekki eins þjóðleg og varð víða
annars staðar. Sæmundur fróði,
ættfaðirinn mikli og fræðimaður-
inn, var lærður í erlendum skóla,
þar sem ríkt hafði háþróuð kristin
menning um langt skeið. Sjónar-
mið hans á sagnaritun og sagna-
skemmtun var því nokkuð með öðr
um hætti en var hjá heimamennt-
uðum sagnariturum. Styrmir fróði
bar norðlenzka sagnaritun til Sunn
lendingafjórðungs. Langfeðgar
hans höfðu setið við menntabrunn
Merkt rit eftir Hermann Páisson, magister.
fyrsta klaustursins á íslandi. Sagna
ritun í Þingeyrarklaustri hefur
verið þjóðleg — fyrst og fremst
þjóðleg. Þangað runnu stríðir
straumar úr sagnasveitum Breiða-
fjarðar. Breiðfirzka sagnaritunin
endurmótaðist á Þingeyrum og bar
mikið lauf á styrkum stofni. Þang-
að er örugglega að leita upphafs
margra skráðra sagna 12. aldar.
Einn merkasti kafli þessarar bók
ar er forn minni. Þar skýrir Her-
mann ýmis forn ummæli sagnanna
um söguritunina og sagnaskemmt-
unina. Höfuðkostur rökfærslu hans
er, að hann tekur jafnt tillit til
riddarasagna'nna, heilagra manna
sagna og íslendingasagna. Mörg
þessi minni benda ótvírætt til
sagnaritunnar hér á landi á 12. öld
Eg er ekki sammála Hermanni
Pálssyni um alit, sem kemur fram
í kaflanum sannfræði. Eg tel, að
hann sé einmitt búinn ; fyrri köfl-
um bókarinnar að leiða sterk rök
að þvi, að með því að telja íslend-
ingasagnirnar eldri en fræðimenn
gera yfirleitt, þá hljóti hann einn
ig að innihalda meiri sannfræði en
annars. Enda er þetta auðséð, ef
vel er athugað. Hann færir til dæm
is um nauma sannfræði sagnanna,
að höfundur Njálssögu notar
minni úr Járnsíðulögum. En eins
og ég hef einhvern tíma áður bent
á, var Járnsíða að nokkru leyti
verk íslenzkra manna, sem t-kki
höfðu of mikla þekkingu á fram-
kvæmd þjóðveldislaganna né
þeirra aðstæðna, sem meginstyrkur
þeirra byggðist á. En líklegt er,
að sá sem lagði síðustu hönd á
Njálu, sé einmitt sami maður og
vann að Járnsíðu. En hins vegar
hald ég, að fyrstu drögin að Njáls-
sögu hafi verið gerð kringum 1160
MlNNING:
Halldór Jóhannsson
Hvammstanga
Halldór Jóhannsson á Hvamms-
tanga, fyrrum bóndi á Haugi í
Miðfirði, lézt 13. þ. m. 72 ára að
aldri.
Hann fæddist að Haugi 22. des.
1889. Foreldrar hans voru Jóhann
bóndi Ásmundsson og kona hans,
Arndís Halldórsdóttir. — Jóhann
var sonur Ásmundar bónda á
Skeggjastöðum, Bjamasonar
bónda á Bjargi, Bjarnasonar
prests á Mælifelli Jónssonar. —
Arndís var dóttir Halldórs smiðs
og bónda í Litlu-Gröf í Mýrasýslu,
Bjarnasonar. Hún var seinni kona
Jóhanns á Haugi. Með fyrri konu
sinni, Guðrúnu Gunnlaugsdóttur,
átti hann nokkur börn, sem flutt
ust til Ameríku. Eitt af þeim var
Ásmundur P. Jóhannsson í Winni
peg, þjóðkunnur maður hér á
landi og meðal íslendinga í Vest
urheimi.
Halldór ólst upp hjá foreldrum
sínum á Haugi. Tæplega tvítugur
var hann einn vetur við nám í
Flensborgarskóla í Hafnaifirði.
Jóhann faðir hans lézt haustið
1909, og tók Halldór þá við stjórn
búsins meS móður sinni. Árið
1913 kvæntist hann ágætri konu,
Guðrúnu Jónasdóttur, og lifir hún
mann sinn. Foreldrar hennar
voru hjónin Jónas Jónsson og
Anna Kristófersdóttir, sem lengst
bjuggu á Reykjum í Miðfirði.
Halldór og Guðrún bjuggu á
Haugi til ársins 1947. Búskapur
þeirra stóð á traustum grunni og
einkenndist af reglusemi og snyrti
mennsku. Heimilisbragur allur
var þar ágætur. Þau hjón tóku
nokkur fósturbörn og veittu þeim
gott uppeldi.
Árið 1947 fóru fram fjárskipti
í Miðfirði vegna mæðiveikinnar.
Hjónin á Haugi sáu sér ekki fært
að kaupa nýjan fjárstofn og halda
áfram búrekstri. Halldór var þá
kominn fast að sextugu, og ekki
vel heilsuhraustur. Þau seldu þvf
jörð sina góðum bónda, sem vant
aði jarðnæði. en fluttust til
Hvammstanga. Þar keyptu þau
lítið íbúðarhús, og þar var heim-
ili þeirra síðustu 15 árin.
Halldóri Jóhannssyni voru fal-
in mörg trúnaðarstörf í sveit og
sýslu. Hann var flestum færari
til opinberra starfa, vegna ágætra
hæfileika og þeirrar samvizku-
semi og vandvirkni, sem aldrei
brást. Hann hafði traust allra,
sem kynntust honum. Sveitungar
hans í Miðfirði fólu honum odd-
vitastarf í sveitarstjórn o. fl. Hann
var í yfirskattanefnd og formaður
yfirkjörstjórnar við alþingiskosn
ingar áður en síðasta kjördæma-
breyting var gerð. En mest voru
störf hans utan heimilis í þágu
kaupfélagsins í sýslunni, enda
bar hann hag þess félagsskapar
mjög fyrir brjósti, því að hann
var traustur og einlægur sam-
vinnumaður. Hann var lengi for-
maður kaupfélagsstjórnarinnar
og síðar endurskoðandi félags-
reikninganna. Átti sæti á öllum
aðalfundum kaupfélagsins um ára-
tugi. Hann sat aðalfund félagsins
í vor, 2. og 3. maí, aðeins 10 dög-
um áður en hann lézt, var þar
formaður í fundarnefnd og fund-
arritari eins og oft áður. Kaup-
félagsmenn eiga honum mikla
þökk að gjalda fyrir óeigingjarnt
og gott starf um fjölda ára.
Eftir að Halldór hætti búskap
og settist að á Hvammstanga hafði
hann nóg að starfa. Eins og áður
segir var hann endurskoðandi
kaupfélagsreikningja og mörg
haust var hann kjötvigtarmaður
hjá kaupfélaginu. Enn má nefna
t. d., að hann var endurskoðandi
sparisjóðsins og annaðist um
skeið gjaldkerastarí og reiknings
hald fyrir sjúkraskýlið. En þegar
frístundir gáfust, varði hann þeim
einkum til bóklesturs og ritstarfa.
Á þessum árum mun hann hafa
fært í letur tölulegan fróðleik
um búnaðar og viðskiptamál
sýslubúa undanfarna áratugi.
í kauptúninu nutu þau Halldór
og Guðrún almennrar hylli og
virðingar eins og hjá fyrri sveit-
og hafi sá. er það gerði, vsriö rit-
lærður af kennendum Þingeyra.
Eins og áður er getið, rók is-
lenzka kirkjan sérstæða og þjóð-
lega stefnu hér á landi í upphafi.
Kirkjan varð á 12. öld rótgróin og
formföst stofnun, sem erfitt var aö
hagga til nokkurra muna. Siöa-
skiptaöldin og umrót hennar varð
síðar til þess að brjóta og sundra
mörgum þeim véum, sem dýrrnæt-
ust voru í skipulagi kirkjunnar. En
þrátt fyrir baráttu sumra siða-
un þjóðarinnar, tókst þeim alurei
skiptabiskupa móti sagnastvmmt-
að útrýma henni. Á 18. öld hefst
enn ný barátta gegn sagnaskemmt
uninni og rímunum. Var þá í landi
uppi ný heittrúarstefna, sem ;-eytti
hrís á glóðina, til þess að útrýma
sagnaskemmtuninni. Þrátt fyrir
það, að bæði lestrarkunnáttu og
skriftarkunnáttu hafði hrakað frá
því um siðaskipti, varð þessari
stefnu lítt ágengt. fslendingar
héldu áfram að meta sögurnar til
skemmtunar og drukku af mennt-
um þeirra o.g máli miklar veigar,
sem urðu gróður hár og blómgvað-
ur, þegar rofa tók til í mennta- og
efnahagslífi þjóðarinnar með
auknu frelsi.
Eg vil að lokum þakka Her-
manni Pálssyni fyrir hinar djörfu
og nýstárlegu kenningar, sem hann
setur fram í þessari bók. Það er
von mín öll, að á næstu árum sendi
hann frá sér stórt og mikið rit um
þessi efni, þar sem allt verður rök-
stutt og framsett eftir fyllstu kröf-
um íslenzkra fræða.
Jón Gíslason.
ungum. Þau héldu þar sama sið
o^ áður um góðar móttökur gesta,
og á heimili þeirra komu þorps-
búar og fólk úr sveitunum í kaup
staðarferðum, einkum gamlir sveit
ungar þeirra úr Miðfirði. Þó að
hús þeirra væri ekki stórt, varð
enginn þess var að þar skorti
húsrými til gestamóttöku.
Þó að skólaganga Halldórs
væri ekki lengri en að framan
greinir, varð hann vel menntað-
ur og fróður maður. Hann var
sérstakt prúðmenni í orðum og
allri framkomu
Ég, sem rita þessar línur, hef
margs að minnast frá samstarfi
við Halldór Jóhannsson. Allar
eru þær minningar góðar. Hann
var gáfaður mannkostamaður, og
því var sérstaklega ánægjulegt að
kynnast honum og vinna með
honum ag sameiginlegum viðfangs
efnum og áhugamálum.
Jarðarför Halldórs sál. fór fram
að Melstað 24. þ. m í fögru veðri.
Héraðsbúar fjölmenntu mjög við
útförina Þannig vottuðu þeir
þessum mæta manni þakkir og
virðingu
Skúli Guðmundsson.
T f MIN N, fimmtudaginn 31. maí 1962]