Tíminn - 21.06.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.06.1962, Blaðsíða 9
Kuldatíð og sprettu- horfur mjög slæmar Ræft við Halldór Sigvaldason, Gilhaga í Öxarfirði Sumum sveitamönnum finnst Tíminn vera orðinn meira Reykjavíkurblað en góðu hófi gegnir. Við, sem við Tímann vinnum, þykjumst þó gera okkar bezta til þess að afla frétta af landsbyggðinni, m. a. með því að grípa þá, sem inn á skrifstofur okkar líta, og spyrja þá frétta úr þeirra byggð. Halldór Sigvaldason, bóndi á Gilsbakka í Axarfirði, var á ferð hérna í Reykjavík fyrir skömmu, og notuðum við þá tækifærið að inna hann fréttaj að norðan. \ HALLDÓR SiGVALDASON — Þótti ykkur ekki tíðin rysjótt í vetur? — Jú, tíðin var óvenjuleg og ærið hvikul. Þetta var ekki snjó- þungur vetur, en erfiður á margan hátt. Ef stillur voru, þá var bruna frost og svell yfir allt, og ekki er það betra en snjórinn. Nú er kal mikið í túnum í lágsveitum, en minna á annesjum og inn til heiða. Bændur voru yfirleitt ekki nógu vel undir veturinn búnir, það gekk mjög á heyforða þeirra, og flestir urð'u að beita talsvert á tún hjá sér. — Teljið þið slæmar horfur með sprettuna vegna kalsins? — Já, sprettuhorfur eru ekki góðar. Þar, sem ekki var beitt meira og minna á tún, verðul' e.t.v. hægt að hefja slátt um næs-tu mán aðamót eða upp úr þeim. En þetta kuldakast, sem kom upp úr miðj- um maí, kom sér afar illa og dró úr öllum gróðri. Margir tala um, að þeir muni þurfa að fækka tals- vert fé hjá sér í haust, ef ekki rætist betur úr með sprettu og nýting heyja en nú horfir. Ekki miklar framkvæmdir — Hvernig gekk sauðburður? — Þetta var nánast meðalvor, hvað sauðburð snerti. Þó var tæp- lega eins margt tvílembt og venja heíur verið. Við lentum ekki í neinum vandræðum vegna kulda- kastsins í maí, ep við erum nú sér- sfaklega vel settir í Axarfirðinum vegna skógarins. Þar ar mikið skógarkjarT, — Eru miklar framkvæmdir á döfinni í Axarfirði? — Ekki er það nú. Ræktun verð- ur með svipuðu móti og verið hef- ur. Eitt íbúðarhús á að byggja í sveitinni í sumar, og nokkrir’ munu ætla að endurbæta útihús sín. Svo mun í ráði að vinna að byggingu barnaskólans í sumar. Ný flugbraut á Kópaskeri —Eruð þið ekki sæmilega sett í Axarfirðinum, hvað samgöngur snertir? — Við þurfum svo sem ekki að kvarta. Þó voru samgöngur óvenju slæmar í vetur, og var lengi bann á vegum. Auk þess fóru skip oft fram hjá Kópaskeri vegna veðurs. Um flugsamgöngur að vetrarlagi hefur ekki verið að ræða fram að þessu, en nú er verið að ýta upp flugbraut á Kópaskeri, og verður þá flugvélum fært þangað jafnt að vetri sem sumri. Við hugsum að sjálfsögðu gott til þess. — Var ekki mikil bót að veg- inum kringum Tjörnes? — Jú, mikil ósköp, það voru mikil viðbrigði, þegar hann var tekinn í notkun. Einnig var mikil bót að brúnum tveimur, sem ný- lega voru endurbyggðar á Jökuls- á og Brunná. Það voru hreinustu vandræði fyrir bíla með háfermi að komast um gömlu brýrnar, t. d. bílana, sem fluttu tunnur til Rauf- arhafnar um síldartímann. Nú er þetta leikur einn. — Fer fólk úr sveitinni mikið í síldina? — Það er dálítið um það, þegar það kemst frá heyönnunum. En það verður vafalaust meira um það, þegar síldarútgerð verður komin á Kópaskeri. Segir ekki af hjónaböllum — Er félagslíf blómlegt? — Oft hefur það verið svo. En í vetur var það með afbrigðum dauft. Um hátíðirnar var lítið um skemmtanir og mannamót vegna veðurs og ófærðar, og í byrjun janúar fór margt af unga fólkinu að heiman í atvinnu. Það fór fleira í vetur en oft áður. Byrjað var að æfa leik fyrir áramótin, en svo varð að hætta 'við það, því að sumir leikaranna fóru burtu. Það var sem sagt fátt um skemmt- anir, aðrar en hjónaböll, en þau '• eru orðin fastur liður í félagslífi1 sveitanna Núpasveit, Axarfjörð- ur og Kelduhverfi halda hver sitt i hjónaball og bjóða þangað úr hin- , um sveitunum. j — Geturðu ekki sagt einhverj-j I ar fréttir af þessum hjónaböllum? — Sussu-nei, slíkt hleypur mað- | ur ekki með í blöðin. j Með glóandi gull — Þú sagðir. að unga fólkið I færi að heiman á veturna. Eruð þið nokkuð uggandi um, að það fari fyrir fullt og allt, svo að til vandræða horfi fyrir sveitina? —Nei, svo slæmt er það ekki. Þetta kemur flest aftur á vorin. Svo flyzt alltaf eitthvað inn í sveit ina. Nei, við erum ekki hræddir við auðn í Axarfirðinum á næst- unni. — Segirðu svo ekki einhverja stórfrétt að lokum? — Ja, mér er nú efst í huga, að ég hitti hérna úti á götu miðaldra mektarbónda úr næstu sveit, sem við héldum eiginlega að væri rót- gróinn piparsveinn, en hann var þá kominn með glóandi gull á fing-j ur. Svona er nú ástfn. Hún spyr ■ ekki um aldur né góðan ásetningj um a^ forðást hana, eins og j heitan eldinn. — k. Á veginum yfir Siglufjarðarskarð — elna tengiliðnum á landi við aðrar byggðir. Þar er oft torfært. Strákavegur er lausnin. hún mér, að engin merki hefði hún séð þess, að verið væri að ryðja það að nýju. Tvær ýtur munu vera einhvers staðar i ná grenni „Skarðsins", en báðar bilaðar. Engan er hægt að á- saka fyrir það þótt fjallvegur teppist að sumarla-gi vegna snjóa. En það er hægt að finna að því, að þau tæki, sem nota skal til þess að opna slíka vegi, séu svo léleg, að þau koma ekki að gagni, þegar nota skal. Mér er sem ég sæi í borgara „Faxaflóa-þjóðfélagsins", ef veg ir þeirra væru tepptir á þjóð- hátíðardaginn og ekkert væri til að byggja á nema tvær bil aðar ýtur. Ætli heyrðist ekki hljóð úr horni? Og það væri ekki nema von. Eg undrast hógværð Siglfirð- inga í þessu máli, að ekki skuli hafa á opinberum vettvangi heyrzt háværar raddir þeirra um þetta ófremdarástand og kröfur um lagfæringar á því. En ég veit, að þolinmæði þeirra er á þrotum. Eg geri ekki mikið með draumórana um Strákaveginn, og þau jarðgöng, sem þar á að gera, a. m. k. ekki fyrr en fjár- veitingar til þess vegar verða í einhverju hlutfalli við það mannvirki, sem þar skal gert. Eg horfi því í bili til vegleys- unnar yfir Siglufjarðarskarð, og geri þær kröfur til vegamála- stjórnarinnar, og ég veit, að þá mæli ég fyrir munn allra Siglfirðinga, að vegleysurnar yfir „Skarðið" verði gerðar að Séra Ragnar Fjalar Lárusson: ? er vegurmn: Það er ekki Reykvíkingur, sem spyr. Slíkar spurningar vakna naumast í huga höfuð- staðarbúans eða annarra borg- ara hins svonefnda „Faxaflóa þjóðfélags". Þar liggja margir. góðir vegir í allar áttir, þar kann vandinn að vera sá, að velja á milli vega. Það er útkjálkamaður, sem spyr. Þó er hann borgari bæj- ar, sem telur hátt á þriðja þús und íbúa, bæjar, sem verið hef- ur og verða mun þýðingarmik ill í öflun þjóðartekna vorra. Það er einn af íbúum Siglu- fjarðar, sem spyr. Þið, sem ókunnug eruð og les ið þessar línur kunnið að svara: svara: Er ekki vegur yfir Siglu- fjarðarskarð, sæmilega greið- fær yfir sumarmánuðina0 Hvers vegna spyr maðurinn svo? Eg minnist þess, er ég flutti erlenda konu yfir Siglufjarðar- skarð sl. sumar, hversu þögul og athugul hún sat í bifreiðini ég sá á svip hennar, að hún var allt að því kvíðafull. Þegar við ókum upp eina skriðuna hróp- aði hún skyndilega: „Where is the road?“ („Hvar er vegur inn?“). Þessi athugasemd henn ar festist í huga mér. Eg hafði að vísu í undirvitundinni fund- ið þetta áður, en ekki gefið hugsunum mínum hin réttu orð, en þau eru einmitt þessi: ,Hvar er vegurinn?" Þessa hóg væru athugasemd mætti orða á svolítið biturri hátt og segja: „Þetta er ekki vegur.“ Gamalt máltæki hljóðar svo: „Glöggt er gestsaugað", það sannaðist hér. Sannleikurinn um „veginn“ um Siglufjarðarskarð er sá, að þar ligguir ekki vegur í þess orðs venjulegu merkingu. held ur stógrýttir troðningar. og svo illfærir, að naumast er hægt að ætla, að nokkrar venjulegar fólksbifreiðir sleppi þar óskadd aðar yfir. Þessir troðningar væru hvergi í menningarlandi taldir færir öðrum bifreiðum en þeim, sem sérstaklega eru gerðar fyrir vegleysur og mjög •torsóttar leiðir. Þær væru óteljandi sögurnar um skemmdir á bifreiðum á þessari leið, sjálfur hefi ég átt bifreið í tvö ár og alloft orðið fyrir verulegu tjóni þar. Það má öllum ljóst vera at þessari lýsingu, og ekki sízt hinum, sem farið hafa vegleys- urnar um Siglufjarðarskarð, að „vegur“ þessi hefir verið mjög vanræktur a. m. k. hin síðari ár. Hvað því veldur veit ég ekki Ef til vill er það hugmyndin um annan veg, sem liggja á um Stráka til Siglufjarðar. Forráða menn vegamálanna kunna að hugsa sem svo, að sem minnst megi kosta til Skarðsvegarins. þar sem síðar komi nýr og fuli kominn vegur til Siglufjarðar á öðrum stað En ég er hrædd- ur um, að þess verði því mið ur 'langt að bíða Fjárveitingarn ar til Strákavegarins gefa að minnsta kosti tilefni til að á- lykta svo. Mér skilst. að fjár- veitingin í ár nægi til mánað vinnu fyrir fimm ýtur. Hvenær yrði vegalögninni og jarðgöng unum lokið með sama áfram- haldi? Sennilega ekld á næstu áratugum Þegar þessar línur eru rit- aðar er þjóðhátíðardagur Islend inga. Þá hefir Sigluíjarðarskarð verið ófært vegna snjóa og aur skriða í nokkra daga. I dag er hér gott veður, og áðan hitti ég aldraða konu, sem gengið hafði yfir „Skarðið" í dag. sagði akfærum vegi, sem einhver sómi verður sýndur. Lágmarkskrafan er sú, að veg heflar verði nokkurn veginn reglulega sendir til þess að jafna veginn, og að stórgrýti af honum verði rutt burt, og að til staðar verði forsvaranlegar, ný- legar ýtur, sem rutt gætu veg- inn á stuttum tíma, ef á þyrfti að halda. Eins og allir vita, sem málum þessum eru kunnugir, getur snjóað á - Siglufjarðar- skarði á.hvaða árstíma sem er. Þótt „Skarðsveginum" væri komið í viðunandi horf, er mál- ið ekki með því leyst. Allir, sem til þekkja, vita, að hann getur aldiei orðið annað en sumarvegur. Siglufjörður verð- ur að komast í varanlegt vega- samband við umheiminn, þess vegna verður draumurinn um Strákaveginn að verða að veru- leika. Við Siglfirðingar skorum á forráðamenn vegairiálanna, að láta þann draum rætast svo fljótt sem auðið er. „Hvar er vegurinn?" spurði ég í upphafi þessa máls. Þú ert ef til vill ekki svo undrandi, lesandi góður, þótt svo sé spurt, þegar hingað er komið lestr- inum. Sannleikurinn er sá, að Siglu- fjörður getur naumast talizt i vegasambandi við aðra lands- hluta, eins og málum er nú hátt að. Upphrópun erlendu konunn- ar var rökrétt afleiðing þess, sem hún sá og fann: „Þetta er ekki vegur“. Úr ófremdarástandi þessu verður að bæta þegar í stað. Það er skýlaus réttlætiskrafa Siglufirði, 17. júní 1962 Ragnar Fjalar Lárusson j T I M I N N, fimmtudagur 21. júní. V . \ .1 ; (i7i< ■ r;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.